Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 16
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þegar veðurguðirnir hrærðu upp í
ánni þá fóru hlutirnir í gang,“ segir
Pétur Pétursson leigutaki Vatns-
dalsár í Húnaþingi. Norðvestur-
hornið hefur komið hvað best út á
þessu afar slaka laxveiðisumri og
eru veiðitölur í Vatnsdal nálægt
meðaltali síðustu ára sem er mun
betra en flestar ár geta státað af. Og
vel hefur veiðst þar nyrðra síðustu
daga.
„Síðustu fimm daga hefur 72 löx-
um verið landað. Þar á meðal eru
100 cm og 95 cm laxar sem veiddust í
morgun. Tölurnar eru svakalega
flottar. Eins og við höfum vitað í allt
sumar þá er laxinn í ánni en and-
rúmsloftið eða hvað sem það er hef-
ur ekki hleypt honum í tökustuð. Ég
geri ráð fyrir að þetta dali aftur, eitt-
hvað fer af stað í náttúrunni sem
kveikir lífið, en eins og staðan er
núna þá eru menn að veiða mjög vel.
Svo má ekki gleymast að fyrir utan
flotta laxa þá erum við að fá mjög
flotta silunga, sjóbleikju og birtinga,
og á þessum fimm dögum erum við
kannski að tala um 150 til 200 slíka.
Þetta er mjög flott.“
Pétur segir meðalþyngd veiddra
laxa í sumar vera um tíu pund og
ekki hafi veiðst nema 20 til 25 eins
árs laxar sem eru undir 60 cm langir
þannig að þessir örlaxar sem margir
hafa séð í sumar láta ekkert fyrir sér
fara í Vatnsdal. „Smálaxinn sem hef-
ur komið hefur verið býsna vel hald-
inn en stórlaxinn er líka mjög flott-
ur. Fiskar á bilinu 96 til 100 cm
langir sem hafa verið vigtaðir hafa
verið í tuttugu punda flokknum en
við færum þá samt til bókar eftir
skala Veiðimálastofnunar.
Það sem hefur verið hvað best er
að laxinn hefur verið um alla á.“
Nú hafa um 650 laxar veiðst í
Vatnsdal og Pétur segir að í meðal-
ári veiðist 750 til 850 laxar á sumri.
„Ég held að lokatölurnar verði þann-
ig að við verðum mjög sátt við það
sem veiðst hefur,“ segir hann. „Hins
vegar hefur margt verið óeðlilegt í
sumar. Geysimikið vatn og sumir
staðir óveiðandi; þá hefur áin verið í
flóði marga daga. En hvert holl hef-
ur verið að klára sig vel og menn
farið ánægðir í burtu.“
Stórir taka af og til
Orri Vigfússon segir veiðina hafa
verið frekar dræma í Vopnafirði
undanfarið. „Þó var holl í Selá um
helgina sem fékk 43 laxa,“ segir
hann. „Það er ágætt. En veiðimenn-
irnir eru líka mjög vanir og það
hjálpar.“ Hann bætir við að rólegt
hafi líka verið yfir Aðaldal, þar sem
hann er formaður Laxárfélagsins.
„Þeir stóru taka þó alltaf af og til og
halda mönnum við efnið.“
Rólegheitin hafa hinsvegar verið
allsráðandi á Vesturlandi, þótt ekki
vanti að menn geri sitt besta. Þannig
fengu vanir menn aðeins þrjá laxa á
þrjár stangir í Flekkudalsá á Fells-
strönd og í Kjarrá, sem annars hefur
verið þokkaleg í sumar, fékk eitt
hollið í liðinni viku fimm laxa. Hollið
þar á undan fékk hins vegar tuttugu
og níu og hollið sem tók við fékk tíu.
Misskipt er mannanna láni.
Minna fer fyrir silungsveiðimönn-
um en blaðamaður heyrði af fínni
veiði í Þingvallavatni, vænni bleikju
og að auki afar hraustum urriðum:
meðfylgjandi er mynd af einum.
Margt óeðlilegt í sumar
„Tölurnar eru svakalega flottar,“ segir leigutaki Vatnsdalsár um veiði síðustu daga Nálægt
meðalveiði í Vatnsdal Mjög vænir sjógengnir silungar Dræm veiði á norðausturhorninu
Ljósmynd/Guðmundur Már Stefánsson
Sigurstund Helgi Sigurðsson með stórlax úr Efri-Fosshyl í Hofsá í Vopnafirði. Umhverfið þar eystra er óneitanlega mikilfenglegt.
Ljósmynd/Kristinn Á Ingólfsson
Þéttur Þessi urriði sem veiðimaður veiddi í Þingvallavatni á dögunum er
vægast sagt þéttur á velli. Enda tók langan tíma að landa honum.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
Heildaraflinn í viðmiðunaránum
sem fylgst er með á vef Lands-
sambands veiðifélaga, angling.is,
var á miðvikudag kominn í 17.928
laxa að kvöldi 3. sept. Vikuveiðin
var 1.128 fiskar. Að sögn Þorsteins
Þorsteinssonar frá Skálpastöðum
sem tekur tölurnar saman er þetta
um 250 löxum minna en á sama
tíma sumarið 2012 þegar veiðin var
einnig afar léleg. Í umfjöllun á
vefnum segir Þorsteinn að erfitt sé
að spá um hvort þessara ára verði
með „vinninginn“ þegar upp verður
staðið og ánum lokað í haust.
Mesta veiðin hefur verið í Eystri-
Rangá en í síðustu viku veiddust að-
eins 107 laxar sem verður að teljast
lítið þar á bæ; slíkar tölur sjást oft
þar eftir góðan veiðidag. Blanda er
kominn á yfirfall við virkjunina og
voru aðeins sjö laxar færðir til bók-
ar þar í vikunni en í Ytri-Rangá
veiddust 168 laxar, sem er ekki
miklu betri veiði en í systuránni því
veitt er á margar stangir í þeim
báðum. Dagsveiðin er betri í Húna-
þingi þar sem 86 laxar veiddust til
dæmis í Vatnsdalsá á sjö stangir og
45 í Laxá á Ásum á aðeins tvær.
Aflahæstu árnar
Eystri-Rangá (18)
Blanda (14)
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Miðfjarðará (10)
Þverá + Kjarrá (14)
Selá í Vopnafirði (7)
Laxá á Ásum (2)
Norðurá (15)
Laxá í Aðaldal (18)
Haffjarðará (6)
Vatnsdalsá í Húnaþingi (7)
Hofsá og Sunnudalsá. (10)
Víðidalsá (8)
Langá (12)
Elliðaárnar (6)
Laxá í Kjós (10)
Grímsá og Tunguá (8)
Hítará (6)
Ormarsá (4)
Svalbarðsá (3)
Flókadalsá (3)
Skjálfandafljót (6)
Laxá í Leirársveit (6)
Jökla (6)
Fnjóská (8)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama tíma
Staðan 3. september 2014
2013 2012
3.694
2.519
4.370
3.165
3.154
1.494
946
3.028
922
2.015
932
*
690
2.462
1.060
954-
1.351
*
*
*
800
*
831
380
363
2.502
831
3.507
1.326
685
1.356
193
850
394
1.083
281
888
260
930
791
402
371
*
*
*
268
*
400
250
248
*Tölur liggja ekki fyrir. Heimild: www.angling.is**staðan 20. águst
2.146
1899
1886
1401
1090
887
886
874
767
754
623
548
517
485
430
418
408
363
331**
315**
301
290**
290
280
271
Enn minni heildarveiði
en sumarið slaka 2012
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 8. september, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
Jóhannes
Jóhannesson
Á uppboðinu verður gott úrval verka
samtímalistamanna svo og fjöldi
frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd laugardag 11–17,
sunnudag 12–17, mánudag 10–17
Hægt er að skoða
uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold