Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 ✝ GuðfinnurSteinar Eyj- ólfsson fæddist á Selfossi 14. mars 1961. Hann lést 27. ágúst 2014 á Land- spítalanum. Guðfinnur var sonur hjónanna Eyjólfs Óskars Eyj- ólfssonar, varð- stjóra á Litla- Hrauni, f. 1.7. 1928, d. 4.3. 2002, og Dagnýjar Hró- bjartsdóttur, húsmóður og verkakonu, f. 6.6. 1934. Bræður Guðfinns voru Kolbeinn Guð- mannsson, f. 19.7 1955, eigin- kona Júlía Adolfsdóttir, f. 24.11. 1952, fyrir átti Júlía synina Sig- urbjörn, f. 7.4. 1970, og Gunn- stein Adolf, f. 13.5. 1972, Ragn- arssyni. Eyjólfur Þórir Eyjólfsson, f. 17.1. 1960, eiginkona Arndís Arnar- dóttir, f. 5.6. 1961, fyrir átti Eyjólfur soninn Sævar, f. 10.8. 1978, þeirra börn Eyjólfur Örn, f. 8.2. 1993, Ólafur Örn, f. 14.10. 1994, og Davíð Örn, f. 16.10. 1996, Hró- bjartur Örn Eyjólfsson, f. 15.4. 1966, eigin- kona Hróðný Hanna Hauks- dóttir, þeirra börn Óskar Örn, f. 5.7. 1990, Dagný Hanna, f. 20.1. 1992, og tvíburarnir Karitas og Sigurbjörg, f. 23.1. 2005. Útför Guðfinns fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag, 6. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Ég sá tilkynningu í Frétta- blaðinu um að Guffi frændi minn væri dáinn. Það eru um 3 ár síðan ég sá hann síðast í kirkjugarðinum á Stokkseyri, en þangað fer ég nokkrum sinnum á ári, að leiði afa míns og Guðnýjar ömmu en hún var föðursystir Guffa. Guffi sagði mér að hann kæmi stundum á Stokkseyri til að ganga, ég var heppin að hitta hann þarna. Ég hitti hann stundum þegar ég var lítil, þegar mamma og pabbi tóku mig með að heim- sækja Óskar frænda og Döggu. Svo liðu mörg ár eða þar til ég var 17 eða 18 ára, þá hitti ég hann upp á Reykjalundi. Þar kynntist ég honum vel, við töluðum saman al- veg helling, ég söng fyrir hann og bauð honum á sinfóníutónleika með mér. Hann var svo ljúfur og fallegur. Mér hefur alltaf fundist vera sterk tengsl á milli okkar Guffa þótt við höfum ekki hist oft um ævina. Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur. Kærleikur, er að faðma þann sem grætur. Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir. Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast. Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir. Kærleikur, er að dæma ekki. Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu. Góði Guð, taktu vel á móti frænda mínum og gef þeim styrk sem standa honum næst. Hulda Guðrún Geirsdóttir. Elsku Guffi frændi minn. Ég trúi því að þér líður betur núna en þér er búið að líða undanfarna mánuði. Nú ertu kominn í öruggar hendur afa sem tekur við af ömmu og lítur eftir þér og veitir þér fé- lagsskap. Guffi var þessi frændi sem hafði endalausa þolinmæði fyrir litlum, frekum bróðurdætrum og -sonum og gerði allt fyrir þau. Það voru ófá skiptin sem við systkinin eydd- um helgum á Hamrahvoli. Þegar amma var búin að missa þolin- mæðina, löngu á eftir afa, og allt stefndi í óefni stakk Guffi iðulega upp á því að fara með okkur í bíl- túr til að gefa gömlu hjónunum hvíld. Það var svo flissað að því í seinni tíð að alltaf var farinn sami túrinn, keyrt „alla leið“ að Rjóma- búinu á Baugsstöðum og til baka. Við systkinin komum þó aldrei tómhent heim úr þessum bíltúrum því alltaf náðum við að suða nammi út úr Guffa í sjoppunni á Stokkseyri, hann kunni ekki að segja nei við litlu dýrin, enda góð- mennskan uppmáluð. Það verður mjög skrítið að hitta þig ekki aftur, elsku Guffi, og ennþá skrítnara að hugsa til þess að síðast þegar ég hitti þig grunaði mig ekki að það væri kveðjustund- in okkar. Að lokum höfðu veikind- in betur, en við huggum okkur við það að þú kvelst ekki lengur, elsku frændi. Elsku amma mín, mundu að við erum alltaf til staðar fyrir þig og þú getur alltaf leitað til okk- ar. Hvíl í friði. Minning þín lifir. Þín frænka, Dagný Hanna Hróbjartsdóttir. Guðfinnur frændi minn er lát- inn. Mig langar að skrifa nokkur orð um frænda minn sem ég hef þekkt svo lengi. Guffi eins og við fjölskyldan kölluðum hann alltaf, var barngóður maður. Ég sjálfur kynntist honum mjög ungur, á heimili ömmu og afa á Stokkseyri. Sem barn skilur maður ekki alltaf erfiðleika lífsins, þeir geta verið margskonar, andleg veikindi eru þar á meðal. Guffi frændi barðist bróðurpartinn af sínu lífi við and- leg veikindi. Slík veikindi er erfitt fyrir börn að skilja og sennilega er best að reyna heldur ekkert að skýra þau um of fyrir börnum. Eftir á að hyggja vil ég í það minnsta halda að Guffi hafi oft á tíðum verið þakklátur fyrir fé- lagsskap okkar systur minnar Dagnýjar. Þegar við vorum lítil og vissum ekkert um hans sjúkdóm. Barnslega hreinskilni og einlægni er nefnilega erfitt að hundsa. Enda var Guffi alltaf einstaklega hlýr, gjafmildur og skemmtilegur við okkur börnin, sýndi börnum að vissu leyti öðruvísi hlið á sér held- ur en fullorðnu fólki. Eftir að ég fullorðnaðist breyttust samskipti okkar Guffa örlítið, á jákvæðan hátt. Það fylgir því nefnilega að fullorðnast að átta sig betur á erf- iðum hlutum eins og á góðum. Það er erfitt að setja sig í spor þín og enn erfiðara að átta sig á því hversu erfitt lífið hefur verið þér oft á tíðum. Þess vegna er ég mjög þakklátur fyrir vináttu okkar. Þú varst alltaf áhugasamur um fólkið þitt og spurðir undantekningar- laust um það sem við vorum að gera hverju sinni. Húmorinn var heldur aldrei langt undan og það var sérstaklega gaman að fylgjast með þér og hvernig þú tæklaðir stundum grútleiðinlegar spurn- ingar á þinn einstaka hátt, með al- gjöru æðruleysi. Tími þinn á þess- ari jörð var ekki langur, en eitthvers staðar segir að guðirnir taki þá fyrst sem þeir elska mest. Ég er alveg viss um það að þú ert kominn á betri stað núna, þar sem þið afi sitjið og teflið. Ég er líka feginn að þú sért laus úr viðjum sjúkdómsins sem þú glímdir við mestan hluta ævinnar og hafði undir lokin skapað þér aðstæður sem engum líður vel í. Það smáa er stórt í harmanna heim, – höpp og slys bera dularlíki, – og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. – En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, varð auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. (Einar Benediktsson.) Hvíldu í friði, elsku frændi. Óskar. Guðfinnur Steinar Eyjólfsson ✝ GuðmundurPétur Jónsson fæddist í Reykja- vík 19. mars 1963. Hann lést á Sel- fossi 28. ágúst 2014. Guðmundur Pét- ur var sonur hjónanna Sigríðar J. Guðmunds- dóttur, f. 19.10. 1942 á Hofsósi, og Jóns Péturssonar raf- eindavirkja, f. 4.11. 1936 í Reykjavík. Systir Guðmundar Péturs er Hanna Björk Jóns- dóttir sjúkraliði, f. 26.1. 1965, gift Jóhanni R. Kristjánssyni í Keflavík. Hanna Björk á þrjú börn og eitt barnabarn. Að grunnskólanámi loknu tók Guð- mundur Pétur stúdentspróf af tveimur brautum, viðskiptabraut og tölvubraut, frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og byrjaði hann fljót- lega eftir það í Há- skóla Íslands en varð að hætta námi vegna veikinda. Guð- mundur Pétur vann ýmis störf á meðan heilsan leyfði. Hann var ókvæntur og barnlaus. Út- för Guðmundar Péturs fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 6. september 2014 og hefst athöfnin kl. 11. Hvað er rétt og hvað er rangt? Berjast, berjast – lífið langt. Visku sína virkja ber. Hver er hvað og hvurs er hver? Vanda til í hugarsal. Hverfa ei í harmadal. Hugur, Dugur – aldrei hvika. Hvernig verður næsta vika? (Guðmundur Pétur Jónsson) Þetta voru hans eigin hvatn- ingarorð til að halda áfram í tára- dal tilverunnar. Það er erfitt að kveðja einka- son sinn hinstu kveðju og ekkert foreldri ætti að þurfa þess, en ör- laganornirnar grípa oft fram í fyrir óskum okkar mannanna barna. Elskulegur sonur minn, hann Gummi P., var djúphugsuð- ur og vissi hann meira um lífið og tilveruna og tilgang hennar en margur gerir. Hann var skarp- greindur, trúaður og kunni ótrú- lega mikið úr Biblíunni, samt virtist hann aldrei vera að lesa hana, hann hafði léttan og skemmtilegan húmor og þegar hann hló smituðust allir í kring- um hann og hlógu með. Honum þótti vænt um fólk og bar virð- ingu og samkennd fyrir því, en hans tilvera varð honum erfið. Hann tók stúdentspróf í við- skiptafræði og tölvufræði frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og dreif sig síðan í Háskóla Íslands til að nema hugleikin fræði en þá greip örlaganornin í taumana og kollvarpaði hans áætlunum um að verða eitthvað meira, því hann greindist með störuflog og tilvera hans stökkbreyttist. Hann hélt samt áfram á öðrum vettvangi og keypti hann sér íbúð og flutti í hana um tíma. Ungur að árum lék hann sér með fótboltann og varð fljótt slyngur með hann, eins var hann sundmaður góður. Mótor- hjól voru honum alltaf hugleikin, hann var ungur að árum þegar hann eignaðist sinn fyrsta fák og þeyttist hann um víðan völl á mótorhjólinu fram á síðustu stundu. Hann var fagurkeri og þegar hann gaf gjafir voru þær klassi. Hann var barngóður og veittu börn honum mikla gleði, litla langömmustelpan mín, hún Aníta Lind, dýrkaði hann og saknar hún núna vinar í stað. Milli mín og Gumma hefur nafla- strengurinn aldrei slitnað, ég elskaði þennan dreng frá fyrstu tíð og mun ég alltaf geyma hann í hjarta mínu. Eigðu góða heimkomu, elsku vinur, ég veit þú tekur fagnandi á móti mér þegar minn tími kemur. Góður Guð blessi þig og minn- ingu þína. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo sterkur, einlægur og hlýr. En örlögin þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Mamma og pabbi. Það var fermingarárið mitt 1963 sem systursonur minn Guð- mundur Pétur fæddist. Mér hlotnaðist sá heiður að halda á honum undir skírn á fermingar- daginn minn og einnig fékk ég að ráða að hluta til nafninu sem hann bar, sem voru nöfn afanna beggja. Ég átti því mikið í þess- um litla frænda mínum og pass- aði hann oft þegar foreldrarnir skruppu eitthvað frá. Hann var oftast kallaður Gummi P. til að- greiningar frá öllum þeim Guð- mundum sem voru í ættinni og í kringum hann á fyrstu árum ævi hans. Gummi var fyrsta barn for- eldra sinna og einnig fyrsta barn afa og ömmu í báðar ættir. Hann var því umvafinn og elskaður af öllum, ljóshærður, bláeygður, brosmildur, fjörmikill og skemmtilegt barn. Fyrstu æviár- in bjó fjölskyldan í Reykjavík í nágrenni frændgarðsins í föður- ætt en flutti síðar til Selfoss þar sem móðurfólkið bjó. Á Selfossi hóf Gummi skólagöngu sína og eignaðist sína góðu vini sem hann átti alla tíð. Gummi fluttist til Lúxemborgar með fjölskyldu sinni þegar hann var um ferm- ingu og dvaldi fjölskyldan þar í þrjú ár. Hann langaði til að fylgja bekkjarfélögum sínum eftir í skólanum á Selfossi og dvaldi hjá mér og fjölskyldu minni einn vet- ur. Það var gott að hafa Gumma hjá sér, hann var umgengnisgóð- ur, prúður og kurteis en örlítið matvandur eins og gengur og gerist með unglinga. Hann spil- aði fótbolta með vinum sínum á Selfossi og hafði gaman af úti- veru og leikjum. Gummi var skarpgreindur og átti auðvelt með nám, hann var fljótur að til- einka sér hluti og voru tungumál eitt af því sem hann drakk í sig án erfiðleika. Eftir stúdentspróf hóf hann nám við Háskóla Íslands en varð að hætta námi vegna veik- inda sem herjuðu á hann. Gummi greindist með flogaveiki, sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Á þessum árum bjó hann hjá Lóu ömmu sinni í Barmahlíðinni. Þar ríkti gagnkvæmur kærleikur og umhyggja hvors fyrir öðru og nutu þau nærveru hvort annars. Stundum var heilsan örlítið betri hjá Gumma mínum og gat hann þá stundað vinnu af og til. Það átti ekki fyrir honum að liggja að njóta lífsins eins og annað ungt fólk og fór hann á mis við flest þau gæði sem lífið hefur upp á að bjóða. Síðasta ár bjó hann við gott atlæti í sambýli á Sóleyjar- götu í Reykjavík og átti þar góðar stundir. Gummi átti alltaf mótor- hjól og var það eitt það skemmti- legasta sem hann gerði að þeys- ast um á mótorhjólinu sínu um vegi landsins. Daginn sem hann kvaddi þessa jarðvist þeystist hann austur fyrir fjall á hjólinu sínu í faðm æskustöðvanna þar sem hann átti alltaf heima. Ég er sannfærð um að vel hef- ur verið tekið á móti honum af undangengnum ættingjum og vinum. Ég bið algóðan guð að leiða hann í ljósið þar sem hann á góða heimkomu meðal ástvina. Elsku Sirrý, Nonni, Hanna Björk og fjölskylda, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og bið góð- an guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Sigurlína Guðmundsdóttir (Lína frænka). Það er erfitt að skilgreina vin- áttu. Vinátta er eitthvað sem við tökum flest sem gefnum hlut og veltum lítið fyrir okkur dags dag- lega. Og ekki hefur maður alltaf borið gæfu til að meta vináttuna sem skyldi. Við Gummi vorum vinir. Höf- um verið það frá unglingsárunum og það breyttist ekkert í áranna rás þó að aðstæður breyttust. Það var sama hve lengi við vorum sambandslausir, það var alltaf eins og við hefðum kvaðst í gær. Og þessi vinátta þoldi allt sem við buðum henni upp á. Kannski er það einkenni sannrar vináttu. Hún er án skilyrða. Þó að við værum eins og við vorum. Alltaf vinir. Við Gummi kynntumst fyrst um fimmtán ára aldur. Ég var á skellinöðru og einu sinni þegar ég átti leið um Engjaveginn sá ég nýtt hjól. Blátt Suzuki AC með alveg fáránlega breiðu stýri. Við hjólið bograði ljóshærður piltur á mínu reki. Ég stoppaði og tók hann tali. Hann sagðist heita Gummi og vera nýfluttur frá Lúxemborg. Síðan hefur hann aldrei verið kallaður annað en Gummi Lúx. Ekki eftir sápunni eins og sumir illa upplýstir héldu heldur borgríkinu Lúxemborg. Margur hefur nú verið kenndur við minna. Við áttum strax skap saman. Við hjóluðum saman, æfð- um fótbolta saman, unnum sam- an hjá Pósti og síma, skemmtum okkur saman og vorum svo þunn- ir saman. Alltaf saman. Við Gummi vorum sjaldan sammála um nokkurn skapaðan hlut. Við gátum rifist út í eitt yfir fáránlegustu hlutum. Nema Leeds. Við vorum heimagangar hvor hjá öðrum, við Gummi. Það var ekkert amast við því þótt maður gleymdi stundum að banka á Engjaveginum. Sirrý og Nonni tóku mér frá upphafi eins og syni sínum og þannig er það enn. Ég hef líka sérstakt leyfi til að kalla Sirrý mömmu enda held ég að hún hafi ekki gert grein- armun á okkur þegar henni þótti ástæða til að lesa okkur pistilinn. Þar átti ég skjól þegar illa áraði annars staðar. En leiðir skildu. Ég fór til sjós og að sinna öðrum aðkallandi verkefnum en Gummi fór menntaveginn. Gummi var einn af þeim fyrstu sem kláruðu svo- kallaða hraðbraut í Fjölbrauta- skólanum og það með láði. Síðan lá leið hans í Háskólann en fljót- lega upp úr því fór að bera á þeim veikindum sem nú hafa bugað þennan góða dreng. Þegar lífið slær mann með blautri tusku í andlitið er ekki óeðlilegt að ýmislegt fari um hug- ann meðan maður þurrkar fram- an úr sér. Eftirsjá, sektarkennd, reiði. Ég vildi ég hefði eða ég hefði nú alveg getað. Þetta fer gegnum hugann aftur og aftur. Gummi Lúx hefur loks fengið friðinn sem hann leitaði svo lengi. En eitt veit ég. Nú hallar hann sér makinda- lega aftur, trúlega með kaffibolla í annarri hendi og sígarettu í hinni. Það er heldur ekki ólíklegt að hann hafi sett upp bláu spegla- gleraugun því þar sem hann er nú veit ég að er bjart og fallegt. Og hann glottir örugglega út í annað ef ég þekki hann rétt. Ég votta fjölskyldunni hans mína dýpstu samúð. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð sú þraut var hörð en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú (Jóhannes úr Kötlum ) Góður drengur er fallinn frá. Góður vinur til enda. Hjalti Tómasson. Við fluttumst á Engjaveginn í mars 1969. Í maí flutti fjölskylda í nýbyggða húsið sitt á númer 59. Lítill drengur, ljós og fagur, og stelpuskotta, rauðhærð og strax mikil týpa. Guðmundur Pétur og Hanna Björk og foreldrar þeirra Sigríður og Jón. Öll mikið eðal- fólk. Og það mynduðust strax vina- bönd á milli fólksins í þessum tveim húsum. Hittumst oft í viku, fórum saman í útilegur. Tókum þátt í gleði og sorgum hvert ann- ars. Þegar fjölskyldan flutti til Lúxemborgar var Gummi hjá okkur einn vetur og gekk í skól- ann hérna. Gummi var alla tíð hæglátur og dulur. Hann var frekar mikill einfari og var mikið inni í herberginu sínu. Ég man að ég hafði áhyggjur af honum, því mér fannst ég ekkert vita hvern- ig honum leið. Þegar á ævina leið þurfti hann að kljást við sína dimmu dali í þunglyndinu. Að lokum endaði hann göng- una sína hérna á æskuslóðum. Vona ég og bið að hann verði í bjartari heimi hér eftir og bið honum Guðs blessunar með þakklæti fyrir liðna tíð. Sirrý og Nonna og öðrum í fjölskyldunni sendi ég samúðar- kveðjur. Sigríður Ólafsdóttir. Guðmundur Pétur Jónsson Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar í boði Næg bílastæði og gott aðgengi erfidrykkjur Grand ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.