Morgunblaðið - 25.06.2014, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2014
L
16
12
12
★ ★ ★ ★ ★
„Besta íslenska
kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir,
Fréttablaðið
ÍSL.
TAL
ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND
MEÐ PAUL WALKER
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 10:10
10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
TRANSFORMERS 4 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 8 - 10:10
BRICK MANSIONS Sýnd kl. 11:10
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 4:30
22 JUMP STREET Sýnd kl. 8
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 14"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Með nýja tjaldinu okkar hafa Ís-
lendingar loksins eignast sinn eigin
farandsirkus. Þarna er því lang-
þráður draumur loksins orðinn að
veruleika. Tjaldið okkar rúmar 400
áhorfendur og fullkomið hringsvið
sem er níu metrar að þvermáli,“
segir Lee Nelson, sirkusstjóri Sirk-
uss Íslands, um nýtt sirkustjald
hópsins sem vígt verður formlega í
dag með frumsýningu á fjölskyldu-
sýningunni Heima er best.
Að sögn Lee eiga kaup Sirkuss
Íslands á sirkustjaldi sér nokkurn
aðdraganda. „Þegar skandinavísku
sirkushátíðinni Volcano í Vatns-
mýrinni lauk sl. sumar varð okkur
ljóst að við yrðum að eignast okkar
eigið sirkustjald til þess að lyfta
sirkusiðkun okkar og sýningar-
haldi upp á hærra stig,“ segir Lee
og rifjar upp að Sirkus Íslands hafi
m.a. safnað fyrir tjaldinu á vef-
svæðinu Karolina Fund við góðar
viðtökur landsmanna.
Auk Heima er best, sem er um
hálf önnur klukkustund að lengd
með hléi, mun Sirkus Íslands sýna
S.I.R.K.U.S. sem sett er saman með
yngri börnin í huga og tekur um 45
mínútur í flutningi. Lee minnir á að
sirkusinn sé fyrir alla og bendir á
að aðgangur sé ókeypis fyrir börn
undir tveggja ára aldri á báðar
ofangreindar sýningar. Þriðja sýn-
ing sumarsins er Skinnsemi, en þar
er um að ræða kabarettsýningu
með sirkusívafi sem aðeins er ætluð
fullorðnum.
„Allar sýningarnar þrjár voru
frumsýndar á Volcano í fyrra, en
vegna takmarkaðs sýningarfjölda
gátu aðeins samtals 1.200 áhorf-
endur séð sýningarnar þrátt fyrir
að uppselt væri á þær allar. Okkur
langaði því til að gefa fleirum tæki-
færi til að sjá sýningarnar,“ segir
Lee og tekur fram að allar hafi sýn-
ingarnar þróast milli ára og stækk-
að, en hópurinn sem stendur að
Sirkus Íslands æfir í um 25 klst. á
viku hverri til að halda sér í formi
og vinna að nýjum sýningum.
Sirkus Íslands sýnir sýningarnar
þrjár í tjaldi sínu á Klambratúni
fram til 13. júlí, en þaðan liggur
leiðin með tjaldið til Ísafjarðar, svo
Akureyrar, Selfoss og Keflavíkur
áður en hópurinn snýr aftur á
Klambratún og sýnir 18. ágúst til
24. ágúst. Allar nánari upplýsingar
um sýningarplan sumarsins eru á
sirkusislands.is og midi.is.
Aðspurður segir Lee að ætlunin
sé að frumsýna splunkunýjar sýn-
ingar á sumri hverju. Spurður
hvort hægt sé að nýta tjaldið að
vetrarlagi svarar Lee því játandi og
bendir á að hjá Sirkus Íslands séu
menn m.a. með hugmyndir um að
setja upp jólasýningu í tjaldinu í
desember. Tekur hann fram að
tjaldið bjóði upp á ýmsa spennandi
möguleika fyrir sýningar-, tón-
leika- og skemmtanahald.
Morgunblaðið/RAX
Frumkvöðull Lee Nelson segir engar leiðbeiningar hafa fylgt tjaldinu um
hvernig setja eigi það saman og því hafi menn þurft að læra af reynslunni.
Draumur verður
að veruleika
Sirkus Íslands vígir nýtt sirkustjald
Teiknimyndin Að temjadrekann sinn, frá árinu2010, var vel heppnuð aðflestu leyti, hin besta
skemmtun og hlaut fjórar stjörnur
hjá ofanrituðum. Í henni sagði af
víkingum sem bjuggu við mikla
drekaplágu, drekar gerðu árásir á
þorp þeirra og víkingarnir svöruðu
fyrir sig og tókst að klófesta nokkra
og nota til að þjálfa drekabana.
Hiksti, sonur þorpshöfðingjans, var
ekki á þeim buxunum að gerast
drekabani og tókst að veiða sjald-
gæfan dreka og temja hann. Hlaut
sá nafnið Tannlaus.
Í framhaldsmyndinni eru drek-
arnir orðnir húsdýr í víkingaþorp-
inu, Hiksti að nálgast tullorðinsaldur
og orðinn feikilega fær dreka-
flugmaður. Þeir Tannlaus eru mestu
mátar og fljúga um loftin blá í leit að
ævintýrum. Í einni slíkri ævin-
týraferð hitta þeir fyrir ókunnuga
drekaveiðimenn sem starfa fyrir ill-
menni eitt allsvakalegt (sem er
kostulega útlítandi, sjá mynd).
Hiksti kemst að því að illmennið er
að safna drekum í mikinn her og ætl-
ar að gera árás á víkingaþorpið,
veiða þar alla dreka og útrýma
þorpsbúum. Hiksti kemst að því að
illmennið er gamall óvinur föður
hans og að þeir hafa lengi eldað
grátt silfur. Öll von virðist úti í vík-
ingaþorpinu en þá berst hjálp úr
óvæntri átt frá löngu glötuðum
drekatemjara sem býr í fjarska með
fjölmennri drekafjölskyldu.
Líkt og fyrri myndin er þessi listi-
lega vel teiknuð og hugmyndaflugi
teiknaranna virðast engin takmörk
sett, svo skrautlegt er drekagall-
eríið. Tveir ógnarstórir drekar koma
við sögu (í stað eins í fyrstu mynd-
inni), e.k. móðurdrekar sem aðrir
drekar verða að hlýða og gætu þeir
reynst fullhræðilegir fyrir yngstu
bíógesti. Einhvers konar bræðingur
af Godzilla og dreka þar á ferð með
tilheyrandi óhljóðum og hamagangi.
Það var lítið hlegið í bíósalnum
sem þó var þéttsetinn fólki á besta
aldri, þ.e. börnum, enda lítið um
spaug í myndinni. Teiknimyndir fyr-
ir börn mega vissulega vera á alvar-
legum nótum en sagan þarf samt
sem áður að vera bitastæð. Sú er
ekki raunin í þessari framhalds-
mynd, þráðurinn þynnri en í fyrri
mynd, klisjan um soninn sem reynir
að uppfylla væntingar strangs föður
síns enn einu sinni á ferðinni og auð-
vitað voðalega vondur vondi karl
sem þarf að berjast við. En teikn-
ararnir bæta fyrir rýra sögu með
sinni fögru list, hrífandi persónu-
sköpun og ægifögru landslagi. Þeir
hífa myndina upp yfir meðallag, úr
tveimur og hálfri stjörnu upp í þrjár.
Að lokum ber að hrósa Jónsa okk-
ar úr Sigur Rós fyrir hans framlag,
lagið „Where No One Goes“ sem
hann samdi fyrir myndina og fellur
við hana eins og flís við rass sem og
íslenskum leikurum sem talsetja
myndina með ágætum.
Vondur Illmennið í Að temja drekann sinn 2 lætur ekki litla víkingastelpu vaða yfir sig.
Fleiri drekar, stærri
skrímsli, þynnri þráður
Smárabíó, Háskólabíó, Laugar-
ásbíó og Sambíóin Álfabakka
og Egilshöll
Að temja drekann sinn 2 bbbnn
Leikstjóri og handritshöfundur: Dean
DeBlois. Leikarar í íslenskri talsetningu:
Sturla Sighvatsson, Þórunn Lárusdóttir,
Ólafur Darri Ólafsson, Vigdís Pálsdóttir,
Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Davíð Guð-
brandsson, Þór Tulinius, Urður Bergs-
dóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Sig-
urbjartur Atlason og Arnar Dan
Kristjánsson. Bandaríkin, 2014. 102
mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Listhópurinn Friends&Lovers opn-
ar í dag kl. 18 sýninguna Mini-
Anism í Kling & Bang galleríi að
Hverfisgötu 42. Í hópnum eru
myndlistar- og tónlistarmenn frá
Hamborg í Þýskalandi og sýna
þeir verkefni sem staðið hefur yfir
frá árinu 2011. Hópurinn hefur
sankað að sér listaverkum eftir vel
þekkta og minna þekkta listamenn,
m.a. á Íslandi. Sýningin stendur
einungis í sólarhring, frá klukkan
18 í dag til kl. 18 á morgun og boð-
ið er upp á lifandi tónlistarflutn-
ing, listaverk frá öllum heims-
hornum og ýmislegt fleira. Frekari
upplýsingar má finna á this.is/
klingogbang.
Ýmislegt Kynningarmynd fyrir sýningu Friends&Lovers í Kling & Bang.
Sýning í sólarhring í Kling & Bang