Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 6
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á aukaaðalfundi Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna og á stjórn-
arfundi í Samtökum fiskvinnslu-
stöðva á morgun verður fjallað um
stofnun nýrra heildarsamtaka í sjáv-
arútvegi með sameiningu LÍÚ og
SF. Ekkert hefur verið ákveðið í
þessum efnum, en á fundunum á
morgun verður leitað heimilda til að
vinna áfram að verkefninu og í fram-
haldinu er fyrirhugað að setja upp
sameiginlega vinnuhópa. Á aðal-
fundum sambandanna í haust er
stefnt að því að taka ákvörðun um
það hvort af sameiningu verður.
Ímyndin ofarlega á blaði
Sameining hefur verið rædd í röð-
um LÍÚ frá því í febrúar og var
kynnt á stjórnarfundi SF í mars.
Capacent hefur unnið með samtök-
unum síðustu mánuði og hefur skoð-
að kosti og galla sameiningar og
stofnun nýrra heildarsamtaka. Sam-
starf samtakanna er nú þegar tals-
vert og hefur aukist eftir að þau
fluttu á sömu hæð í Húsi atvinnulífs-
ins fyrir tólf árum.
Að mörgu er að hyggja við samein-
ingu, en, hún er þó aðeins hluti af
þeim verkefnum sem unnið er að.
Samhliða hafa forystumenn rætt
stefnumótun til framtíðar og hvernig
nálgast megi alla virðiskeðjuna í
sjávarútvegi. Tilgangurinn er að
auka slagkraft greinarinnar og ann-
ast hagsmunagæslu á breiðum vett-
vangi þar sem nýting fjármagns og
þekkingar yrði enn betri og mark-
vissari en nú er. Jafnframt er unnið
að stefnumótun í umhverfismálum,
samfélagsábyrgð og menntamálum.
Ímynd sjávarútvegsins er eðlilega
ofarlega á blaði í þessari vinnu.
„Það má segja að í þessu felist alls-
herjar endurmat og uppstokkun. Við
viljum breikka umræðuna, sem hef-
ur verið of þröng og horfa á veiðar og
vinnslu sem heildstæða atvinnu-
grein,“ sagði framámaður í sjávar-
útvegi í samtali við Morgunblaðið.
Innan Samtaka atvinnulífsins hafa
skoðanir löngum verið skiptar um
Evrópumál og aðild að Evrópusam-
bandinu. Hugmyndir um sameiningu
innan fiskveiða og -vinnslu munu
hins vegar ekkert hafa með Evrópu-
mál að gera. Þvert á móti eru hug-
myndir um að vinna náið með SA og
jafnvel nær en áður.
Samvinna í kynningarmálum
Þó nú sé einvörðungu rætt um
sameiningu LÍÚ og SF gætu ný
samtök hugsanlega orðið enn stærri
í framtíðinni og er mörgum spurn-
ingum ósvarað í þeim efnum. Fyrir-
tæki í veiðum og vinnslu reka mörg
hver sjálfstæða sölustarfsemi, auk
þess sem sterk fisksölufyrirtæki
vinna að útflutningi.
Á þeim vettvangi hefur verið tals-
verð samvinna að kynningarmálum í
samvinnu við Íslandsstofu. Nefna má
sölu á saltfiski til landa við Miðjarð-
arhaf, sem fór af stað fyrir tveimur
árum, og sölu á ferskum þorski til
Frakklands í fyrravetur. Því má
velta því upp hvort þátttaka mark-
aðsfyrirtækja muni í framtíðinni
verða enn virkari í nýjum samtökum
ef þau verða stofnuð.
Um átta þúsund starfsmenn
Fiskveiðar og -vinnsla skila nú um
þriðjungi útflutningstekna Íslend-
inga og innan vébanda fyrirtækja í
þessum greinum starfa nú um átta
þúsund manns. Ef öll fyrirtæki innan
sjávarklasans; í fiskeldi, mjöli, lýsi,
tækni, iðnaði o. fl. gerðust aðilar að
nýjum samtökum gæti fjöldi starfs-
manna fyrirtækja innan vébanda
þeirra orðið um 28 þúsund í óráðinni
framtíð.
Aukinn slagkraftur með sameiningu
Stefnt að sameiningu Samtaka fiskvinnslustöðva og Landssambands íslenskra útvegsmanna í haust
Hagsmunagæsla á breiðum vettvangi og stefnumótun til framtíðar Endurmat og uppstokkun
Morgunblaðið/Eggert
Glaðbeittar Fiskverkakonur hjá HB Granda á Akranesi, en fyrirtækið er
eitt það stærsta í sjávarútveginum og stundar bæði veiðar og vinnslu.
Sameining var
rædd fyrir 15 árum
» Bæði SF og LÍÚ eiga aðild að
Samtökum atvinnulífsins.
» Félagsmenn SF koma úr öll-
um greinum fiskvinnslu og eru
fyrirtækin beinir aðilar að SA.
» Aðild að LÍÚ gerist hins veg-
ar í gegnum tólf félög útvegs-
manna allt í kringum landið.
» Mörg fyrirtæki í SF og LÍÚ
eru innan hvorra tveggja sam-
takanna.
» Sameining var rædd 1998-
99 en ekkert varð af henni þá.
» Talið er að meiri alvara sé að
baki hugmyndinni nú en var
1998-99.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
SVIÐSLJÓS
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
Fulltrúar í þverpólitískri stjórnar-
skrárnefnd sem skipuð var síðastlið-
ið haust af forsætisráðherra eru
bjartsýnir á að starf nefndarinnar
eigi eftir að skila árangri og sammála
um að góður andi sé innan hennar.
Þrátt fyrir að um þverpólitískan
vettvang sé að ræða sé áherslan á
það sem hægt er að ná saman um, en
ekki það sem skiptar skoðanir kunna
að vera um.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem stjórnarskrárnefndin boð-
aði til í Þjóðmenningarhúsinu í
Reykjavík í gær þar sem kynnt var
fyrsta áfangaskýrsla nefndarinnar.
Fleiri skýrslur eru væntanlegar en
nefndinni er ætlað að vinna frum-
varp að breytingum á núgildandi
stjórnarskrá á kjörtímabilinu þar
sem byggt verði á fyrri vinnu sem átt
hefur sér stað í þeim efnum.
Fjallað um fjóra málaflokka
Fjórir málaflokkar hafa einkum
verið til umfjöllunar í stjórnarskrár-
nefndinni til þessa; möguleiki al-
mennings á því að kalla eftir þjóð-
aratkvæðagreiðslum, framsal á
ríkisvaldi vegna alþjóðlegs sam-
starfs, auðlindamál og umhverfis-
vernd. Fram kom á fundinum að
engar endanlegar ákvarðanir hefðu
verið teknar af nefndinni en skýrslan
inniheldur yfirlit yfir umræður til
þessa um þessa fjóra málaflokka
og þar á meðal innan nefndarinn-
ar.
Tilgangurinn með áfanga-
skýrslunni er ekki síst að sögn
Sigurðar Líndal, formanns
stjórnarskrárnefndar-
innar, að kalla eftir
viðbrögðum frá al-
menningi, en skýrsluna má nálgast á
vefsíðunni Stjornarskra.is og þar má
einnig koma á framfæri athugasemd-
um. Stefnt er að því að frumvarp til
breytinga á stjórnarskránni liggi
fyrir á kjörtímabilinu en þau sjón-
armið hafa einnig verið viðruð innan
nefndarinnar að e.t.v. væri hægt að
kjósa um breytta stjórnarskrá sam-
hliða forsetakosningunum 2016.
Góður andi í þver-
pólitískri nefnd
Stjórnarskrárnefnd kynnti fyrstu áfangaskýrslu sína
Hvetur almenning til þess að gera athugasemdir
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnarskrá Frá fundinum í gær. F.v. Valgerður Gunnarsdóttir, Birgir Ár-
mannsson, Skúli Magnússon, Sigurður Líndal og Katrín Jakobsdóttir.
Áætlað er að nýr Lagarfoss Eim-
skips komi til Reykjavíkur 17. ágúst
næstkomandi. Skipið var afhent fé-
laginu í Kína í gær og tók skipstjóri
þess, Guðmundur Haraldsson, við
skipinu ásamt 11 manna íslenskri
áhöfn. Skipið er skráð á Antigua og
Barbuda.
Eimskip gerði samning um smíði
tveggja skipa hjá Rongcheng Shen-
fei skipasmíðastöðinni í Kína í júní
2011 og var upphaflega gert ráð fyr-
ir að skipin yrðu afhent á síðasta ári.
Í ljósi þess að verkinu seinkaði var
samið um tæplega 11 milljóna doll-
ara afslátt frá upphaflegu samnings-
verði skipanna eða sem nemur um
1250 milljónum króna. Var um rúm-
lega 20% lækkun á samningsverði
beggja skipanna að ræða að því er
fram kom í tilkynningu í fyrrahaust.
Viðræður eru í gangi um afhend-
ingartíma seinna skipsins sem mun
skýrast á þriðja ársfjórðungi. Ljóst
er að afhendingin verður ekki fyrr
en á næsta ári.
Samsvarar leiðinni á milli póla
Á leið sinni til Íslands mun Lag-
arfoss hafa viðkomu í kínversku
hafnarborginni Qingdao til að lesta
gáma, m.a. fyrir viðskiptavini fé-
lagsins í tilefni af nýjum
fríverslunarsamningi Íslands og
Kína, að því er segir í tilkynningu.
Skipið flytur einnig 200 nýja frysti-
gáma sem félagið festi kaup á í
Kína. Jafnframt verða fluttir gámar
til Rotterdam fyrir erlenda við-
skiptavini.
Skipið siglir um 11 þúsund sjómíl-
ur á leið sinni til Rotterdam sem
svipar til vegalengdarinnar á milli
Norður- og Suðurpólsins. Áætlað er
að Lagarfoss verði í Rotterdam 12.
ágúst næstkomandi. Lagarfoss er
875 gámaeiningar að stærð, þar af
með tengla fyrir 230 frystigáma.
Burðargeta skipsins er um 12 þús-
und tonn, það er 140,7 metrar á
lengd, 23,2 metrar á breidd og ristir
8,7 metra. Tveir 45 tonna kranar
eru á skipinu. aij@mbl.is
Á heimleið Guðmundur Haraldsson skipstjóri og áhöfn hans á Lagarfossi.
Nýr Lagarfoss
í flota Eimskips
Styrkt fyrir siglingar í ís
» Nýr Lagarfoss er m.a. búinn
öflugum skut- og bógskrúfum
og er sérstaklega styrktur fyrir
íssiglingar, með ísklassa 1A.
» Lagarfoss mun leysa Sel-
foss af, en það skip mun fara í
önnur verkefni.
» Lagarfoss er sjöunda skipið
sem ber þetta nafn hjá félag-
inu.
» Fyrsti Lagarfossinn var
þriðja skipið sem Eimskip eign-
aðist og var það í eigu félags-
ins frá 1917 til 1949.
„Skipun stjórnarskrár-
nefndar í kjölfar þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar er
fáheyrð og ósvífin aðför að
lýðræðinu í landinu. Með-
ferð stjórnvalda og Alþingis
á frumvarpinu í kjölfar þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar
ber vott um klækj-
astjórnmál og véla-
brögð. Þau sem umgangast lýðræð-
ið og þjóðarviljann með þessum
hætti ættu að fást við önnur störf.“
Þetta segir Örn Bárður Jónsson
sem sæti átti í stjórnlagaráði sem
samdi frumvarp að nýrri stjórn-
arskrá á síðasta kjörtímabili. Vísar
hann til þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar um frumvarpið sem fram fór
haustið 2012.
Ósvífin aðför að lýðræðinu
ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON
Örn Bárður
Jónsson