Morgunblaðið - 25.06.2014, Side 30

Morgunblaðið - 25.06.2014, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014 ✝ Erna BryndísHalldórsdóttir fæddist 3. ágúst 1951 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 17. júní 2014. Foreldrar henn- ar eru hjónin Hall- dór Þ. Ásmunds- son, múrara- meistari í Kópavogi, f. 15. júní 1917, d. 17. jan. 2001, og Sigrún Guðmunds- dóttir, húsfreyja í Kópavogi, f. 18. okt. 1927. Erna Bryndís var sú þriðja í hópi fjögurra systk- ina og eru þau: Ásmundur Birg- ir, f. 10. mars 1948, verkstjóri; Helga Guðný, f. 7. nóvember 1949, félagsfræðingur og fjár- öflunarfulltrúi Rauða krossins; og Bjarni Guðberg, f. 11. júní 1957, framkvæmdastjóri. Dætur Ernu Bryndísar eru Gabríela Bryndís, f. 14. maí 1986, sálfræðingur, gift Birni Þór Hilmarssyni, og Helga Bryndís, f. 19. júní 1989, kvik- myndaframleiðandi. Stjúpbörn hennar eru Sigurður Freyr, f. Bryndís starfaði hjá Endurskoð- unarskrifstofu Eyjólfs K. Sig- urjónssonar 1970-1973, Coopers & Lybrand (PWC) í Kaupmanna- höfn 1973-1979, hjá sama fyr- irtæki í Newport Beach í Kali- forníu 1979-1981 og í Reykjavík 1981-1983. Hún starfaði hjá Endurskoðun og reiknings- skilum hf., síðar Ernst & Young ehf., 1983-2000 og rak eigin fyr- irtæki, Hyrnu ehf. og EBH Con- sulting ehf., 2001-2009. Erna Bryndís tók um árabil virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins og sat m.a. í stjórn efnahags- og viðskiptanefndar, stjórn Hlíða- og Holtahverfis, fulltrúaráðinu í Reykjavík og flokksráðinu þeg- ar hún lést. Hún gegndi ýmsum störfum innan stjórnar Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) 1981-1984 og sat í álitanefnd FLE 1983-1984 og í reiknings- skilanefnd 1991-1994. Erna Bryndís var stofnandi Félags kvenna í endurskoðun og for- maður um tíma, auk þess sem hún átti sæti í ýmsum nefndum og stjórnum félaga, s.s. Yf- irtökunefnd, Kauphallarnefnd, Kjaranefnd, stjórn Kauphallar, stjórn Samtaka fjárfesta, banka- ráði Seðlabanka Íslands, Við- skiptaráði og stjórn Kvenrétt- indafélags Íslands. Útför Ernu Bryndísar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, 25. júní 2014, kl. 13. 23. sept. 1965, kvik- myndaframleið- andi, giftur Berg- lindi Björgúlfs- dóttur, f. 7. okt. 1965, söngkonu og kennara, Matthías, f. 31. maí 1967, við- skiptafræðingur, giftur Anette Schou, f. 25. jan. 1967, Lilja Björk, f. 6. mars 1975, við- skiptafræðingur, gift Agli Tryggvasyni, f. 29. sept. 1969, viðskiptafræðingi, Sturla Þór, f. 11. ágúst 1977, tölvunarfræð- ingur, giftur Rebekku Halldórs- dóttur, f. 15. okt. 1974, hár- snyrtimeistara. Erna Bryndís átti eitt barnabarn, Helga Bald- ur Björnsson, f. 15. júní 2013, son Gabríelu Bryndísar og Björns Þórs, og fjórtán stjúp- barnabörn. Erna Bryndís ólst upp í Kópa- vogi. Hún nam endurskoðun við Háskóla Íslands 1970-1973 og Handelshøjskolen í Kaupmanna- höfn 1973-1974. Hún varð lög- giltur endurskoðandi á Íslandi 1976 og í Danmörku 1977. Erna Þrátt fyrir að dauðinn sé óum- flýjanlegur er alltaf jafn óvænt að standa frammi fyrir því að þurfa kveðja einhvern. Erna Bryndís greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum og háði hetjulega baráttu við sjúkdóminn. Erna Bryndís kom inn í líf mitt nokkrum árum eftir að móðir mín hafði látist úr krabbameini. Að taka að sér hlutverk stjúpmóður var vandasamt hlutverk. Ég var ekkert á því að hleypa henni að mínu lífi á þeim tíma og Erna Bryndís hafði sjálf ekki mikla reynslu af því að umgangast börn, hvað þá táninga. Þegar leið á lífið urðum við Erna Bryndís ágætis vinir og samskipti okkar mjög ná- in. Ég eignaðist sjálfur börn og hefur Erna Bryndís stutt við bak- ið á börnum okkar auk þess að Erna Bryndís var dugleg að rækja ömmuhlutverkið gagnvart syni okkar Anette. Hún var guð- móðir Matthíasar Schou. Við munum sakna hennar. Erna Bryndís var alltaf til staðar og reiðubúin til að styðja við bakið á okkur systkinunum þegar við þurftum á að halda. Hún var mjög fjölskyldurækin og reyndi að stuðla að því að við systkinin héld- um góðu sambandi. Erna Bryndís hafði gífurlegan kraft í sér. Þessum krafti beitti Erna Bryndís í starfi sínu og í uppeldi á systrum mínum. Á seinni árum einbeitti Erna Bryn- dís sér að því að láta gott af sér leiða og vann að ýmsum góð- gerðamálum auk þess að vera virk í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hvar sem Erna Bryndís kom við mark- aði hún spor. Við þökkum fyrir að fá að kynn- ast þér og vottum systrum mín- um, Helgu Bryndísi og Gabrielu Bryndísi, okkar dýpstu samúð. Matthías, Anette og Matthías Schou. Í dag kveð ég þig, elsku mamma mín. Mér finnst það mjög ósanngjarnt hvað þú fékkst stutt- an tíma með okkur. Það er svo margt sem mér finnst ég eiga eftir að gera með þér og segja þér. Ég er samt virkilega þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Ég var aðeins fimm ára þegar þú komst inn í líf mitt. Það er meira en að segja það að koma inn í fjöl- skyldu með fjögur stjúpbörn sem hafa nýlega misst móður sína. En þú varst aldrei hrædd við að taka við stórum verkefnum og það átti svo sannarlega við hér. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur. Það var alltaf svo gott að tala við þig. Þú varst baráttukona sem kunni að ná árangri og því mjög gott að leita ráða til þín með hvaða málefni sem var. Þú kenndir mér einnig að leggja mig alltaf allan fram í lífinu, sama hvert verkefnið var. Þú varst líka dugleg að gefa okkur ráð, þér þótti vænt um okk- ur. Ég mun halda áfram að hug- leiða hluti með þér þó að svörin verði ekki jafnauðfengin. Við áttum mörg góð ferðalög saman. Ég man eftir einu til Kali- forníu. Þá keyptir þú á mig bleik- ar stuttbuxur og lillabláan póló- bol. Í dag væri þetta mjög flott en fyrir 14 ára ungling árið 1991 var þetta ekki svalt. Þú varst alltaf á undan þínum tíma hvað varðar hugsjónir og greinilega líka tísku. Ég brosi enn þann dag í dag þegar ég hugsa um þetta. Ég mun alltaf eiga minningarnar um þig og góðu stundirnar. Blessuð sé minnig þín, mamma mín. Þinn sonur, Sturla Þór. Elsku besta mamma. Þú komst inn í líf okkar litla bróður þegar ég var einungis 7 ára og hann 5 ára og gekkst okkur í móðurstað. Það var ekki létt verk að taka við fjór- um stjúpbörnum og það reyndist þér erfitt á köflum. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt og fá ekki að njóta þess að eiga meiri tíma saman. Sagt er að lífið sé ferðalag og á ég minningar um margar góðar ferðir með þér. Sér- staklega er minnisstætt ferðalag- ið þegar við keyrðum um Evrópu á húsbíl. Einnig hugsa ég hlýlega til sumarbústaðaferðanna þar sem við spiluðum mikið saman. Þetta voru góðar stundir. Þú varst hugrökk og hlý kona og kenndir mér margt. Þú kennd- ir mér að vera sterk og hafa metn- að fyrir því sem ég tek mér fyrir hendur. Þú hafðir mikla þörf fyrir að sýna í verki væntumþykju þína gagnvart öðrum með hlýjum knúsum og það hef ég einnig tekið mér til fyrirmyndar. Þér var annt um að vera vel til fara og þú hafðir þinn eigin flotta stíl. Þú varst á undan þinni samtíð í innanhúss- hönnun og þeir húsmunir sem ég ólst upp við sjást nú á mörgum heimilum í dag. Þú elskaðir börnin mín eins og þau væru þín eigin barnabörn. Það er leitt að þau fái ekki að kynnast þér frekar en ég veit að þú munt áfram fylgjast með þeim og vaka yfir þeim. Ég er svo þakklát fyrir að hafa farið með þér til Berlínar í desem- ber þar sem við hjóluðum um alla borgina saman. Mér þykir alveg óendanlega ósanngjarnt að vera búin að missa báðar mæður mínar úr þessum illvíga sjúkdómi. Þú barðist hetjulega við krabbamein- ið og lést það ekki stoppa þig í að lifa lífinu til fulls. Bara fyrir örfá- um vikum varstu að skipuleggja safaríferð og það má segja að sú ferð sé hafin. Guð geymi þig, elsku mamma. Þín dóttir, Lilja Björk Björnsdóttir. Að kvöldi 17. júní kvaddi systir mín, Erna Bryndís, þennan heim eftir sex ára hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Dagurinn er táknrænn, kveðjustundin hæfir vel stórhuga manneskju með stórt hjarta. Erna Bryndís gerði allt sem í mannlegu valdi stendur til að hafa hemil á sjúkdómnum og naut aðstoðar frábærra lækna og heilbrigðisstarfsfólks víða að. Erna Bryndís lagði mikið á sig til að njóta samvista við sína nán- ustu, enda gerðist margt mjög já- kvætt í lífi hennar þennan tíma, minningarnar ylja núna á erfiðum tímamótum. Erna Bryndís var með sterkan lífsvilja, baráttukona til orðs og æðis. Hún kunni að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, hafði mörg áhugamál, ferðaðist víða og skapaði gæðastundir með vinum og ættingjum þegar færi gáfust. Hún hélt reisn sinni til æviloka, en það var henni mjög mikilvægt. Að eiga góða systur og bræður eru verðmæti sem nesta til full- orðinsára. Góðir foreldrar eru ekki síður ómetanlegir. Ákveðinn sameiginlegur kjarni myndast um lífsgildi sem fylgja hverjum og einum á hans ævibraut. Við vor- um fjögur systkinin og áttum mjög samrýnda foreldra, góðar fyrirmyndir. Við systurnar sögð- um stundum í gríni þegar við gerðum eitthvað sem heppnaðist ekki alveg nógu vel, að því miður væri ekki hægt að kenna foreldr- unum um. Móðir okkar er enn á lífi og fylgist hnípin með þessari vitlausu röð forsjónarinnar, en hún er sterk eins og alla tíð. Við ólumst upp í Kópavogi, sumarbústaðir á stangli og ný- byggingar að rísa fullar af ungu barnafólki. Foreldrar okkar byggðu með KRON á Borgar- holtsbraut 19 við Rútstúnið. Þetta var árið 1951 þegar Erna Bryndís fæddist. Við áttum ágæta æsku. Náttúr- an var leikvöllurinn, klettar, berjalyng og tún fyrir boltaleiki. Allt sem þurfti var til staðar, heil- mikið frelsi, margt hægt að bralla. Útileikir voru vinsælir, m.a. brennó, yfir, hlaupa í skarðið og fallin spýtan. Í nágrenninu var Kópavogshælið, þar bjó fjölbreytt flóra af fólki og við krakkarnir átt- uðum okkur fljótt á að það fæðast ekki allir eins, lífið er miserfitt, sumir eiga bágt. Okkur var kennt strax í æsku umburðarlyndi og að bera virðingu fyrir fjölbreytileik- anum. Erna Bryndís var bráðþroska, flutti ung að heiman, sjálfstæð óvenju snemma í huga og athöfn- um, kynntist hinum stóra heimi, varð víðförul heimskona. Hún valdi sér endurskoðun sem ævi- starf, sótti sér réttindi hér heima og í Danmörku, starfaði á báðum stöðum og einnig í Bandaríkjun- um. Minningabrot leita á hugann á kveðjustund sem börn að leik í Kópavogi, hlustandi á föður okkar spila á harmoniku, haldandi leik- sýningar í bílskúrnum, við sveppatínslu í Borgarfirði sem endaði í dásamlegri matargerð, ferðalög í Danmörku og skemmti- legar stundir með fjölskyldu minni á Flúðum, alltaf sól í minn- ingunni. Systir mín var litríkur persónuleiki og aldrei ládeyða í kringum hana. Oft þegar á reyndi var hún eins og klettur í straum- þungu vatni, heiðarleg og réttsýn. Síðast en ekki síst er mér þakk- læti í huga fyrir einstaklega ánægjulega samveru í Suður-Afr- íku í nóvember 2013. Við heim- sóttum fátækrahverfi, vorum við útskrift á fræðslusetri ENZA- samtakanna, skoðuðum fataflokk- un því tengda, verkefni sem hún studdi með ráðum og dáð, og heimsóttum fjölskyldu í SOS- þorpi sem hún hafði aðstoðað í mörg ár. Í þessari ferð höfðum við góðan tíma til að spjalla um heima og geima, hitta fólk af öllum þjóð- félagsstigum og njóta einstakrar fegurðar þessa heimshluta, sem á merkilega sögu. Ernu Bryndísar systur minnar verður sárt saknað, blessuð sé minning hennar. Helga G. Halldórsdóttir. Eitt af því erfiða í lífi hvers manns er að missa ástvini. Nú ert þú farin frá okkur, elsku Erna Bryndís, að okkur finnst allt of snemma. Þú varst rétt að byrja blóma lífsins þegar bankað var á dyrnar hjá þér og þér var falið annað hlutverk. Hlutverk hins fal- lega engils. Elsku tengdamóðir og amma, við viljum minnast þín með þessu fallega ljóði. Á öðrum stað þú áfram lifir. Þín sál hefur þroskast og dafnað vel. Þú á okkur hin horfir yfir. Hjá fjölskyldu þinni ert að ég tel. Þín dvöl var stutt á jörðu hér. Þér var ætlað eitthvað mun meira. Það hlutverk sem beið eftir þér. Munum við seinna sjá og heyra. (Anna Soffía Halldórsdóttir) Elsku besti pabbi (Sturla Þór), við verðum öll með þér og styðjum þig í sorginni og við trúum því að amma sé alltaf með okkur. Bless- uð sé minning hennar. Rebekka Halldórsdóttir, Alexander Árnason, Erlingur Örn Árnason, Arnar Ingi Árnason og Gabríel Máni Rebekku Sturluson. Menn upp stundum komast á óperusvið og öðlast af þessu mikinn hróður. En aðrir menn sækja útá mið, þar sem aflinn er stundum býsna góður. Og enn aðrir menn sitja auðsöfnun við, uns úr verður feikna digur sjóður. En samt er það aðalatriðið að eignast góða tengdamóður. (Jónas Árnason) Ég átti góða tengdamóður. Ég kynntist Ernu Bryndísi fyrir tæp- um tíu árum þegar við Lilja fórum að vera saman. Ég var að keyra Lilju heim í Stigahlíðina og Erna Bryndís var fyrir „hreina tilvilj- un“ stödd í innkeyrslunni. Það dugðu engin undanbrögð, ég var drifinn inn í kaffi og tekið opnum örmum og þannig hélst það alla tíð. Erna Bryndís gekk Lilju minni í móðurstað þegar hún var sjö ára. „Ég gerði eins vel og ég kunni þá,“ sagði hún einu sinni við mig, og það voru áreiðanlega orð að sönnu, enda náið samband milli þeirra. Erna Bryndís var kraftmikil kona, viljasterk og kom miklu í verk. Hún var sífellt á ferð og flugi með þéttskipaða dagskrá og þannig hélst það allt undir það síð- asta. Hún átti það til að hringja og ræða mál sem lágu henni á hjarta, en væri það eitthvað mikilvægt boðaði hún mig á sinn fund. Á slík- um fundum kynntist ég best hvað hún bar mikla umhyggju fyrir sín- um nánustu. Erna Bryndís gat verið form- föst kona og í glettni kynnti hún mig alltaf sem „tilvonandi“ þar til við Lilja vorum löglega gift núna í vetur. Ég er þakklátur að hafa náð titlinum tengdasonur hjá henni. Hún var börnum okkar góð amma og ég harma það að þau fái ekki að njóta hennar lengur. Hún hefði orðið þeim góð fyrirmynd. Við munum sakna hennar sárt. Hún hvíli í friði. Egill Tryggvason. Með Ernu Bryndísi Halldórs- dóttur er gengin merk kona, góð- um gáfum gædd og setti hún svip- mót sitt á samtíðina með sínum hljóðláta hætti. Kynni okkar spanna ævina, við vorum sem næst jafnaldra og þremenningar að skyldleika. Fyrst man ég hana þá er við fengum að fara í „vinn- una“, í múrverk hjá föður hennar, þar var ég í fylgd með föðurbróð- ur mínum, og einnig á heimili hennar á Borgarholtsbrautinni. Þar var hún í hópi fjögurra systk- ina, foreldra og ömmu sinnar, Sveinbjargar. Ásmundur á Bjargi, afi Ernu Bryndísar, var þá látinn fyrir nokkru. Sveinbjörg var afasystir mín og tók mér opn- um örmum, hún talaði mikið við mig um Vilhjálm bróður sinn, afa minn. Reyndar var það svo að í minn- ingunni hét hún Bryndís. Hún hvarf mér sjónum um nokkurt skeið, ég vissi þó að hún hafði lagt fyrir sig karllæga grein að loknu námi í Verslunarskólanum. Hún lauk námi í endurskoðun 22 ára gömul en fékk ekki löggildingu fyrr en 25 ára, lögum samkvæmt, önnur íslenskra kvenna. Þegar hún var orðin endurskoðandi hét hún Erna Bryndís. Hún lét víða að sér kveða, í Danmörku, Banda- ríkjunum og síðast en ekki síst á Íslandi. Erna Bryndís sat í stjórn- um, nefndum og ráðum og lagði gott til. Fyrir utan ættarslóð lágu vegir okkar saman í Samtökum fjár- festa / sparifjáreigenda og efna- hagsnefnd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir samtökin vann Erna Bryn- dís óeigingjarnt starf, meðal ann- ars með því að annast uppgjör fyrir þau árum saman. Hún bar hag þeirra sem vilja eiga frjálsan sparnað mjög fyrir brjósti. Hún vildi bæta hag lands og þjóðar með öflugu atvinnulífi. Í efna- hagsnefndinni var Erna Bryndís sérfræðingur í skattamálum. Hún barðist fyrir einföldun skattkerfis og gegn ofurskattlagningu, sem hún taldi lama framtak. Efnahagsnefnd Sjálfstæðis- flokksins þakkar Ernu Bryndísi gott starf í þágu flokks og þjóðar. Samtök sparifjáreigenda þakka Ernu Bryndísi óeigingjarnt fram- lag í marga áratugi. Víst er að nú stundar Erna Bryndís fjármála- ráðgjöf í landi eilífðarinnar. Að leiðarlokum er aðeins hægt að segja; farðu vel kæra frænka og vinkona. Minning þín heiðrast í vitund okkar. Guð geymi og varð- veiti Ernu Bryndísi Halldórsdótt- ur. Vilhjálmur Bjarnason. Það er með sorg og söknuð í hjarta að við kveðjum elsku frænku okkar, Ernu Bryndísi Halldórsdóttur. Þú varst búin að kljást við illvígan sjúkdóm í nokk- ur ár. Baráttuandi þinn, vilji og lífsgleði gerðu þig ósigrandi í okk- ar augum. Einhvern veginn er maður aldrei tilbúin að kveðja, og undir niðri var hugsunin sú að sterka frænkan okkar myndi komast yfir þessa hindrun. Þú reyndist okkur systkinun- um ómetanleg, stuðningur þinn og áhugi á okkar lífi og stundum „afskiptasemi“ var okkur mikil- væg og erum við þér þakklát fyrir það. Þú varst ákaflega ráðagóð og við gátum alveg verið viss um að fá hreinskilin svör, stundum bein- skeytt, en eftir á að hyggja, þegar þroskinn jókst, varð skilningurinn á ráðum þínum meiri. Við minnumst þín sem ein- stakrar persónu sem við litum upp til, þú varst hlý, hreinskiptin, framsækin og ákveðin, falleg, skemmtileg og yndisleg móður- systir. Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig fjölskyldu- samkomur verða án þín, nærvera þín var svo sterk að það er erfitt að sjá fyrir sér framtíðina án þín. Þú lætur eftir þig yndislegar dætur, uppeldisbörn og barna- börn sem við vitum að þú varst of- boðslega stolt af. Hugur okkar er hjá þeim þessa daga, Sigrúnu ömmu og systkinum þínum. Elsku frænka, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og þinn stuðning í gegnum árin. Margs er að minnast og margs að sakna. Hvíl í friði elsku frænka. Stefán Ari, Ragnhildur og Sigrún. Erna Bryndís, móðir Lilju svil- konu minnar, var einstök kona. Hún var hispurslaus en þó afskap- lega hlý og allt frá okkar fyrstu kynnum í hinu árlega áramóta- boði Lilju og Egils mágs míns hef- ur hún átt stað í hjarta mér. Fæð- ing barna Lilju og Egils og ást og aðdáun okkar beggja á þeim styrkti enn okkar vinskap. Ég sóttist eftir félagsskap hennar því að hún var bæði skemmtileg og hafði skoðanir sem hún var ekkert feimin við að flíka. Stundum var tekist á í umræðum en þó ávallt þannig að báðar gengu frá borði með bros á vör. Ekki fór fram hjá neinum sem kynntist Ernu Bryndísi að hún var leiftrandi greind og hafði náð langt í starfi í krafti eigin verð- leika. Sannkallaður kvenskörung- ur og fyrirmynd. Ég sendi falleg- ar hugsanir til þín, Erna Bryndís, og er þakklát fyrir okkar góðu kynni. Við Ásmundur sendum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Anna Lísa Björnsdóttir. Þú æskurósin unga, sem öllum hjartkær varst, og alla vildir gleðja, og fagran skýrleik barst, ert horfin þínum vinum með gleðibrosin blíð þau bros ei aftur sjáum, en munum alla tíð. Þú sárra kenndir meina, þó lífið væri ei langt, það lét þig drottinn reyna, þótt hart væri og strangt, en aftur hann þig læknar, svo engin þekkir mein, í akri hans þú blómgast, sem fögur lífsins grein. (J.S.) Með þessu ljóði byrjaði Erna Bryndís minningargrein um móð- ur mína sem lést fyrir um 40 árum langt um aldur fram. Mér finnst vel við hæfi að byrja minningar- grein um Ernu á sama hátt. Tengsl mín við Ernu Bryndísi voru sérstök, hún var góð vinkona móður minnar og reyndist henni vel í hennar veikindum. Á dánar- beði móður minnar lofaði hún henni að vera til staðar fyrir mig. Ég var sex ára þegar móðir mín lést og Erna Bryndís hefur staðið við loforð sitt, alltaf tilbúin að veita ráð og stuðning. Við tókum Erna Bryndís Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.