Morgunblaðið - 11.09.2014, Side 14

Morgunblaðið - 11.09.2014, Side 14
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikið gas streymir upp úr gígunum í Holuhrauni. Veðurstofan segir að við gosstöðvarnar megi búast við sí- felldum staðbundnum breytingum á vindátt vegna hitauppstreymis. Þetta veldur því að aðstæður á svæðinu eru hættulegar. Á fundi vís- indamannaráðs Almannavarna í gær kom m.a. fram að ekki væri óhætt að nálgast eldstöðvarnar í Holuhrauni án gasmæla og gasgríma. Mikilvægt að fylgjast með gasi Friðrik Daníelsson, efnaverk- fræðingur Vinnueftirlitsins, sagði að fylgjast þyrfti með nokkrum gasteg- undum við gosstöðina til að tryggja öryggi og heilsu þeirra sem þar væru t.d. vegna starfa sinna. Hann sagði að fyrst og fremst þyrfti að mæla magn brennisteinsdíoxíð (SO2) en þess hefur gætt í talsverðum mæli. Gasið fylgir bráðnu hrauni lengi og heldur áfram að menga loft löngu eftir að hraunið er komið upp úr gígnum. Einnig segir Friðrik mikilvægt að fylgjast með styrk súrefnis (O2) þar sem hætta er á gasmengun. Súr- efnið má helst ekki fara niður fyrir 20% í andrúmsloftinu. Minnkað súr- efni getur verið vísbending um vax- andi gasmengun, oft vegna koltví- sýrings (CO2) sem í nægu magni er kæfandi. Fleiri hættur geta steðjað að á gosslóðum. Mögulega getur komið upp koleinsýringur (CO) sem er mjög eitruð lofttegund og svæfir fólk mjög fljótt. Þá hefur verið talið mögulegt að upp komi brennisteins- vetni (H2S). Friðrik sagði að samkvæmt gas- mælingum við eldstöðvarnar í Holu- hrauni skapi brennisteinsdíoxíð mesta hættu hvað varðar gasteg- undir. Einnig hafa t.d. mælst þar flúorsýru- (HF) og saltsýrugas (HCl) í lægri styrk en þau og brenni- steinsdíoxíð brenna m.a. slímhúð í öndunarfærum, geta valdið miklum öndunarerfiðleikum og önd- unarfæraskaða og eru lífshættuleg. „Þeir sem fara næst og eru í mestri hættu verða hreinlega að vera með reykköfunarbúnað ef þeir ætla að vera við öllu gasi búnir. Heilgrímu sem hylur andlitið og slöngu úr henni í loftkút,“ sagði Friðrik. Hann sagði að þeir sem gættu sín vel, þekktu aðstæður og færu ekki eins nálægt upptökum gassins gætu sloppið með að vera með gasmæli sem mæli brenni- steinsdíoxíð, súrefni og koleinsýr- ing. Þeir verði einnig að vera með gasgrímu með gassíu E sem síar brennisteinsdíoxíð úr andrúmsloft- inu, síu til skiptanna og vera reiðu- búnir að forða sér ef vindur fer að standa frá eldstöðinni í áttina til þeirra.. Vinnueftirlitið birtir grein um áhættumat í tengslum við eldgos á heimasíðu sinni (www.ver.is). Þar koma m.a. fram leiðbeiningar varð- andi hættulegar gastegundir sem fylgja eldsumbrotum. Einnig er gerð grein fyrir einkennum og áhrif- um eitruðu lofttegundanna. Vinnu- eftirlitið brýnir fyrir þeim sem starfa nálægt eldsumbrotum að þeir geri viðeigandi varúðarráðstafanir vegna hættu af eitruðum og hættu- legum lofttegundum. Gasmælar eru viðvörunartæki „Mesta hættan skapast af loftteg- undum sem eru þyngri en andrúms- loftið og geta því skriðið með jörðu og myndað dauðagildrur í lægðum og gjótum. Dæmi um slíkar loftteg- undir eru brennisteinsdíoxíð (SO2) og koltvísýringur (CO2),“ segir á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Þá er fólk varað við því að treysta á önd- unargrímur þar sem um margar tegundir lofttegunda er yfirleitt að ræða og síurnar geta mettast fljótt. Eldgosið í Holuhrauni hefur ekki aukið mikið spurn eftir gasmælum hjá RJ Verkfræðingum ehf. Fyr- irtækið selur slíkan búnað. Herdís Rafnsdóttir verkfræðingur sagði að fyrirtækið seldi bæði eingasmæla, sem mæla eina gastegund, og mæla sem mæla fleiri gastegundir sam- tímis. Hún lagði áherslu á að um væri að ræða viðvörunartæki og að mikilvægt væri að prófa mælana reglulega. Eingasmælir sem einungis mælir Gosstöðvarnar Hita- og gufustrókar, sem myndast yfir gígunum og hrauninu fyrir norðan, voru fallegir úr fjarska í fyrrinótt. Strókur rís upp frá megingígnum, en gufustrókur myndast þar sem hraunið rennur út í Jökulsána. Hættulegar gastegundir  Vísindamannaráð Almannavarna telur ekki óhætt að nálgast eldstöðv- arnar án gasmæla og gasgríma Guðni Einarsson Guðrún Hálfdánardóttir Vísindamenn hafa sett fram þrjár mögulegar sviðsmyndir varðandi framvindu umbrotanna í Bárðar- bungu. Hugleiðing jarðeðlisfræðing- anna Magnúsar Tuma Guðmunds- sonar og Páls Einarssonar um öskjusig í Bárðarbungu birtist á síðu Jarðvísindastofnunar HÍ síðdegis í gær (jardvis.hi.is). Þeir segja öskju- sigið í Bárðarbungu valda verulegri óvissu um framvindu mála. Slíkur at- burður hafi ekki orðið hér á landi síð- an Öskjuvatn myndaðist. Fyrsta sviðsmyndin er sú að öskju- sigið hætti áður en það verður mjög mikið og að gosið í Holuhrauni fjari út. Önnur sviðsmyndin byggist á því að sigið haldi áfram og verði jafnvel nokkur hundruð metrar. Jafnframt því verði gosið í Holuhrauni lang- vinnt og jafnvel gjósi undir Dyngju- jökli. Stærð gossins gæti mælst í rúmkílómetrum áður en því lyki. Lengist gossprungan til suðurs eða ef gos opnast á nýjum stað má búast við jökulhlaupum og gjóskufalli. Gos- sprungur geta mögulega opnast und- ir jökli eða utan jökuls. Þriðja sviðsmyndin er sú að kvika finni sér leið upp um öskjubrotið og að gos hefjist innan öskju Bárðar- bungu. Eldgos af því tagi gæti brætt mikinn ís. Það gæti gerst að vatnið slyppi ekki út ef sigið væri langt kom- ið þegar gosið hæfist. Það vatn kæmi þá síðar í miklu jökulhlaupi. Þegar eldgosið næði upp um ísinn myndi það breytast í sprengigos með til- heyrandi gjóskufalli. Heilmikið gas á gosstöðvunum Á fundi vísindamannaráðs Al- mannavarna í gær kom m.a. fram að ekkert hefði dregið úr gosinu í Holu- hrauni. Gosvirknin hefði verið svipuð og undanfarna daga. Hraun rann til austurs af svipuðum krafti og áður og flæmdist Jökulsá á Fjöllum undan hrauninu. Mikill gangur var í hraun- inu út í Jökulsá á Fjöllum, að sögn Ár- Mikil óvissa um Gos í morgunbjarma Ekkert hefur dregið úr gosinu í Holuhrauni og hraunið runnið til austurs af svipuðum krafti og áður. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.