Morgunblaðið - 11.09.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 11.09.2014, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 500-1000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík óskast. Þetta eru skilyrðin: 1. Góður sýnileiki sem og aðkoma 2. Í námunda við góðar strætisvagnasamgöngur 3. Tvískipt húsnæði, þ.e. skrifstofur og lagerhúsnæði með innkeyrsludyrum. Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is Skrifstofu- og atvinnuhúsnæði óskast – Staðgreiðsla Allar nánari upplýsingar veita Reynir Björnsson löggiltur fasteignsali s. 895-8321 og Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali. Reynir Björnsson lögg. fasteignsali Sverrir Kristinsson lögg. fasteignsali Það hefur aukist undanfarið að ráðnir séu til merkilegra starfa menn með skírnarnöfn en ekkert annað til aðgreiningar frá öðru fólki. Að minnsta kosti benda fyr- irsagnir viðskiptafrétta fjöl- miðlanna til mikils frama þessara skírnarnefninga. Flesta daga má nú lesa fyrirsagnir eins og „Gunnar verður kynningarstjóri“, „Indíana verður mannauðsstjóri“ eða eitt- hvað álíka nákvæmt. Sjálfsagt taka blöðin þetta hrátt upp úr frétta- tilkynningum, sem samið hafa menn sem telja víst að landsmenn allir viti hverjir hafi komið til greina í störfin og þurfi bara ein- falda fyrirsögn til að komast að hinu sanna og öðlast innri frið. Ef endilega þarf að birta fréttir af þessum stóratburðum þá ættu blaðamenn að hafa í huga að flestir lesendur þekkja hvorki haus né sporð á þessum mönnum og einföld fyrirsögn um að „Þorleifur“ hafi verið ráðinn skrifstofustjóri segir engum neitt. Föðurnefndur skírnarnefningur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Skírnarnöfn ráðin til starfa EAPN (European Anti Poverty Network) eru evrópsk samtök sem mynduð eru af frjálsum félagasam- tökum sem hafa það í markmiðum sínum að vinna að málefnum fá- tækra. EAPN lítur svo á að fátækt og fé- lagsleg einangrun séu brot á grundvallar- mannréttindum því fátækt gerir fólki ekki kleift að lifa með reisn. Or- sakavaldar fátæktar er flókið sam- spil margra ólíkra þátta og því þarf að ráðast gegn þeim á breiðum grunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis, sem og annars staðar í Evrópu í Evrópu, hafa gripið til í þeim tilgangi að draga úr fátækt hafa ekki dugað og eru þeir sem bjuggu við kröppust kjör fyrir efna- hagshrunið jafnvel enn verr settir nú en áður. EAPN á Íslandi – samtök gegn fá- tækt voru stofnuð í nóvember árið 2011. Það er mikilvægt að starfið einskorðist ekki við höfuðborg- arsvæðið, heldur nái einnig til þeirra sem búa á landsbyggðinni. Því er bú- ið er að stofna deild innan samtak- anna á Akureyri og einnig er starf- andi hópur á Suðurnesjum. Jafnframt hefur verið unnið að því að fjölga aðild- arfélögum. Hafin er vinna við heimasíðu EAPN á Ís- landi og einnig er unnið að því að útbúa kynn- ingarefni fyrir sam- tökin. Árleg PeP-samkoma (People experiencing Poverty) var haldin í fyrrasumar í Brussel en þar kemur saman fólk víðsvegar að úr Evrópu sem býr við fá- tækt og félagslega einangrun. Það var virkur hópur þriggja kvenna frá Suðurnesjum sem fór utan ásamt fulltrúa stjórnar EAPN á Íslandi. Samkoman var mikil upplifun fyrir konurnar sem komu úr erfiðum að- stæðum. Þátttaka í PeP-samkomum hefur verið mjög valdeflandi fyrir þá einstaklinga sem þær hafa sótt og í mörgum tilfellum verið vendipunkt- ur þar sem fólk öðlast nýja sýn og finnur hjá sér kjark til að takast á við aðstæður sínar. EU Inclusion Strategies Group er vinnuhópur innan EAPN og á hvert hinna 29 aðildarlanda einn fulltrúa í hópnum. Meginmarkmið hópsins er að fylgjast með stefnu og aðgerðum stjórnvalda til að draga úr fátækt. Á það bæði við um Evrópusambandið og stjórnvöld í hverju landi fyrir sig. Mjög mikilvægt er að upplýsing- arnar séu nýttar til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við þar sem þörf er á. Hópurinn er vettvangur fyrir gagnkvæman stuðning milli meðlima EAPN víðsvegar í Evrópu í baráttu þeirra gegn fátækt. Með- limir hópsins deila reynslu sinni og læra hver af öðrum t.d. varðandi samskipti við stjórnvöld og hvernig er best að stuðla að vitundarvakn- ingu meðal almennings um fátækt. Árlega svarar hvert land ítarlegum spurningalista um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar með áherslu á hvað hún hyggst gera til að draga úr fátækt. Þessi vinna hefur reynst mjög gagnleg við að sjá hvað hefur verið gert og hvað ekki til að draga úr fátækt hér á landi. Í nóvember sl. héldu Evrópusam- tökin aðalstjórnarfund í Reykjavík. EAPN á Íslandi sá um undirbúning fundarins. Þurftum við einnig að leggja til fjármuni vegna fundarins og tókst það m.a. með styrkjum frá aðildarfélögum samtakanna. Allt skipulag og aðstaða var til mikillar fyrirmyndar. Farið var með hópinn í móttöku á Bessastaði og er óhætt að segja að mikil ánægja hafi ríkt með ferðina hingað. Á síðasta ári hófst vinna við svo- kallað EMIN-verkefni innan EAPN sem hefur það markmið að finna út hvað þarf í hverju landi fyrir sig til að fólk geti lifað mannsæmandi lífi, þ.e. hvað er viðunandi framfærsla. Í EMIN verkefninu erum við hluti af norrænum hópi sem er undir leið- sögn Dana en hópurinn leitast m.a. við að svara þeirri spurningu hvort til sé norrænt velferðarkerfi. Unnin hefur verið skýrsla á vegum EAPN á Íslandi um stöðuna hér á landi. Tekin voru viðtöl við ýmsa aðila, s.s. fólk sem býr við fátækt, fræðimenn og fulltrúa verkalýðsfélaga. Þann 19. september n.k. verður haldin ráð- stefna á vegum samtakanna þar sem EMIN verkefnið og úttekt á við- unandi framfærslu á Íslandi verður kynnt. Niðurstaða skýrslunnar mun án efa verða sterkt vopn í baráttunni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem búa við kröppust kjör hér á landi. Ráðstefnan er öllum opin og er þátttaka ókeypis. Skráning er til 16. september á heimasíðu Ör- yrkjabandalags Íslands. EAPN á Íslandi og ráðstefna um viðunandi framfærslu Eftir Þorberu Fjölnisdóttur »Niðurstaða skýrsl- unnar mun án efa verða sterkt vopn í baráttunni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem búa við kröppust kjör hér á landi. Þorbera Fjölnisdóttir Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í stjórn EAPN á Íslandi Nú þegar tugþús- undir jarðskjálfta hafa mælst í Bárð- arbungu og á svæð- inu þar um kring á stuttum tíma, þá kemur það óneit- anlega upp í hugann hvað þetta geti boð- að, ellegar hitt, hvort þetta boði svo sem nokkuð sérstakt sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. Þegar þetta er skrifað, (4. sept. 2014), þá er smá hraungos þegar byrjað á þessu skjálftasvæði norð- an Vatnajökuls og er ekki að sjá að það muni valda nokkrum skaða. Ef litið er til baka til stórgosa fyrr á tímum þá dettur manni í hug hvort undanfari þeirra gosa hafi verið tugþúsundir jarðskjálfta, eins og til dæmis hvort undanfari Lakagossins hafi verið slík hrina jarðskjálfta. En trúlega eru engin svör til um það, þar sem mælitæki voru engin og ef til vill litlar heim- ildir um þá jarðskjálfta sem kunna að hafa fundist í byggð. En gos síðustu áratuga hafa komið án þess að gera nokkur boð á undan sér, svo sem Vest- mannaeyjagosið sem læddist að mönnum um miðja nótt og það svo hljóðlega að enginn vaknaði í bæn- um. Það virðist því erfitt að setja beint samband á milli eldgosa og jarðskjálfta. Og þótt engir jarð- skjálftar fylgdu Vestmannaeyja- gosinu þá olli það hrikalegum skaða. Ég hefi ekkert vit á eldgosum eða jarð- skjálftum. Og ég er enginn spámaður og með þessum orðum mínum í þessari grein er ég ekki að spá nokkrum sköpuðum hlut, hvorki einu né neinu, – hvorki til eða frá. En það er svo allt annar hlutur að menn hafi vara á sér, – að menn séu við öllu búnir, jafnvel hinu versta, – það er ekki nema sjálfsagt og eðlilegt. Þá langar mig til þess að minn- ast á að sum eldgos hafa byrjað um tunglkomur, eða einum eða tveimur dögum eftir nýtt eða fullt tungl. Að lokum þá vona ég svo sann- arlega, að ekkert ofurgos verði, og ég bið þess heitt og innilega að ekkert slíkt rosagos muni verða. Kemur ofurgos… ? Eftir Tryggva Helgason Tryggvi Helgason »En gos síðustu ára- tuga hafa komið án þess að gera nokkur boð á undan sér, svo sem Vestmannaeyjagosið sem læddist að mönnum um miðja nótt. Höfundur er fv. flugmaður. Sú leið að takmarki hvers og eins virðist freista margra og er mikið gaman að lesa fyrir þá er heima sitja. Langar mig þá til að bæta við og benda á bók er Jón Bjarnason sálfræðingur ritaði eftir að hafa farið hjólandi hinn eftirsókn- arverða Jakobsveg. Sigurdís. Jakobsvegurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.