Morgunblaðið - 25.06.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 25.06.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Havin-2 er glæsilegur á að líta en hann er knúinn sólarorku. Nem- endur við Íslamska Qazvin Azad- háskólann í Íran hönnuðu far- artækið sem nú er á leiðinni til Bandaríkjanna. Þótt samskipti Bandaríkjanna og Írans hafi verið vægast sagt stirð síðustu áratugi eru þau ekki í algeru frosti. Nemendurnir, sem eru 12, hafa nú á síðustu stundu fengið bíl- inn leystan úr tolli vestanhafs. Þar mun hann taka þátt í alþjóðlegri keppni, American Solar Challenge, 2. júlí þar sem eknir eru 2.735 km. kjon@mbl.is Havin 2 er hannaður af stúdentum í Íran og er knúinn sólarsellum Íranskur framtíð- arbíll? AFP Rennilegur Sólarsellurnar sem knýja Havins 2 eru á þakinu en ekki er ljóst hve miklum hraða hann nær. Enn er óljóst hver niðurstaðan verð- ur í máli Meriam Yahia Ibrahim Is- hag, kaþólskrar konu í Súdan, sem fyrir skömmu var dæmd til dauða fyrir guðlast og hórdóm. Hún var handtekin í gær á flugvellinum í Karthoum ásamt eiginmanni, Daniel Wani, og börnum en á mánudag var hún skyndilega látin laus úr fangelsi. Engin skýring var gefin á handtök- unni í gær að sögn heimildarmanna AFP-fréttastofunnar. „Það var öryggislögreglan sem handtók hana og Daniel,“ sagði heimildarmaður AFP. „Hún á rétt á að fara úr landi.“ Hann sagði að farið hefði verið með fjölskylduna í aðal- stöðvar lögreglunnar. Fólkið var á leið úr landi en mál Meriam hefur vakið heimsathygli og ráðamenn í Súdan verið hvattir til að nema dóminn úr gildi. Hafa meðal annars verið mótmæli í Súdan þar sem langflestir eru íslamstrúar en þar er lítill, kristinn minnihluti. Ýmis mál hafa komið upp á seinni árum vegna þröngrar túlkunar dóm- ara á hinum fornu sharialögum ísl- ams. Meriam átti lítið barn fyrir og ól annað barn í fangelsinu, þess vegna var dauðarefsingunni frestað í tvö ár. Konan átti, samkvæmt upphaf- lega dóminum, að vera næstu tvö ár- in í fangelsi en síðan yrði hún líflátin fyrir að hafa gifst kristnum manni, ættuðum frá Suður-Súdan. Eigin- maðurinn Wani er bandarískur rík- isborgari og fatlaður. Meriam mun hafa verið alin upp í kristinni trú móður sinnar en faðir hennar, sem var múslími, yfirgaf fjölskylduna þegar hún var barn. Sú- dönsk lög segja að vegna faðernisins sé dóttirin íslamstrúar og megi því ekki taka upp aðra trú. kjon@mbl.is Óljóst um örlög Meriam og fjöl- skyldunnar  Öryggislögreglan handtók fólkið Móðir Meriam Yahia Ibrahim Ishag er 26 ára, kaþólsk og á tvö lítil börn. Ávallt kristin » Meriam er 26 ára gömul og segist ávallt hafa litið á sig sem kristna. Hún hafnaði öll- um tilmælum um að kasta trú sinni og öðlast þannig frelsi. » Sharialög voru gerð að grundvelli laga í Súdan árið 1983. Þau eru frá miðöldum og mörg ákvæði kveða á um grimmdarlegar refsingar. Abdel Fattah al- Sisi, forseti Egyptalands, segist ekki munu verða við óskum Baracks Obama Bandaríkja- forseta og fleiri manna og náða þrjá fréttamenn Al-Jazeera sem dæmdir hafa ver- ið í sjö ára fangelsi. „Við hljótum að virða ákvarðanir dómsvaldsins og ekki gagnrýna þær þótt aðrir skilji þetta ekki,“ sagði Sisi í gær. Menn- irnir eru sakaðir um að hafa tekið þátt í samsæri gegn stjórnvöldum og unnið með Bræðralagi múslíma. Dómarnir hafa valdið hneykslun víða um heim enda þykja sannanir í málinu afar hæpnar. kjon@mbl.is Sisi segist ekki munu náða frétta- menn Al-Jazeera Abdel Fattah al-Sisi EGYPTALAND Eldur kom upp í stórri járnnámu í Kiruna í Norður-Svíþjóð í gær- morgun og lokuðust allmargir námumenn inni á rösklega kíló- metra dýpi. Fljótlega tókst þó að slökkva eldinn og mun enginn mannanna hafa orðið fyrir alvar- legu líkamstjóni. Að sögn Dagens Nyheter var þó 21 fluttur á sjúkra- hús til skoðunar og var tveim þeirra haldið eftir til öryggis. Eldurinn kom upp í vörubíl og myndaðist strax geysimikill reyk- ur. Fólk á svæðinu var flutt á brott en nokkrir menn munu hafa verið fastir um hríð í vörubílnum. Síðdegis í gær voru nokkrir slökkviliðsmenn enn í námunni en þeir voru ekki taldir vera á hættu- svæði. Náman í Kiruna er í eigu sænska ríkisfyrirtækisins LKAB en auðugar járnnámur hafa verið starfræktar í Svíþjóð í margar ald- ir. kjon@mbl.is Eldur í járnnámu  Ekkert manntjón varð í Kiruna Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austur- héruðum Úkraínu samþykktu á mánudag að taka þátt í þríhliða frið- arviðræðum þar sem yrðu fulltrúar þeirra, Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu (ÖSE) og stjórnvalda í Kænugarði. Skömmu síðar sama dag sögðu talsmenn Úkraínuhers að uppreisnarmenn hefðu hætt árásum sínum en í gær var herþyrla með níu manns skotin niður. Ekki er ljóst hverjir voru að verki. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fór í gær fram á það við efri deild þingsins í Moskvu að það ógilti heimild sem það veitti honum í mars til að senda her inn í Austur-Úkraínu ef nauðsyn krefði. Fyrst og fremst er um táknræna breytingu í Moskvu að ræða en margt bendir til þess að friðarlíkur hafi aukist og Petro Porosénkó, for- seti Úkraínu, fagnaði breyttri af- stöðu Pútíns í gær. Porosénkó hefur lagt fram áætlun um að komið verði til móts við austurhéruðin með því að auka héraðavald á kostnað stjórn- valda í Kænugarði og þingkosning- um verði flýtt. Einnig vill hann að komið verði upp 10 km breiðu, vopn- lausu belti á landamærum Rússlands og Úkraínu. Obama Bandaríkjaforseti hringdi í Pútín Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi á mánudag við Pútín í síma. Hvatti hann Pútín til að leggja sitt af mörkum til að draga úr spennu, hætta að senda vopn og hermenn. Hann sagði að ella ættu Rússar á hættu harðari refsiaðgerðir vestur- veldanna. Talsmenn Evrópuríkja hafa einnig varað Rússa við en leið- togar Evrópusambandsríkjanna hittast á fimmtudag og munu þá m.a. ræða ástandið í Úkraínu. Á föstudag verður undirritaður samningur milli ESB og Úkraínu um stóraukið samstarf en Pútín hefur beitt sér ákaft gegn þessum samn- ingi. Sama dag á að taka gildi samn- ingur um vopnahlé í Austur-Úkra- ínu. „Við vonum að báðir aðilar muni meðan vopnahléið stendur ná sam- komulagi og hefja samráð um það hvernig halda skuli áfram og finna friðsamlega lausn,“ sagði Alexander Borodaj, leiðtogi hins svonefnda Al- þýðulýðveldis Donetsk, í gær. AFP Vopnahlé Alexander Borodaj, helsti leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donetsk, ræðir við fulltrúa Úkraínustjórnar og ÖSE á mánudag. Borodaj samþykkti tillögu um viðræður sem hefjast formlega á föstudag. Teikn á lofti um frið- arvilja í Moskvu  Pútín vill ógilda heimild til að senda her inn í A-Úkraínu Fögur orð » Öllu skiptir að Pútín sýni í verki að hann vilji frið, ekki duga fögur orð. Afar ósenni- legt er að refsiaðgerðir vest- urveldanna hafi þvingað hann til að slaka til. » En hugsanlegt er að Pútín reyni á ný að valda klofningi hjá vesturveldunum með því að sýna sáttavilja í bili. » Margir þýskir áhrifamenn eru andvígir efnahagsþving- unum gegn Rússlandi. Barack ObamaVladímír Pútín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.