Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014 Sunna Sæmundsdóttir sunnas@mbl.is Hagnaður Samherja nam 22 millj- örðum króna árið 2013 og er um bestu afkomu í sögu samstæðunnar að ræða. Umtalsverður söluhagnaður bætir af- komuna og nemur hann 8,1 milljarði króna. Samherji greiddi samtals 1,7 milljarða í tekjuskatt á Íslandi og einn milljarð í veiðileyfagjald. Tæpur helmingur af starfsemi Sam- herja er erlendis en samstæðan starf- ar í ellefu löndum og gerir upp í níu mismunandi gjaldmiðlum. Í tilkynn- ingu frá Samherja er haft eftir Þor- steini Má Baldvinssyni, forstjóra Sam- herja, að umhverfið á Íslandi í dag sé farið að hafa neikvæð áhrif á starfsem- ina. Rekstrartekjur Samherja og dótt- urfélaga voru tæpir 90 milljarðar króna árið 2013 eins og árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 25,4 millj- örðum króna og er 28% af heildarvelt- unni. Er þetta hækkun frá fyrra ári þegar EBITDA var 21,7 milljarðar, eða 24% af veltu. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 25,5 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagn- aður ársins 21,9 milljarðar króna. Er þetta fimmta árið í röð sem allar af- komueiningar samstæðunnar skila hagnaði. Eiginfjárhlutfall 58,5% Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar í lok ársins 2013 samtals 110,7 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 58,5% í árslok. Veltufjármunir námu 40,8 milljörðum króna og nettóskuldir sam- stæðunnar voru jákvæðar sem nemur 6,1 milljarði króna. Heildarskuldir og skuldbindingar á sama tíma voru 45,9 milljarðar og bók- fært eigið fé 64,8 milljarðar króna. Skuldir við innlendar lánastofnanir námu um 22 milljörðum króna í árslok og hafa lækkað um tæpa 5 milljarða króna það sem af er árinu 2014. Skuld- ir við innlendar lánastofnanir hafa frá árslokum 2012 lækkað um ríflega 20 milljarða. Dótturfélög Samherja hf. seldu á árinu fimm skip og aðrar eignir sem tengjast útgerð við strendur Afríku. Hagnaður af sölu þessara eigna nam 7,7 milljörðum fyrir tekjuskatt og hefur hann veruleg áhrif á heildar- afkomu félagsins. „Rekstur okkar ár- ið 2013 gekk að mörgu leyti vonum framar auk þess sem sala eigna hefur mikil áhrif á afkomuna sem er í heild mjög góð,“ segir Þorsteinn Már í til- kynningu. Eignir í Afríku seldar Hann segir að hins vegar séu alltaf blendnar tilfinningar þegar eignir séu seldar en á árinu voru eignir sem tengjast útgerð við Afríku og vöru- merki seld og er þriðjungur hagnaðar ársins söluhagnaður vegna þess. „Við seldum góðar eignir sem búið var að leggja mikla vinnu í að breyta og bæta. Það er því alltaf ákveðin eftirsjá þegar horft er til baka og ekki síst að því góða fólki sem hafði tekið þátt í þessu með okkur. Efnahagur okkar og rekstur minnkaði umtals- vert í kjölfarið og verkefni okkar er að fylla í það skarð á næstu miss- erum.“ Fjárfestingar samstæðunnar á síð- asta ári námu samtals 5,1 milljarði króna. Stærsta fjárfestingin á árinu 2013 var í línuskipinu Önnu EA sem keypt var frá Noregi. Hjá Samherja hf. og dóttur- félögum starfa nú um 700 manns á Ís- landi. „Landvinnsla bolfisks í fisk- vinnslum félagsins við Eyjafjörð hefur gengið vel. Í þeim fiskvinnslum tókum við á síðasta ári á móti meira hráefni en nokkru sinni fyrr. Það er stórt verkefni að vinna verðmætar af- urðir úr tæpum 30 þúsund tonnum af bolfiski á ári. Okkur tókst að fylgja þessari miklu framleiðslu eftir í markaðsstarfinu en þar teljum við vera mikil tækifæri í framtíðinni. Veiðar flestra tegunda á Íslandi gengu einnig vel. Aflaverðmæti Vil- helms Þorsteinssonar EA á árinu var 4,3 milljarðar króna. Það er afbragðs- góður árangur sem ekki næst nema allir geri sitt besta, í veiðum, vinnslu, sölu og dreifingu.“ Methagnaðar hjá Samherja  Tæpur helmingur af starfsemi Samherja er erlendis en samstæðan starfar nú í ellefu löndum  Hjá Samherja og dótturfélögum starfa um 700 manns á Íslandi  Greiddi 2,7 milljarða í skatta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjórnendur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerð- arsviðs, taka á móti Baldvini NC 100 sem gerður hefur verð út af DFFU, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi. „Við teljum að fyrirtækið hafi fjárhagslega burði, mannafla og þekkingu til þess að ráðast í ný verkefni er- lendis,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, um ný verkefni til að auka umsvif fyrirtækisins í stað útgerðar við Afríku sem seld var á síðasta ári. Hann segir þó ekkert sérstakt verkefni ákveðið. Jafnframt sé fyrirhuguð endurnýjun skipastóls félagsins á Íslandi. Afkoman á síðasta ári var sú besta í sögu félagsins og líklega besta afkoma útvegsfélags hér á landi. Þorsteinn Már segir þó ekki hægt að búast við jafnmiklum hagnaði á komandi árum. „Það er mikil óvissa á mikilvægum mörk- uðum vegna ástandsins í Úkraínu og Rússlandi en það er mjög mikilvægt að Rússlandsmarkaður verði áfram opinn fyrir íslenskar sjávarafurðir,“ segir Þorsteinn Már. Í tilkynningu um afkomu Samherja kemur fram að rekstrarumhverfið á Íslandi sé farið að hafa neikvæð áhrif og jafnvel hamla starfsemi. Þorsteinn Már segir að gjaldeyrishöftin sem rætt var um á sínum tíma að ættu að vera til skamms tíma hafi nú staðið í sex ár. Þá hafi reglum verið breytt á tímabilinu og túlkun þeirra og Seðlabankinn og aðrar stofnanir ekki sinnt leiðbein- ingaskyldu sinni gagnvart fyrirtækjum. „Endurskoð- endur og lögmenn eru farnir að veigra sér við að veita ráðgjöf þar sem þeir fá ekki fullnægjandi svör,“ segir Þorsteinn Már og bætir við: „Umhverfið getur ekki haldist óbreytt endalaust. Ég vona að breytingar verði gerðar þannig að við getum rekið alþjóðlegt sjávar- útvegsfyrirtæki frá Íslandi.“ helgi@mbl.is Ekki hægt að búast við jafngóðri afkomu áfram SAMHERJI HEFUR BURÐI TIL AÐ RÁÐAST Í NÝ VERKEFNI ERLENDIS INNANHÚSS SKÓRNIR KOMNIR Í HÚS! SPORTÍS HLAUPAFATNAÐUR OG HLAUPASKÓR Í MIKLU ÚRVALI MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS Brekka 28 - 9,0 m² Verð áður 359.000 Verð nú 269.250 www.kofaroghus.is • s. 553-1550 SÍÐUSTU HÚSIN Uppsett sýningarhús í Mjóddinni Fyrstur k emur, fy rstur fær ! KOFAROGHÚS Síðustudagar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um 350 grömm af marijúana, tæplega 100 e-töflur og lítilræði af amfetamíni við húsleit í þremur fjölbýlishúsum og einni bifreið í Hafnarfirði í fyrradag. Í einu húsanna voru börn á heimil- inu og voru barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Fjórir karlar á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir í þessum aðgerðum, en málin tengjast ekki, að því er seg- ir í tilkynningu. Til viðbótar þessu hafði lögregl- an afskipti af fimm körlum í Hafn- arfirði í fyrrakvöld. Í fórum mannanna, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, var að finna neyslu- skammta af MDMA, amfetamíni og kannabis. Fjórir handteknir eftir húsleitir lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.