Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 ✝ Sigurður Blön-dal fæddist 3. nóvember 1924 í Mjóanesi á Völlum. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 26. ágúst 2014. Sigurður var son- ur Sigrúnar P. Blöndal, skólastýru Húsmæðraskólans á Hallormsstað, og Benedikts G. Blöndal, kennara og bónda. Sigurður ólst upp á Hallormsstað ásamt uppeldis- bræðrum sínum, Skúla Magnússyni, f. 29. september 1918, garðyrkjubónda í Laug- arási, og Tryggva Blöndal, f. 3. apríl 1914 (hálfbróður Bene- dikts), skipstjóra í Reykjavík. Sigurður kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 19. ágúst 1933, á Grjótnesi 20. júlí 1954. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Benedikt Gísla, f. 11.8. 1955, bílstjóra á Hallormsstað. Sam- býliskona hans er Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, f. 5.9. 1963, matreiðslumeistari og mat- reiðslukennari. Sonur Bene- dikts og Ástu Sigurbjörns- dóttur er Sigurður Karl, f. 4.2. 1997, nemi við ME. Sonur Hrafnhildar er Sveinn Rafn Hinriksson, f. 2. júní 1986. 2) Sigrúnu, f. 31.12. 1965, kenn- ara og forseta bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði. Eiginmaður hennar er Björn Sveinsson, f. 16.2. 1965, tæknifræðingur. 1978-1984, í stjórn Norræna hússins og í úthlutunarnefnd Hagþenkis auk nefnda í er- lendu samstarfi, s.s. í stjórn Norræna skógræktar- sambandsins 1982-1989. Hann var formaður Íslandsnefndar Norræna umhverfisársins 1990. Sigurður var formaður bygg- ingarnefndar Hallormsstaða- skóla og í undirbúnings- nefndum vegna stofnunar menntaskóla á Austurlandi 1967-72. Hann sat í skóla- nefndum Vallaskólahverfis, Barna- og unglingaskólans á Hallormsstað og Alþýðuskólans á Eiðum. Hann sat í hrepps- nefnd Vallahrepps frá 1958- 1977 og var varaþingmaður Austurlands fyrir Alþýðu- bandalagið 1971-1978. Hann sat á allsherjarþingi SÞ 1973 og 1975. Sigurður var kjörinn félagi í Kungliga Skogs- och lantbruksakademien í Stokk- hólmi 1981, var heiðursfélagi í Skógræktarfélagi Austurlands og heiðursfélagi í Skógræktar- félagi Íslands ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Sig- urðardóttur. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, ekki síst í Ársrit Skógræktarfélags Íslands. Hann skrifaði bókina Íslandsskóga í samvinnu við Skúla Björn Gunnarsson og kom að ritun bókarinnar Hall- ormsstaður í Skógum. Útför Sigurðar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag, 6. september 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. Jarðsett verður á Hallorms- stað. Börn þeirra eru a) Sigurlaug, f. 5.3. 1997, nemi við ME. b) Sveinn, f. 30. mars 2005. Dætur Björns og stjúp- dætur Sigrúnar eru Sif, f. 31. ágúst 1987, og Marta, f. 6. októ- ber 1987. 3) Sig- urður Björn, f. 8. desember 1969, borgarfulltrúi í Reykjavík. Sambýliskona hans er Sigurbjörg Gylfadóttir, f. 7. ágúst 1966, frönskukennari við MR. Synir þeirra eru Oddur, f. 9. ágúst 1998, nemi við FÁ, og Gylfi, f. 28. september 2003. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1945 og Cand.phil.- prófi frá HÍ 1946. Hann út- skrifaðist sem skógtæknifræð- ingur frá Statens Skogskole í Steinkjer í Noregi 1948 og skógfræðikandídat frá Norges Landbrukhögskole á Ási 1952. Sigurður vann hjá Skógrækt ríkisins frá 1952 og var skógarvörður á Austurlandi 1955-1977. Hann var skógrækt- arstjóri 1977-1989. Sigurður starfaði einnig við kennslu, m.a. við Húsmæðra- skólann og Barnaskólann á Hallormsstað, búvísindadeild Bændaskólans og Garðyrkju- skóla ríkisins. Var stundakenn- ari við HÍ og ME. Sigurður sat í fjölmörgum nefndum og ráð- um, m.a. í Náttúruverndarráði Mágur minn elskulegur er nú horfinn af heimi. Minningar um hann ná yfir langan tíma. Sem barn og unglingur var ég oft hjá Þórnýju móðursystur minni, sem þá var forstöðukona Húsmæðra- skólans á Hallormsstað. Hún tók við því starfi af móður Sigurðar, Sigrúnu Blöndal, sem stofnaði skólann og stýrði í hálfan annan áratug. Það var mjög sérstakt samfélag sem mér féll ákaflega vel. Sigurður var þá í Noregi en heima á sumrin, skemmtilegur og glaðvær. Guðrún systir mín giftist Sig- urði ung að aldri. Það voru ekki aðrir menn sem foreldrum mín- um þótti meira til koma enda var hann þeim hugulsamur og hugmyndaríkur að gera þeim allt mögulegt til skemmtunar og yndisauka. Þau fóru alltaf austur í sumarleyfum sínum og mörgum fögrum sumardögum eyddu þau á fallegu og menningarlegu heimili þeirra Guðrúnar og Sig- urðar. Hann var óþreytandi að fara með þau í ferðir á fallega staði og samverustundirnar voru þeim mikilvægar. Ég held að það hafi að mörgu leyti verið bestu stundir þeirra á ævinni. Þau Guðrún eignuðust soninn Benedikt fljótt eftir giftingu sína og seinna yngri börnin, þau Sig- rúnu og Sigurð Björn. Öll bera börnin foreldrum sínum fagurt vitni og svipmót þeirra hvert með sínum hætti. Barnabörnin yndislegu eru fimm, miklir vinir afa síns. Það er dýrmætt fyrir ungling að kynnast manni eins og Sigurði og eiga svo að vini og vensla- manni það sem eftir er. Ég er þakklát fyrir það, samverustund- ir og samræður um allt milli him- ins og jarðar, margvíslegan stuðning hans, örlæti og alúð. Sumar eftir sumar í skóginum græna, sólskin, gróður, bunulæk- ir bláir og tærir, fljótið sjálft í allri sinni dýrð, skemmtilegt fólk, hlátrar, söngur, ljóðalestur og ekki spillti skáldið okkar, Þor- steinn Valdimarsson, þessu dásamlega umhverfi. Í mínum huga er það horfin paradís. Sig- urður var eins og alltaf nálægur. Heimili þeirra hjóna hefur alltaf verið einstakt að smekkvísi og menningarbrag. Þangað hefur verið ánægja og upplyfting að koma. Löngum var þar gest- kvæmt, einkum á þeim árum sem Sigurður var skógarvörður á Hallormsstað. Margt eftirminni- legt fólk hitti ég þar. Hann átti því sjaldgæfa láni að fagna að eiga að ævistarfi helsta áhugamál sitt. Fjölskyldan elsk- aði hann og dáði og lengst af átti hann heima í því umhverfi sem hann var bundinn tilfinninga- böndum og hlúði að. Hann átti að vinum margar áhugaverðar og merkilegar manneskjur sem hann hélt tryggð við og sýndu honum vináttu sína með ýmsum hætti. Hann hélt bærilegri heilsu þar til í vetur leið. Andlegum kröft- um sínum hélt hann til hinsta dags. Margs er að minnast, margs er að sakna. Blessuð sé minning hans ævinlega. Vilborg Sigurðardóttir. Sigrún móðir Sigurðar og Guttormur faðir minn voru systkini. Sigurður ólst upp í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað frá sex ára aldri. Við yngri systk- inin á Hallormsstað tókum við góðu „búi“ sem Sigurður og eldri systkini okkar höfðu lagt grunn- inn að. Leiksvæðið var tótt svo- kallaðs Smiðjuhúss ofan við Fjósakamb eða „fram og upp frá staðnum utan garðs“, sbr. úttekt frá 1773. Við kölluðum staðinn Siggabæ. Hér voru mikil umsvif á fimmta áratugnum, fjárhús, fjós og hlöður reistar og síðar byggðir úr torfi tveir um eins fermetra íverukofar; sá fyrri með góðri hjálp „fóstra“ okkar Einars J. Long. Þar fékk lokið af gömlu kornmyllunni í Myllu- sundi nýtt hlutverk sem þak á kofann. „Útibúin“ frá Siggabæ voru mörg og dreifð m.a. um Fjósakamb og gamla túngarðinn ofan við Efratún; fjærst útibúið á Kvíakletti þar sem Sigurður og Guðrún reistu síðar sitt eigið hús. Frá Sigurði fengum við krakk- arnir líka ýmis leikföng og tól. Ég minnist m.a. vandaðs vöru- bíls og þriggja eftirlíkinga af fall- byssum á hjólum og með mis- munandi hlaupvídd. Úr þeim mátti skjóta ónýtum postulínsör- yggjum. Þetta var í upphafi seinna stríðs. Byssurnar komu að góðum notum þegar stríð var sett á svið sunnan í Fjósakambi; í stað skotgrafa reistir „grjótgarð- ar“ sem áttu að hrynja væri á þá skotið. Ofan úr Húsmæðraskóla barst okkur líka á þessum árum lítið topptjald. Því fylgdi kjaftastóll og málmbikar sem hægt var að leggja saman. Hvílíkar gersem- ar! Tjaldið var oft reist á kant- inum ofan við bæjarhlaðið heima. Ég reikna með að Sigurður hafi staðið á bak við þennan glaðning til okkar krakkanna. Og árin liðu. Ég verð að minn- ast aðeins á ljóðaunnandann og söngmanninn Sigurð. Mér er minnisstæð ferð með honum sem ökumanni Studebaker-vörubíls skólabúsins á leið frá Egilsstöð- um í Hallormsstað kringum 1950. Í upphafi heimferðar mun ég hafa minnst á ljóðabók Tóm- asar, Fögru veröld. Ökumaður hóf þá að fara með ljóðin hvert af öðru og lestrinum lauk ekki fyrr en við vorum komnir inn í Gatna- skóg. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar mat Sigurður mik- ils. Ég nefni sem dæmi ljóð Ru- ben Nilson Rallarevisan (Kvæði um einn kóngsins lausamann) og ljóð Dan Andersson, Jungman Janson (Jónsi matrós). Lögin við þessi ljóð, norsku revíuvísuna Gatesangerens vise og mörg fleiri lærði Sigurður á námsárum sínum í Noregi og kenndi okkur heimafólki og skógræktarfólkinu á Hallormsstað. Árið 1959 kom út Söngvakver skógræktar- manna, en Sigurður og Þórarinn Þórarinsson á Eiðum völdu kvæðin. Ekki má gleyma staðarskáld- inu Þorsteini Valdimarssyni. Sig- urður hélt mikið upp á ljóð hans, Dýjamosi. Eins og Þorsteinn hafði hann afar næmt auga fyrir fegurð smágróðursins í skógar- botninum. Með fyrsta erindi þessa ljóðs fylgja samúðarkveðj- ur til Guðrúnar, barnanna og annarra aðstandenda. Leitaðu hans í skóginum skammt frá veginum í djúpu gontunni hjá dýjalindinni; þar vex hann, mosinn mjúki og svali, sem stillir þrá og stöðvar ekka, græðir og huggar í sinni grænu mildi. Gunnar Guttormsson. Þegar ég var lítill og heim- urinn náði ekki út fyrir Ísland var einn sérstakur staður á landakortinu sem töfraljómi lék um. Það var Hallormsstaður og skógurinn sem hét eftir staðnum. Ýmis örnefni skógarins og ná- lægra staða urðu töm áður en maður fór að vita af sér, og það var stór stund þegar kom að því í fyrsta skipti að heimsækja þenn- an merka stað, um páska fyrir eitthvað rúmlega fjörutíu árum til að hitta frændfólkið – Guð- rúnu móðursystur mína, Sigurð og börn þeirra. Það var bara í samræmi við væntingar að upp- lifa sumarhita í skóginum um miðjan apríl svo töfrarnir urðu frekar sterkari eftir kynnin en hitt. Ég tók því sem sjálfsögðum hlut að sá sem réði ríkjum á Hallormsstað, eins og mér skild- ist að Sigurður Blöndal gerði, héti skógarvörður, frekar en til dæmis konungur eða forseti, og síðan þá hefur mér hálfpartinn fundist að það sé í þeirri kategóríu að vera skógarvörður. Þegar Sigurður tók nokkrum ár- um síðar við embætti skógrækt- arstjóra ríkisins varð ég fyrst dá- lítið undrandi – hvernig er hægt að taka slíkt starf fram yfir það að vera skógarvörður á Hall- ormsstað? En það var sama hvort Sig- urður var skógarvörður eða skógræktarstjóri. Það var alltaf ákveðinn tignarbragur á honum og því sem hann tók sér fyrir hendur, sem fór ekki framhjá neinum sem heyrði Sigurð tala um ferðir sínar, skógrækt eða skóginn. Honum tókst að gera það sem hann fékkst við ekki bara áhugavert fyrir þeim sem kannski höfðu lítið hugsað um slíka hluti, heldur einhvern veg- inn merkilegt og stórkostlega mikilvægt. Það átti reyndar við um fleira en skóginn og skógræktina. Sig- urður gat verið svo áhugasamur og spurull áheyrandi að maður fékk allt aðra sýn á það sem mað- ur var að gera sjálfur eftir að hafa spjallað við hann um það. Þessari hlið á Sigurði kynntist ég vel eftir að ég hafði verið í Rúss- landi og var farinn að stúdera ýmsar heimildir um íslenska kommúnista og sósíalista sem hægt var að grafa upp í skjala- söfnum Sovétríkjanna sálugu. Gömlum vinstrimanni eins og honum fannst ekki allt jafnþægi- legt sem þar kom í ljós, en alltaf varð þó forvitnin yfirsterkari þegar við ræddum þessi mál: áhuginn sem greinir hugarfar fræðimannsins frá hugarfari stjórnmálamannsins – að hafa alltaf mesta löngun til að vita og skilja, sama þótt sannleikurinn stríði gegn því sem maður vildi frekar að væri satt. Það er mikill hæfileiki að geta verið fólkinu í kringum sig, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki innblástur og gert það áhugasamara bæði um sjálft sig og umhverfi sitt. Þann hæfileika hafði Sigurður í óvenjulega ríkum mæli og mig grunar að þeir séu ófáir sem í gegnum tíðina hafa notið góðs af því. Jón Ólafsson. Skógar heitir minnsta byggð- arlagið á Héraði, skjólgott og hóflega laugað vætu úr austlæg- um áttum. Þar hjarði enn á 19. öld Hallormsstaðaskógur, rómað fágæti af gestum og gangandi. Í Mjóanesi í Skógum komu for- eldrar Sigurðar upp einkaskóla á ættarleifð Elísabetar ömmu okk- ar, sem sjálf bjó lengst af á Hall- ormsstað, annáluð bóka- og hannyrðakona. Á Hallormsstað komu dóttir hennar Sigrún og Benedikt Blöndal upp hús- mæðraskóla 1930, stofnun sem enn gagnast ungmennum víða að. Fyrir var þar aðeins býlið Hallormsstaður, frá 1906 bústað- ur skógarvarðar. Í Húsmæðra- skólanum óx Sigurður úr grasi innan um „stúlkurnar“, eins og honum var tamt að nefna kven- legginn, og þaðan hélt hann til náms í MA, gangandi norður Fjöll í hausthreti. Tvítugur að aldri hafði hann misst báða for- eldra sína, en frá þeim fékk hann endingargott vegarnesti. Eftir háskólanám í skógrækt í Noregi lá leið hans brátt á ný heim í Hallormsstað, þar sem hann tók 1955 við vörslu skógarins af föð- ur mínum. Sigurður frændi var óvenju fjölhæfur og heilsteyptur ein- staklingur. Umönnun skóga, plöntuuppeldi og að lokum stjórn skógræktarmála á landsvísu varð hans opinbera ævistarf. Á því sviði naut hann stuðnings margra samferðamanna, sem deildu þeirri hugsjón að reisa gróðurríki Íslands úr rústum, í vaxandi mæli með stuðningi af innfluttum trjátegundum. „Þetta getur Ísland“ var stolt yfirlýsing Sigurðar á áttræðisafmælinu þar sem hann leit yfir farinn veg. Enginn keppti við hann um yf- irsýn um skógræktarmálefni þegar hér var komið sögu. Um það vitna óvenju samfelld greina- skrif hans í Ársrit Skógræktar- félags Íslands og víðar, sem og stundakennsla á mörgum skóla- stigum, sem hann uppskar al- mennt lof fyrir. Sem leiðsögu- maður var Sigurður einnig eftirsóttur, og fræðslugöngur um Trjásafn og lundi Hallormsstað- ar með hann í fararbroddi urðu flestum ógleymanlegar. Náttúra Íslands átti hug hans, þótt sjón- sviðið væri aðallega neðan skóg- armarka. Þótt röskur áratugur skildi okkur Sigurð að var náið með okkur, áhugamál og lífsviðhorf ekki ósvipuð, og lengst af ekki langt á milli fjölskyldna. Hann gerðist sósíalisti þegar í mennta- skóla, fylgdist alla tíð náið með heimsviðburðum og las kynstur af bókum, sagnfræðilegs efnis sem og skáldverk. Á 8. áratugn- um var hann í tvö kjörtímabil varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi. Málafylgja hans á Alþingi end- urspeglaði víðtækt áhugasvið, allt frá úrbótum á ferðamanna- stöðum til tengsla við Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Tvívegis var hann sem þingmaður fulltrúi á Allsherjarþinginu og naut þess til hlítar, áhuginn á mönnum og málefnum ósvikinn jafnt heima sem erlendis. Ótalið er hversu skemmtileg- ur frændi var heim að sækja, studdur af eiginkonunni Guð- rúnu Sigurðardóttur með traust- ar rætur norðan af Sléttu og úr Núpasveit. Það var tilhlökkunar- efni þegar von var á skógar- verðinum með plöntur að vori eða jólatré á aðventu niður á Norðfjörð og nægði vart nóttin til að bera saman bækur. Fyrir samfylgdina þökkum við Kristín nú að leiðarlokum. Hjörleifur Guttormsson. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum vinar míns, val- mennisins Sigurðar Blöndal fyrr- verandi skógræktarstjóra, sem í dag er borinn til grafar að lokn- um löngum ævidegi. Kynni okkar Sigurðar hófust árið 1951 á Landbúnaðarháskól- anum á Ási í Noregi þar sem hann var að ljúka námi í skóg- rækt, en ég, nýgræðingurinn, að hefja nám í landbúnaðarfræðum. Við vorum einu Íslendingarnir við skólann á þeim tíma og það var ómetanlegt fyrir mig að fá að njóta þar vits, reynslu og yfir- vegaðs lundarfars Sigurðar. Í skólanum deildum við á ýmsan hátt kjörum. Á þeim tímum voru t.d. engin námslán eða önnur lán í boði, og það kom oftar en ekki fyrir að þegar snautlegur lífeyrir annars var uppurinn í bili, þá var hann það líka hjá hinum. En allt- af fundust úrræði. Á Ási bund- umst við Sigurður vináttubönd- um sem entust til æviloka, og þótt við hittumst, eðli mála sam- kvæmt, æ sjaldnar síðustu árin breytti það engu þar um. For- lögin sáu raunar til þess að í marga áratugi, meðan við vorum og hétum, unnum við náið saman hér heima, hvor á sinni stofnun, að sameiginlega, stóra áhuga- málinu okkar: baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu, uppgræðslu og fegrun og end- urheimt landgæða á Íslandi; Sig- urður á sviði skógræktar en ég á sviði landbúnaðar og land- græðslu. Þótt mikið hafi áunnist á þessu sviði fyrir tilstilli þeirra fjölmörgu sem að málinu hafa komið er eyðingin og tötralegt gróðurfarslegt ástand Íslands enn stærsta umhverfisvandamál þjóðarinnar, þótt minna sé um það fjallað nú um stundir en áð- ur. Önnur umhverfismál eru orð- in meira áberandi í umræðunni. Á herðar Sigurðar Blöndals var lögð mikil ábyrgð þegar hann var skipaður skógræktarstjóri árið 1977. Forveri hans, Hákon Bjarnason, var hamhleypa í starfi og, ásamt samstarfsmönn- um sínum, hafði hann mikil áhrif á stöðu skógræktarmála hér á landi og viðhorf þjóðarinnar til þeirra. Sigurður tókst á við þetta viðamikla verkefni með nokkuð öðrum hætti í samræmi við sína skapgerð og þá miklu reynslu og þekkingu sem hann hafði öðlast í starfi sínu á Skógrækt ríkisins, og síðar sem skógarvörður á Hallormsstað. Hann var hafsjór af þekkingu á náttúrufari og gróðurskilyrðum á Íslandi og hvaða trjátegundir væru vænleg- astar til árangurs. Hann hélt áfram að viða að sér slíkri þekk- ingu og miðla henni til annarra fram á síðustu æviár sín. Sig- urður rækti starf sitt sem skóg- ræktarstjóri í þrettán ár með miklum ágætum og það átti raunar við um hvert hinna fjöl- breyttu starfa sem honum voru falin á lífsleiðinni, hvort sem þau voru tengd skógrækt eða öðru. Það er með mikilli eftirsjá sem Sigurður Blöndal, þessi mikli heiðursmaður, ræktunar- og um- bótamaður Íslands, er kvaddur, en minning hans mun lengi lifa. Kæra Guðrún. Við Inga Lára sendum þér, börnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Ingvi Þorsteinsson. Fallinn er mikill höfðingi, sem skilaði við verklok sín ómetan- legum verðmætum til fósturjarð- ar sinnar. Afraksturs lífsstarfs hans munu komandi kynslóðir fá að njóta í ríkum mæli, verði þess gróðurs gætt sem Sigurður átti svo ómetanlegan þátt í að koma til þroska. Sigurður fæddist í skógríkasta svæði Íslands og þar undi hann Sigurður Blöndal ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN JÓNSSON, Furugerði 1, áður Súgandafirði, lést laugardaginn 23. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.