Morgunblaðið - 25.06.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía G Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...Virkilega vönduð, lipur
og góð þjónusta“
Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha,
til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann
fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr
að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni.
Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst
og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha.
Kv. Áslaug og Benni
820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Brussel | Hin nýja staða sem upp er
komin í samskiptum Rússlands og
ríkja Atlantshafsbandalagsins
(NATO) vegna Úkraínudeilunnar
kann að hafa áhrif á þá stefnumörkun
í þjóðaröryggismálum sem nú er unn-
ið að á vegum ríkisstjórnarinnar.
Ljóst er að miklir óvissutímar eru
runnir upp í öryggismálum Evrópu
vegna óbilgirni Rússa í garð Úkra-
ínumanna.
Þetta sagði Gunnar Bragi Sveins-
son utanríkisráðherra í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í
Brussel í gærkvöldi. Hann var þá á
leið til fundar við aðra utanrík-
isráðherra NATO-ríkjanna. Fund-
inum verður framhaldið í dag og
lýkur í kvöld. Það er til marks um
hve Úkraínumálið skipar mik-
ilvægan sess í umræðum ráð-
herranna að Pavel Klimken, utan-
ríkisráðherra Úkraínu, mun funda
sérstaklega með þeim í dag og gera
grein fyrir ástandinu í heimalandi
sínu.
Rætt um að stofna styrktarsjóð
Meðal þess sem rætt hefur verið í
aðdraganda utanríkisráðherrafund-
arins er hvort NATO eigi að styrkja
veikburða varnir Úkraínu með sér-
stökum sjóði sem meðal annars
mætti nota til að kaupa hergögn til
varnar landinu.
„Ég á ekki von á því að neitt verði
ákveðið í þessu efni á fundinum,
enda mjög skiptar skoðanir um
málið,“ sagði Gunnar Bragi. Það
væri stór ákvörð-
un að veita ríki
utan NATO
hernaðaraðstoð
með slíkum
hætti. Það gæti
orðið til að
magna enn
spennuna í sam-
skiptunum við
Rússa. „Það er
ólíklegt að við Ís-
lendingar yrðum þátttakendur í
slíkum sjóði. En við styðjum ein-
dregið rétt Úkraínu til áframhald-
andi tengsla við evrópska markaði.
Þetta er eitt mikilvægasta landbún-
aðarland álfunnar. Við viljum
leggja okkar af mörkum til efna-
hagsviðreisnar í landinu og höfum
verið í viðræðum um að miðla þeim
þekkingu okkar á sviði jarðhitamála
og sjávarútvegsmála,“ sagði hann.
Gunnar Bragi sagði að sú spenna
sem nú væri í samskiptum vestrænna
ríkja við Rússa kallaði að óbreyttu á
endurmat á öryggismálastefnu og
framtíðarsýn NATO. Óvíst væri á
þessu stigi hvert þetta leiddi. Málin
gætu með ýmsum hætti haft áhrif hér
á landi, til dæmis ef Rússar hæfu á ný
eftirlitsflug herþotna í grennd við Ís-
land. Hann kvaðst verða var við auk-
inn áhuga á loftrýmisgæslunni hér og
Bandaríkjamenn væru einnig að
veita Íslandi aukna athygli.
Af fundinum í Brussel heldur
Gunnar Bragi til Kína ásamt ís-
lenskri viðskiptasendinefnd í tilefni
af því að 1. júlí næstkomandi tekur
fríverslunarsamningur landanna
formlega gildi. »9
Gæti teygt anga sína til Íslands
Gunnar Bragi Sveinsson segir að Úkraínumálið gæti haft áhrif á stefnumörkun um þjóðaröryggi
Íslands Endurmat á öryggismálastefnu og framtíðarsýn Atlantshafsbandalagsins framundan
Gunnar Bragi
Sveinsson
Sérstakur gjaldmiðill tónlistarhátíð-
arinnar Secret Solstice er útrunninn
og ónýtur eftir að hátíðinni lauk og
verður hvorki skipt í íslenskar krónur
né endurnýttur á næsta ári. Einhverj-
um fjölda hátíðargesta brá í brún þeg-
ar hann sat uppi með verðlausa plast-
peninga eftir helgina en að sögn
aðstandenda tónlistarhátíðarinnar
var sú staðreynd að gjaldmiðillinn
fengist ekki endurgreiddur auglýst
bæði þar sem hann var seldur og í há-
tíðarskránni.
Breski tónleikahaldarinn Jack
Robinson segir „token“-kerfið notað
víða erlendis en því er meðal annars
ætlað að draga úr þjófnaði. Plastpen-
ingana var hægt að kaupa fyrir krón-
ur eða með korti á ákveðnum stöðum
en sölubásarnir tóku eingöngu við
greiðslu í formi hátíðarmyntarinnar.
„Það gerir þetta miklu öruggara því
þá þarf fólk ekki að bera á sér háar
fjárhæðir né þurfa barirnir að vera
með mikla peninga,“ segir Robinson.
Hann bendir á að ef hægt væri að
skipta myntinni út fyrir peninga væri
hún jafngild þeim og jafn-eftirsókn-
arverð fyrir óprúttna aðila.
Plastmyntin var 250, 500, 1.000 og
2.000 króna virði en sölubásarnir
fengu einungis 250 króna myntina til
að gefa til baka. Robinson segir kerfið
auðvelda tónleikahöldurum að halda
utan um alla sölu, þar sem þeir geta
fylgst með því hversu mikið af mynt
er selt gestum og hversu mikilli
skiptimynt er deilt út á hvern sölubás.
Hann segir að á stórum tónlist-
arhátíðum erlendis, t.d. Coachella í
Bandaríkjunum, greiði gestir fyrir
vörur og þjónustu með armbandi sem
jafnframt er aðgöngumiðinn inn á há-
tíðina. Þeir geti fyllt á það eftir þörf-
um en ef armbandinu er stolið er
hægt að gera það óvirkt. Robinson
segir þetta öruggustu lausnina sem
hann hafi kynnst og hún hafi verið
skoðuð fyrir Secret Solstice en reynst
of kostnaðarsöm. holmfridur@mbl.is
Hátíðarmynt Secret Sol-
stice fæst ekki endurgreidd
Kemur í veg
fyrir þjófnað og
auðveldar yfirsýn
Morgunblaðið/Eggert
Stuð Hátíðargestir skemmtu sér vel.
Héraðsdómur
Reykjavíkur
sýknaði í gær þá
Lýð Guðmunds-
son og Sigurð
Valtýsson af öll-
um kröfum
ákæruvaldsins í
svokölluðu VÍS-
máli. Þeir voru
báðir sakaðir um
brot á lögum um
hlutafélög og Lýður var ákærður
fyrir umboðssvik. Sérstakur sak-
sóknari ákærði þá Lýð og Sigurð
þann 11. október 2013.
Lýður var ákærður fyrir brot á
lögum um hlutafélög með því að
hafa á árinu 2009, sem stjórnar-
formaður og prókúruhafi hlutafé-
lagsins Vátryggingafélags Íslands,
látið félagið veita Sigurði, sem þá
var stjórnarmaður VÍS, óheimilt
lán að fjárhæð 58,6 milljónir
króna.
Sigurður var ákærður fyrir brot
á lögum um hlutafélög með því að
hafa sem stjórnarformaður og pró-
kúruhafi VÍS ítrekað látið félagið
veita einkahlutafélaginu Korki
óheimil lán. Korkur var beint og
síðar óbeint í helmingseigu Lýðs.
Ákæruvaldið hafði ekki ákveðið
í gær hvort dóminum yrði áfrýjað.
Héraðsdómur sýkn-
aði bæði Lýð og
Sigurð í VÍS-málinu
Héraðsdómur
Sýknað í VÍS-máli.
Frá því að NATO var stofnað árið
1949 hefur aðildarríkjum fjölg-
að úr 12 í 28. Fjögur ríki til við-
bótar sýna áhuga á inngöngu:
Bosnía-Hersegóvína, Georgía,
Makedónía og Svartfjallaland.
Öll eiga þau eftir að uppfylla
ýmis skilyrði til að hægt sé að
fallast á aðild þeirra. Íslend-
ingar hafa stutt fjölgun, en ýmis
önnur ríki NATO eru efins.
Fjögur ríki
vilja inn
RÆÐA FJÖLGUN Í NATO
Hjólreiðakeppni WOW Air, WOW Cyclothon 2014,
hófst í gær þegar keppendur voru ræstir út við
Hörpu. Keppendur í einstaklingsflokki lögðu af
stað kl. 10 og hafa 84 klukkustundir til að hjóla
hringinn kringum landið en keppendur í flokki
4-6 manna liða og flokki 10 manna liða renndu sér
frá Hörpu kl. 19 og 20 og hafa 72 klukkustundir
til að ljúka hringferðinni. Áheit á keppendur
námu rúmum 6,3 milljónum í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Golli
Hjólreiðakappar leggja hringveginn undir sig