Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 28
BAKSVIÐ
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
M
inkurinn er duglegt
dýr og hefur mikla
aðlögunarhæfni.
Hann étur allt sem
að kjafti kemur, fisk-
,fugl, lítil spendýr og hryggleysingja.
Hann lenti í vandræðum með fæðu-
öflun og stofninn byrjaði að minnka
árið 2004 og hrundi í kjölfarið. Ástæð-
an er meðal annars sú að hann hefur
líklega þurft að láta í minni pokann
fyrir refnum. Einnig bendir margt til
þess að breyt-
ingar í sjónum
hafi ekki bara haft
neikvæð áhrif á
sandsílastofninn
og sjófugla und-
anfarin ár heldur
hafi þær einnig
haft neikvæð áhrif
á minkinn,“ segir
Rannveig Magn-
úsdóttir.
Þetta kemur
fram í doktorsritgerð hennar í líf-
fræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin
ber heitið: „Minkur á Íslandi: Fæðu-
val eftir kyni, búsvæðum, árstíðum og
árum í ljósi umhverfis- og stofnstærð-
arbreytinga“. Minkastofninn á ár-
unum 2001-2009 á Íslandi en sér-
staklega Snæfellsnesi var
rannsakaður.
Rannsóknin hefur vakið athygli
erlendis og var unnin í samstarfi við
Oxford-háskóla, Náttúrustofu Vest-
urlands og Stokkhólms-háskóla.
Þetta er stór og einstök rannsókn á
mink í villtri náttúru sem hefur for-
spárgildi fyrir önnur rándýr.
Étur allt sem að kjafti kemur
Í rannsókninni var m.a. gengið
út frá því að ef minkurinn fengi ekki
næga fæðu úr sjó þá myndi hann
skipta yfir í fæðu á landi og halda sínu
striki. Þetta gerir hann alla jafna því
fæða hans er ósérhæfð og m.a.
ástæða þess hve ágeng þessi tegund
er í heiminum.
„Á tímabilinu 2001-2009 urðu
miklar breytingar í fæðu minks á
Snæfellsnesi og merki um fæðuskort,
sérstaklega hjá karldýrum. Minkur-
inn skipti samt ekki eins skýrt um
fæðu eins og við var að búast og því
gekk kenningin ekki alveg upp í sam-
bandi við eingöngu minni aðgang að
sjávarfæðu eftir árið 2003, það vant-
aði einhverja auka skýringu. Rann-
veig segir að líklegast hafi krítískt
ástand skapast á þessum tímapunkti
og að samhliða breytingum í sjó hafi
að auki mögulega myndast aukin
samkeppni milli minks og refs. Ref-
urinn er stærri en minkur og hefur
yfirhöndina en ekki hefur verið talin
vera mikil samkeppni milli þeirra
hingað til en núna virðist hafa, með
mikilli stækkun refastofnsins, mynd-
ast bein samkeppni um búsvæði og
fæðu og minkurinn þurfti að lúta í
lægra haldi.
Rannveig segir niðurstöðuna
vekja spurningar um hvaða áhrif
loftslagsbreytingar muni hafa á önn-
ur rándýr, sérstaklega þau sem eru
ekki eins ósérhæfð í fæðuvali og
minkurinn. Í þessu samhengi bendir
hún á otra sem dæmi. Þessar teg-
undir, sem sumar eru í mikilli útrým-
ingarhættu, lifa nær eingöngu á fiski
og krabbadýrum og munu kannski
eiga erfitt með að bregðast við afleið-
ingum loftslagsbreytinga.
Ört minnkandi minnkastofn
Minkastofninn á Íslandi hefur
verið á niðurleið frá árinu 2004 og á
Snæfellsnesi er talið að stofninn hafi
allt að helmingast milli áranna 2002
og 2006. Fá dýr veiddust árið 2006.
Þau voru flest mjög mögur og í
slæmu ásigkomulagi.
Til að greina fæðu var magainni-
hald minka á Snæfellsnesi greint, á
árunum 2001-2009, sem og stöðugar
samsætur í vöðvum og beinum þeirra.
Við þessar greiningar kom m.a. í ljós
að fuglum fækkaði mikið í fæðu
minks þegar leið á tímabilið og merki
fundust um fæðuskort, sérstaklega
hjá karldýrum.
„Ég rannsaka lífríki Íslands og
nota minkinn sem tæki til að varpa
ljósi á breytingar á lífríkinu sem hafa
verið miklar undanfarið. Eins og sjá
má t.d. í miklum ungadauða hjá sjó-
fuglum eins og lunda og kríu á suður-
og vesturlandi. Það vantar sárlega
meiri rannsóknir á lífríki Íslands.“
Minkurinn undir í
baráttu við refinn
Morgunblaðið/Kristinn
Minkur Dýrið býr yfir aðlögunarhæfni og étur allt sem að kjafti kemur. Á
myndinni er Stirnir sem lifir ekki í villtri náttúru heldur Húsdýragarðinum.
Rannveig
Magnúsdóttir
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
SeðlabankiEvrópulækkaði á
fimmtudag stýri-
vexti niður í 0,05%
og er núllið því
skammt undan. Stýrivextirnir
hafa aldrei verið lægri og kom
lækkunin á óvart. Stýrivextir
bankans hafa verið undir 1%
síðan í júlí 2012. Í júní voru þeir
lækkaðir í 0,15%.
Um leið var tilkynnt að í októ-
ber myndi Seðlabanki Evrópu
byrja að kaupa skuldabréf af
viðskiptabönkum í næsta mán-
uði til að gera þeim auðveldara
fyrir að auka útlán. Þá var einn-
ig greint frá því að hinir nei-
kvæðu vextir, sem Seðlabank-
inn tekur fyrir að geyma fé fyrir
viðskiptabankana og kalla
mætti refsivexti, færu úr 0,1% í
0,2%.
Tilgangurinn með þessum að-
gerðum er að hleypa lífi í evr-
ópskt efnahagslíf og afstýra
verðhjöðnun. Viðbrögð létu ekki
á sér standa. Evran féll og
hækkanir urðu á hlutabréfa-
mörkuðum.
Þessar aðgerðir einar og sér
munu hins vegar litlu skila, allra
síst þegar til skemmri tíma er
litið. Harla ólíklegt er að nú
grípi um sig fjárfestingaræði á
evrópusvæðinu.
Mario Draghi, bankastjóra
Seðlabanka Evrópu, er mjög í
mun að styrkja trú á efnahags-
lífið á evrusvæðinu. Hann hefur
sagt og ítrekaði á fimmtudag að
hann myndi beita öllum til-
tækum meðulum til að styðja við
evruna. Um leið sagði hann að
hann gæti ekki gert það einn,
aðrir þyrftu að leggja sitt af
mörkum. Draghi getur átt við
peningastefnuna, en hún dugar
skammt án pólitískra breytinga
á regluverki og efnahagsstefnu.
„Við getum útvegað eins mik-
ið lánsfé og við viljum,“ sagði
hann. „En ef manneskjan, sem
ætlar að nota lánið til að stofna
nýtt fyrirtæki, þarf að bíða í
átta mánuði áður en hún getur
opnað nýja fyrirtækið og hún
þarf síðan að borga fullt af
sköttum tekur hún ekki lánið.“
Markmiðið á evrusvæðinu
hefur ávallt verið að halda verð-
bólgu niðri og hefur verið miðað
við að hún færi ekki yfir 2%. Nú
er staðan hins vegar sú að gefa
þarf í. 0,3% verðbólga mældist á
evrusvæðinu á tólf mánaða
tímabili, sem lauk í ágústlok.
Fram kom í máli Draghis að
ákvörðunin um að lækka stýri-
vexti og kaupa skuldabréf hefði
verið tekin þrátt fyrir andstöðu
innan stjórnar bankans. Ekki
var gefið upp hverjir lögðust
gegn henni, en auðvelt er að
ímynda sér að þar hafi Þjóð-
verjar verið fremstir í flokki og
ef til vill önnur ríki í Norður-
Evrópu.
Seðlabanki Bandaríkjanna og
Englandsbanki hafa stundað
uppkaup ríkisskuldabréfa í
stórum stíl til að
hleypa lífi í efna-
hagslífið. Þjóð-
verjar hafa alfarið
verið á móti slíkum
aðgerðum á þeirri
forsendu að með því sé verið að
færa byrðar milli ríkja á evru-
svæðinu og sá kostnaður muni á
endanum lenda á Þjóðverjum.
Slíkur tilflutningur er ef til
vill auðveldur innan þjóðríkis
þar sem samstaða ríkir um að
jafna kjör milli svæða í lægð og
svæða í uppsveiflu. En hann
gengur ekki á myntsvæði þar
sem eru 18 þjóðríki, hvert
þeirra með sín eigin fjárlög,
skattheimtu, eftirlaunakerfi og
skipulag.
Ekki er hægt að lækka stýri-
vexti Seðlabanka Evrópu meira
en orðið er, en Draghi sagði að
bankinn væri tilbúinn að ganga
lengra og átti þar við kaup á rík-
isskuldabréfum. Hafi ákvörðun-
in um að kaupa skuldabréf af
bönkum með húsnæðis-, bíla- og
greiðslukortalán að megin-
uppistöðu mætt andstöðu í
stjórn bankans er erfitt að sjá
hvernig Draghi ætlar að koma
því í gegn að bankinn kaupi
ríkisskuldabréf nema grund-
vallarbreyting verði á hugarfari
ráðamanna í Berlín.
Svo er annað mál hvort það
væri ekki of seint að grípa til
slíkra aðgerða þótt þær næðust
í gegn.
Þjóðverjar hafa setið fast við
sinn aðhaldskeip þau sex ár sem
evrukreppan hefur staðið og
látið sig einu gilda þótt sú
þrjóska bitnaði ekki síst á þeim
sjálfum.
Það er ekki að furða að
Draghi skuli hafa reynt að
hrista upp í hlutunum. Stöðnun
ríkti á evrusvæðinu á öðrum
fjórðungi þessa árs og var hag-
vöxtur enginn – núll. Seðla-
banki Evrópu spáir því nú að
landsframleiðsla á evrusvæðinu
muni aðeins aukast um 0,6% á
þessu ári, en gekk áður út frá
því að hagvöxtur yrði 1%. Þá er
nú talið að verðbólga á árinu
verði 0,6% en ekki 0,7% eins og
áður var spáð.
Meira að segja þýska efna-
hagsvélin hikstar og útlitið er
svart í Frakklandi. Ekki bætir
ástandið í Úkraínu horfurnar,
að ekki sé minnst á yfirvofandi
viðskiptastríð við Rússa.
Grikkir, Ítalir, Spánverjar og
Portúgalar þurfa þó mest á upp-
sveiflu að halda eftir að hafa
gengið í gegnum aðhald, sparn-
að og þrúgandi atvinnuleysi
undanfarin ár. Ef almenningur
á ekki aur verður engin eftir-
spurn eftir vörum og þjónustu.
Tekist hefur að halda í evr-
una þrátt fyrir mikil áföll, en
veikleikar hennar eru enn til
staðar og kreppunni er síður en
svo lokið þótt áfram staulist
evran og má búast við stöðnun
eða hverfandi hagvexti á evru-
svæðinu næstu árin.
Horfur eru á stöðn-
un á evrusvæðinu
næstu árin}
Áfram staulast evran
H
inn 26. ágúst síðastliðinn efndi
Norræna ráðherranefndin til
hátíðarráðstefnu í Hörpu í til-
efni 40 ára samstarfsafmælis
Norðurlandanna á sviði jafn-
réttismála. Ráðstefnan var vel sótt, kynjahlut-
fallið ójafnt að vanda, en eitt af þemum dagsins
var einmitt þátttaka karla í jafnréttisbarátt-
unni. Í sviðsljósinu voru einnig vinnumarkaður-
inn og menntamálin, en farið um víðan völl og
horft bæði til fortíðar og framtíðar. Hjá þeim
sem fluttu erindi á ráðstefnunni kom meðal
annars fram að þrátt fyrir að karlar taki nú
aukinn þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum
hefur hlutfall þeirra í umönnunarstörfum ekki
aukist að sama skapi. Vinnumarkaðurinn er
enn kynjaskiptur, launagjáin veruleg og nýting
karla á fæðingarorlofi minni en ætla mætti.
„Þegar kemur að þátttöku feðra í umönnun hefur það
reynst atvinnulífinu erfitt að hverfa frá þeim tíma þegar
karlar unnu fyrir kaupinu og konurnar voru heima, til nú-
tímans, þar sem bæði kynin starfa utan heimilisins,“ segir
Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Ís-
lands, í inngangi bókarinnar Parental leave, childcare and
gender equality in the Nordic countries, sem gefin var út
af Norrænu ráðherranefndinni. Hann heldur áfram:
„Margt bendir til þess að enn sé litið á karla sem þá sem
eiga að „bera byrðarnar“ þegar fyrirtækið þarf á því að
halda, en konurnar eru aftur á móti álitnar „óáreiðan-
legri“, þar sem þær þurfa að sjá um börnin og heimilið.“
Á ráðstefnunni var bæði komið inn á nauð-
syn þess að konur komist til áhrifa og að karl-
ar taki virkari þátt í umræðunni um jafnrétti.
Margot Wallström, stjórnarformaður Há-
skólans í Lundi og sérlegur fulltrúi fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um kyn-
ferðisofbeldi í stríðsátökum 2010-2012, og
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis-
málaráðherra, vöktu báðar máls á því að í
friðarviðræðum Ísraela og Hamas í Kaíró
hefði engin kona átt sæti við samningaborðið.
Þá komst frú Vigdís Finnbogadóttir þannig
að orði: „Karlmenn í valdastöðum um allan
heim ættu að funda reglulega til þess að ræða
jafnréttismál. Ef valdamestu karlar heimsins
kæmu saman á slíkum ráðstefnum yrðu við-
horfin fljótari að breytast.“
Eins og fyrr segir var komið víða við og
ekki voru allir á einu máli. Maria Kristina Smith frá Fær-
eyjum léði meðal annars máls á því að það væri tabú þar í
landi að stofna til umræðu um fóstureyðingar. Þá ræddu
fulltrúar ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka á Norður-
löndunum mikilvægi þess að gleyma ekki minnihluta-
hópum á borð við samkynhneigða og þriðja kynið í jafn-
réttisbaráttunni, á meðan Gertrud Åström, formaður
sænska kvenréttindasambandsins, sagði í samtali við
undirritaða að kvennahreyfingin ætti nóg með sig. Það
var hins vegar einróma álit þátttakenda að mörg verk
væru enn óunnin á sviði jafnréttismála.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Mörg verk óunnin
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Minkurinn er tækifærissinnað rándýr, upprunnið í Norður-Ameríku og er
á meðal ágengustu dýrategunda í Evrópu. Fyrsta minkabúið á Íslandi var
sett á laggirnar árið 1931 en minkar sluppu fljótlega úr haldi og hafði teg-
undin numið flest láglendissvæði á Íslandi árið 1975. Stofninn fór vax-
andi til ársins 2003. Rannveig bendir á að minkurinn var fluttur til lands
þvert á ráðleggingar vísindamanna sem töldu óráðlegt að flytja inn þetta
rándýr. Hún segir, sem kunnugt er, að nú sé verið að fást við afleiðingar
fortíðarinnar. Náðst hefur að halda minknum í skefjum í kringum við-
kvæm svæði eins og t.d. Mývatn með veiði. Úr þessu sé þó nær ógerlegt
að útrýma honum alfarið úr íslenskri náttúru. Vel beri oft í veiði á þeim en
oftar en ekki þá veiðast þau dýr sem annars hefðu drepist veturinn eftir.
Tækifærissinnað rándýr
MINKUR