Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
249 einstaklingar sem fóru inn á með-
ferðarstofnunina Vog í fyrra voru á
leið þangað í að
minnsta kosti tí-
unda skiptið sitt.
Meðalaldur hóps-
ins er 47,26 ár og
eru 34 einstak-
lingar í hópnum
60 ára eða eldri.
Karlar voru í
miklum meiri-
hluta og voru þeir
183 talsins en kon-
urnar 66.
Grímur Atlason vakti athygli á úr-
ræðaleysi fyrir þennan hóp áfengis-
og vímuefnasjúklinga í grein sem
hann birti á vef Herðubreiðar á
sunnudag þegar hann lýsti sjúkdómi
föður síns. Í greininni kallar Grímur
eftir úrræðum og skorar á Dag B.
Eggertsson borgarstjóra og borgar-
stjórn alla að kynna sér harmleikina
sem alkóhólismi getur valdið.
Í greininni kemur Grímur að kostn-
aði samfélagsins vegna sjúkdómsins.
Honum reiknast til að kostnaður sam-
félagsins vegna innlagninga föður
síns á ýmsar stofnanir sé ekki undir
35 milljónum króna á örfáum miss-
erum.
Úrræði geta minnkað kostnað
Að sögn Þórarins Tyrfingssonar,
yfirlæknis meðferðarstofnunarinnar
á Vogi, er mikið gert fyrir þennan hóp
en það skili ekki eins miklum árangri
og það gæti gert sökum þess að í ferl-
inu vanti millistig.
„Fólk fær gríðarlega góða þjónustu
frá heilbrigðiskerfinu og ágætis
afeitrunarþjónustu en það vantar
millistig fyrir þennan hóp. Það verður
ekki til og mun aldrei verða nema að
samvinna takist milli félagsþjónust-
unnar og heilbrigðisþjónustunnar,“
segir Þórarinn.
Hann segir stofnunina hafa komið
með hugmyndir að breytingum en að
hingað til hafi ekki fengist hljóm-
grunnur fyrir þeim.
„Þetta er spurning um það hvernig
þú nálgast vandamálið. Ef það er
nálgast einungis út frá því að það sé
félagslegt vandamál þá er hægt að
eyða miklum peningum í þetta án
mikils árangurs. Svo er hægt að eyða
ótrúlegum peningum í endurhæfingu
á Vogi án þess að ná hámarksárangri.
Það þarf að skoða heildarmyndina og
búa til úrræði fyrir fólk þegar það er
búið í afeitrun. Það þarf að koma til
móts við þau og þau þurfa að fá úr-
ræði við sitt hæfi,“ segir Þórarinn.
Hann segir tillögur stofnunarinnar
um að fá nýtt húsnæði svo að sjúk-
lingarnir geti dvalið lengur hjá þeim
ekki kosta mikið og að það muni
borga sig strax fyrsta mánuðinn.
„Flest fylki í Bandaríkjunum hafa
gert hagkvæmnirannsóknir og hafa
komist að því að fyrir hvern dollara
sem eytt er í að afteitra og meðhöndla
fólk sem er illa farið af áfengis- og
vímuefnafíkn sparist peningar. Sumir
segja það spara sjö dollara og aðrir
segja fjóra, það er aðeins misjafnt eft-
ir fylkjum,“ segir Þórarinn.
Hann bætir við að þrátt fyrir að
ýmislegt megi bæta varðandi úrræði
fyrir sjúklinga á þessum aldri hafi
heimsóknum einstaklinga þessa hóps
á Vog fækkað á undanförnum árum.
Mörg úrræði hjá borginni
Frá Reykjavíkurborg fengust þær
upplýsingar að mikið væri af fé-
lagslegum úrræðum fyrir þennan hóp
fólks.
„Félagsleg þjónusta borgarinnar
við utangarðsfólk er margvísleg.
Heimilislaust fólk getur leitað í neyð-
argistiskýli á vegum borgarinnar,“
segir Sigtryggur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar
Miðborgar og Hlíða. Hann segir að
um tvö skýli sé að ræða, annað fyrir
karla og hitt fyrir konur.
„Gistiskýlið fyrir karla rúmar 20
menn og rekur Samhjálp skýlið sam-
kvæmt samningi Reykjavíkurborgar
og Samhjálpar. Boðið er upp á mat-
armikla súpu þegar þeir koma inn og
svo upp á morgunhressingu daginn
eftir,“ segir Sigtryggur.
Hann segir Konukot vera rekið af
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
samkvæmt samningi við Reykjavík-
urborg. Þar komist átta konur fyrir
hverja nótt og sé einnig boðið upp á
kvöldmat og morgunhressingu. Fé-
lagsráðgjafar frá þjónustumiðstöð
Miðborgar og Hlíða koma vikulega í
bæði skýlin og veita ráðgjöf.
Þá telur Sigtryggur upp fjöldann
allan af félagslegum úrræðum borg-
arinnar í viðbót og nefnir þar á meðal
heimili fyrir karla og konur í vímu-
efnavanda, dagsetur, borgarverði,
smáhýsi, færanlega félagslega ráð-
gjöf og heimili fyrir karla með geð-
fötlun og vímuefnavanda.
Morgunblaðið/Heiddi
Alkóhól Þórarinn Tyrfingsson segir að líta þurfi á hlutina í víðara sam-
hengi og samvinna verði að takast milli félags-og heilbrigðisþjónustunnar.
Vantar milli-
stig í ferlinu
Úrræðaleysi gagnvart áfengisvanda
Þórarinn
Tyrfingsson
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
Kíkið inná:
heklanotadirbilar.is
GÓÐIR, NÝLEGIR
& TRAUSTIR
GÆÐABÍLAR
Á GÓÐU VERÐI
Audi A1 Attraction1.4 TFSI
Árgerð 2011, bensín
Ekinn 41.500 km
sjálfskiptur
Ásett verð
3.290.000
VW Passat Comfortl.1.6TDI
DSG. Árgerð 2012, dísil
Ekinn 25.000 km, sjálfskiptur
Fiat 500 Lounge
Árgerð 2012, bensín
Ekinn 11.000 km, beinskiptur
Ásett verð: 4.490.000
Ásett verð: 2.390.000
Mitsubishi I-MiEV
Rafmagnsbíll. Árgerð 2012
Ekinn 4.900 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 3.190.000
Komdu og
skoðaðu úrvalið!
VWGolf Highline 1.4TSIAT
Árgerð 2011, bensín
Ekinn 80.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 2.690.000
VWPassat Alltrack4Motion
Árgerð 2011, dísil
Ekinn 26.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 5.990.000
Kia Sportage III EX 4WD
Árgerð 2013, dísil
Ekinn 34.500 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 5.590.000
Mercedes-Benz
B180 CDI. Árgerð 2012, dísil
Ekinn 15.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 4.980.000
VW Jetta Highline 1.4
Árgerð 2012, bensín
Ekinn 13.700 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 3.490.000
Toyota Land Cruiser 150 GX
Árgerð 2012, dísil
Ekinn 37.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð: 8.990.000
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð-
isráðherra, segir of marga lenda
milli skips og bryggju í kerfinu.
Hann segir félagsþjónustu
sveitarfélaga, almannaþjónustu og
félagslega þætti af hálfu ríkisins
og heilbrigðiskerfið þurfa að spila
betur saman til að gæta þess að
einstaklingar lendi ekki utangarðs.
„Umræðan gefur okkur fullt tilefni
til að félagslegi hlutinn og heil-
brigðishlutinn hjá ríkinu ræði sam-
an og í framhaldinu á sveit-
arstjórnarstigi,“ segir Kristján Þór.
Fullt tilefni til að skoða þetta
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA SEGIR OF MARGA VERA UTANGARÐS