Morgunblaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér líður eins og dropa í sjó viðhorfa.
Gættu þess bara að halda utan um þína nán-
ustu eins og þeir gera um þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Óvænt tækifæri berst þér upp í hend-
urnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það
til hins ýtrasta. Vertu umfram allt heið-
arlegur í garð ykkar beggja.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú mátt ekki leggja svo hart að þér
við vinnu að þú finnir þér aldrei stund eða
stað til þess að sinna eigin hugðarefnum. En
þú hefur ekki tíma, því þú ert að upplifa það.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver gömul vandamál kunna að
skjóta upp kollinum og þá er um að gera að
bregðast við þeim af öryggi og festu. Stutt
ferðalag gæti orðið þér til ánægju.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt njóta þess að kaupa eitthvað
handa sjálfri/sjálfum þér og þínum nánustu í
dag. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í
góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigj-
anlegur þegar það á við. Bættu nú úr því
annars áttu á hættu að góð sambönd lognist
út af.
23. sept. - 22. okt.
Vog Í dag tekur ástin völdin hjá þér, þegar
þú tekur klikkaðar ákvarðanir í hennar nafni.
Reyndu að koma frá þér eins nákvæmum og
réttum skilaboðum og þú getur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er aldrei of varlega farið
þegar skrifað er undir skuldbindingar. Fólk
sem skilur þig er af snjallari meiði en aðrir
og því áttu ekki að láta það sleppa.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skapvonska þín er heillandi en
bara í augum þeirra sem þekkja þig. Kannski
uppgötvar þú nýja tekjulind eða kaupir eitt-
hvað sem þig hefur langað í lengi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur færst of mikið í fang. Nú
er rétti tíminn til að kaupa eitthvað fallegt
handa þeim sem þér þykir vænst um og búa
til stund kringum það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk sem hagar sér heimskulega
veldur vandræðum en reyndu sjá að fyndnu
hliðina á því. Mundu að engir tveir ein-
staklingar eyða peningum á sama hátt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér gæti fundist þú vera að æfa und-
ir eitthvað en lífið er engin generalprufa.
Reyndu ekki að ýta því til hliðar heldur
brettu upp ermarnar og gakktu beint til
verks.
Síðasta vísnagáta var eftir karl-inn á Laugaveginum:
Landnáms- bjó til -lag úr ösku.
Laus í kjölfar þess er eldur.
Vel það geymist glers í flösku.
Græna sápan oft því veldur.
Helgi R. Einarsson svarar svo:
Við eina fjöl er ei felldur
fjandinn með smeðjulegt bros,
nú vindgangi’í jörðu hann veldur
og virðist mér lausnin því gos.
Harpa á Hjarðarfelli á þessa
lausn og lét vísnagátu fylgja, sem
bíður næsta laugardags:
Hér orku losa öskugos
við eldsins gos nú landið mótast.
Menn súpa gos með sælubros
af sápu gosin hvera hljótast.
Guðmundur Arnfinnsson segir
um Laugavegskarlinn að hann láti
ekki að sér hæða og kasti fram
vísnagátu, sem kalli á viðbrögð:
Landnámsgosið ösku olli,
eldur fylgdi í kjölfar þá,
gos ég sýp með sæluhrolli,
sápan gosi valda má.
Árni Blöndal ræður gátuna þann-
ig:
Heklugosin hræddust menn
höldar töldu kvöl og pín.
Sótadrykkir seðja enn.
Sápa er „Hveravítamín“.
Og lét síðan aðra ráðningu fylgja:
Landnáms- Hekla -lagi jós
logaði eldur heitur, rauður.
Finn ég gos í flösku og dós
fín er sápa, ef hver er dauður.
Þessari lausn fylgdi „lítil sögu-
skýring“:
Á Þingvöllum þúsund og tíu
þrumaði Hekla upp spýju.
En Skarphéðinn reiddist
og sættin þá eyddist
svo Njáll varð að reyna að nýju.
Þessa vísnagátu lét Guðmundur
Arnfinnsson fylgja:
Fjarska lítill fiskur er,
fagran skartgrip meyjan ber,
hefur auga, en ekkert sér,
iðgræn sést þá vora fer.
Það má segja, að söguskýring
Árna Blöndals kalli á þessa limru
Ármanns Þorgrímssonar:
Hugsar hver sjálfur um sig
og svolítið, kannski, um þig
þó eldað sé grátt
næst alla tíð sátt
við allsherjar drottin og mig.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lítil söguskýring
og gos af ýmsu tagi
Í klípu
„SEX HUGMYNDIR Á ÞÚSUNDKALL OG
TÓLF Á FIMMTÁN HUNDRUÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ÁTTI ENGA MJÓLK Í KAFFIÐ ÞITT,
SVO ÉG SETTI BARA HVÍTVÍN Í ÞAÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vona að hann komi
heim um jólin.
JÓLAGJAFA-
HUGMYNDIR
ÚTSALA
ÉG ER MIKIL-
FENGLEG EIK!
ÞÚ ERT
GREIN!
ÉG ER MIKIL-
FENGLEG GREIN!
ÞETTA ER
NOTALEGASTA
HÚS SEM ÞÚ ÁTT
HÉRNA, AAKASAK!
TAKK, ÞAÐ ER SAMT EITT
SEM MÉR HEFUR ALLTAF
FUNDIST VANTA HÉR.
NÚ JÁ?
HVAÐ ER
ÞAÐ?
INNFELLD
HALÓGEN-
LÝSING.
Nú er Víkverji dottinn í tísku.Hvern hefði grunað það? Ekki
er þessi skyndilega upphafning í
tískuheiminum vegna einstakra
hæfileika til að velja sér föt og klæð-
ast þeim á smekklegan hátt. Neibb.
Heldur er ástæðan genalegs eðlis.
Þetta varðar útlit Víkverja sem
hann fékk í arf frá foreldrum sínum.
Faðir Víkverja er rauðhærður (að
vísu orðinn gráhærður í dag) og
freknóttur. Ekki svo að skilja að gen
móður hans séu ekki stórgóð og gott
betur en það en móðir hans hefur lít-
ið til þessara tilteknu mála að leggja.
x x x
Það sem Víkverji fékk frá föðursínum – freknurnar – fleytir
honum langt í tískuheiminum.
Freknur eru víst orðnar að hátísku-
fyrirbæri. Þetta segir netið að
minnsta kosti.
Ófá förðunarfyrirtæki hafa kynnt
til sögunnar svokallaðan freknu-
penna. Jább, freknupenni segir Vík-
verji og skrifar, talar á innsoginu og
slær sér á lær. En penna þennan á
víst að nota í andlit og teikna með
honum þessar líka fínu freknur.
x x x
Þetta merkir einnig að þær konursem eru freknóttar frá náttúr-
unnar hendi mega nú stoltar bera
freknurnar, fullvissar um að útlit
þeirra fellur undir hátískustaðla nú í
haust.“ Þetta kemur fram á vefsíð-
unni: hun.is – orðrétt fengið að láni
eins og reglur kveða á um.
x x x
Jahá – nú ber Víkverji freknurnar„stoltur“ því netið greinir honum
samviskusamlega frá því að hann
geti það. Bara að hann hefði fengið
þessa vitneskju örlítið fyrr, þá hefði
angistin ekki nagað hann jafnmikið
síðustu árin.
x x x
Ansans. Það var eitt sem ekki vargreint frá í þessari stórgóðu
grein. Það var hvort það væri líka í
tísku að hafa freknur á eyrum og
handleggjum.
Árans. Þetta var of gott til að geta
verið satt. Þetta á víst bara við um
andlitið. Meik á eyrun og langerma-
bolur er það sem koma skal á vinnu-
staðnum. víkverji@mbl.is
Víkverji
Varpið allri áhyggju ykkar á hann því
að hann ber umhyggju fyrir ykkur.
(Fyrra Pétursbréf 5:7)