Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Elite 2000 Lengd: 1945 mm Breidd: 600 mm Hæð: 900 mm Þyngd: 125 kg Verð: 339.800 Småland Lengd: 980 mm Breidd: 500 mm Hæð: 820 mm Verð: 27.700 Hobby Lengd: 1480 mm Breidd: 500 mm Hæð: 820 mm Verð: 32.500 LILTIR HEFILBEKKIR OG STÓRIR Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Ef ég yrði spurð hvaða orð íslenskrar tungu væri mér hug-stæðast myndi ég hiklaust nefna orðið kímnigáfa. Þá sjald-an að það orð ber fyrir eyru kemst ég ævinlega í gott skap.Því miður heyrist það alltof sjaldan og hefur vikið fyrir slettunni húmor sem er víst fyrir löngu orðin góð og gegn íslenska og ég nota sjálf ótæpilega enda er það styttra og að sumu leyti þjálla en kímnigáfa. Ein af ástæðum þess að við notum orðið húmor um alls kyns gam- anmál í stað kímnigáfu gæti verið sú að af því eru leidd ýmis þægileg orð eins og húmoristi og húmorískur. Sama verður ekki sagt um kímnigáfuna. Við getum ekki talað um kímnigáfna- ljós og þegar við segjum að einhver sé kíminn eða bregði fyrir sig kímni merk- ir hefur það ekki sömu merkingu og húmorískur. Þar er hægt að nota lýsing- arorðið glettinn sem er af allt annarri rót, en til gamans má geta þess að fyrirbæri í tónlist sem kallað er húmoreska hefur líka fengið ís- lenska nafnið gletta. En hvað er það þá við orðið kímnigáfa sem gerir það svona sérstakt? Í fyrsta lagi er það rammíslenskt og virðist ekki eiga sér hliðstæður í skyldum tungumálum. Það virðist því hafa sprottið upp í samfélagi sem var svo fátækt og drungalegt að sérstaka hæfileika þurfti til að koma auga á og draga fram skoplegar hliðar lífsins. Vísir menn segja að kímnisögurnar um kölska og Sæmund fróða hafi sprottið upp sem andsvar við ægivald kirkjunnar sem öldum saman boðaði dómsdag ef fólk temdi sér ekki kórréttar kenningar og að lífið væri einn allsherjar táradalur. Í öðru lagi er orðið kímnigáfa svo fágað og frumlega samsett að það á ekkert skylt við aulahúmor og fimmaurabrandara sem flestir hafa á takteinum heldur virðist það einhvers konar náðargáfa sem fáum hlotnast en aðrir geta kannski þroskað með sér eins og tónlistargáfu eða myndlistarhæfileika. Þótt fólk geti verið misjafnlega móttækilegt held ég að fæstir séu svo skyni skroppnir að þeir geti ekki þroskað með sér þennan yndislega eiginleika og séð hef ég andlitið á meng- uðustu fýlupúkum gliðna sundur í brosi, sé þeim bent á spaugileg atvik eða kátlega framsetningu í texta. Til er fólk sem á erfitt með að þola glettur og gamanmál og telur að þeim sé beint gegn sér. Og þótt sú sé alls ekki raunin verður það svo flóttalegt að það dregur að sér athyglina fyrir vikið og verður beinlínis hlægilegt. Sá löstur nefnist spéhræðsla, sem er rammíslenskt orð eins kímnigáfa en fullkomin andstæða við það. Kímnigáfan felst nefnilega ekki síst í því að geta hent gaman að eigin klaufaskap og axarsköftum og er því eins konar varnarháttur í andstreymi lífsins. Um kímnigáfu, húmor og spéhræðslu Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Það er fagnaðarefni að verkalýðshreyfinginætlar að hafa frumkvæði að því að „mótaðarverði skýrar reglur um skilyrði, sem fulltrú-ar stéttarfélaga í stjórnum lífeyrissjóða fylgi varðandi launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja, sem lífeyrissjóðir eiga hlut í“, eins og segir í umfjöllun Ómars Friðrikssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, hér í blaðinu í fyrradag, fimmtudag. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í sömu um- fjöllun: „Ég tel að þetta sé komið á það stig að um þetta ríki mikið ósætti. Það hefur verið umræða og vinna af hálfu fulltrúa okkar í stjórnum lífeyrissjóða og það er alveg skýr krafa okkar félagsmanna að það verði settar reglur af hálfu lífeyrissjóðanna um hvað geti talizt siðferðilega framkvæmanlegt í launakjörum stjórnenda fyrirtækja, sem fjárfest er í. Að sama skapi viljum við setja reglur um háttalag fyrirtækj- anna að öðru leyti s.s. um siðferði í fjárfestingum o.fl.“ Ljóst er af því sem fram kemur hjá forseta ASÍ að þetta verður eitt af hinum stóru málum á þingi Alþýðusambands Íslands síðari hluta október- mánaðar. Þetta frumkvæði ASÍ getur verið lykill að lausn kjara- viðræðna, sem framundan eru og hefðu ella stefnt í óefni. Ástæðan er sú, að forsvarsmenn fyrirtækja geta ekki sagt, eins og þeir sögðu fyrir ári, að ekki væri hægt að hækka laun almennra launþega um meira en 2,8%, sem vafalaust var rétt hjá þeim en láta svo standa sig að því að laun stjórnenda sömu fyrirtækja hafa verið hækkuð margfalt meira. Það var óhugsandi að verkalýðshreyfingin gæti gert nýja kjarasamninga án þess að breytingar yrðu á slíku háttalagi. Þetta áttu stjórnendur í atvinnulífi að vita og þess vegna er erfitt að skilja hvernig á því stendur að þeir tóku ákvarðanir af þessu tagi. Sá tími er löngu liðinn á Íslandi að hægt sé að segja við almenna launþega: Þið getið ekki fengið meira en þetta. En taka svo ákvarðanir um að hið sama eigi ekki við um aðra. Nú verður fróðlegt að sjá hvernig atvinnulífið bregst við væntanlegum tillögum verkalýðshreyfing- arinnar í þessum efnum. Bregðist atvinnulífið vel við eru meiri líkur en minni á því að kjarasamningar tak- ist, sem taki mið af veruleikanum í rekstri þjóðarbús- ins. Taki atvinnulífið hugmyndum verkalýðshreyfing- arinnar illa má búast við uppnámi á vinnumarkaði. Og svo er auðvitað þetta grundvallaratriði: Geta forystumenn í atvinnulífi leyft sér að taka illa hug- myndum vinnuveitenda þeirra sjálfra, þ.e. eigenda líf- eyrissjóðanna?! Staða verkalýðsforingjanna er ekki síður flókin. Að hluta til sitja þeir allt í einu beggja vegna borðs. Verulegur hluti íslenzks atvinnulífs er nú í almanna- eigu, ekki í þeim skilningi, sem Eyjólfur Konráð Jónsson, boðberi almenningshlutafélaga á Íslandi fyr- ir hálfri öld, sá fyrir heldur á þann veg að fyrirtækin eru nú í almannaeigu í gegnum eignarhluti lífeyris- sjóða í þeim. Þess vegna hljóta sjónarmið eigenda þeirra að koma fram í stjórnum fyrirtækjanna og það eru óhjákvæmilega annars konar sjónarmið en eig- enda fyrirtækjanna fyrr á tíð, þegar þau voru í eigu fjársterkra einstaklinga og viðskiptasamsteypa. Hefði verkalýðshreyfingin ekki tekið til hendi hefðu forystumenn hennar legið undir harðri gagnrýni frá félagsmönnum sínum, eigendum lífeyrissjóðanna. Í grundvallaratriðum er þetta spurning um í hvers konar samfélagi við viljum búa og hvernig við viljum þróa það samfélag. Á fyrstu árum þessarar aldar – árunum í aðdraganda hrunsins – var gerð tilraun til að breyta þessu samfélagi í stíl við það, sem fyrst og fremst hefur einkennt samfélög engilsaxa, beggja vegna Atl- antshafs, þar sem 1% þjóða hef- ur búið við meiri allsnægtir en alþýða manna mun nokkru sinni kynnast. Þá hafði þáverandi for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, forystu um að brjóta þá tilraun á bak aftur. Það tókst en alveg ljóst að önnur tilraun var gerð. Hrunið gerði út um hana. Á síðustu misserum hefur enn sótt í sama farið. Nú verður það hlutverk nýrra eigenda fyrirtækjanna að segja: Hingað og ekki lengra. Það er ekki vondur kostur að búa í samfélagi, þar sem viðunandi jöfnuður ríkir á milli fólks. Það er hins vegar vont fyrir alla að búa í samfélagi, sem einkennist af ósætti og óánægju vegna þess að vitlaust er gefið. Rökin fyrir þeim mikla launa- og efnamun, sem þróast hefur í mörgum ríkjum, hafa verið þau, að miklir snillingar eigi að njóta góðs af snilli sinni og þá muni aðrir gera það líka. Reynslan hefur sýnt að þessar röksemdir standast ekki. Að vísu koma stöku sinnum fram á sjónarsviðið snillingar sem vegna hug- vits og framsýni ná lengra en aðrir. En algengara er að mikill efnamunur verði til vegna þess að opinber stjórnvöld hafa tekið ákvarðanir, sem búa til skilyrðin fyrir því, að það geti gerzt. Um þetta eru skýr dæmi, bæði hér og annars staðar. Nú verður spennandi að sjá, hvernig verkalýðs- hreyfingunni tekst til í stefnumörkun sinni. Er hugs- anlegt að forystusveit hennar sé orðin svo samdauna því andrúmslofti, sem hefur orðið til í atvinnulífinu að þessu leyti, að hún hafi tapað áttum? Það kemur í ljós. Það er svo annað mál að það gamla kerfi að verka- lýðsfélög og félög vinnuveitenda séu milliliðir á milli lífeyrissjóða og eigenda þeirra er úrelt. Þetta eru ákvarðanir, sem eigendur lífeyrissjóð- anna eiga sjálfir að taka með lýðræðislegum hætti. Mikilvægt frumkvæði ASÍ Eru forystumenn fyrirtækja í stöðu til að hafna hugmynd- um eigenda fyrirtækjanna um launastefnu? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Einn samkennari minn, dr. Bald-ur Þórhallsson prófessor, sem er sérfræðingur í alþjóðastjórn- málum, hefur í röð ritgerða í virtum, erlendum tímaritum sett fram þá kenningu, að smáríki eins og Ísland þurfi skjól. Þess vegna hafi verið rökrétt að semja við Noregskonung um slíkt skjól 1262. Þessi kenning hans er síður en svo fráleit. Smáríki þurfa skjól, eins og kom fram í bankahruninu 2008, þegar Banda- ríkin veittu okkur ekki lið, eins og þau höfðu gert í þorskastríðunum á 20. öld. En þegar menn skríða í skjól, geta þeir lent í gildru. Þetta gerðist einmitt á Íslandi, eins og prófessorarnir dr. Þráinn Eggerts- son hagfræðingur og dr. Gísli Gunn- arsson sagnfræðingur hafa sýnt fram á. Ein ritgerð Þráins um þetta er stórmerk, en hún birtist í bókinni Háskalegum hagkerfum. Hún er um þá einföldu spurningu, hvers vegna Íslendingar hafi soltið í mörg hund- ruð ár, þótt gnótt sjávarfangs væri skammt undan. Svarið er, að fámenn stétt landeigenda og hinn fjarlægi konungur, sem lengst sat í Kaup- mannahöfn (en norska konungs- ættin mægðist við hina dönsku 1380), sameinuðust um, að landbún- aður skyldi vera eini löglegi atvinnu- vegurinn, þótt landið væri harðbýlt og sjávarútvegur miklu arðbærari. Þráinn benti á, að tæknin til fisk- veiða var til. Hingað sigldu stór fiskiskip frá Englandi og jafnvel Spáni. En hvers vegna urðu fisk- veiðar þá fullkomin aukageta á Ís- landi öldum saman og aðeins stund- aðar á opnum árabátum? Hvers vegna var útlendingum bönnuð hér veturseta og öllum gert að skrá sig á lögbýli? Landeigendur gerðu þetta til þess að missa ekki vinnuaflið að sjávarsíðunni og valdið yfir þróun- inni. Þótt konungur tapaði ein- hverjum skatttekjum á því, að þegn- ar hans yrðu fátækari en ella, hélt hann landinu, en óttaðist ella, að það gengi undan honum, eins og það hafði næstum því gert á „ensku öld- inni“ frá því um 1415 fram til loka fimmtándu aldar. Konungur vildi frekar litlar skatttekjur en engar. Afleiðingin var, að Íslendingar, sem höfðu skriðið í skjól, festust í fátækt- argildru, sem þeir losnuðu ekki út úr fyrr en á nítjándu öld. Einn mögu- leiki er því að reyna að breyta og auka kenningu Baldurs: Smáríki þurfa skjól, en aðallega við- skiptafrelsi og varnarsamstarf. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Skjól eða gildra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.