Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.06.2014, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Verslun erþýðing-armikil at- vinnugrein þó að hún teljist ekki til grunnatvinnuvega. Heilbrigð verslun í frjálsri samkeppni á ríkan þátt í því að skapa aukin lífsgæði almennings með því að stuðla að því að hann fái sem mest fyrir peningana sína. Á sumum sviðum verslunar hefur frjáls samkeppni raunar átt undir högg að sækja hér á landi og verðlag án efa haldist hærra en við bestu skilyrði. Op- inbert samkeppniseftirlit hefur í gegnum tíðina ekki tekið á þar sem brýnast hefur verið og þannig haft litla þýðingu ef nokkra til að efla samkeppni og bæta hag almennings. Að óbreyttu er ekki von á miklu úr þeirri átt en þó má ýmislegt gera til að stuðla að lægra vöruverði til almennings og bættum kjörum. Morg- unblaðið greindi til að mynda frá því nýlega að verslun á ákveðnum sviðum stæði enn höllum fæti eftir skellinn sem hún fékk við fall bankanna. Fataverslun er enn til- tölulega rýr þó að nokkur aukning hafi orðið á milli ára. Íslendingar kaupa þó mun meira af fötum en mælist í inn- lendum tölum, því að verslun í gegnum erlendar netverslanir er nokkuð um- fangsmikil auk þess sem kannanir sýna að töluvert af fatnaði er keypt á ferðalögum í út- löndum, eða um helmingur alls barnafatnaðar og nálægt því af kvenfatnaði. Ýmsar skýringar eru á þessu en ein nærtæk eru tollar og vörugjöld auk þess sem Ísland sló heimsmet í virðisaukaskatti á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórnin er nú með til skoðunar breytingar á skatt- kerfinu, meðal annars í þeim tilgangi að afnema vörugjöld á ákveðnum vöruflokkum, svo sem raftækjum og bygg- ingavörum. Fjármálaráðherra hefur bent á að tímabært sé að viðurkenna að ýmis heim- ilistæki séu ekki lúxusvarn- ingur og eigi því ekki að bera sérstök gjöld til stýringar neyslu. Að breytingum í þessa veru mun vera unnið innan fjár- málaráðuneytisins vegna fjár- lagafrumvarps næsta árs og vonandi að þær breytingar skili sér inn í frumvarpið ásamt frekari lagfæringum á skatt- kerfinu. Þar er af nógu að taka eftir skattahækkanir vinstri stjórnarinnar og mikilvægt að lagfæra þau mistök strax í næsta fjárlagafrumvarpi. Stjórnvöld geta stuðlað að því að verslun færist í auknum mæli inn fyrir landsteinana} Verslunina heim Eitt ríki, tvökerfi.“ Þann- ig hljómaði loforðið sem stjórnvöld í Kína gáfu íbúum Hong Kong þegar þau tóku við völdum þar árið 1997. Í því fólst að næstu fimm- tíu árin myndu Hong Kong- búar fá að lifa við sitt kapítal- íska markaðskerfi, og njóta mikillar sjálfstjórnar í þann tíma, á meðan nýlendan gamla aðlagaðist sínu nýja heimili. En aðlögunin gengur ekki nógu vel. Þar spilar mest inn í sú staðreynd að yfirvöld í Pek- ing eru helst til óþreyjufull og hafa ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins að fullu. Æðsti stjórnandi Hong Kong hefur til að mynda verið hand- valinn úr hópi Hong Kong-búa sem þóknanlegir eru komm- únistaflokknum kínverska. Þá hafa sumir kínverskir stjórn- málamenn farið fram með óheppilegar yfirlýsingar eins og að senda ætti herinn í borg- ina til þess að lægja óánægjuöldur. Þrátt fyrir að Kínverjar hafi lofað því að gera bragarbót á vali æðstu ráðamanna borg- arinnar árið 2017, eru margir í Hong Kong fullir efa- semda um að þær breytingar muni einhverju máli skipta. Áhugamenn um lýðræði í borginni héldu því óformlegar „kosningar“ um það hvernig ætti að haga stjórnskipan Hong Kong, og tóku um 700.000 manns þátt í þeim. Kín- versk stjórnvöld hafa sagt kosningarnar farsa og munu ekkert mark taka á niðurstöð- unni, sama hver hún verður. Sambandið á milli ríkisins og borgarinnar gæti því farið enn versnandi. Það sem er þó hvað áhuga- verðast við þetta er, að Taívan- búar hafa frá árinu 1997 horft á það með mikilli athygli, hver örlög Hong Kong yrðu undir hinu nýja fyrirkomulagi. Kín- verjar sjálfir hafa reynt að tæla Taívana til þess að sameinast sér á ný með því vilyrði að þá yrði aftur „eitt ríki með tvö kerfi“. Fari fram sem horfir, verður erfitt að sannfæra Taív- ana um annað en að hér eftir sem hingað til sé hag þeirra betur borgið utan Kína. Kínverjar herja á réttindi borgara Hong Kong} Sambúðin versnar M annfólkið samanstendur í það heila af hópsálum, og er það vel. Maður er enda manns gaman eins og kveðið er á um í Hávamálum. Stundum kveður þó svo fast að hjarðhegðun og fylgispekt að við liggur bilun. Erum við virkilega svona dæma- laust lík í lund og háttu? Þetta birtist ekki síst í því fyrirbæri sem kalla mætti tísku, það er hvernig við kjósum að klæða af okkur kulda og nekt frá degi til dags. Fáir gera sér grein fyrir því hvað veldur en fyrr en varir er þorri fólks farinn að klæða sig með áþekkum hætti. Sannarlega kúnstugt mál at- arna. Iðulega byrjar tiltekin „tíska“ (þ.e. hóphegðun á sviði klæðnaðar) á því að einstaklingur, sem nýtur virðingar fyrir það sem hann er og er auk þess vel gerður af náttúrunnar hendi, fær hugdettu um klæðaburð, gerir alvöru úr og lítur síðan vel út í framhald- inu. Við tölum um að þetta fólk sé með stíl. Pöpullinn fær pata af góðu útliti viðkomandi og apar það eftir. Þar með er orðin til tíska. Dæmi um stílfyrirmyndir eru Audrey Hepburn, Steve McQueen, Kate Moss og David Beckham. Svona hefur það verið, svona verður það. Eða hvað? Undirritaður las afskaplega eftirminnilega grein sem birtist í tímaritinu Details síðla árs 1992 og var eftir Mal- colm McLaren, manninn sem nánast kynnti heiminn fyrst fyrir pönkinu og svo fyrir breikinu og hiphop-kúltúrnum í kringum það. Óhætt er að segja að hann hafi vitað sínu viti þegar tískubylgjur voru annars vegar. Allt um það, í greininni hélt McLaren heitinn fram þeirri kenningu að líftími tískubylgja (e. trends) styttist í sífelldu og stefndi í átt að því að verða óendanlega stuttur. Orsökin var að hans mati sí- aukið framboð afþreyingar, aukið áreiti auglýs- inga og auðveldara aðgengi að öllu mögulegu yf- irleitt. Þetta ber að sama brunni og hugmyndir Andys Warhols um 15 mínútna frægð. Og ef „trendin“ verða þar með sífellt styttri og um leið veigaminni, endar þá þróunin ekki á því að við verðum fyrir rest sjálfstæðir einstaklingar með persónulegan stíl í stað þess að vera upp til hópa leiðitamir „ópersónuleikar“ sem kappkosta að falla í fjöldann? Hugmyndir tískubólukóngsins McLarens eru allrar athygli verðar en eru um leið vænt- anlega heldur byltingarkenndar til að færast nokkurn tíma úr því að vera kenning og yfir í að vera sam- tímalýsing. Það verða sjálfsagt alltaf til leiðtogar og frum- kvöðlar með stíl, og svo fylgjendur sem koma sér saman í sátt um tísku, byggða á stíl þeirra sem fyrir fara. Á meðan vottur er af hégóma í beinum okkar má búast við því að okk- ur langi til að líkjast fallega fólkinu. Það þarf ekki að koma á óvart né vera ámælisvert á nokkurn hátt. Það má líka ímynda sér að það sé notalegt að fá á tilfinninguna að maður sé hluti af stærri heild. En óneitanlega tekur maður frekar eftir fólki með stíl. Því þú getur keypt þér alla tísku heimsins, að þér heilum og lifandi – en stíll fæst aldrei keyptur fyrir peninga. Jón Agnar Ólason Pistill Sitt er nú hvað, tíska og stíll STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Áráðstefnu um lífhag-kerfið sem haldin verðurá Hótel Selfossi í dagverða kynntar hugmyndir að nýjum vörum. Ráðstefnan er hluti af verkefninu Artic Bioeco- nomy og gengur það út á nýsköpun í matvælaiðnaði þar sem sérstök áhersla er lögð á vannýttar auðlind- ir. Verkefnið er leitt af Matís og er það hluti af formennsku Íslands í samstarfi norrænu ríkisstjórnanna, Norrænu ráðherranefndinni. Hafa hátt í þrjátíu hugmyndir að vörum verið þróaðar í tengslum við verk- efnið af einstaklingum og smáfram- leiðendum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Majónes með omega 3 Sigrún Elsa Smáradóttir, fag- stjóri hjá Matís, segir hugmynd- irnar vera jafn fjölbreyttar og þær eru margar enda var t.a.m. unnið með þara, ber, villtar jurtir, græn- kál, gulrófur, sveppi, rabarbara, birki, krabba, mysu og hákarla- brjósk svo fátt eitt sé nefnt. „Í einu af þessum verkefnum voru verðmæt efni unnin úr hákarla- brjóski, sem menn hentu nú hér áð- ur fyrr, en efnið má nota þegar kem- ur að gigtarmeðferð,“ segir Sigrún Elsa en efni þetta kann í framtíðinni að fara á markað fyrir menn eða dýr. Meðal þeirra fjölmörgu verk- efna sem kynnt verða á ráðstefnunni á Selfossi í dag má jafnframt nefna nýja tegund af fóðri fyrir bleikjueldi, rófusnakk og eilítið hollara majónes. „Þar var olía sem unnin er úr þangi og þörungum látin í majónes og er útkoman hollara majónes sem ríkt er af Omega-3 fitusýrum,“ segir Sig- rún Elsa en meðal verkefna frá Grænlandi og Færeyjum nefnir hún t.a.m. þurrkað hreindýrakjöt, jurta- sápur og fiskrétti sem unnir eru úr gulllaxi. Grjótkrabbi er meðal þeirra auðlinda sem vannýttar hafa verið hér á landi til þessa en krabbinn er talinn hafa borist til landsins með kjölfestuvatni skipa á sínum tíma. Að sögn Sigrúnar Elsu kann að verða breyting á þessu í náinni framtíð því ákveðinn einstaklingur hefur nú um nokkurt skeið unnið að hugmyndum þar sem krabbinn er nýttur til manneldis. „Til þessa hefur hann ekki verið nýttur af neinu viti hér á landi en markmiðið er að þessi aðili geti selt íslenskt krabbakjöt til veitingahúsa,“ segir Sigrún Elsa en kjötið, sem verður eldað og fryst áður en það endar á veitingahúsum landsins, má t.a.m. nota í krabbasalat, krabbakök- ur eða krabbaborgara. Aðspurð segir Sigrún Elsa ljóst að hér á landi megi finna miklar auð- lindir í náttúru sem nýta má í meira mæli til matvælaframleiðslu. „Svo má einnig tengja þetta saman við aukinn fjölda ferðamanna hingað til lands en þeir vilja margir hverjir gjarnan borða mat úr náttúrunni og nærumhverfinu enda er matur oft mikilvægur hluti af upplifun ferða- fólks af landinu.“ Mysan að koma aftur? Önnur afurð sem einnig verður kynnt á ráðstefn- unni er mysuklaki með berjum og jurtum en líkt og flestir vita þá hefur mysan heldur betur glatað stöðu sinni að undanförnu sem einn helsti svaladrykkur landsmanna. „Þetta er bæði mjög spennandi og bráðhollt verkefni og tel ég það upplagt að koma börnum aftur á bragðið enda er þetta eitt af þeim verkefnum sem stuðla að aukinni hollustu,“ segir Sigrún Elsa. Kastljósi beint að vannýttum auðlindum Morgunblaðið/Kristinn Að versla Svo kann að fara að vannýttar auðlindir endi fljótt á diskum landsmanna og mysuklakar verði jafnvel notaðir út í svaladrykki. Aðalbláber tínd í Strandasýslu, svonefnd Strandaber, eru ný vörulína sem kynnt verður á ráðstefnunni á Hótel Selfossi í dag. Berin eru pressuð og nýtt í safa en hratið er nýtt sem hráefni fyrir heilsudrykk eða þurrkað sem millimál. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Matís, segir rannsóknir hafa sýnt fram á að íslensk að- albláber innihaldi meira af an- doxunarefnum en innflutt blá- ber. „Berin eru talsvert bragð- meiri og ríkari af andoxunar- efnum en þetta á reyndar almennt við um hráefni á kaldari svæð- um í heiminum. Það sama gildir einnig um þörungana okkar en í þeim má finna meira af virkum innihalds- efnum en í þörungum sem vaxa í heitari sjó,“ segir hún. „Talsvert bragðmeiri“ STRANDABER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.