Morgunblaðið - 11.09.2014, Síða 15
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
í Holuhrauni
samtímis. Þannig fjölmælar kosta á
bilinu 100-150 þúsund krónur fyrir
utan virðisaukaskatt. Skipta þarf
um súrefnisskynjarana í mælunum á
tveggja ára fresti.
brennisteinsdíoxíð (SO2) kostar um
40 þúsund krónur fyrir utan virð-
isaukaskatt. Mælirinn endist í 24
mánuði. Hægt er að fá tæki sem
mæla fjórar eða fleiri gastegundir
manns Höskuldssonar, eldfjallafræð-
ings. Hraunið var þá komið 16,2 km
frá gígnum Suðra. Gufubólstrar stigu
til himins þar sem hraunið rann í ána
en þar varð ekki vart sprengivirkni.
Ármann sagði í gærmorgun að þá
gysi aðallega úr gígunum Suðra og
Baugi en Norðri spúði bara gasi.
Ekkert gaus í gær á syðri sprung-
unni sem opnaðist á föstudagsmorg-
un. Ármann sagði að hraunelfan væri
að ná í þrengingarnar við Vaðöldu.
Hann sagði að heilmikið gas væri á
gosstöðvunum og yfir þeim lægi blá
móða. Stíf sunnanátt var á gosstöðv-
unum og lá gosmökkurinn því til
norðurs. Þegar mekkinum sló niður
varð brennisteinslyktin mjög sterk,
að sögn Ármanns.
Undir hádegi í gær höfðu mælst 80
jarðskjálftar frá miðnætti. Þeir
stærstu urðu í norðurhluta Bárðar-
bunguöskjunnar og voru þeir 5,5 og
4,9 að stærð, samkvæmt tilkynningu
Veðurstofunnar. Órói virtist vera
svipaður og undanfarna daga. GPS-
mælingar höfðu sýnt óverulegar
jarðskorpuhreyfingar. Það þótti
benda til þess að kvikustreymi inn í
ganginn hefði haldist svipað og það
sem streymdi út um gígana í Holu-
hrauni.
framvinduna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
SPORTÍS
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
CASALL HAUSTLÍNAN ER KOMIN Í HÚS!
MIKIÐ ÚRVAL AF DÖMU OG HERRA FATNAÐI
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Burstað, lakkað, olíuborið, hand-
heflað, reykt, fasað, hvíttað...
hvernig vilt þú hafa þitt parket?
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Hár styrkur brennisteinsdíoxíðs
(SO2) mældist á Reyðarfirði
klukkan 14.00 í gær. Börnum og
fólki sem var viðkvæmt fyrir var
ráðlagt að halda sig innandyra
og loka öllum gluggum. Þá átti
að slökkva á loftræstingum þar
sem það átti við. Þá var heil-
brigðu fólki ráðlagt að reyna
ekki á sig líkamlega utandyra.
Hæstu toppar brennisteins-
díoxíðsins í andrúmsloftinu fóru
upp í tæplega 2.600 μg/m3 á
Reyðarfirði í gær Eftir það fóru
gildi lækkandi en óvissa var um
framhaldið, samkvæmt frétt Al-
mannavarna.
Umhverfisstofnun og sótt-
varnalæknir sendi nýlega frá
sér tilkynningu vegna brenni-
steinsdíoxíðs á Austurlandi.
Bláa móðu hefur borið yfir
Austurland frá gosstöðvunum í
Holuhrauni og hafa há gildi
brennisteinstvíildis mælst á
vöktunarstöðvum fyrir austan
suma daga síðan gosið hófst.
Hægt er að fylgjast með loft-
gæðum vegna brennisteins-
mengunar í andrúmslofti í Mý-
vatnssveit og í Reyðarfirði á
vefsíðunni loftgæði.is. Lands-
virkjun er með mælistöðvar
sem mæla styrk brennisteins-
vetnis (H2S) í Mývatnssveit og
mælistöðvar Alcoa Fjarðaáls
mæla styrk brennisteinsdíoxíðs
(SO2) í Reyðarfirði og á Egils-
stöðum. gudni@mbl.is
Fylgst með
loftgæðum
MENGUN Í ANDRÚMSLOFTI
Eingasmælir
sem mælir
eina gastegund.