Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Þeir Árni Hrólfur Helgasonog Guðjón Ólafsson nýtasumarfríið vel, meðal ann-ars í það að setja saman
flugmódel. Þeir smíða þau sjálfir oft-
ast frá grunni enda búa þeir að
margra ára reynslu af módelsmíði.
Guðjón hefur sinnt áhugamálinu af
kappi síðan árið 1979 og Árni síðan
1997. Þessa dagana er Guðjón að
smíða Hurricane en Árni Spitfire og
ekki er óalgengt að menn smíði eins
og eina vél á ári. Kostnaðurinn við
smíðina þarf ekki að vera hár, sér-
staklega ekki ef áhuginn og tíminn
er fyrir hendi og þá eru keyptar
teikningar, efniviður og mótor. Auð-
vitað vilja sumir kaupa sem mest
tilbúið og þá er kostnaðurinn meiri.
„Þetta er ekki dýrt hobbí sem slíkt
en auðvitað er hægt að missa sig í
öllum hobbíum,“ segir Árni.
„Við höfum sagt í gamni að ef
þú átt ekkert til þegar þú ert að
byrja og kaupir allt sem þú þarft
kostar það svipað og eitt jeppadekk.
Við erum auðvitað að tala um stórt
og gott jeppadekk en þá ertu líka
kominn með allt sem þú þarft,“ segir
Guðjón.
Fátítt að vélar týnist
Til að fljúga flugmódeli er
vissulega notuð fjarstýring og það er
töluvert einfaldara í dag en áður því
fjarstýringarnar verða notenda-
vænni eftir því sem tækninni fleygir
fram. Áður var flogið á 27 megarið-
um og fyrir þeirri tíðni þurfti að fá
leyfi því vissar talstöðvar voru á
sömu tíðni. Í dag er þetta komið yfir
á 2,4 gígarið og veldur ekki trufl-
Kostar svipað og eitt
jeppadekk að byrja
Að fljúga flugmódeli er hægara sagt en gert enda krefst flugið mikillar tækni,
færni og þolinmæði. Á nokkrum stöðum á landinu eru starfrækt flugmódelfélög,
þar á meðal eitt á Akureyri og nefnist það einfaldlega Flugmódelfélag Akureyrar.
Félagarnir leggja mikið upp úr því að smíða vélar sem eiga sér sögu hér á landi
og vel er vandað til verks til að módelið sé sem líkast fyrirmyndinni.
Völundar Þeir Árni Hrólfur Helgason og Guðjón Ólafsson hafa ekki tölu á
því hversu margar vélar þeir hafa smíðað en afköstin hafa verið góð.
Morgunblaðið/Malín Brand
Hátt uppi Flugmódelklúbbur Suðurnesja er á Arnarvelli við Seltjörn og er
völlurinn þar mjög vel gerður. Hann var vígður í september árið 2006.
Í dag verður haldin alþjóðleg ráð-
stefna á Hótel Selfossi þar sem m.a.
verður velt upp spurningunni hvort
matarafgangar séu vesen eða vaxtar-
broddur. Fjallað verður um norræna
lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og
lífhagkerfi norðurslóða (Arctic
Bioeconomy) frá margvíslegum sjón-
arhornum. Hugtakið lífhagkerfi
(Bioeconomy) hefur verið notað til að
ná yfir allar lífauðlindir, samspil
þeirra og samhengi og áhrif þeirra á
efnahagslega, umhverfislega og fé-
lagslega þætti. Rannsóknir á sviði líf-
hagkerfis ganga þannig þvert á at-
vinnugreinar og leitast við að
hámarka ávinning auðlinda án þess
að ganga á þær. Ráðstefnan er liður í
NordBio-áætlun sem er eitt af for-
gangsverkefnum Íslands í Norrænu
ráðherranefndinni. Aðalfyrirlesarinn
er dr. Andreas Hensel, forseti BfR.
Ráðstefnan fer fram á ensku og er
öllum opin en skráning fer fram á
vefsíðunni: matis.is/nordtic.
Vefsíðan www.matis.is/nordtic
Ljósmynd/Maria Kruuchek og Olga Stadnikova/norden.org
Matarafgangar Allt of miklu af matvælum er hent í hinum vestræna heimi.
Vesen eða vaxtarbroddur?
Allir hafa gott af því að fara í netta
sjálfskoðun endrum og sinnum og þá
getur verið gott að hafa bók til hlið-
sjónar eða leiðbeiningar. Hildur Þórð-
ardóttir sendi nýlega frá sér bókina
Finndu styrkinn til að gera það sem
þú vilt, en þar fjallar hún um það sem
varnar því að við leyfum draumum
okkar að rætast. Meðal þess sem
kemur í veg fyrir það getur verið full-
komnunarárátta, ofhugsun, með-
virkni, hjálparleysi, svartsýni, ótti og
skömm. Hún bendir á leiðir til að
sigrast á þessum hindrunum og
hvernig við getum tekið ábyrgð á eig-
in lífi. Athyglisverð lesning.
Endilega…
…finnið styrkinn til að gera það
sem þið viljið
Morgunblaðið/Rósa Braga
Hildur Hún er höfundur bókarinnar.
Íslenskt tónlistarlíf blómstrar sem
aldrei fyrr og framboð á tónleikum
er heilmikið. Annað kvöld kl. 20
ætla hljómsveitin VAR og
tónlistarmaðurinn Airelectric að
spila á tónleikum á stað sem kallast
Hlemmur Square og er eins og nafn-
ið gefur til kynna í nágrenni við
Hlemm, við Laugaveg 105.
Hljómsveitin VAR mun flytja lög
af komandi breiðskífu „Hve ótt ég
ber á“ sem er væntanleg í sumar.
Sveitin varð til í fyrrasumar þegar
Myrra Rós og Júlíus Óttar stofnuðu
sveitina eftir að hafa lengi gengið
með þá hugmynd að stofna band
saman. Tveir hafa bæst í hópinn, Eg-
ill Björgvinsson á bassa og Arnór
Jónasson á gítar.
Tónlistarmaðurinn Airelectric er
elektrískur fiðluleikari og hann mun
einnig stíga á svið og magna seið.
Þeir sem kunna að meta draum-
kennt síð-popp ættu að koma við á
Hlemmi Square annað kvöld, þar
verður frítt inn eins og ævinlega
þegar tónleikar eru á þeim ágæta
stað. Allir velkomnir.
Ókeypis tónleikar annað kvöld, VAR og Airelectric
Draumkennt síð-popp og
elektrískur fiðluleikari
VAR Vafalítið fá gestir að upplifa magnaða músík á tónleikunum á morgun.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
…OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM.
HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ
ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI
ÞÚ NÝTUR ÞESS
AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM
Á CANNONDALE SYNAPSE.
229.900.-