Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 13
samningar í Japan og vinna við samninga í Bandaríkjunum og Kanada er komin áleiðis. Þá hafa hjólin um nokkurt skeið verið til sölu annars staðar á Norð- urlöndum og í Norður-Evrópu. Þau hafa selst vel í Þýskalandi. Þau eru einnig til sölu hér innan- lands. Kostar eldri gerðin frá 60 til 100 þúsund krónur og nýrri gerðin frá 100 til 140 þúsund. Samtals hafa um eitt þúsund hjól verið seld á þessu ári. Steingrímur kveðst bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins en segir að enn sé langt í land. Fjárfestar hafi lagt mikið fé í þróun hjólsins og markaðssetningu og taki tíma að það skili sér, enda sé um að ræða markaði þar sem mikil samkeppni sé og ekki einfalt að byggja upp nýtt vörumerki. Mikilvægt sé að leggja alúð í þjónustu við við- skiptavini enda sé orðsporið það sem öllu ráði. Hópur fjárfesta Fjárfestarnir á bak við Fossa- dal eru allir íslenskir nema einn. Flestir eru frá Ísafirði. Verkefnið hefur einnig fengið ýmsa nýsköp- unarstyrki. Steingrímur Einarsson er Reykvíkingur að uppruna og fisk- eldisfræðingur að mennt. Hann fluttist til Ísafjarðar árið 1998, en þar er kona hans fædd og uppalin. Á Ísafirði tók hann þátt í stofnun fyrirtækis sem framleiddi vél- búnað fyrir matvælavinnslu. Þar kviknaði hugmyndin um smíði fluguhjóls og gerði hann nokkrar tilraunar í þá veru. Prufuhjólin vöktu athygli veiðimanna og þetta vatt upp á sig. Vorið 2007 var ákveðið að stofna félagið Fossadal um hugmyndina og síðan hefur boltinn rúllað. Morgunblaðið/Kristinn Framleiðsla Unnið að samsetningu fluguveiðihjólanna á verkstæðinu. Morgunblaðið/Kristinn Varan Hjólin sem Fossadalur framleiðir hafa fengið mjög góðar viðtökur. Fossadalur Steingrímur Einarsson, framkvæmda- stjóri Fossadals, og Magnús Hávarðarson markaðsstjóri. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Staðbundin matargerð er hugtak sem heyrist æ oftar, en með því er átt við mat sem unninn er úr hrá- efni og sam- kvæmt hefðum tiltekins svæð- is. Næsta vor verður haldin keppni í vest- firsku mat- arhandverki á Patreksfirði og er tilgang- urinn að efla matarmenn- ingu á svæð- inu, kynna nýjar vörur og koma þeim í framleiðslu. „Með mat- arhandverki er átt við mat sem er ekki framleiddur í miklum mæli í verksmiðju. Við viljum byggja á hinu smáa og sérstæða og leggj- um áherslu á að mannshöndin komi að verkinu,“ segir Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vest- fjarða, en félagið stendur að keppninni ásamt Matís. Viktoría segir keppnina vera fyrir alla, ekki bara fyrir reynda matreiðslumenn. Fyrirmyndin kemur frá Svíþjóð og takist vel til mun keppnin verða haldin í fleiri landshlutum. Spurð um hvað einkenni vest- firska matargerð segir Viktoría það vera margt. „Þetta er svo stórt landsvæði. T.d. erum við með fugl og egg við Breiðafjörð, landbúnaðarvörur í Strandasýslu og svo er mikið um saltfisk, há- karl og siginn fisk. Svo eru það auðvitað bláberin okkar.“ annalilja@mbl.is Matarhandverkskeppnin á Vestfjörðum Byggja á hinu smáa og sérstæða Ljósmynd/Ágúst G. Atlason Kræsingar Áhugasamir frumkvöðlar geta látið ljós sitt skína í Mat- arhandverkskeppninni sem verður haldin á Patreksfirði næsta vor. Viktoría Rán Ólafsdóttir Vænleg sprotafyrirtæki NÝSKÖPUN OG FRUMKVÖÐLASTARF Á VESTFJÖRÐUM Á Vestfjörðum eru mörg vænleg sprotafyrirtæki. Nefna má fjögur lítil fyrirtæki sem athygli hafa vakið: Víur, ræktunarfélag fóðurskordýra á Ísa- firði, stefnir að framleiðslu skordýrapróteins; Icelandic Fish Exports í Bolungarvík er að hanna rekjanleikalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki; Gullsteinn á Reykhólum framleiðir vörulínu af lífrænum þara í formi fæðubótarefna; Bíldalía á Bíldudal vinnur að margmiðlunarverkefni. Þaratöflur Jón Árni Sigurðsson hjá Gull- steini með vöruna. vandamál tengd loftslagsbreyt- ingum,“ segir hún. Dagný segir umhverfið á Ísafirði henta vel fyrir námið, þar sé rannsóknarumhverfi þar sem nemendur geta aflað sér upplýsinga og margir nemendur geri lokaverkefni sem tengjast rannsóknarverkefnum á stað- inum. Þá segir hún námsfólkið, sem hefur margvíslegan bak- grunn, setja mark sitt á sam- félagið. „Þetta hefur gert mikið fyrir mannlífið. Krítíski massinn, 20- 30 manns á ári í bænum, verður til þess að það er hægt að reka eitt kaffihús í viðbót. Við höfum auk þess nokkuð mörg hjóna- bönd á samviskunni,“ gantast hún „Mér finnst þetta mjög já- kvætt fyrir samfélagið; að fá nýtt blóð, fólk með nýjar hugmyndir.“ Morgunblaðið/Kristinn Nám Dagný Arnarsdóttir fagstjóri. MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.