Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Líklegt er að Vladimír Pútín Rúss- landsforseti veltist um af hlátri yf- ir niðurstöðu leiðtogafundar NATO í Wales og áformum banda- lagsins um að koma á fót 4.000 manna hraðliði í austanverðri Evr- ópu, að mati Davids Rothkopf, rit- stjóra og framkvæmdastjóra FP Group sem gefur út tímaritið For- eign Policy. Hann kveðst vona að læknar Kremlverja séu hjá forset- anum því hann gæti meitt sig í hláturkastinu. Rothkopf sér Pútín fyrir sér horfa á sjónvarpsfréttir af fundi NATO, liggja beran að ofan á feldi ísbjarnar, sem hann fló sjálfur, og horfa á leiðtogana varpa hörðum lýsingarorðum sem hafa verið helsta vopn þeirra í deilunni um átökin í austurhéruðum Úkraínu. Forystukreppan hættulegust Rothkopf gefur lítið fyrir áform- in um að koma á fót 4.000 manna hraðliði sem hægt væri að senda með tveggja sólarhringa fyrirvara ef Rússar ráðast inn í aðildarríki NATO. „Þetta eru aðeins tómlætis- legir tilburðir til viðbragða, ekki til marks um styrk, heldur vitnar þetta um að öflugasta varnar- bandalag heims veit ekki sitt rjúk- andi ráð.“ Rothkopf telur að Vestur- Evrópuríkjum stafi miklu meiri hætta af vexti og viðgangi ísl- amskra öfgasamtaka í Afríku og Asíu en af Pútín. Bandalagið standi þó frammi fyrir enn meiri hættu að innan, þ.e. forystukreppu. „Evrópusambandið skortir viljann, hefðirnar og stofnanafyrirkomu- lagið sem þarf til að gera sameigin- lega utanríkisstefnu að veruleika. Bandaríkin virðast sem stendur vera ráðvillt og vita ekki hvaða hlutverki þau eigi að gegna í heim- inum,“ segir Rothkopf í grein á fréttavef CNN. bogi@mbl.is Pútín hlær sig lík- lega máttlausan  NATO „veit ekki sitt rjúkandi ráð“ AFP Pútín hlær Rússlandsforseti hefur verið NATO óþægur ljár í þúfu. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandaríkjastjórn hvatti í gær NATO-ríki til að taka höndum sam- an í baráttunni gegn samtökum ísl- amista, Ríki íslams, sem hafa náð stórum svæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Chuck Hagel varnarmálaráðherra sögðu að ríki heims mættu „engan tíma missa til að uppræta ógnina“ sem stafaði af íslamistunum. Kerry og Hagel ræddu málið við utanríkis- og varnarmálaráðherra átta annarra NATO-ríkja og Ástralíu. NATO-rík- in eru: Bretland, Danmörk, Frakk- land, Ítalía, Kanada, Pólland, Tyrk- land og Þýskaland. Bandaríkjaher hefur gert loft- árásir á íslamistana í Írak til að gera hersveitum Íraksstjórnar og Kúrda kleift að ná svæðum sem samtökin lögðu undir sig. Ljá máls á loftárásum Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði að bandalagið væri tilbúið að aðstoða Íraksher í baráttunni við íslamist- ana ef stjórn landsins óskaði eftir því. Aðstoðin myndi þá líklega felast í þjálfun og samstarfi við skipulagn- ingu aðgerða gegn íslamistunum. Rasmussen sagði að NATO-ríkin hefðu einnig samþykkt á leiðtoga- fundinum í Wales að skiptast á meiri upplýsingum um vestræna ríkisborgara sem berjast með íslam- istunum. Óttast er að þeir fremji hryðjuverk í heimalöndum sínum ef þeir snúa þangað aftur. Stjórnvöld í Bretlandi og Frakk- landi hafa léð máls á því að taka þátt í loftárásum á íslamistana í Írak en hafa ekki tekið ákvörðun um það. Breska stjórnin sagði að líklega myndi hún fyrst vopna her- sveitir Kúrda sem berjast við íslamistana. AFP Háleitir Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins fylgjast með herflugvél sem flaug yfir fundarstaðinn i Newport í Wales á síðari degi fundarins. Myndi bandalag til að uppræta Ríki íslams  Bandaríkjastjórn leitar eftir aðstoð níu annarra landa Vilja ekki landhernað » John Kerry sagði að Banda- ríkin og önnur NATO-ríki myndu ekki senda neina her- menn til að berjast gegn sam- tökum íslamista, Ríki íslams. » Stefnt er að því að veita her- sveitum Íraks og Kúrda ýmis- konar aðstoð og vopna þær. Verð 34.900.- Verð nú 27.600.- Verð 67.500.- Verð nú 29.990.- Ath. þetta eru verð sem sjást aldrei aftur á Íslandi 20-50% afsláttur til 12. september Opið mánud. - föstud. 11-18 – lokað laugardaga ÁRMÚLA 38 – SÍMI 588 5011 – www.tivoliaudio.de Verð 52.500.- Verð nú 34.900.- Verð 52.900.- Verð nú 34.900.- Verð 44.895.- Verð nú 38.995.- TIVOLI AUDIO MODEL 10 STERIÓÚTVARP Síðastavikan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.