Morgunblaðið - 11.09.2014, Page 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
Hvern ætlar þú að gleðja í dag
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Reyndu að bíta á jaxlinn og ljúka
verkefnum sem þér eru falin. Ef þú finnur
handfangið opnast dyr og hleypa þér inn í
leynigöng sem liggja þangað sem þú vilt.
20. apríl - 20. maí
Naut Fylgdu því sem þú skynjar sem mikil-
vægt. Sjálfur þarft þú að leita kjarnans í sjálf-
um þér. Farðu varlega og reyndu að gera ekki
illt verra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Uppreisnargirni þín er dregin fram í
dagsljósið. Einhleypir hitta ákjósanlega maka
á meðan þeir skara fram úr sjálfum sér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver löngu liðinn atburður setur
svip sinn á nútíma þinn. Einstein sagði að
snilld sín fælist í ímyndunaraflinu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er óþarfi að vera að kikna undir
vandasömum ákvörðunum, þegar vinir eru á
næsta leiti tilbúnir til þess að aðstoða. Byrj-
aðu strax.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ættir að finna þér tíma til þess að
sinna sjálfum þér betur. Spurðu þig þrisvar
hvort þú þurfir á viðkomandi hlut að halda
áður en þú opnar budduna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Enn á ný kanntu að komast í uppnám yfir
breyttum reglum varðandi sameiginlegt eign-
arhald. Tölvuvandræði og aðrar óvæntar
uppákomur munu líklega reyna á þolinmæði
þína.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er eins og þú eigir eitthvað
erfitt með að koma skoðunum þínum á fram-
færi við aðra. Aðrir sjá að þú veist um hvað
þú ert að tala og leggja því við hlustir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekkert koma þér úr jafn-
vægi því flestir hlutir eru ekki þess virði.
Gömul vandamál leysast fyrir tilstilli nýrra
bandalaga.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að fá málin á hreint gagn-
vart félaga eða nánum vini. Haltu áfram að
hugsa um það sem kemur á morgun. Frelsi
þitt og sjálfstæði til eigin verka er í húfi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gefðu þér allan þann tíma sem til
þarf í að útfæra hugmynd þína og þá fyrst
geturðu sett kraft í að framkvæma hana.
Enginn sagði að samstarf væri auðvelt, en þú
kaust þetta af vissri ástæðu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ígrundaðu á hvern hátt þú getur bætt
samskipti þín við ættingja og fjölskyldu.
Reyndu að skapa sjálfum þér olnbogarými
svo þú haldir áttum.
Hjálmar Jónsson sendi úr iPadlimru um ástandið á Ríkis-
útvarpinu.
Útvarpið ermar upp brettir
og ábyrgð af herðum sér léttir.
Um hádegisbil
hljómar þar spil:
Síðasta lag fyrir auglýsingar.
Skemmtileg orðaskipti á Leirn-
um byrjuðu með þessari limru Pét-
urs Stefánssonar á laugardaginn:
Kona í kjöltu mér sat,
kolsvört og ættuð frá Chad.
Ég elskaði hana
af eldgömlum vana
alveg hreint eins og ég gat.
Það atvik varð úti við sjóinn
að Ársæll fékk sandkorn í skóinn.
Svo gekk hann á stein,
og gaf frá sér vein
er geitungur stakk hann í þjóinn.
Og síðan hélt hann áfram:
Hún er falleg, hún Friðgerður Mjöll,
fönguleg dama og snjöll.
Hún drekkur úr krús
sitt dýrindis bús
og dýrkar að fara á böll.
Þá taldi Sigrún Haraldsdóttir
tíma til kominn að blanda sér í mál-
ið:
Fräulein Gommu frá Grindli
gast vel að Bernarði rindli,
sjálf var hún feit,
sælleg og heit
og státaði af stuttrófudindli.
Páll Imsland tók undir og hélt
áfram upphafi Sigrúnar:
Hennar mágkona, Magga frá Vindli
– margoft staðin að allskonar svindli –
var gift eins og gengur
og gat því ei lengur
sofið hjá Brynjólfi bryndli.
Hafsteinn Reykjalín orti og ekki
að ástæðulausu:
Rigningin ráðskast með alla,
hún rennur um götur og palla.
Staðan í gær,
staðfest ófær,
en steindrepur okkur þó valla.
Hér er svo gömul vísa:
Augun gráu erta mig,
augun bláu töfra mig,
augun svörtu æra mig,
augun brúnu drepa mig.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af konu frá Chad, Möggu
frá Vindli og stuttrófudindli
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG KANN VEL VIÐ FÓLK
SEM VEIT HVAÐ ÞAÐ VILL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá eiginhandar-
áritun hjá uppáhalds-
poppstjörnunni hennar.
STÖÐUR LAUSAR
ENGAR
HRÓLFUR! HÆTTU
ÞESSU BRÖLTI
AÐEINS OG
KOMDU HINGAÐ
NIÐUR!
SÉRÐU EKKI AÐ ÉG ER
UPPTEKINN, HELGA?
HVAÐ ER AÐ?
ÞÚ GLEYMDIR
INNKAUPALISTANUM
SEM ÉG VAR BÚIN AÐ
SKRIFA HANDA ÞÉR!
HVERNIG LÍST ÞÉR Á
ÞESSAR VÍGTENNUR, HA?
GÆTU VERIÐ
HVÍTARI.
AÐ GELTA MEÐ
LOKAÐAN MUNNINN
ER BARA AÐ UMLA.
MMMM!
HÓMÓPATÍSK
SJÚKRASTOFNUN
LEGUSÁR OG
LYFLEYSUR
Þegar Víkverji stundaði skemmt-analífið af einhverju kappi kom
það stundum fyrir að hann fékk stimp-
il á höndina, svona til þess að sýna að
Víkverji hefði nú greitt aðgangseyrinn
sem þurfti til þess að komast á ballið.
Hvort sem það var stimplinum að
þakka eða ekki, þá voru þessar stimpl-
uðu skemmtanir oft eftirminnilegri
heldur en óstimplaðar.
x x x
Víkverji hafði annars ekki hugsaðtil þessa tíma um langa hríð, þeg-
ar einn af vinnufélögum hans mætti
með einn myndarlegan stimpil á bak-
höndinni sinni á mánudagsmorgni.
„Nú, var verið að lyfta sér upp um
helgina?“ spurði Víkverji, en fékk þau
svör að viðkomandi hefði nú einfald-
lega farið með stelpuna sína í bolta-
land IKEA, og þær mæðgur þar báð-
ar fengið sinn stimpilinn hvor. Þótti
Víkverja það vera nokkurt þroska-
og/eða ellimerki, þegar stimpluð bak-
hönd táknar ferð í húsgagnaverslun
en ekki á skrall. Víkverji gat þó hugg-
að sig við það, að fyrir barnið hefur
stimpillinn á höndina líklegast verið
ávísun á heilmikla skemmtun í bolta-
landinu.
x x x
Annað svipað þroska- og/eða elli-merki sem vinnufélagar Víkverja
hafa orðið varir við er hinn endalausi
flaumur mynda á facebook þar sem
fólk deilir sónarmyndum af tilvonandi
fjölskyldumeðlimum, og setur þær
jafnvel bara sem svokallaða „prófíl-
mynd“. Ekki líður á löngu þangað til
viðfangsefni sónarmyndanna koma í
heiminn hvert af öðru, og fyllist þá
fésbókin af myndum af þeim, vinnu-
félögum Víkverja til mikillar ánægju,
eða þannig.
x x x
Víkverja finnst þó merkilegt að þeirsem helst taka eftir þessum
myndum eru þeir sem sjálfir eru
barnlausir. Hinum finnst það líklega
ekkert eftirtektarvert þó að verið sé
að deila slíkum myndum með alþjóð.
Annars getur Víkverji lítið sagt, hann
og kona hans hafa gert lítið annað síð-
ustu vikurnar en að dæla inn mynd-
um af nýja gæludýrinu sínu, og fá
þær myndir eflaust svipuð viðbrögð.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp
í nauðum. Því óttumst vér eigi þótt
jörðin haggist og fjöllin steypist í djúp
hafsins. (Sálmarnir 46:2-3)
mbl.is