Morgunblaðið - 15.09.2014, Page 8

Morgunblaðið - 15.09.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Náðu þér í aukin ökuréttindi Fagmennska og ökufærni í fyrirrúmi Öll kennslugöng innifalin www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 og 894 2737 • Opið 10-17 alla daga Næsta námskeið hefst 17. sept. ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku Meirapróf Þekking og reynsla í fyrrirúmi Það er nóg að gera hjá skriffinn-unum í Brussel. Ekki aðeins telja þeir sig þurfa að samræma skattastefnu allra aðildarríkja ESB, samræma peningastefnuna og utanríkisstefnuna, svo nokkuð sé nefnt, heldur þurfa þeir að leggja mikla vinnu í að hafa vit fyrir öllum þeim hundruðum milljóna manna sem falla undir áhrifasvæði skriff- innanna.    Gústaf Adolf Skúlason segir ípistli á blog.is frá umfjöllun Daily Mail um áform ESB um að „banna orkumiklar hárþurrkur, að ekki sé nú minnst á hraðsuðukatla, straujárn og brauðristar“.    Daily Mail segir að sönnun séfengin fyrir því að þetta sé brjálæði, því að könnun á áhrif- unum hafi leitt í ljós að „sparneyt- nari“ rafmagnstækin sem ESB vill nú þvinga fólk til að nota taki ekki aðeins lengri tíma í að ljúka þeim verkum sem neytandinn vilji, svo sem að þurrka hár eða rista brauð, heldur sé niðurstaðan stundum sú að meiri orka sé á endanum notuð til verksins.    Útþensla skriffinnanna í Brusselá verkefnum sínum er að því er virðist algerlega stjórnlaus. Engu virðist skipta hvort viðfangs- efnið er smátt, eins og hárþurrka, eða stórt, eins og skattkerfi 28 ríkja, öllu vilja þeir ná undir vald sitt og samræma.    Á vef ESB er listi ríkja undiryfirskriftinni: „Aðildarríki ESB“. Við hlið hans er annar listi með yfirskriftinni: „Á leiðinni að verða aðildarríki ESB.“ Á síðari listanum er Ísland. Er Ísland virki- lega á leið inn í þetta samræming- arbandalag skrifræðisins eins og ESB segir sjálft? „Á leiðinni að verða aðildarríki“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.9., kl. 18.00 Reykjavík 13 alskýjað Bolungarvík 16 skýjað Akureyri 18 skýjað Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 16 skýjað London 20 léttskýjað París 21 léttskýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 18 skýjað Moskva 8 skúrir Algarve 23 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 8 skýjað Montreal 8 alskýjað New York 17 heiðskírt Chicago 15 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:51 19:56 ÍSAFJÖRÐUR 6:54 20:03 SIGLUFJÖRÐUR 6:36 19:46 DJÚPIVOGUR 6:20 19:26 Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingar, hefur sent Velferðarvakt- inni bréf þar sem farið er þess á leit að sérstök úttekt verði gerð á áhrif- um fyrirætlunar ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæl- um og öðrum vörum í neðra þrepi virðisaukaskatts úr 7 prósentum upp í 12 prósent. Bréfið kynnti hann á blaðamannafundi sem flokkurinn hélt í gær. Velferðarnefnd er ætlað að huga velferð og afkomu efnalítilla fjölskyldna og afla upplýsinga um velferð þeirra sem búa við fátækt svo draga megi úr henni. Í bréfinu segir að lauslegar grein- ingar sem Samfylkingin hafi gert bendi til þess að breytingin muni koma lágtekjufjölskyldum hlutfalls- lega verst „enda fer stærri hluti tekna lágtekjufólks til kaupa á mat- vælum en hjá hærri tekjuhópum“. Þá er einnig vísað til úttektar Alþýðu- sambands Íslands á efninu. „Þar við bætast svo áform í fjárlagafrumvarpi um hækkun viðmiðunarfjárhæða í greiðsluþátttöku lyfja, sem munu líka leggjast þyngst á lágtekjufólk.“ Á fundinum sagði Árni Páll að erf- itt væri að sjá að boðaðar mótvæg- isaðgerðir myndu ná að vega að fullu leyti á móti þessari kjaraskerðingu hjá lágtekjufólki, þar sem barnabæt- ur munu ekki eftir boðaða hækkun ná því sem þær voru árið 2013 auk þess sem ekki væru öll lágtekjuheim- ili með börn á framfæri. „Mótvæg- isaðgerðin við matarskattshækkun- inni felst í lækkun á óskyldum vöruflokkum sem eru síður þeir sem eru í innkaupakörfu lágtekjufjöl- skyldna,“ sagði hann. „Við viljum tryggja það að ríkisstjórnin hugsi sinn gang.“ Spurður hvaða mótvægisaðgerðir myndu henta betur segir hann þing- menn Samfylkingar vera sammála um að gott væri að fara í einföldun á skattkerfinu og þeir teldu vörugjöld óþarfa skattlagningu. „En það eru til margar aðrar leiðir. T.d. er í tvígang búið að veita afslátt af veiðigjaldi og fallið var frá hækkun á virðisauka- skatti í ferðaþjónustu. Hvað varðar matarskatt værum við tilbúin að ræða hækkun á neðra þrepi ef góðar mótvægisaðgerðir kæmu á móti og má þar t.d. nefna lækkun á álagningu á innfluttum matvælum.“ sunnasaem@mbl.is Úttekt á hækkun matarskatts  Hækkun virðisaukaskatts á matvælum sögð koma lágtekjufjölskyldum verst Morgunblaðið/Kristinn Fundur Helgi Hjörvar, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.