Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 23
kemur að nánara skipulagi og fram- kvæmdum í framtíðinni. Svæð- isskipulagstillagan var svo sett í op- inbera kynningu í þessari viku. „Í því er lögð mikil áhersla á að hvetja til frekari vöruþróunar og nýt- ingar á hráefni af svæðinu. Eitt markmiðið er að styrkja sælkera- og hreinleikaímynd Snæfellsness og að fólk þekki betur virði og eiginleika umhverfisins þar til ræktunar og framleiðslu matvæla,“ segir Ragn- hildur. Þá er lögð áhersla á að staðinn verði vörður um það sem skapar Snæfellsnesi sérstöðu. Í þeim anda ráðgera sveitarfélögin fimm í sam- starfi við fulltrúa atvinnulífs að ekki verði komið á fót mengandi stóriðju á svæðinu. „Í svæðisskipulaginu eru stóru línurnar lagðar sem seytla svo niður í aðrar skipulagsákvarðanir, aðal- skipulag hvers sveitarfélags og deili- skipulag einstakra svæða. Á teikni- borðinu er svo fjöldi verkefna, lítilla og stórra, til að efla atvinnulíf, auka lífsgæði íbúanna og fá fleiri til að njóta alls þessa með okkur. Við sjáum gríðarlega mörg sóknarfæri í þessari samvinnu á milli atvinnugreina og sveitarfélaga,“ segir Ragnhildur. að snúa vörn í sókn Morgunblaðið/Styrmir Kári Útgerð Á meðal þess sem áhersla er lögð á í svæðisskipulaginu er að auka matvælaframleiðslu úr sjó. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 HREINAR LÍNUR Oslo skenkur kr. 159.800 Turtle Hægindastóll kr. 239.000 Yumi Borð 2 í setti kr. 28.700 Timeout Hægindastóll + skemill Kr. 379.900 Tilboðsverð kr. 315.000 House Doctor Loftljós kr. 24.900 hár. Hann var lengi bóndi í Sæl- ingsdalstungu og húsvörður við skólann á Laugum. Fljótlega eftir aldamót, þegar starfsemi skólans lagðist af fluttu Jón og Guðrún Ingv- arsdóttir eiginkona hans í Búðardal og hafa búið þar síðan. „Já, áhugamálin eru fjölmörg,“ segir Jón. „Ég hef gaman af jeppa- flandri upp um fjöll og firnindi. Fór suður í Árnessýslu í sumar og að Hlöðufelli og Skjaldbreið í skemmti- legri ferð. Svo hef ég í gegnum tíð- ina þvælst um heiðarvegina hér fyr- ir vestan. – Jú og þegar svo ber undir finnst mér líka gaman að spila á harmoniku en tónlistin hefur alltaf átt sterk ítök í mér.“ Verklagni Hjá Vegagerðinni er fínn mannskapur, duglegt og verkfúst fólk. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þetta hlýtur að vera með lengri nöfnum á íþróttafélagi, enda er heiti Ungmennasambands Dala- manna og Norður-Breiðfirðinga gjarnan stytt í UDN. Það var stofnað árið 1918 og heldur utan um megnið af íþróttastarfinu í Dalasýslu og í Reykhólahreppi. Um 50 iðka íþróttir á vegum sambandsins, meirihlutinn er börn og unglingar Guðni Albert Kristjánsson er framkvæmdastjóri UDN og gegnir ennfremur starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa í Dala- byggð. „Þetta er mest fótbolti og frjálsar á sumrin hjá krökkunum sem flestir eru 5-16 ára,“ segir Guðni. „Við æfum á Reykhólum og í Búðardal.“ Sex félög eiga aðild að UDN, þeirra á meðal eru Glímufélag Dalamanna, Hesta- mannafélagið Glaður, Æskan og Óli Pá, sem nefnt er eftir Ólafi Pá Höskuldssyni sem frá segir í Laxdælu. „Þetta eru allt öflug fé- lög, hvert á sinn hátt,“ segir Guðni Þróttmikið íþróttalíf í Dölunum Fótbolti og frjáls- ar eru í uppáhaldi Ljósmynd/Guðni Albert Kristjánsson Knáir krakkar Um 50 iðka íþróttir undir merkjum UDN, sem var stofnað 1918 og er því meðal elstu íþróttafélaga landsins. Framkvæmdastjórinn Guðni ásamt Söru Rós dóttur sinni. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. Ýti undir að fleiri komi heim FÉLAG UNGS FÓLKS Á SNÆFELLSNESI Hluti af Svæðisgarðsverkefninu er að gera Snæfellsnes meira aðlaðandi fyrir ungt fólk. Í tengslum við undirbúning þess var Snæfríður, félag ungs fólks á Snæfellsnesi, stofnuð en hún hefur meðal annars staðið fyrir fyr- irlestrum og fyrirtækjakynningum fyrir ungt fólk. „Það er allur gangur á hvort fólk sem hefur flutt burt kemur aftur. Hluti af Svæðisgarðsverkefninu er að ýta undir að fleiri sjái kostina við svæðið og snúi aftur heim til að styrkja samfélagið,“ segir Auður Kjart- ansdóttir, stjórnarmaður í Snæfríði. Hún býr í Ólafsvík en nemur lögfræði í höfuðborginni. Hún segir marga þá sem hún hefur talað við vilja koma aftur heim og flestir séu stoltir af heimasvæði sínu. Sjálf hefur hún búið í Ólafsvík og Stykkishólmi og kunnað vel við. Hún vill búa á Snæfellsnesi í framtíðinni. „Tækifærin eru í raun alls staðar ef maður er með opinn huga og gríp- ur þau þegar þau gefast,“ segir hún. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.