Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 98

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS Flora, ný lína frá DUKA, skreytt draumkenndum vatnslitamyndum eftir sænsku listakonuna Malin Björklund Ískugga ógnvænna kviku-hreyfinga undir Bárð-arbungu – og gífurlegrar að-sóknar að tónleikum Justins Timberlakes sama kvöld er olli nærri umferðaröngþveiti í Kópa- vogi – sótti þriðja erlenda sinfóníu- hljómsveitin Eldborgarsal Hörpu heim á sunnudaginn var, eftir fyrst Gautaborgarsveit Dudamels og síð- an komu Berlínarfílharmóníu Rattles 20. nóvember 2012. Sér- kennileg tilviljun eftir á að hyggja, þó hvorki skyldi kannski kenna hinum rámu regindjúpum hálend- isins né ofurvinsældum poppstjörn- unnar um að hafa dregið úr að- streymi að höfuðvéum klassískrar tónlistar á Íslandi. Því þó að sæta- nýting Eldborgar virtist ekki nema um 80% á móti ríflega tólffaldri(!) miðasölu á Timberlake sama kvöld, þá telst það samt gott á nútíma- vísu, þar sem einstaklingsímynd al- þjóðlegs fjöldaeftirlætis vegur oft- ast þyngra en jafnvel færustu hóptúlkendur gömlu meistaranna. Hvort kynningarbumbur hafi verið nógsamlega barðar fyrir hönd kanadísku sveitarinnar skal ósagt látið, enda tekur vísast lengri tíma að byggja upp forvitni um sin- fóníuhljómsveitir en um hitt, þar eð þær eru háðari langvinnri afspurn (þorir maður að nefna það?) reynd- ari og kröfuharðari hlustenda en dugir í dægurgeiranum. Klausa á við „Sinfóníuhljómsveit Toronto- borgar er án efa ein fremsta sin- fóníuhljómsveit heims“ segir varla óinnvígðum mikið fyrsta kastið án frekari viðmiðunar. En hvað sem því líður þá sýnist mér að kvöldi loknu óhætt að fullyrða, og ekki í fyrsta skipti, að hér misstu óþarf- lega margir af miklu. 95 manna hljómsveitin var fimmtungi stærri en SÍ. Þó ekki strengjadeildin sem var nánast jafnstór og mátti merkilegt heita, ekki sízt í lokaverkinu þar sem strengir héldu feikigóðu jafnvægi gagnvart aflmiklum lúðrablæstri. Engu líkara en að þeir tækju meira á en hér tíðkast. Eftir sem áður var greinilega valinn maður í hverju rúmi, og verður því miður að játa að jafnsamtaka hópleikur á enn eft- ir að verða regla fremur en und- antekning hjá hérlendum kollegum þeirra í SÍ. Samstilling Kan- adamanna var nefnilega í einu orði sagt frábær, og kastaði tólfum í Sinfónískum dönsum Rakhman- inoffs þar sem eldfrussandi snerpa og seiðandi fágun vógu þvílíkt hríf- andi salt að maður iðaði allur í sæti. Beinn túlkunarsamanburður á SÍ og TSO fékkst í fyrsta verki dagskrár, Orion eftir kanadíska tónskáldið Claude Vivier (1948-83) er SÍ flutti hér undir stjórn Peters Oundjians 9. febrúar 2012 og sagði mér þá „ekki mikið“. Ólíkt nú, þeg- ar ótal viðbótarfletir komu fram og hófu verkið í hæðir sem úrvals- dæmi um bragðmikið nútímaverk með víðri tilhöfðun, þökk sé litríkri fjölbreytni og sjaldheyrðum and- stæðum í áferð. Fiðlukonsert Tsjækofskíjs, einn hinna fimm frægustu frá 19. öld, var í framúrskarandi höndum kan- adíska einleikarans James Ehnes, er fór jafnt með fingurbrjótafjöld- ann sem syngjandi innileik verks- ins eins og að drekka vatn. Réð hvarvetna örugg gegnmúsíkölsk túlkun í bókstaflega fullkomnu samvægi við hljómsveitina, að ógleymdum dáleiðandi mjúkum Largo-þætti úr 3. einleikssónötu Bachs sem aukalag við „hyllingu á fæti“. Aðra slíka hlutu TSO og stjórn- andi hennar síðan frá blístrandi þakklátum áheyrendum að loknu verki Rakhmaninoffs eftir hlé, og ekki að sökum að spyrja. „Uppi- stönd“ hafa að vísu stundum orðið af takmörkuðu tilefni. En núna voru þau fyllilega verðskulduð. Kanadamenn í toppformi Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbb Tsjækofskíj: Fiðlukonsert í D Op. 35. Vivier: Orion (1979). Rakhmaninoff: Sinfónískir dansar Op. 45. James Ehnes fiðla; Sinfóníuhljómsveit Torontoborgar. Stjórnandi: Peter Oundjian. Sunnudag- inn 24. ágúst kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Frábær „Samstilling Kanadamanna var nefnilega í einu orði sagt frábær, og kastaði tólfum í Sinfónískum dönsum Rakhmaninoffs þar sem eldfrussandi snerpa og seiðandi fágun vógu þvílíkt hrífandi salt að maður iðaði allur í sæti,“ segir m.a. í gagnrýni um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Toronto í Eldborg. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Enn lengist listinn yfir nöfn hljómsveita og tón- listarmanna sem leika á tónlistarhátíðinni Ice- land Airwaves sem hald- in verður í sextánda sinn 5.-9. nóvember nk. Til viðbótar við þá flytj- endur sem þegar hafa verið kynntir til leiks bætast nú, í erlendu deildinni: Anna Calvi, Ibibo Sound Machine og Gengahr frá Bretlandi, How To Dress Well, Eskmo, La Luz, Horse Thief og Vox Mod frá Bandaríkjunum, Yumi Zouma frá Nýja- Sjálandi, Greys frá Kan- ada, Byrta frá Fær- eyjum og BNNT og Stara Rzeka frá Pól- landi. Í íslensku deildinni eru það svo Sin Fang, Mugison, Pétur Ben, Ylja, Kiasmos, dj. flug- vél og geimskip, Low Roar, Mr. Silla, Amaba- dama, Lára Rúnars, Kira Kira, Kría Brekkan, Hafdís Huld, Boogie Trouble, M-Band, Auxpan, Yamaho, Thor, Exos, Yagya, Octal, Ruxpin, Amaury, Sometime, Momentum, Lord Pusswhip, Óbó, Rúnar Þórisson, Alvia Islandia og Geislar. Eins og greint hefur verið frá munu Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs og Caribou koma fram á hátíðinni í ár. Þeir sem vilja kynna sér alla þá sem kynntir hafa verið til leiks geta gert það á icelandairwaves.is. Anna Calvi heldur tón- leika á Iceland Airwaves Á Airwaves Enska tónlistarkonan Anna Calvi hefur hlotið mikið lof tónlistargagnrýnenda í heimalandi sínu og verið tilnefnd til verðlauna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.