Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
Öll viljum við lifa
sjálfstæðu lífi, hvort
sem við erum fötluð,
ófötluð, rík eða fátæk.
Nú sit ég hér við tölv-
una háður mínum
hjólastól, háður aðstoð
fólks við að komast á
„lappir“, háður aðstoð
við að finna til lyf og
aðstoð við þrif, til að
nefna eitthvað. Er þá
ekki full ástæða fyrir mig til að vola
og væla, heimta að allir hafi það
sama og ég? Nei, margir gætu nýtt
það sama og ég en alls ekki allir. Það
þarf nefnilega að tryggja hverjum
þá aðstoð sem viðkomandi ein-
staklingi hentar. Notendastýrð per-
sónuleg aðstoð (NPA) er eitt form
aðstoðar sem tryggir sumum sjálf-
stætt líf. Aðrir þurfa annars konar
aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjöl-
breytt val er það mikilvægasta fyrir
alla. Stofnanavæðing á að mínu mati
að verða síðasti valkostur í allri að-
stoð, félags- og heilbrigðislega fyrir
einstaklinga. Þá skiptir öllu að heim-
ili viðkomandi sé ekki breytt í stofn-
un. Það er nefnilega ekkert betra,
jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu
heim. Mjög mörg einkaheimili eru
nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Af-
stofnanavæðum hugsun okkar allra
og förum að hugsa um sjálfstætt líf
einstaklinga.
Hvað þurfum við til að teljast
sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um
flest, að vera sjálfbjarga? Við þurf-
um aðgengi að þjóðfélaginu. Við
þurfum fjárhagslegt öryggi. Við
þurfum að hafa virkni/atvinnu sem
tryggir okkur þetta sem á undan er
talið. Með aðgengi er ég að tala um
allt sem aðrir hafa rétt á, komast
um, aðgengi að fjármagni, aðgengi
að aðstoð eins og hver
þarf. Með sjálfstæðu
lífi er ég ekki að tala
um að vera einn og
óstuddur í mínu horni,
nema ég kjósi svo. En
ég hafi möguleika á að
komast í félagsstarf og
til að stofna fjölskyldu
eins og aðrir borgarar
þessa lands.
Hvernig náum við
þeim áfanga að tryggja
öllum sjálfstætt líf?
Tökum eitt skref í einu.
Leiðin er löng. Við þurfum að við-
urkenna að allir hafi sinn rétt, óháð
aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum
að flokka fólk í kassa. Brjótum niður
girðingar. Lítum á heildina, ekki
þrönga hagsmuni eins hóps. Þegar
rætt er um atvinnumál sé reiknað
með öllum, ekki bara sérstökum
hópi. Einföldum kerfið sem allir eru
að villast í daglega, starfsmenn jafnt
sem notendur. Flækjan er bæði dýr í
rekstri og öllum til ama. Finnum
lausn saman.
„Vegurinn heim“ er ein leið. Sjúk-
lingar sem eru útskrifaðir af stofn-
unum/sjúkrahúsum/endurhæfingu.
Meðferð er lokið en viðkomandi
kemst ekki af staðnum vegna að-
stöðu- og plássleysis. Einstaklingur
sem var heima og til að lengja dvöl
viðkomandi þar þarf að bæta aðstöð-
una á heimili viðkomandi. Þá væri
eftirfarandi mögulegt:
Viðkomandi fær inni á „Vegurinn
heim“ á meðan eftirfarandi er at-
hugað:
Hvíldarpláss, 2-4 vikur á „Vegur-
inn heim“. Heimilisaðstæður kann-
aðar. Húsnæði – möguleg aðstoð við
aðstandanda.
Panta hjálpartæki og þjálfun á
þau.
– Húsnæði heima lagfært. Böðun
– rampar o.s.frv.
– Aðstoð heima tryggð. Öryggi
tryggt.
– Aðstoðarmanneskja þjálfuð í
notkun hjálpartækja og viðkomandi
læra hvort á annað.
– Virkniþjálfun. Tryggja að ein-
staklingur verði ekki félagslega ein-
angraður.
Sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Eft-
ir þörfum.
Hvað græðum við á því sem þjóð-
félag að tryggja öllum sjálfstætt líf?
Við brosum meira, sem er öllum
hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur
fara allir sem geta að leggja sitt af
mörkum. Í stað þess að þiggja bætur
förum við að borga skatta. Allt það
fólk sem vinnur við aðstoð borgar til
samfélagsins en þiggur ekki bætur.
Þetta er atvinnuskapandi. Við þurf-
um á öllum að halda. Af hverju eig-
um við að „sóa“ orku og fé til að gera
„alls konar fyrir aumingja“? Það
mun allt þjóðfélagið græða á því. Við
komumst nær því að standa við
gerða alþjóðasamninga svo þeir séu
ekki áfram upp á punt og okkur
áminning um ráðaleysi ráðamanna.
Hafið það í huga að orð skulu
standa. Ekki hafa sjálfstætt líf fólks
í flimtingum. Tölum af alvöru, setj-
um okkur raunhæf markmið og
stöndum við þau.
Að lokum vona ég að okkur gangi
öllum vel í því sem við erum að gera.
Verum heiðarleg, stöndum við stóru
orðin og síðast en ekki síst, brosum
og njótum augnabliksins.
Hugleiðingar um
„sjálfstætt líf“ 2014
Eftir Guðjón
Sigurðsson » Það þarf nefnilega að
tryggja hverjum þá
aðstoð sem viðkomandi
einstaklingi hentar.
Guðjón Sigurðsson
Höfundur er formaður MND félags-
ins og pípulagningameistari.
Í meira en tvo ára-
tugi hafa verið harðar
deilur á Alþingi um
hvort Ísland hafi eitt-
hvað til Evrópusam-
bandsins að sækja.
Nógu margir stjórn-
málaflokkar með ólík
sjónarmið hafa síðustu
árin verið stofnaðir hér
á landi til þess að leggja
blessun sína yfir inn-
göngu Íslands í ESB.
Enginn veit hvaða stefnu fyrrverandi
stjórnarflokkar höfðu þegar spurt
var hvort þessi aðild gæti haft það í
för með sér að stjórn fiskveiðanna við
Ísland yrði um ókomin ár á forræði
ESB. Forsætis- og sjávarútvegs-
ráðherra skulu svara því hvort þeim
þyki það sjálfsagt að skilmálarnir
sem eru settir fyrir inngöngu Íslands
í Evrópusambandið kosti fisk-
verkafólk á suðvesturhorninu og
landsbyggðinni vinnuna um ókomin
ár. Allir landsbyggðarþingmenn
skulu standa saman og flytja á Al-
þingi tillögu um að ríkisstjórnin geri
hreint fyrir sínum dyrum og taki af
öll tvímæli um að afskrifa endanlega
þessa aðild haldi Evrópusambandið
til streitu kröfunni um full yfirráð yfir
fiskveiðum Íslendinga. Fljótlega
myndi vonsvikið starfsfólk í fisk-
vinnslunum á landsbyggðinni og suð-
vesturhorninu missa vinnuna og
lenda í sjálfheldu án þess að hafa
tryggingu fyrir því hvort önnur störf
yrðu í boði eða ekki. Hvað sem hver
segir snerist þessi aðild Íslands að
Evrópusambandinu frekar um að
fyrrverandi ríkisstjórn gæti þegar
henni hentaði boðið réttlætinu birg-
inn og komið vinnandi fjölskyldum í
litlu sjávarplássunum á kaldan klaka
án þess að hún hefði
sjálf þurft að taka af-
leiðingunum.
Krafan um
fiskimiðin
Fyrr og síðar hafa
talsmenn Evrópusam-
bandsins sagt að krafan
um full yfirráð yfir fiski-
miðunum við Ísland
standi óhögguð. Engin
svör fengust þegar Jó-
hanna Sigurðardóttir
og Steingrímur J. voru
spurð að því hvort fyrr-
verandi ríkisstjórn hefði talið það
sjálfsagt að samþykkja þessa kröfu
ESB þegjandi og hljóðalaust. Engum
kemur á óvart að þingmenn fyrrver-
andi stjórnarflokka svari með hroka
og útúrsnúningi þegar fiskverkafólk
spyr hvers vegna það skuli næstu
áratugina gjalda fyrir inngöngu Ís-
lands í ESB. Síðustu fjóra áratugina
hafa árangurslausar viðræður ís-
lenskra stjórnvalda við talsmenn
Evrópusambandsins um þessa aðild
sannað að Íslendingar hafa ekkert
þangað að sækja. Engum spurn-
ingum vildu fyrrverandi stjórnarliðar
svara í hvert skipti sem spurt var
hvað þessi aðild gæti kostað þjóð-
arbúið í heild þegar vitað er að skil-
málar Evrópusambandsins verða
aldrei aðgengilegir fyrir Ísland. Þessi
viðbrögð vekja spurningar um hvort
fyrrverandi ráðherrar hafi ætlað sér
að skrifa undir þessa skilmála án þess
að vita hvað þeir væru að samþykkja.
Sjálfgefið er það ekki að Ísland fái
undanþágur frá þessum skilmálum
sem Jóhanna og Steingrímur vildu
samþykkja skilyrðislaust. Framkoma
þeirra gagnvart landsmönnum í
þessu máli var skammarleg. Alltaf
bregðast þingmenn fráfarandi rík-
isstjórnar hinir verstu við í hvert sinn
Stuðningsmenn ESB á villigötum
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Fyrr og síðar hafa
talsmenn Evrópu-
sambandsins sagt að
krafan um full yfirráð
yfir fiskimiðunum við
Ísland standi óhögguð.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
sem þeim er sagt að stuðningsmenn
ESB séu á villigötum. Fátt var um
svör þegar yfirmenn fiskvinnslufyr-
irtækjanna á suðvesturhorninu og
landsbyggðinni spurðu fyrrverandi
stjórnarliða hvort þessi aðild Íslands
að ESB hefði þýtt afsal á fengnu
sjálfstæði án þess að eitthvað kæmi á
móti. Dauðadómur væri það fyrir litlu
sjávarþorpin hefði Alþingi þá verið
nógu vitlaust til að færa Evrópusam-
bandinu fiskimiðin við Ísland á silf-
urfati án þess að hugsa um hverjar
afleiðingarnar yrðu fyrir vinnandi
fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni sem eru fórnarlömb
siðspilltra embættismanna á stjórn-
arskrifstofunum í Reykjavík.
Hingað og ekki lengra
Nú er nóg komið af ferðalögum ís-
lenskra ráðamanna til landa innan
Evrópusambandsins sem hafa alltaf
snúist upp í erindisleysu, hingað og
ekki lengra. Spurningin er hvort allir
þingmenn stjórnandstöðunnar vilji
standa saman og flytja á Alþingi til-
lögu um að afskrifa endanlega inn-
göngu Íslands í ESB sem vill taka
stjórn fiskveiðanna úr okkar höndum.
Eftir öðrum leiðum tekst aldrei að
koma í veg fyrir að vinnandi fjöl-
skyldur á landsbyggðinni sem sitja
uppi með verðlausar fasteignir í litlu
sjávarþorpunum missi vinnuna um
ókomin ár.
Undanfarið hafa
málefni Hvanneyrar
verið í brennidepli.
Eftir að Landbún-
aðarháskóli Íslands
(LbhÍ) var stofnaður
hefur staðið styr um
rekstur skólans. Það
hefur hins vegar ekki
komið fram að hann
hafi verið verr rekinn
en aðrar sambæri-
legar stofnanir.
Sameining HÍ og LbhÍ
Ráðuneyti menntamála lagði til
að HÍ og LbhÍ yrðu sameinaðir og
starfsemi LbhÍ yrði færð undir
Verkfræði og raunvísindasvið HÍ.
Það hefði margvíslegar afleiðingar
fyrir starfsemina á Hvanneyri, og
skerti mjög möguleika LbhÍ og
Hvanneyrar til vaxtar. Ein af meg-
inrökum sameiningar eru að með
því nyti HÍ þess að vísindaritgerð-
ir eftir starfsmenn LbhÍ, teldust
honum til tekna við mat á vísinda-
starfsemi á hans vegum. Þetta eru
gild rök.
Ef sameina ætti þessar tvær
stofnanir, miðað við boðað skipu-
lag, myndi það óhjákvæmilega
leiða til fækkunar starfa og minni
starfsemi á Hvanneyri. Það myndi
líka gera rekstur Bændadeildar
LbhÍ óhagkvæmari og lakari fag-
lega. Sömuleiðis yrði kostnaður við
rannsóknir og tilraunir í landbún-
aði hærri og allsendis óvíst að hún
gæti þrifist, að einhverju marki á
Hvanneyri ef kennsla á há-
skólastigi yrði flutt alfarið til
Reykjavíkur.
Beggja hagur
Ágætur borgfirskur bóndi segir
oft að eitthvað sé beggja hagur og
telur það góða lausn mála. Ég tel
að til sé lausn á þessu máli, þar
sem beggja hagur er tryggður,
það er HÍ og LbhÍ og Hvanneyr-
arstaðar. Fram hjá því verður ekki
litið að það veldur sveitarstjórn og
ekki síður Hvanneyringum,
áhyggjum ef taka á bæði fjárhags-
legt og faglegt frelsi og flytja til
Reykjavíkur og er raunar ásteyt-
ingarsteinninn í þessu máli. Ef af
því verður að farin yrði sú leið að
færa LbhÍ undir hatt HÍ, yrði að
breyta lögum. Það yrði þá krafa
Hvanneyringa að tekið skyldi fram
að skólinn hefði sjálfstæðan fjár-
hag og frelsi til kennslu, að mestu
eins og verið hefur.
Færa LbhÍ
undir hatt HÍ
Lausnin er sú, að
færa LbhÍ undir hatt
HÍ. Það verði ekki um
sameiningu að ræða,
heldur verði LbhÍ sér-
stakt, sjálfstætt svið
innan HÍ. Þá vinnst
tvennt:
HÍ nyti þess
ávinnings í áliti, sem
vísindaritgerðir
starfsmanna LbhÍ veita að áliti
þeirra er meta vísindaleg gæði há-
skóla, hér HÍ.
Sjálfstæði LbhÍ, (Búnaðar-
og …sviðs) innan HÍ. Tryggja yrði
að Hvanneyri hefði bæði faglegt
og fjárhagslegt sjálfstæði, eða
sömu möguleika og skólinn hefur
núna.
Það skal endurtekið að LbhÍ
(hvað sem sviðið yrði látið heita)
yrði að hafa sjálfstæða fjárveit-
ingu og frelsi um kennslu innan
skynsamlegs ramma.
Þessi lausn á ekki að þýða aukin
útgjöld fyrir ríkissjóð, en ætti að
geta tryggt sæmilega sátt um mál-
ið. Ég hef áður bent á að taka ætti
alla vísindastarfsemi og kennslu á
háskólastigi til róttækrar endur-
skoðunar. Hvers vegna eru ekki
hinar mörgu vísindastofnanir
færðar undir hatt HÍ (eða annarra
háskóla)? HÍ fengi álitsauka af
vísindaritgerðum starfsmanna
þeirra og starfsmenn nytu fram-
gangs kerfis HÍ. Það myndi að
auki leiða til meiri metnaðar vís-
indamanna, fengju þeir eðlilega
viðurkenningu verka sinna. Kvaðir
um kennslu yrðu á móti lagðar á
starfsmenn, sem HÍ nyti góðs af.
Það verður að höggva á þann
hnút sem málefni Hvanneyrar
hafa verið í.
Framtíð
Hvanneyrar
Eftir Svein
Hallgrímsson
Sveinn
Hallgrímsson
» Það á ekki að
sameina HÍ og
LbhÍ heldur færa
LbhÍ undir hatt HÍ.
Þá er gætt hags beggja.
HÍ nýtur vísindagreina
frá LbhÍ og LbhÍ
nyti sjálfstæðis.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri
Bændaskólans á Hvanneyri.
Skúli Magnússon, formaður
Dómarafélags Íslands, var í við-
tali við fréttastofu Ríkisútvarps-
ins í gær þriðjudag. Þar vék
hann að blaðagrein minni frá
fyrri viku þar sem ég beindi
spurningum til Benedikts Boga-
sonar hæstaréttardómara.
Í frétt Rúv af viðtalinu segir
svo: Skúli Magnússon, formaður
Dómarafélagsins, segir það rétt
sem Jón Steinar bendir á, að
það þurfi að vera hafið yfir allan
vafa að dómarar hafi faglega
burði og séu óhlutdrægir.
„En fyrrverandi hæstarétt-
ardómarar og lögmenn hafa
einnig ríkari skyldur en almenn-
ir borgarar. Og það að bera
fram ásakanir og láta liggja að
alvarlegum brotum án þess að
hafa kynnt sér málið nægj-
anlega, það er einnig ábyrgð-
arhluti og verður að skoðast
með sérstökum hætti,“ segir
Skúli.
Skúli virðist beina ummælum
sínum að mér svo ég spyr hann:
1. Bar ég fram ásakanir á hend-
ur BB?
2. Lét ég liggja að því að BB
hefði framið alvarleg brot?
3. Hvernig er hægt að hefja yfir
allan vafa að dómarinn í þessu
tilviki hafi haft faglega burði
og verið óhlutdrægur? Er
hægt að eyða vafanum án þess
að fá svörin sem ég bað um?
4. Hver er sá sérstaki háttur
sem beita þarf við skoðun á
málinu?
Ég þykist viss um að þú kjósir
frekar efnisleg svör en þögnina.
Er ekki svo minn kæri Skúli?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Skoðast með
sérstökum hætti
Höfundur er fyrrverandi dómari.