Morgunblaðið - 11.09.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.09.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það hefur verið rigning og þoku- slæðingur síðustu tvo til þrjá daga, dimmt á köflum, en allt hefur þetta bjargast,“ segir Lilja Loftsdóttir, fjalldrottning Gnúpverja. Fjall- menn ljúka smöl- un í dag og reka að Fossnesi. Síð- asti áfanginn í Skaftholtsréttir er á föstudag og hefjast rétt- arstörf klukkan 11. Fjallmenn Gnúpverja héldu af stað á miðvikudaginn í síðustu viku og hafa því nú þegar verið rúma viku á ferðinni. Fyrstu dagana smala þeir með fjallmönnum Skeiða- og Flóamanna, í svokallaðri Norðurleit og Sandleit. Þegar leiðir skildi á þriðjudagsmorgun fékk Lilja liðsauka til að smala Gnúp- verjaafrétt. Þrjátíu haust á fjalli Lilja hefur farið á fjall frá 1982, að undanskildum tveimur haustum, og er því í sinni þrítugustu ferð. Síðustu ellefu árin hefur hún stjórn- að fjallmönnum Gnúpverja og ber því titilinn fjalldrottning. Hún vill ekki taka undir að hún stjórni með harðri hendi. „Ég vona að ég sé sanngjörn. Þetta er eins og hver önnur vinna, einn verður að ráða, en svo þarf samspil margra til að allt gangi upp.“ Réttardagurinn er mikill hátíð- isdagur í sveitinni. Í Skaftholts- réttir kemur fjöldi fólks, ekki aðeins til að draga þau tæplega fjögur þús- und fjár sem koma af fjalli. „Þeir sögðu það krakkarnir í unglinga- vinnunni í sumar að réttardagurinn væri jafnvel meira spennandi en jól- in,“ segir Lilja. Fleiri stórar réttir eru á Suður- landi fyrir og um helgina, að því er fram kemur í réttaskrá. Þannig er réttað í Hrunarétt á morgun, kl. 10. Á laugardag eru Tungnaréttir í Biskupstungum og Reykjaréttir á Skeiðum og hefjast þær klukkan 9. Allt hefur bjargast  Fjalldrottning Gnúpverja segir að vel hafi smalast þrátt fyrir rigningu og þoku  Víða réttað á Suðurlandi Morgunblaðið/Ómar Fjársafn rekið inn Margt fólk mætir í réttir til að fylgjast með og taka þátt í réttarstörfum. Réttað verður á fjórum stöðum á Suðurlandi um helgina. Lilja Loftsdóttir Akrafell, gámaflutningaskip Sam- skipa, sem strandaði undir Vattar- nesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskúðsfjarðar aðfaranótt 6. sept- ember síðastliðins, er enn í höfn á Eskifirði. Dæling á sjó úr vélarrúmi skipsins er enn ekki hafin, sam- kvæmt upplýsingum Önnu Guðnýjar Aradóttur, forstöðumanns markaðs- og samskiptamála Samskipa. „Ástæða þess að dæling á sjó úr vélarrúminu er enn ekki hafin er sú, að það er verið að vinna í því að þétta skipið eftir lekann sem kom að því við strandið,“ sagði Anna Guðný í samtali við Morgunblaðið í gær. Anna Guðný segir að Samskip hafi fengið til liðs við sig tæknimenn frá útlöndum, sem séu að vinna að verk- inu. „Þetta er víst frekar viðkvæmt mál og ekki alveg einfalt að dæla sjónum í burtu úr vélarrúminu. Þeg- ar þéttingu er lokið þannig að sér- fræðingarnir telja að fullnægjandi sé, verður hafist handa við að dæla sjónum úr vélarrúminu,“ sagði Anna Guðný. Hún segir að farmur þessa 500 gáma flutningaskips, Arnarfellsins, sé enn um borð og ekki liggi fyrir hvort og þá hversu mikið tjón hafi orðið á farminum, sem sé marg- víslegur. Ekki liggi heldur fyrir mat á heildartjóni Samskipa af strand- inu. „Við erum samt sem áður frekar vongóð um að farmurinn sé óskemmdur,“ sagði Anna Guðný. agnes@mbl.is Ljósmynd/Jens G. Helgason Akrafell Akrafell á strandstað aðfaranótt laugardagsins 6. september. Dæling úr vélarrúmi Akrafells ekki hafin Margbreytilegir og fallegir litir gleðja augað þegar haustið gengur í garð. Hlýindi hafa verið á landinu og mældust mest 19,9 stig á Seyðisfirði í gær. Í dag er spáð dálítilli rigningu vestanlands og sjö til 17 stiga hita á landinu. Haustið og veturinn framundan Morgunblaðið/Ómar Útivist í mildu haustveðri Samtök launafólks eru ósammála um forgangsröðun á því hvort mik- ilvægara sé að lengja fæðingarorlof eða hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofs- sjóði. Þetta kemur fram í minn- isblaði velferð- arráðuneytisins sem lagt var fyrir ríkisstjórnarfund í gær. Í minn- isblaðinu segir að í umræðu um málaflokkinn hafi meðal annars komið fram það sjónarmið að greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þurfi að endurspegla laun foreldra betur og að æskilegt væri að röskun á tekjum væri eingöngu um 20% eins og markmiðið hafi verið í upp- hafi. Hinsvegar geti lenging fæðing- arorlofs brúað bilið milli orlofsins og leikskóla. Á ríkisstjórnarfundinum tilkynnti Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, að hún hygðist skipa starfshóp um mótun tillögu að framtíðarstefnu í fæðingarorlofs- málum hér á landi þar sem huga ætti að því hvernig unnt væri að tryggja að markmiðum laganna um fæð- ingar- og foreldraorlof væri náð. Starfshópnum um málefnið mun gert að leita leiða til að stuðla að því að röskun á tekjuinnkomu heim- ilanna verði sem minnst við fæðing- arorlof enda sé það megintilgangur fæðingarorlofskerfisins. Eins er þó tekið fram mikilvægi þess að tryggja betri samfellu milli fæðingarorlofs og þeirra dagvist- unarúrræða sem eru fyrir hendi þegar fæðingarorlofi lýkur. Ósætti um forgangs- röðun  Huga að framtíð fæðingarorlofsmála Eygló Harðardóttir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríkisstjórnin hefur birt skrá yfir þau þingmál sem ráðherrar ætla að leggja fyrir Alþingi í vetur. Í þing- málaskrá utanríkisráðherra er til- laga til þingsályktunar um að draga til baka umsóknina um aðild að Evr- ópusambandinu en þar segir jafn- framt: „Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir.“ Stjórnarfrumvörp í haust um stjórnkerfi fiskveiða Sjávarútvegsráðherra ætlar að leggja fram tvö lagafrumvörp um sjávarútvegsmál á haustþinginu. Annars vegar er lagafrumvarp í þingmálaskrá ráðherrans um breyt- ingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðigjöld. „Fiskveiðistjórnunarkerfið verður yfirfarið, en grundvöllur fiskveiði- stjórnunar verður áfram aflamarks- kerfi. Miðað er við að efla sátt um framtíðarskipulag greinarinnar. Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili. Stuðst verður áfram við þau félagslegu, byggðalegu og atvinnulegu úrræði sem gildandi fiskveiðistjórnarlöggjöf kveður á um. Veiðigjöld verða hluti þessa frum- varps,“ segir í skýringum um frum- varpið. Þá ætlar sjávarútvegsráðherra að leggja fram frumvarp um breytingu á fiskveiðistjórnunarlögunum varð- andi hlutdeildarsamsetningu mak- ríls. „Með frumvarpinu verður lagt til að makrílstofninn verði hlutdeild- arsettur með sérstökum lögum,“ segir í skýringum um þetta. Útfærsla á gjaldtöku Í þingmálaskrá iðnaðar- og við- skiptaráðherra kemur fram að ráð- herrann ætlar að leggja fram á haustþingi frumvarp til laga um gjaldtöku í ferðaþjónustu. „Út- færsla á gjaldtöku í ferðaþjónustu til að standa straum af kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu á ferða- mannastöðum,“ segir í málaskrá ráðherrans um væntanlegt frum- varp. Boðar tillögu um afturköllun ESB-umsóknar  „Tímasetning framlagningar, ef til kemur, liggur ekki fyrir,“ segir í málaskrá Morgunblaðið/Kristinn Á þingi Gunnar Bragi Sveinsson ut- anríkisráðherra og Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.