Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 28

Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 vekja áhuga okkar á þeirri yfir- gripsmiklu þekkingu sem hann hafði á umræðuefninu hverju sinni. Við kveðjum Jónas með virð- ingu og þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar og sendum Sigríði, okkar kæru vinkonu, og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Aðalbjörg, Bryndís, Guðrún, Ingibjörg, Jakobína og Hjörtur. Við Jónas funduðum síðast á Málstofu Árnastofnunar í mars þegar við fórum yfir nýjungar í Vínlandsfræðum með Birgittu Wallace frá Kanada. Á eftir ók ég honum heim. Við treguðum að geta ekki sest inn en ákváðum að fá okkur staup síðar – sem varð á níræðisafmælinu þegar Jónas kom á Stofnun og gladdi okkur samverkafólk sitt í kaffinu. Á Árnastofnun var hann alltaf glaður, hvetjandi og áhugasamur forystumaður sem kappkostaði að laða fram fréttir og frásagnir af þeim sem í kringum hann voru, fékk menn til að deila reynslu sinni af þingum víða um heim og var sjálfur óspar á sögur af sjálf- um sér, hvort sem var í kringum kvikmyndatökur með frægum leikurum í Los Angeles eða frá öðrum víkingaslóðum. Mannamót með Jónasi og Sig- ríði urðu sjálfkrafa fagnaðar- fundir; heimili þeirra og aðsetur veislustaðir. Þessu kynntist Guð- rún kona mín þegar hún hitti þau fyrst í Brekkuskógi og vissi ekki fyrri til en við sátum í syngjandi gleðskap með þeim hjónum. Sama gerðist á ráðstefnum er- lendis þegar þau breyttu litlum herbergjum á augabragði í sam- komusal – sem við Guðrún nutum í Niðarósi árið 1997. Ekki var fjörið minna fyrir tæplega tíu ár- um þegar við sátum hátíðar- kvöldverð með Jónasi í höllinni í Uppsölum og hann var allra manna reifastur og orðum prýdd- ur löngu eftir miðnætti þegar hinir yngri gestir fóru í sitt ból. Í kringum dýrindin í handrit- unum skapaði Jónas ævinlega helgan andblæ sem snart alla við- stadda. Og ekki líður flug hans gestum fornsagnaþings á Akur- eyri 1994 úr minni þegar hann stýrði langri dagsferð um sögu- staði og náttúruundur Þingeyjar- sýslu. Þar var hann á heimavelli, málsnjallur og bjartleitur með sitt létta og silkikennda hár sem margir Kinnungar hafa í því sól- skini og sunnanvindi sem er hvergi hlýrri en þar. Jónas var skemmtilega ná- kvæmur og vinnusamur, dró aldrei af sér að boða fagnaðar- erindi fræðanna og stóð vaktina til hinsta dags. Á fornsagnaþingi í Durham 2010 forfallaðist yngri fyrirlesari og daginn áður spurð- um við hvort Jónas gæti hlaupið í skarðið. Eftir stutta umhugsun jánkaði hann því og varð svo sam- ferða okkur í félagslífi kvöldsins; sagðist síðan hafa sest á rúmbrík- ina áður en hann hallaði sér og skrifað nokkur atriði til minnis. Morguninn eftir flutti hann frá- bæran rannsóknarfyrirlestur um það efni sem fyrir lá. Þá var nokkuð um liðið frá menntaskóla- árum mínum að ég gerði mér ferð í Norræna húsið að hlusta á Jón- as tala um Eglu og aldur Höfuð- lausnar sem ég var að lesa í skóla. Merkilegt þótti mér að uppgötva þá hversu örðugt það reyndist jafnvel hinum fróðustu mönnum að komast að traustum niðurstöð- um um djúpstæð álitamál. Ég var staddur í Túnsbergi á Vestfold, sögusviði Ynglingasögu sem greinir frá lífi og dauða helstu fornkonunga í manna minnum, þegar mér bárust þau sorgartíðindi að Jónasi væri vart hugað líf. Mér varð hugsað til allra fornkonunganna sem hann hafði nú byrjað ferð sína til. Þeg- ar þeirra fundi verður náð má vænta þess að greiðist fljótt úr þeim vandamálum sem Jónas glímdi við á langri og farsælli ævi. Gísli Sigurðsson. Þegar ég kynntist Jónasi var hann kominn á þann aldur þegar flestir fella seglin. Hugstæður er mér þessi maður, kvikur í hreyf- ingum, glaðlegur og vinsamlegur, hjálplegur hverjum sem til hans leitaði og skarpur í hugsun. Minni hans á hin fornu miðalda- fræði var óbrigðult og þau fræði áttu hug hans allan. Undrandi horfði ég á eljusemi hans, starf hans við útgáfu fornra rita Ís- lendinga og rannsóknir á ferðum Íslendinga til Vesturheims á fyrstu árum landnáms. Þar var aldrei hlé á, þar tók hvert stór- virkið við af öðru. Þannig miðlaði hann þekkingu sinni til óborinna kynslóða og hygg ég að margir muni um ókomin ár njóta góðs af. Jónas ritaði líka skáldsögur og með síðustu verkum hans var bókin Söguþjóðin þar sem hann freistaði þess að gera Íslendinga- sögurnar og uppruna þjóðarinnar aðgengilegan yngri lesendum. Ég veit að það var von hans að síðar meir gæti sú bók auðveldað skólanemendum að skilja og ná tengslum við bókmenntaarf þjóð- arinnar. Sú skoðun er mjög við lýði að menn skuli hætta störfum um 70 ára aldur, þerra svitann af enni sér og njóta elliáranna. Ævi Jón- asar og starf sýna hve mikils er farið á mis ef slík stefna verður allsráðandi. Fræði hans urðu honum bæði orkulind og ellilyf. Oft leitaði ég til Jónasar og aldrei kom ég að tómum kofun- um. Mikils virði fannst mér vin- semd hans og hlý lund. Mér finnst við hafa verið lánsöm að hann fékk að lifa svo lengi, vaka og vinna. Jónas Kristjánsson er mikilvæg fyrirmynd fyrir þá sem vilja sinna af alúð því starfi sem þeim hefur verið falið. Sigríði og öllum ættingjum Jónasar sendi ég kveðjur mínar. Það er okkur gleðiefni að hann fékk að lifa svo langan dag og auðugri erum við í huga að hafa átt hann að vini. Guðm. G. Þórarinsson verkfræðingur. Kynni okkar Jónasar Krist- jánssonar hófust sumarið 1964, þegar ég hafði nýlega hafið nám í íslenskum fræðum og var ráðinn styrkþegi við nýstofnaða Hand- ritastofnun Íslands, síðar Stofn- un Árna Magnússonar. Á þessum árum réðst þangað hópur fram- úrskarandi sérfræðinga á sviði handrita- og textafræði og þjóð- fræði. Nöfnin sem starfsmönnum voru gefin í gamni hefðu getað talist bera vitni um stranga stéttaskiptingu: forstöðumaður var kallaður jöfur, sérfræðing- arnir jarlar og við styrkþegarnir vorum nefndir önnungar, sem er þrælsheiti úr Snorra-Eddu. En í raun var samheldnin mikil, og milli okkar allra hnýttust vináttu- bönd sem aldrei rofnuðu. Meðal annars eru minnisstæðar frá þessum árum áramótaveislur þeirra Jónasar og Sigríðar á Sunnubrautinni á gamlárskvöld þar sem boðið var stórum hópi vina og nágranna og var glatt á hjalla og heitar umræður. Þegar Jónas réðst til stofnun- arinnar hafði hann þegar gefið út nokkrar fornar sögur og farinn að vinna að samningu doktorsrit- gerðar sinnar um Fóstbræðra sögu. En hann lét til sín taka á fleiri sviðum, meðal annars sem afburðaþýðandi. Á þessum árum komu út útleggingar hans í per- sónulegum, auðugum, klassísk- um stíl á hinum miklu sagnarit- um Rómaveldi og Grikkland hið forna eftir Will Durant. Enn- fremur eru mér minnisstæð leik- ritin sem hann þýddi fyrir Þjóð- leikhúsið á þessum árum, ekki síst mergjuð og safarík þýðing hans á Hver er hræddur við Virg- iníu Woolf? eftir Edward Albee sem leikhúsið sýndi 1965. Þegar dr. Einar Ólafur Sveins- son lét af störfum fyrir aldurs sakir tók við „samvirk forysta“ sérfræðinganna í tvö ár, en síðan var Jónas skipaður forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar 1971. Jónas var einkar farsæll forstöðumaður og ekki síst róm- aður fyrir það hversu vel hann sinnti ungum nemendum og fræðimönnum hvaðanæva. Sam- hliða annasömum stjórnunar- störfum ritaði hann bækur og flutti fyrirlestra og leit á það sem embættisskyldu sína að kynna handritin og starf stofnunarinnar með alþýðlegri fróðleiksmiðlun. Fræðistörfin urðu að sitja á hak- anum, en að þeim sneri hann sér aftur af fullum krafti þegar hann komst á eftirlaunaaldur. Jónas var sívinnandi fram til hinstu stundar og hugurinn síkvikur og frjór þó að líkamsþrekið væri að- eins farið að daprast. Síðasti ávöxtur þeirrar iðju mun birtast síðar á þessu ári þegar út kemur grundvallarútgáfa þeirra Vé- steins Ólasonar á öllum Eddu- kvæðum þar sem Jónas hefur gengið frá texta og samið skýr- ingar. Meðal fjölmargra trúnaðar- starfa sem Jónas gegndi var stjórnarseta í Hinu íslenska forn- ritafélagi og ásamt Þórði Inga Guðjónssyni ritstjórn Íslenzkra fornrita. Þar hófst samstarf okk- ar aftur næstum aldarfjórðungi eftir starfslok mín hjá Árnastofn- un þegar ég var ráðinn til að gefa þar út konungasögur. Jónas tók mér eins og týndum syni og var ævinlega boðinn og búinn að miðla fróðleik sínum og reynslu og veita leiðsögn í flóknum úr- lausnarefnum. Jónas var mikill áhugamaður um íslensk fræði og fékk ótrúlega miklu framgengt á langri ævi, enda afar laginn að koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Hann var stálminnugur og sögu- maður góður, mjög þægilegur og skemmtilegur í viðmóti, en gat verið ákveðinn í skoðunum og skapið heitt undir niðri. Honum eru að leiðarlokum færðar þakkir fyrir gjöfula vináttu og samvinnu. Sigríði og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þorleifur Hauksson. Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. (Úr Hávamálum) Ávallt í minningunni var Jónas Kristjánsson glaður og ánægður með lífið. Hann var einnig glaður í bragði, þegar við hittum hann nýlega við stúdentsútskrift sam- eiginlegs barnabarns okkar. Hann sagði okkur frá væntan- legri útgáfu eddukvæða með skýringum eftir sig. Dæmigert fyrir Jónas að vera sívinnandi, þótt níræður væri. Hann ræddi einnig um, að við tækjum aftur upp spilamennsku, þegar r-mán- uðir byrja aftur (með r í nafni). En við höfum spilað brids við þau hjónin Sigríði og Jónas í mörg ár í annarri hverri viku að vetri til. Ógleymanlegar eru allar þær ánægjustundir, sem við höfum átt saman við spil og spjall. Þótt Jónas væri afar áhugasamur um spilamennsku, þótti honum ekki síðra spjall yfir góðum mat við ljúfa tónlist. Hann naut þess að segja frá ýmsu úr fræðum sínum á einstaklega lýsandi og skemmtilegan hátt, sem honum einum var lagið. Einnig var ljúft að njóta þeirrar afburðaþekking- ar, sem hann hafði á mörgum sviðum. Sem dæmi má nefna, að ekki þurfti hann lengi að hugsa sig um aðspurður um áhugaverð- asta rithöfund á bókmenntasvið- inu. Það væri Dostoyevsky. Lest- ur bóka þessa höfundar reyndist líka mikil upplifun. Ófáar eru þær bækur Jónasar frumsamdar, þýddar og sem hann hafði séð um útgáfu á, sem hann færði okkur. Lengi hafði Jónas haft á orði, að við færum í utanlandsferð saman, en af ýmsum ástæðum varð ekki af því fyrr en síðastliðið sumar. Þá leigðu Elín dóttir okk- ar og Kristján sonur hans gamla myllu í Frakklandi, þar sem við dvöldum ásamt vandamönnum og vinum. Aldur hópsins var allt frá fjögurra til 89 ára. Ferðin var það ánægjuleg í alla staði að önn- ur slík verður farin í sumar til Þýskalands. En nú verður skarð fyrir skildi. Jónasar verður sárt saknað. Við kveðjum nú þennan útvörð íslenskrar menningar með þakklæti fyrir allt, sem hann var okkur og vottum Sigríði og öðr- um vandamönnum innilega sam- úð. Kristín Jónsdóttir og Helgi Sigvaldason. Fræðaþulur og öðlingur, en ekki síst góður vinur, er nú geng- inn. Í nær hálfan annan áratug ritstýrðum við Jónas saman rit- röð Íslenzkra fornrita. Samstarf- ið var gjöfult og gott, en á þessum árum komu út átta bindi fornrit- anna. Að baki eru ótal vinnufund- ir okkar félaganna, símtöl og samtöl, þar sem reynt var að greiða úr margvíslegum og oft flóknum álitaefnum sem upp komu varðandi útgáfurnar. Jónas var frjór í andanum og óspar á tíma sinn þegar fræðin voru ann- ars vegar – ávallt reiðubúinn að uppfræða og leiðbeina. Sjálfur lagði hann stund á fræðin fram til hinstu stundar. Á þessu ári mun langþráð útgáfa eddukvæða líta dagsins ljós, sem Jónas og Vé- steinn Ólason hafa haft veg og vanda af. Þá er einnig væntanlegt safn greina eftir Jónas um forn- sögurnar, sem koma mun út í rit- röð Árnastofnunar. Bæði þessi verk hafði Jónas búið vel í hendur eftirlifendum – lokaþættina í því fallega tónverki sem sagnalíf Jónasar var. Það eru viss forréttindi að fá að vinna við áhugamál sitt og hafa af því lifibrauð. Það tækifæri á ég Jónasi mest að þakka. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég læriföður, samstarfsfélaga og góðan vin með virðingu og þökk. Sigríði og fjölskyldunni allri færi ég samúðarkveðjur. Þórður Ingi. Það var í maí 1991, dýrðardag- ur, veðrið eins og best verður á kosið og Uppsalir í Svíþjóð skört- uðu sínu fegursta. Jónas og Sigga voru komin í bæinn. Erindið var af eðaltagi; í Uppsalaháskóla skyldi Jónas sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót. Það var sannar- lega gaman að fá þau í frúkost áð- ur en við héldum til athafnarinnar í hinum gamla og fallega hátíðasal Uppsalaháskóla þar sem lárviður var lagður á höf- uð Jónasi og fýrað úr fallbyssum honum til heiðurs. Við vorum þá í Uppsölum við framhaldsnám. Um miðja öldina fór Jónas líka til framhaldsnáms, í Kaupmannahöfn við Sundið, eins og foreldrar og tengdafor- eldrar okkar, þau Steingrímur og Ingibjörg. Þau urðu vinir fyrir lífstíð. Jónas og Sigga höfðu áður komið til okkar í Uppsölum, einn- ig þá var erindið að Jónas skyldi heiðraður fyrir störf sín og fræðaframlag, nú af Gustav Adolfs akademíunni með tilheyr- andi samkomu sem gaman var að taka þátt í. Þorláksmessa að vetri er líka eftirminnileg. Í áratugaraðir kom að kvöldi góður hópur fólks sam- an hjá þeim Steingrími og Ingi- björgu á Ásvallagötu. Þar var tal- að, etið, drukkið, sungið og dansað samkvæmt dagskrá. Jón- asarhlutur og nærvera skipti þar miklu í prógramminu. Við unga fólkið sem á hlýddum nutum þarna stemningar sem tilheyrir veröld sem var, en hún var engu lík. Svo voru aðrar stundir. Nýver- ið stund á heimili þeirra Jónasar og Siggu við Oddagötu þar sem Njála var rædd við aldraðan höfðingja undan Eyjafjöllum. Það var reyndar svolítið erfitt að finna tíma til þess fundar vegna skrifta og anna Jónasar. Ekkert vantaði upp á skerpu, áhuga og gáfur í þeirri umræðu frekar en þegar Jónas hélt ræðu fyrir hönd 70 ára stúdenta frá MR í fyrra- vor. Hann fékk þá að vísu stuðn- ing upp tröppurnar á sviðið í Há- skólabíói en eftir það var allur stuðningur óþarfur. Við áttum þar dóttur, nýstúdent, í hópnum. Rifjuðum upp í huganum dagana í Uppsölum; enn einu sinni skaff- aði Jónas okkur stundina, brill- eraði! Að hlusta á þennan öldung og öðling, þennan skarpa huga og góða mann, var sönn ánægja og til gleði. Öll föllum við að lokum, Gunn- ar og Njáll, og nú Jónas. Væru til fallbyssur í okkar fórum myndum við miða þeim til himins og skjóta, heiðursmanninum Jónasi Kristjánssyni til æru. Þóra Steingrímsdóttir og Haukur Hjaltason. Vinur minn, Jónas Kristjáns- son, fv. forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, naut þess að halda starfskröftum, starfsgleði, elju og sinnu fram á seinasta ár þrátt fyrir háan aldur. En síðustu mánuðina dró mikið af honum og honum tókst ekki að sjá nýja út- gáfu eddukvæðanna á prenti en að henni hefur hann unnið um mörg undanfarin ár. Jafnhliða hefur hann sinnt mörgum öðrum verkefnum í ellinni, svo sem að leita Vínlands og byggja Þor- geirskirkju á Ljósavatni. Jónas minntist þess oft að hann hefði prófað mig í íslensku á stúdentsprófi með kennara mín- um Gísla Jónssyni. Var honum það eftirminnilegt próf. Sjálfur man ég Jónas enn lengra aftur enda var Sigríður, kona Jónasar, nemandi föður míns og Egill Þor- láksson, fóstri hennar, samstarfs- maður hans. Ég hafði því oft heyrt talað um þetta öndvegis- fólk og séð Jónas og Sigríði á Laugum í Reykjadal þar sem þau voru með barnaskarann í heim- sókn hjá ættingjum sínum. Í námi las ég flest það sem Jónas hafði birt um Íslendinga- sögur enda skrifaði ég um Fóst- bræðrasögu MA ritgerð mína. Doktorsrit Jónasar fjallar ein- mitt um handrit sögunnar. Nú á vormánuðum hef ég aftur verið að fást við Fóstbræðrasögu og þá oft hugsað til Jónasar. Jónas sat í fyrstu stjórnum Stofnunar Sigurðar Nordals og átti mikinn þátt í að koma stofn- uninni á fót og móta starf hennar. Eftir að ég var ráðinn sem for- stöðumaður stofnunarinnar naut ég leiðsagnar hans og aðstoðar í mörgum málum. Jónas var skemmtilegur mað- ur, minnugur og sagði vel frá. Ég hafði ómælda ánægju af því að sitja með honum í stjórn Snorra- stofu í Reykholti í meira en ára- tug. Við ókum oftast saman upp eftir, ég stýrði en hann skemmti mér með sögum úr Þingeyjar- þingi, frá háskólaárum sínum í Höfn og úr Háskóla Íslands. Meðnefndarmenn okkar skildu sjaldnast hvers konar gáll var á okkur þegar við komum á fundi þegar Jónas var búinn að skemmta mér alla leiðina og hafa skemmtan af sjálfur – því að hann hafði nautn af að segja frá. Ég þakka öðlinginum allt það sem við höfum átt saman að sælda. Úlfar Bragason. Fyrstu kynni mín af Jónasi Kristjánssyni eru mér afar minn- isstæð. Sem nýráðinn forstöðu- maður Snorrastofu í Reykholti vorið 1998 áttum við fund heima hjá þeim Sigríði í háskólahverf- inu í Reykjavík, þar sem hann lagði mér lífsreglurnar. Ég var þá í námi í Svíþjóð og hafði ekki enn komið í Reykholt. Þessi glað- væri maður útskýrði fyrir mér grafalvarlegur hvað varast bæri í flóknu sveitasamfélagi Borgar- fjarðar. Hann hafði minni áhyggjur af starfinu, en þeim mun meiri af færni minni í mann- legum samskiptum í hinni dreifðu byggð. Þessi þingeyski sveita- maður vissi auðvitað hvað hann söng, enda hefur það reynst bæði snúið, en afar skemmtilegt, að vekja áhuga heimamanna á þess- ari nýju og að mörgu leyti óvenju- legu stofnun. Jónas ræddi vita- skuld einnig rannsóknarverkefni, m.a. nauðsyn þess að gefa út í nokkrum bindum yfirlitsrit um norræna goðafræði. Verkefnið komst lokst af stað árið 2008, sem var einstaklega ánægjulegur áfangi í þróun Snorrastofu. Jónas sat í stjórn stofnunarinnar frá upphafi árið 1995 til ársins 2006 sem fulltrúi Reykholtsdals- hrepps og síðar Borgarfjarðar- sveitar. Ég náði að kynnast hon- um vel, bæði á stjórnarfundum, og einnig þegar þau Sigríður dvöldu í íbúð Snorrastofu og við undirbúning fjölmargra verkefna og viðburða. Það var unun að fylgjast með Jónasi klára síðustu bók sína, Söguþjóðina, sem fjallar um sögu Íslands á Þjóð- veldisöld. Í huga hans var afar brýnt að klára ritun bókarinnar, sem hann samdi að hluta til í fræðimannsíbúðinni. Bókin kom út árið 2012 þegar Jónas var 88 ára gamall og er lýsandi dæmi um atorku hans, vandvirkni og hugmyndaauðgi. Hann naut þess að komast í friðinn í umhverfi Snorra, nota rannsóknarbóka- safnið og ræða málin í kaffitímum starfsmanna Snorrastofu. Og ávallt þegar þau Sigríður dvöldu á staðnum voru þau höfðingjar heim að sækja. Þau buðu gjarnan til fagnaðar þar sem enginn skortur var á dýrindis veitingum og gamanmálum, en frásagnar- og kímnigáfa Jónasar var ein- stök. Þrátt fyrir alla jákvæðnina og glaðværðina var Jónas hins vegar fylginn sér í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann átti stóran þátt í að gera Snorra- stofu að veruleika og var allt frá upphafi mikill stuðningsmaður stofnunarinnar, enda hvikaði hann hvergi þegar tala þurfti máli uppbyggingarinnar. Hann var ekki einungis afkastamikill og frjór fræðimaður, heldur bjó einnig yfir fjölþættri reynslu af hvers kyns þróunarstarfi og ann- arri baráttu, sem hann náði að miðla til okkar, sem ásamt hon- um byggðum upp Snorrastofu og stöndum nú vörð um tilvist þessa fjöreggs okkar allra. Jónas lá aldrei á liði sínu þegar tala þurfti máli íslenskrar menningar um víða veröld og hér á staðnum fengum við að njóta þess ríku- lega. Mér er sérstaklega minnis- stæður fyrirlestur sem hann flutti um kveðskap Egils Skalla- grímssonar. Stjórn og starfs- menn Snorrastofu þakka Jónasi fyrir einstaklega farsælt sam- starf og senda fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu. Jónas Kristjánsson nágranni okkar er látinn í hárri elli. Jónas var eftirminnilegur maður. Bjartur svipur hans og ljúf- mennskan munu aldrei líða okkur úr minni. Notalegt var að sjá hann ganga upp Sturlugötuna í þungum þönkum og inn í sína hjartkæru stofnun og vinnustað í Árnagarði. Jónas og hans góða kona, Sigríður, voru góðir ná- grannar. Á sólardögum sátu þau saman úti á pallinum sínum við Oddagötu og nutu góða veðurs- ins. Bækur og blöð voru innan seilingar. Oft var þar glatt á hjalla. Síðastliðið ár varð breyting á högum þeirra. Þau fluttust í ann- að hverfi, minnkuðu við sig og hugðust selja hús sitt. Það var skref í átt að rólegri tíma. Við í hverfinu söknuðum þeirra. Hinn djúpt þenkjandi maður, sem Jónas Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.