Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar ríkja Atlantshafsbanda- lagsins samþykktu í gær að koma á fót hraðliði sem hægt væri að beita ef ráðist verður á aðildarríki banda- lagsins í austanverðri Evrópu eða ef hætta er talin á árás. Að sögn vestrænna fjölmiðla verð- ur hraðliðið skipað um 4.000 til 5.000 hermönnum og það á að vera í „fylk- ingarbrjósti“ fjölmennari viðbragðs- sveita sem NATO hafði áður komið á fót. Viðbragðssveitunum hefur aldr- ei verið beitt og sérfræðingar í varnarmálum telja að það myndi taka vikur að koma þeim á hugsan- lega vígvelli í Austur-Evrópu. Það væri alltof langur tími til að sveit- irnar gætu þjónað þeim tilgangi að verja aðildarríkin í Austur-Evrópu eða fyrirbyggja innrás. Nýja hrað- liðið á að bæta úr þessu og hægt væri að beita því með tveggja daga fyrirvara, að sögn vestrænna fjölmiðla. „Þessi ákvörðun sendir skýr skila- boð – NATO verndar alltaf öll ríki sín,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Breska stjórnin kvaðst vera tilbúin að leggja til þúsund hermenn í hrað- liðið og senda 3.500 hermenn á her- æfingar í A-Evrópu á næsta ári. Hraðliðið á að vera með höfuð- stöðvar í Austur-Evrópu og njóta stuðnings herflugvéla, herskipa og sérsveita. Leiðtogarnir samþykktu að NATO ætti að vera með „sam- fellda viðveru í lofti, á landi og sjó“ í austanverðri Evrópu, eins og Fogh Rasmussen orðaði það. Hann segir þetta þó ekki vera brot á samningi sem NATO gerði við Rússland árið 1997 um samstarf í öryggismálum. Hann kveður á um að NATO og Rússland megi ekki koma upp varanlegum herstöðvum í fyrrver- andi kommúnistaríkjum í Austur- Evrópu. Embættismenn NATO telja að Rússar hafi brotið samning- inn með því að innlima Krímskaga og senda hermenn inn í Úkraínu. Samningurinn kveður á um að ekki megi breyta landamærum með hervaldi. Reynt að róa Eystrasaltsríki Rússar hafa neitað því að þeir hafi sent hermenn inn í Úkraínu eða vopnað aðskilnaðarsinna. Þeir saka einnig NATO um að hafa brotið samstarfssamninginn og valdið nýju köldu stríði með útþenslu í austur að landamærum Rússlands. Markmiðið með nýja hraðliðinu er að fullvissa aðildarríki NATO í Mið- og Austur-Evrópu, einkum Eystra- saltsríkin þrjú, um að þau njóti verndar bandalagsins. Margir íbúar Eistlands, Lettlands og Litháens eru af rússneskum ættum eins og íbúar austurhéraða Úkraínu og leið- togar Eystrasaltsríkjanna óttast að Rússar noti það sem átyllu til hern- aðar í löndunum þremur, eins og í Úkraínu. Rússa hafa einnig sent hersveitir í uppreisnarhéruðin Transnistríu í Moldóvu og Abkasíu og Suður-Ossetíu í Georgíu eftir að þau lýstu yfir sjálfstæði með stuðn- ingi stjórnvalda í Kreml. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í lok leiðtogafundarins í gær að fimmta grein stofnsáttmála NATO, um að árás á eitt aðildarríkjanna jafngilti árás á þau öll, væri enn í fullu gildi. „Þetta er bindandi ákvæði, ófrávíkjanlegt,“ sagði hann. Leiðtogarnir ítrekuðu stuðning sinn við fullveldi og sjálfstæði Úkra- ínu og hvöttu Rússa til að láta af íhlutun sinni í landinu. Talið er að Úkraínuher þurfi þungavopn og aðra aðstoð frá NATO-ríkjum til að eiga möguleika á að sigra uppreisn- armennina. Að sögn nokkurra fréttaskýrenda virðist Úkraínu- stjórn ekki hafa fengið þann stuðn- ing sem hún vonaðist eftir á leið- togafundinum og NATO-ríki hafi í raun sætt sig við orðinn hlut. Að sögn The New York Times forðuðust flestir leiðtogarnir að nota orðið „innrás“ til að lýsa íhlutun Rússa í Úkraínu. Þeir notuðu hins vegar orð á borð við „árás að fyrra bragði“. Svo virðist sem þeir hafi ekki viljað tala um „innrás“ af ótta við að það gæti ýtt undir kröfur um að NATO-ríki sendu Úkraínuher þungavopn eða beittu jafnvel hervaldi. Utanríkisráðherra Litháens, Lin- us Linkevicius, var þó ekki hræddur við að nota i-orðið. „Við eigum að nota skýr orð yfir það sem er að ger- ast,“ sagði hann. „Árás er líka gott orð, en þetta er augljóslega innrás.“ Boða hertar refsiaðgerðir Leiðtogarnir samþykktu einnig að aðildarríkin stefndu að því að auka fjárframlög til varnarmála á næstu tíu árum. Markmiðið er að útgjöld hvers ríkis nemi sem svarar 2% af vergri landsframleiðslu, þar af á að nota um 20% í kaup á vopnum og tækjum. Aðeins tvö ríki, Bandaríkin og Bretland, verja svo háu hlutfalli til varnarmála og stjórn Baracks Obama forseta hefur hvatt önnur NATO-ríki til að leggja meira af mörkum. Bandaríkjastjórn og Evrópusam- bandið boðuðu hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Obama sagði að refsiaðgerðirnar væru nauðsynlegar til að binda enda á átökin í Úkraínu en þeim yrði aflétt ef vopnahlé, sem samið var um í gær, héldist. Nýtt hraðlið NATO samþykkt  NATO verndar alltaf öll ríki sín, segir framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins  Aðildarríkin stefna að auknum fjárframlögum til varnarmála  Virðast sætta sig við orðinn hlut í Austur-Úkraínu AFP Friður í sjónmáli? Úkraínskir hermenn á skriðdreka í grennd við borgina Maríupol. Harðir bardagar geisuðu þar áður en vopnahlé tók gildi í gær. 20 km Átökin í austanverðri Úkraínu Lúhansk MOSKVA KÆNU- GARÐUR Vígi uppreisnarmanna Síðustu átök Heimildir: Fréttamenn í Úkraínu og ríkisstjórn landsins Svæði á valdi upp- reisnarmanna nú Á valdi uppreisnar- manna 21. ágúst ÚKRAÍNA RÚSSLAND Donetsk AZOVHAF Maríupol Novoazovsk Torez * Samstarf í þágu friðar 1999-08 Ríki í Mið- og Austur- Evrópu ganga í NATO Deilur NATO og Rússlands 1998-99 Átök í Kósóvó 2007 Rússar segja upp samningi frá sovét- tímanum um hefðbundinn herafla í Evrópu 2008 Stríð Rússlands og Georgíu NATO samþykkir eld- flaugavarnakerfi í Evrópu Átök í Úkraínu Hernaður NATO í Líbíu 2014 2011 2010 NATO-ríki Samstarf* Maryinka Krasnohorivka Tonenke Verkhnyotoretske Debaltseva Dmytrivka Zolote Vesela Hora Pobjeda Fashchivka Valuyske Fulltrúar ríkisstjórnar Úkraínu og uppreisnarmanna í austan- verðu landinu undirrituðu í gær samning um vopnahlé eftir nær fimm mánaða blóðsúthellingar. Petro Porosénko, forseti Úkra- ínu, hét því að gera allt sem í valdi sínu stæði til að binda enda á átökin sem hafa kostað um 2.600 manns lífið. Leiðtogar uppreisnarmannanna sögðust ætla að halda áfram baráttunni fyrir aðskilnaði austur- héraðanna frá Úkraínu. Mikil óvissa var um hvort vopnahléið héldist. Síðustu stundirnar áður en það tók gildi geisuðu átök í grennd við borg- irnar Maríupol og Donetsk. Upp- reisnarmennirnir hafa reynt að ná Maríupol á sitt vald til að geta lagt undir sig strandsvæði milli landamæra Rússlands og Krímskaga sem var innlimaður í landið fyrr á árinu eftir innrás rússneskra sérsveitarmanna. Samið um vopnahlé REYNT AÐ KOMA Á FRIÐI Hollar vörur úr náttúrunni Íslensk framleiðsla H-Berg efh | S. 565-6500 hberg@hberg.is | hberg.is FRÁBÆ RT VERÐ Hamp fræ Kinoa fræ Chia fræ Möndlumjöl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.