Morgunblaðið - 11.09.2014, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
✝ Guðjón Jóns-son var fædd-
ur á Seyðisfirði
19. september
1929. Guðjón lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 23.
ágúst 2014 þar
sem hann bjó síð-
ustu árin.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Vigfússonar, múr-
arameistara og organista, og
konu hans Sigurlínar Sigurð-
ardóttur. Guðjón var yngstur í
sex systkina hópi. Þau eru nú
öll látin en þau hétu Val-
gerður, Hrafnhildur Lilja,
Lára, Hörður og Kristján.
Guðjón ólst upp á Seyð-
isfirði til um 20 ára aldurs.
Guðjón kvæntist 1951 Þór-
önnu Þórarinsdóttur. Þau slitu
samvistum. Saman eignuðust
þau Ragnheiði Láru 1952.
Börn Ragnheiðar eru Þóranna
sem er látin, Helgi Þór og Ax-
el Ingi. Árið 1956 eignaðist
Guðjón Valdemar Steinar með
Áslaugu Valdemarsdóttur.
Dóttir Valdemars er Védís Ás-
laug.
Þeirra börn eru Thelma Katr-
ín og Víkingur Þór. Fyrir átti
Grétar son, Kalman Thor, sem
býr á Nýja-Sjálandi. Þau eru
búsett í Austervall í Noregi.
Jón Vigfús Guðjónsson, vél-
stjóri, f. 20. ágúst 1969,
kvæntur Evu Hrönn Perez.
Sonur Jóns er Grétar Þór. Þau
eru búsett í Hammerfest í
Noregi.
Guðjón vann hin ýmsu störf
um ævina jafnt til sjós og
lands en hans aðalævistarf var
á jarðýtu og vinnuvélum sem
hann stjórnaði af mikilli kunn-
áttu í yfir 50 ár. Árið 1989
fluttu Guðjón og Elísabet til
Reykjavíkur þar sem Guðjón
tók við starfi húsvarðar hjá
Tryggingu hf. þar sem hann
lauk sinni starfsævi. Á Suður-
eyri gegndi Guðjón ýmsum
störfum, var m.a. slökkviliðs-
stjóri í 18 ár, sá um hitaveitu
bæjarins svo og aðveitu fyrir
kalt vatn. Guðjón sá um jarð-
ýtu Suðureyrarhrepps í ára-
tugi. Hann var eftirsóttur í
vegagerð og fór víða um Vest-
firðina til vegagerðar. Guðjón
var einnig flugvallarstjóri um
árabil á flugvelli Suðureyrar
sem hann tók drjúgan þátt í
að byggja.
Útför hefur farið fram í
kyrrþey.
Árið 1957 flutti
Guðjón til Suður-
eyrar við Súg-
andafjörð og bjó
þar til 1989. Guð-
jón kvæntist eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Elísabetu
Þórðardóttur, 19.
september 1958 og
eignuðust þau
fjögur börn. Áður
átti Elísabet son-
inn Grétar Þór er lést 1964.
Eftirlifandi börn eru: Hólm-
fríður Hjördís, matráðskona
hjá Akureyrarbæ, f. 6.6. 1959,
gift Magnúsi Inga Björgvins-
syni. Þau eru búsett á Ak-
ureyri, börn Hjördísar eru
Guðjón Svanur, Magnús Einar,
Arnar Ingi og Elísabet Ósk .
Margrét Thelma Guðjóns-
dóttir, bókhaldsfulltrúi hjá
Tryggingamiðstöðinni hf., f.
26. maí 1961, gift Einari Þor-
lákssyni. Börn Margrétar eru
Arinbjörn, Jóhann og Lísa
Lind. Margrét og Einar eru
búsett í Reykjavík. Grétar Þór
Guðjónsson, smiður, fæddur
11. ágúst 1965. Sambýliskona
er Kristín Eik Gústafsdóttir.
Þá er komið að leiðarlokum,
elsku pabbi minn, þakka þér
samfylgdina í 45 ár. Nú ert þú
loksins laus við þínar þrautir og
kominn á betri stað. Ég er
nokkuð viss um að kátt sé í
skýjahöllinni núna þegar þú ert
kominn í hópinn fyrir handan.
Margs er að minnast á langri
leið og gott að eiga margar ljúf-
ar minningar til að ylja sér við.
Sem barn og unglingur sótti ég
mikið í að vera með þér og
margir eru dagarnir þar sem
ég sat á geymakassanum í jarð-
ýtunni og fylgdist með þér
vinna daglangt.
Það var oft talað um það á
Suðureyri að ef eitthvað var
verið að stússast við ýtuna þá
var það oftar en ekki sem sást í
tvo rassa uppúr vélahlífinni,
annan stóran en hinn lítinn. En
akkúrat við þessar aðstæður í
æsku lögðust línurnar að mínu
ævistarfi.
Blíða þín var mikil og þol-
inmæði við að kenna mér á vél-
ar og viðgerðir þeirra. Alltaf
varst þú boðinn og búinn til að
hjálpa fólki og mikil var gest-
risnin á heimili ykkar mömmu.
Mér er efst í huga þakklæti á
þessari stund, þakklæti fyrir að
hafa einmitt átt þig sem föður.
Að endingu læt ég fylgja
æðruleysisbænina sem við báð-
ir þekkjum svo vel og hefur
hjálpað svo mörgu fólki eins og
okkur feðgunum.
„Guð gefi mér æðruleysi til
að sætta mig við það sem ég fæ
ekki breytt, kjark til að breyta
því sem ég get breytt – og vit
til að greina þar á milli.“
Elsku pabbi
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Þinn elskandi sonur,
Jón Vigfús Guðjónsson,
Hammerfest, Noregi.
Elsku pabbi minn er allt í
einu farinn mér frá. Þrátt fyrir
löng veikindi og rúmlegu þá
kom kallið óvænt og hratt.
Pabbi missti aldrei andlega
heilsu, því var hægt að tala við
hann um alla hluti allt til hinsta
dags, hann hlustaði á alla
fréttatíma jafnt í útvarpi sem
sjónvarpi, fylgdist vel með öllu.
Við pabbi vorum góðir vinir
og vorum alltaf náin, ég á hon-
um margt að þakka. Lífið var
ekkert alltaf auðvelt hjá pabba
mínum, það lofaði víst enginn
að þannig yrði það, en hann
tókst á við sín vandamál, verk-
efni og sorgir í hljóði.
Pabbi gat verið mikill sprel-
likarl í leik, bæði við okkur
systkinin er við vorum lítil og
ekki síður við börnin mín sem
elskuðu öll afa Guðjón og sakna
mikið.
Eftir að mamma og pabbi
fluttu til Reykjavíkur 1989 og
meðan hann hafði heilsu fórum
við saman með börnin í marga
bíltúrana og ferðalög, að
ógleymdum ferðunum vestur á
hverju sumri, þar sem mest
spennandi voru nestistímarnir,
þá voru dregin fram boxin, kalt
saltkjöt, kótelettur og allslags
góðgæti sem mamma hafði
útbúið, heitt kaffi á brúsa og
sest út í móa.
Ég gæti haldið endalaust
áfram að skrifa um pabba, læt
þetta duga og geymi nú allar
góðar minningar með sjálfri
mér áfram minn veg í þessu lífi.
Það er gott að finna það í
hjarta mínu að ég kveð pabba
sátt og þakklát fyrir að hafa
verið dóttir hans og að hafa
hugsað um hann eins vel og ég
gat seinustu árin.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
…
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Með þessum sálmi kveðjum
við þig, elsku pabbi minn.
Þín dóttir
Margrét Thelma,
Arinbjörn
Jóhann og Lísa Lind.
Guðjón Jónsson, tengdafaðir
minn kær, er látinn, tæplega 85
ára að aldri.
Kynni okkar Guðjóns hófust
fyrir 13 árum þegar ég hóf bú-
skap með dóttur hans, Mar-
gréti Thelmu, og ég fór að
koma með í reglubundnar helg-
arheimsóknir til þeirra hjóna,
Guðjóns og Elísabetar. Guðjón
kom fyrir sjónir sem sviphreinn
og fríður maður og myndir frá
yngri árum bera því glöggt
vitni að Guðjón var glæsimenni
á velli.
Við kynni mín á Guðjóni kom
fljótt í ljós að hann hafði skýra
sýn á flest mál, hreinskiptinn
og skoðanafastur og var stað-
fastur sjálfstæðismaður. Guð-
jón var góðum gáfum gæddur,
nákvæmnismaður og vandvirk-
ur og ef það hefði getað legið
fyrir honum að ganga mennta-
veginn, er ég viss um að allt
nám hefði legið vel fyrir hon-
um.
Lífshlaup Guðjóns var ekki
alltaf auðvelt og vinamargur
var hann ekki enda sennilega
nokkur einfari að eðlisfari.
Hins vegar, þegar maður var
búinn að kynnast honum var
spjall við hann alltaf gefandi og
þakka ég fyrir það að hafa haft
tækifæri til þess að eiga skoð-
anaskipti við Guðjón í mörgum
heimsóknum á hans heimili, á
Laugaveginum, Furugerði og
loks á hjúkrunarheimilinu
Skjóli þar sem hann eyddi síð-
ustu tveimur æviárum sínum.
Með söknuði kveð ég kæran
tengdaföður en góð minning
mun lifa í huga mínum.
Einar Þorláksson
Guðjón Jónsson
✝ Stefán BaldurGíslason fædd-
ist í Reykjavík 16.
júlí 1930. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Grund 4.
september 2014.
Foreldrar hans
voru Gísli Guð-
mundur Guð-
mundsson, f. 2.10.
1883, d. 2.8. 1949
og kona hans, Jón-
ína Sólveig Jónsdóttir, f. 15.5.
1887, d. 21.5. 1959.
Systkini Stefáns eru: Jóna, f.
8.6. 1912, d. 15.6. 1962, Sveinn
ugadóttir, f. 7.10. 1901, d. 26.1.
1991. Börn Stefáns og Guð-
nýjar eru: 1) Helga Björk Birg-
isdóttir, f. 12.9. 1960, maki
Guðmundur Guðbrandsson, f.
21.3. 1960 og eru börn þeirra
Daldís Ýr, f. 17.8. 1979 og Arn-
þór Daði, f. 13.12. 1993. 2) Ósk-
ar Ingi Stefánsson, f. 11.1.
1967. 3) Kjartan Guðfinnur
Stefánsson, f. 9.6. 1969 og eru
börn hans María Katrín, f. 7.7.
1994 og Hekla Rán, f. 26.1.
2000. Barnsmóðir er Auður
Ingunnardóttir, f. 21.5. 1967.
Stefán fæddist á Framnesvegi
33 í Reykjavík og bjó þar alla
tíð. Hann var vörubílstjóri hjá
Þrótti og var virkur meðlimur
Slysavarnafélags Íslands á
yngri árum.
Útför Stefáns fer fram frá
Neskirkju í dag, 11. september
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
Aðalsteinn, f. 11.9.
1914, d. 19.5. 1982,
Guðbjörg, f. 12.5.
1918, d. 18.2. 1996,
Guðrún, f. 24.1.
1927, d. 11.7. 1977
og Guðmundur
Hafsteinn, tvíbura-
bróðir, f. 16.7.
1930. Eftirlifandi
eiginkona Stefáns
er Guðný Halldóra
Jónsdóttir, f. 22.1.
1935. Þau gengu í hjónaband
24.1. 1964. Foreldrar hennar
voru Jón Jónsson, f. 9.11. 1896,
d. 21.3. 1966 og Helga Ill-
Afi Stebbi vildi gjarnan halda
í hefðir og gera hlutina eftir röð
og reglu. Fyrstu minningar mín-
ar eru frá jólunum á Framnes-
veginum, en afi sá alltaf um að
skreyta jólatréð á Þorláks-
messukvöld með sömu fallegu
seríunni. Það er gott að hafa
fasta punkta í tilverunni en um
síðustu jól fylgdist ég með þeim
gamla hengja skrautið á tréð og
það hvarflaði að mér að ekkert
varir að eilífu. Afi veiktist alvar-
lega fyrir fjórum árum en þá
var hann í sólinni á Spáni, ný-
orðinn áttræður. Hann náði sér
furðu vel á strik þrátt fyrir að
aldurinn og lífsreynslan hafi
sagt meira og meira til sín síð-
ustu misseri. Afi var vörubíl-
stjóri og hafði ótal sögur að
segja af hinum ýmsu leiðöngrum
og ævintýrum. Hann vann lengi
á Vellinum og var nokkuð lunk-
inn í ensku. Það kom sér vel því
þau amma hafa ferðast mikið til
útlanda, oftast með Guggu syst-
ur ömmu og Didda. Þau fóru
saman í sólarferðir á sumrin og
til Glasgow á haustin til að njóta
jólaljósanna og kaupa gjafir.
Það var líka fastur liður í mörg
ár hjá afa og ömmu að fara
austur í Þykkvabæ í sumarbú-
staðinn til Guggu og Didda um
helgar. Þau komu gjarnan við á
Selfossi til að kippa mér með, en
ég hef alla tíð litið á Guggu og
Didda sem aukasett af ömmu og
afa. Afa þótti gaman að fá að
taka þátt í því að byggja bústað-
inn og dytta að með Didda og
hafa þessi vinahjón átt margar
góðar stundir við Árbakkann.
Ég naut góðs af því að vera eina
barnabarn afa og ömmu fram
yfir fermingu, eða þar til Arn-
þór Daði bróðir minn fæddist.
Eftir að við fluttum á Selfoss fór
ég oft með rútu til Reykjavíkur
og var heilu helgarnar í góðu yf-
irlæti hjá afa og ömmu. Oftast
var ég að skottast í kringum
ömmu eða atast í stóru frænd-
um mínum, þeim Óskari og
Kjartani, á meðan afi var að
brasa úti í skúr. Ég vissi eig-
inlega aldrei hvað hann var að
gera í öllu draslinu þar en það
eru ótrúlega sterkar minningar
sem koma upp í kollinn af afa í
vinnugallanum í skúrnum. Lykt-
in þar var líka sérstök og mér
fannst ævintýri líkast þegar ég
fékk að kíkja þar inn. Afi bauð
okkur stundum á ísrúnt og þá
var við hæfi að koma við í
Skammadal í kartöflugarðinum
eða borða kjúkling á KFC. Ég
man líka eftir því að afi gaukaði
einstaka sinnum að mér 500
króna seðli og fórum við svo
saman í leikfangaverslunina Liv-
erpool á Laugaveginum til að
kaupa Playmo fyrir peninginn.
Á ellefu ára afmælinu fékk ég
sirkusmiða frá afa og fórum við
tvö saman í sirkus. Ég er hand-
viss um að afi skemmti sér jafn
vel og ég á sýningunni, jafnvel
betur.
Eftir háskólanám bauðst mér
að flytja í risið til afa og ömmu
á Framnesveginum og var þar í
tæp fjögur ár að safna fyrir út-
borgun í fyrstu íbúð. Það var
góður tími og á kvöldin var
notalegt að vita af ömmu niðri
með prjónana og afa horfa á bíó-
myndir hinumegin við vegginn,
alltaf með eina appelsínu og eitt
epli yfir sjónvarpinu á kvöldin.
Ég á eftir að sakna þess að
koma við á Framnesveginum og
sjá ekki afa á sínum stað í stof-
unni, en ég mun alltaf líta í
hornið hans og minnast hans
með hlýju og þakklæti fyrir all-
ar góðu samverustundirnar.
Daldís Ýr Guðmundsdóttir.
Hann Stefán Gíslason eða
Stebbi, eins og ég kallaði hann
alltaf, hefur kvatt þetta líf. Ég
er alveg viss um að hann fór
sáttur við guð og menn.
Þegar við heimsóttum hann í
sumar á Vífilsstöðum, sagðist
hann hafa átt gott líf, og hann
lokaði bara oft augunum og sæi
ótal myndir frá liðnum tíma og
ornaði sér við það.
Það var gott að heimsækja
hann, hann fagnaði manni inni-
lega og kvaddi með bros á vör.
Það eru sennilega um rúm 50
ár síðan ég fyrst hitti Stebba, þá
var ég stelpuhnokki, en hann
ungur maður, sem kom á heimili
mitt í Langagerðinu og var þá
farinn að gera hosur sínar
grænar fyrir henni Guðnýju
móðursystur minni, sem bjó hjá
foreldrum mínum ásamt ungri
dóttur sinni, henni Helgu Björk.
Mér fannst hann svo flottur í
teinóttum jakkafötum, og
frakka, reykti vindil og ilmaði af
Kölnarvatni. Mér fannst hann
eins og kvikmyndastjarna, bar
með sér eitthvað mér áður
framandi og óþekkt.
Ekki man ég betur en hann
hafi komið á vörubílnum sínum,
R 140. Stöku sinnum laumaði
hann að mér útlendu Hershey’s
súkkulaði og öðru góðgæti sem
ekki var daglegt brauð á venju-
legu heimili á sjöunda áratugn-
um.
Seinna átti ég eftir að fá að
fara með honum inn á svæði
Varnaliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Þangað fór hann að mig
minnir nær vikulega með flutn-
ing á vegum Íslenskra aðalverk-
taka, en hann var vörubílstjóri á
Þrótti allan þann tíma sem ég
man eftir honum, þar til hann
hætti að vinna fyrir aldurs sak-
ir.
Þessar ferðir til Keflavíkur
voru ævintýri í mínum huga,
eins og að fara til útlanda.
Stebbi og Guðný hafa verið
samofin minni fjölskyldu alla tíð,
og ég man eftir þeim uppábún-
um fara með foreldrum mínum
á Þróttarárshátíðir eða Hita-
veituböll. Seinna ferðuðust þau
saman bæði innanlands og utan.
Þau nutu félagsskaparins, þeir
svilarnir pabbi og Stebbi, voru
ekki aldeilis alltaf sammála en
alltaf vinir og skáluðu gjarnan í
„karlakóki“ að kvöldi dags í
þessum ferðum sínum. Og ekki
má gleyma sumarbústaðarferð-
unum í Þykkvabæinn, þar áttu
Guðný og Stebbi sitt herbergi í
sumarbústað foreldra minna.
Ég á margar góðar minning-
ar frá þessum árum og ekki síð-
ur frá heimsóknum þeirra til
okkar Gunnars, til Kaupmanna-
hafnar. Allsstaðar þar sem við
höfum búið, komu þau í heim-
sókn með foreldrum mínum.
Þau hjálpuðu til við að pakka
búslóðinni saman til flutnings
heim til Íslands, og þegar við
fluttum á Kirkjubæjarklaustur,
voru þau aftur mætt til að bera
okkur inn.
Stebbi gaf mörg góð ráð, eftir
sumum var farið en öðrum ekki
eins og gengur. Þótt hann gæti
verið fastur fyrir var alltaf stutt
í húmorinn og glettnislega bros-
ið.
Nú hefur hann fengið hvíldina
og er kominn þangað sem alltaf
er sól og snjólausir vegir, að því
er manni er sagt.
Með þessum fátæklegu minn-
ingarbrotum vil ég kveðja
Stebba „ská“ frænda og þakka
honum allar liðnar stundir í
gegnum árin. Gunnar minnst
Stebba sem góðs vinar sem um-
bar honum, með góðlátlegu
glotti, strákapörin í gegnum tíð-
ina.
Elsku Guðný, Björk, Brósi og
Kjartan, innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar og fjölskyld-
unnar allrar frá okkur Gunnari.
Jóna S. Sigurbjartsdóttir.
Stefán Baldur
Gíslason
HINSTA KVEÐJA
Nú kveð ég þig að sinni,
þakka farinn veg.
Ég geymi mér í minni
það allt sem liðið er.
Guðný Jónsdóttir.
Látinn er góður
félagi minn í Góð-
templarareglunni.
Við Kristján Jóns-
son störfuðum sam-
an á ýmsum stigum
Reglunnar um áratuga skeið. Ég
minnist þess best er við sátum
saman í framkvæmdanefnd Um-
dæmisstúku Suðurlands á þeim
tímum þegar Bindindismótin í
Galtalæk gengu sem best. Vilji
Kristjáns til verka var mikill og
var þá ekki spurt um eðli verk-
efna. Hann var ráðagóður á fund-
um og hamhleypa til hvers kyns
smíða á húsum og snyrtingum í
Galtalæk.
Kristján var jákvæður maður
sem gaman var að starfa með.
Hann naut dvalar í Galtalækjar-
skógi og var oft langdvölum í Sig-
þórsskála sem stúkan hans átti,
en hann var frumkvöðull að
byggingu þess húss. Það var oft
mikið að gera á fjölmennum
Bindindismótum en alltaf var
Kristján Jónsson
✝ Kristján Jóns-son fæddist 10.
ágúst 1928. Hann
lést 23. júlí 2014.
Útför Kristjáns fór
fram 6. ágúst 2014.
Kristján til staðar og
leysti vel þau verk
sem hann tók að sér.
Með þessum örfáu
orðum vil ég fyrir
hönd Bindindis-
samtakanna IOGT á
Íslandi þakka öll
störf Kristjáns, ekki
síst starfið í Galta-
lækjarskógi og einn-
ig ómetanleg störf í
stúkustarfinu.
Hann fór með okkur félögum í
samtökunum „Komið og dansið“
á dansmót á Ærø í Danmörku ár-
ið 1996 og er skemmtilegt að
minnast þeirrar samveru enda
Kristján góður ferðafélagi og
kátur í góðra manna hópi. Seinni
árin kynntist ég Kristjáni enn
betur í Reglu Musterisriddara,
en þar sem annars staðar lagði
hann hönd á plóg svo um munaði.
Það var gæfa að kynnast
manni eins og Kristjáni, glaðvær-
um og jákvæðum félaga sem
ávallt lagði gott til mála og var
reiðubúinn að leggja lið þeim
verkum sem vinna þurfti. Ég
votta sambýliskonu hans og fjöl-
skyldu samúð. Minningin um
góðan mann lifir.
Gunnar Þorláksson.