Morgunblaðið - 11.09.2014, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2014
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þessar myndir málaði ég í París á
árunum 1993 til 1997,“ segir Hall-
grímur Helgason, myndlistarmaður
og rithöfundur, þar sem við stöndum
í Tveimur hröfnum - listhúsi að
Baldursgötu 12, þar sem á morgun
klukkan 17 verður opnuð sýningin
„Parísar-pakkinn“ með þessum
verkum hans. Þrjú eru stór, frásagn-
arleg og kaldhæðin, úr seríu sem
nefnist „I’m Home!“, en síðan gefur
að líta röð minni portretta af ólán-
legu fólki sem eins og flýtur í óskil-
greindu hvítu rými. Í texta sem Hall-
grímur hefur skrifað um verkin
segir hann þetta vera „kaldhæðnis-
legar myndir af heitustu hugðar-
efnum mannsins, eins og ástinni,
hamingjunni, heimilinu og sjálfs-
mynd hvers og eins, hinni brosandi
passamynd. Málverkin gera stólpa-
grín að þessu öllu saman, með
skvettu af biturleika …“
„Á þessum tíma var ég nýfráskil-
inn, eitt svöðusár, og einn í stórborg-
inni,“ segir hann þegar spurt er um
baksviðið. „Hins vegar hafði ég gott
næði til að þróa mína list. Það hafði
nánast enginn áhuga á því sem ég
var að gera.“ Hann glottir. „Mér
tókst að halda tvær sýningar í París
á þessum tíma og var kominn á gott
ról með þessum verkum þegar ég
ákvað að flytja heim, árið 1996.“
Hallgrímur fékkst einnig við
skriftir þá, skrifaði skáldsöguna 101
Reykjavík árið 1995.
„Þetta var síðasta stóra myndlist-
artímabilið mitt þar sem ég var ein-
göngu að mála mikinn hluta ársins.
Það gerðist ekki aftur fyrr en í
fyrra,“ segir hann.
Hallgrímur segir að í stóru verk-
unum sé hann að segja „dýpri hluti
með teiknimyndastíl“. Þetta sé ýkt
mynd af hversdagslífi. Við undirbún-
ing verkanna skissaði hann hratt – „í
beinni útsendingu úr undirmeðvit-
undinni“ – en stækkaði síðan nokkr-
ar teikninganna upp á hægan og
vandvirknislegan hátt. Hann segir
teikningarnar vera eins og handrit
en málverkin eins og bíómyndir.
„Þetta er „comedie humaine“, eins
og Balzac kallaði það – karlinn að
koma heim og vonar að kerlingin sé
dauð,“ segir hann og hlær. Þessar
þrjár stóru myndir voru á sínum
tíma sýndar í París og týndust ásamt
fleiri verkum Hallgríms þegar gall-
eristinn lét sig hverfa. Þær fundust
löngu síðar í Parísar-pakkanum sem
titill sýningarinnar vísar í. En hvað
segir Hallgrímur um hin portrettin?
Hálfmorknar ásjónur sem samt búa
yfir aulalegri gleði?
„Þetta eru paródíur af dæmigerð-
um augnablikum sem eru fest á
mynd. Við eigum öll svona upp-
stilltar myndir af okkur. Ætli ég hafi
ekki verið að gera grín að þessari
hamingjuímynd, í nýfráskildum bit-
urleika.“ Hallgrímur horfir á verkin
og bætir svo við að í þeim sé blanda
af kaldhæðni og leit að einlægni.
„Þessi málverk eru frá 1993 en þá
ákvað ég að læra alveg upp á nýtt að
mála og lagði frá mér allt sem ég
hafði lært. Tók auðan striga og byrj-
aði að maka lit á hann, var að vinna
gegn hinni lærðu vinnusemi og vand-
virkni Íslendingsins. Það var erfitt
en ég reyndi að halda léttleikanum í
þessu,“ segir hann.
Portrettið hefur löngum verið við-
fangsefni Hallgríms, í myndum og
texta. „Það er rétt, ég hef alltaf verið
heillaður af fólki,“ segir hann. „Er
alltaf að búa til persónur og lýsa
fólki; reyni að fanga kjarnann.“
Myndir af heitustu
hugðarefnunum
Sýna málverk Hallgríms Helgasonar frá 1993 til 1997
Morgunblaðið/Einar Falur
Persónur „Þetta eru paródíur af dæmigerðum augnablikum,“ segir Hallgrímur um sum verkin í Tveimur hröfnum.
Í tilefni af fjögurra alda minningu
Hallgríms Péturssonar verður í dag
kl. 16 opnuð sýning í Þjóðarbókhlöð-
unni. Sýningin er samstarfsverkefni
Landsbókasafns Íslands – Háskóla-
bókasafns og Stofnunar Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum. Meðal
þeirra sem flytja ávarp við opnunina
eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra, Ingibjörg Stein-
unn Sverrisdóttir landsbókavörður
og Margrét Eggertsdóttir rannsókn-
arprófessor á Stofnun Árna Magn-
ússonar auk þess sem Spilmenn Rík-
ínís flytja tónlist við texta Hallgríms.
Sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson.
Sýning til heiðurs
Hallgrími skáldi
Nóg járn ámeðgöngu
Hvernig er best að viðhalda járnþörf
líkamans eðlilegri?
Ef þú þjáist af járnskorti ámeðgöngu þá þarftu að
borðamikið af járnríkummat til að leiðrétta það.
Mörgumófrískum konumfinnst erfitt að borða það
magn semþarf til að hækka og viðhalda járnbirgð-
um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix
hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til
að ná upp járnbirgðum líkamans hratt.
Floradix inniheldur járn sem frásogast
auðveldlega í líkamanumásamt C-vítamíni,
ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihaldamýkjandi jurtir sem
hjálpa til að haldameltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið.
Mikilvægt er að nýbakaðarmæður haldi áfram að
taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum
járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla
barnið þarfnast þess að eigamömmu semer full af
orku og áhuga.
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.
★★★★ – SGV, Mblamlet
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Róðarí (Aðalsalur)
Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00
Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00
Kameljón (Aðalsalur)
Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00
Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00
Trúðleikur (Aðalsalur)
Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00
Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 12/10 kl. 14:00
Petra (Aðalsalur)
Fim 11/9 kl. 20:00
GOOD/BYE (Aðalsalur)
Þri 23/9 kl. 21:00
Blái hnötturinn (Aðalsalur)
Fim 18/9 kl. 18:00 Fös 19/9 kl. 18:00
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/