Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 16

Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 16
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þ rjú og hálft ár eru nú liðin frá náttúruhamförunum í Japan sem ollu versta kjarnorkuslysi í heim- inum frá Tsjernóbil- slysinu. Öll 48 kjarnorkuver landsins hafa verið lokuð frá því að umtalsvert magn af geislavirkum efnum losnaði úr Fukushima Daiichi-kjarn- orkuverinu og lifa íbúar svæðisins enn með afleiðingunum. Í síðustu viku veittu yfirvöld í fyrsta skipti leyfi fyrir því að kjarnorkuver yrði opnað eftir harmleikinn þrátt fyrir efasemd- ir almennings um öryggi veranna. Enn hafa fleiri en 120.000 manns sem bjuggu í nágrenni Fukushima ekki getað snúið heim til sín vegna geislunarinnar. Könnun sem héraðs- stjórnin þar lét gera fyrr á þessu ári leiddi í ljós að tæpum helmingi þeirra fjölskyldna sem bjuggu áður saman hafi verið sundrað eftir að fólki var skipað að rýma svæðið vegna hætt- unnar. Margir glíma ennfremur við líkamlega eða andlega kvilla. Fjölskyldan á víð og dreif Á meðal þess fólks sem enn býr í útlegð er hin 78 ára gamla Iiko Kanno sem bjó í bænum Iitate, tæpa fjörutíu kílómetra norðvestur af Fukushima- kjarnorkuverinu. Hún hefur hafst við í bráðabirgðahúsnæði á útjaðri Fu- kushima-borgar frá því að henni var skipað að rýma þorpið, ásamt um 6.000 öðrum þorpsbúum. Börnin hennar hafa flutt frá svæðinu með barnabörnin og sér hún þau nú aðeins nokkrum sinnum á ári. „Ef við hefðum getað verið áfram í Iiate þá byggjum við öll sam- an núna. Ég var í raun alin upp af ömmu minni og afa og foreldrar mínir hjálpuðu mér að ala upp mín eigin börn. Geislunin hefur gert það ómögulegt núna,“ segir Kanno við breska blaðið The Guardian. Fyrir manneskju af kynslóð Kanno er það þungbært að vera ekki þátttakandi í lífi barnabarnanna. Hún glímdi við þunglyndi eftir slysið og getur enn ekki sofið án svefnlyfja. „Ef ég tek þau ekki ligg ég vakandi horfandi á mynd af sonarsyni mínum og velti fyrir mér hversu mikið ég fái að sjá af honum áður en hann verður fullorðinn,“ segir hún. Unnið er að því að hreinsa svæð- ið sem varð fyrir geislun og hefur bæjarstjóri Iiate heitið því að hægt verði að búa aftur í bænum, jafnvel árið 2016. Íbúarnir efast þó um það þar sem erfitt geti reynt að hreinsa fjalllendið í kring, þaðan sem mengun berst með rigningu. Hunsa almannavilja Kjarnorkuöryggisstofnun Jap- ans mat í síðustu viku tvo kjarna- kljúfa í Sendai-kjarnorkuverinu á eyjunni Kyushu í suðurhluta Japans hæfa til endurræsingar. Einhver bið verður þó á því en héraðsyfirvöld þurfa að leggja blessun sína yfir það. Ríkisstjórn Shinzo Abe, for- sætisráðherra, er sögð hafa beitt stofnunina miklum þrýstingi um að heimila opnun kjarnorkuvera. Flokk- ur hans hefur lengi haft sterk tengsl við kjarnorkuiðnaðinn. Kannanir sýna að almenningur geldur varhug við fyrirætlununum. Hátt í 18.000 umsagnir bárust um mat stofn- unarinnar, margar þeirra afar gagnrýnar. „Þessi ríkisstjórn er að reyna að þröngva stefnu sinni í gegn og hunsar algerlega vilja almennings,“ segir Ak- ira Kimura, prófessor við Ki- goshima-háskóla sem hefur verið áberandi í andstöðunni gegn því að Sendai-verið verði opnað aftur. Geta enn ekki snúið heim til sín eftir slysið AFP Mótmæli Andstæðingar kjarnorku mótmæla ákvörðun kjarnorkuörygg- isstofnunar Japans að heimila opnun tveggja kjarnaofna í síðustu viku. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morg-unblaðiðgreindi frá því á laugardag að Sigurður Lín- dal lagaprófessor hefði beðist lausn- ar frá starfi sínu sem formaður stjórnarskrár- nefndar, en nefndin hefur það hlutverk að leggja til breyt- ingar á stjórnarskránni. Sigurður nefndi nokkrar ástæður fyrir því að hætta í nefndinni, en sú veigamesta er að hann telur að góð reynsla sé af gildandi stjórnarskrá: „Síðan er það líka annað, sem ég hef sagt áður, að það er allt í lagi með þessa stjórnarskrá. Hvað er að henni? Hefur hún valdið einhverjum usla? Orða- lagið er kannski forneskju- legt, en það er aldrei hægt að orða hana þannig að allir skilji hana strax. Reynsla er komin á ákvæðin og dómafram- kvæmd hefur slípað þau til. Ég hef haldið því fram að stjórnarskrár eigi að vera gamlar og ráðsettar.“ Þetta er vitaskuld hárrétt hjá hinum reynda lagaprófess- or. Almennt er gott að festa sé í lagasetningu og að ekki sé að þarflausu verið að hringla með lög fram og til baka. Slíkt veldur aðeins óþarfa ruglingi og óvissu fyrir almenning með tilheyrandi kostnaði og óþæg- indum. Þetta á svo miklu frek- ar við um stjórnarskrána sem er grundvöllur annarrar laga- setningar. Stjórnarskrá er að öðru óbreyttu þeim mun betri sem hún hefur gilt lengur og skilningur á henni hefur auk- ist og dómaframkvæmd slípað ákvæði hennar til, eins og pró- fessorinn bendir á. Fyrir nokkrum árum, í framhaldi af því að bankarnir í landinu hrundu, komst til valda ríkisstjórn sem hafði það að markmiði að nota það uppnám sem varð við banka- fallið til að ná fram margvís- legum óskyldum pólitískum markmiðum. Þetta var afar óheppilegt og varð til þess að afleiðingar falls bankanna urðu mun langvinnari og víð- tækari en þær hefðu þurft að verða. Og það sem var ekki síst skaðlegt við þessa afstöðu þáverandi stjórnvalda var að í stað þess að stuðla að friði og ró í landinu efndu þau til ófrið- ar og beittu áður óþekktum aðferðum til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum. Eitt af því sem varð fyrir árásum þessarar ógæfulegu ríkisstjórnar var stjórnarskrá lýðveldisins, sem reynst hafði vel um langan tíma og hafði ekkert haft með fall bankanna að gera. En árás á hana og umbylting þessarar kjölfestu þjóðfélagsins var að mati þáverandi stjórnvalda mikil- vægur liður í að bylta sem flestu og nota hið óvænta pólitíska tækifæri sem skapast hafði til hins ýtrasta. Nær væri raunar að segja að misnota þetta tækifæri, því að stjórnarflokk- arnir höfðu ekki verið kosnir til að gera byltingu í landinu innan úr stjórnarráðinu. Mikil leiksýning fór í gang við að vinna að nýrri stjórn- arskrá, haldnir voru fundir og meira að segja almennar kosn- ingar, en í ljós kom að almenn- ingur hafði enga trú á þessu brölti stjórnvalda og vildi eng- an þátt taka í að bylta stjórn- arskránni. Verkefnið dagaði þess vegna uppi á síðasta kjör- tímabili. Svo óheppilega vildi til, ef til vill vegna þess að svo gríðar- legu opinberu fé hafði verið varið í árásina á stjórnar- skrána, að ástæða hefur þótt til að reyna að nýta það með einhverjum hætti, að núver- andi ríkisstjórn skipaði stjórnarskrárnefnd til að vinna áfram að breytingum á stjórnarskránni. Vissulega er allt annar bragur á þeirri vinnu sem fram hefur farið á þessu kjörtímabili en því síð- asta. Það breytir ekki því að jafnt lögfræðingar landsins sem ríkisstjórn og aðrir lands- menn hafa brýnni verkefnum að sinna en því að breyta stjórnarskrá, sem, eins og Sig- urður bendir á, ekkert amar að. Ríkisstjórnin þarf að ná mörgum brýnum verkum fram það sem eftir lifir kjör- tímabils. Sumt er einfalt og fljótlegt en krefst aðeins vilja og staðfestu, svo sem að aft- urkalla umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Annað er ögn flóknara, en þó ekki mjög, svo sem lækkun skatta, og þarf að vinna mun hraðar í en gert hefur verið. Loks eru verkefni sem eru í eðli sínu talsvert flókin og krefjast ekki aðeins vilja og staðfestu held- ur einnig úthalds, svo sem ein- földun regluverks hins opin- bera, sem ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni en er komin skammt á veg með. Svo eru það hin verkin, sem eru alls ekki brýn og sum raunar beinlínis óþörf eða til mikillar óþurftar, svo sem breytingar á stjórnarskránni. Þessi verk hljóta að bíða á meðan hin brýnu og þörfu eru óunnin. Í afsögn formanns stjórnarskrár- nefndar felast skýr skilaboð til rík- isstjórnarinnar} Hin þörfu og óþörfu verk U ndanfarin ár hafa verið dapurleg fyrir hollvini söluturna, víd- eóleigna og bílalúgna. Meðal hápunkta niðurlægingarinnar er þegar vídeóleigunni á horni Holtsgötu og Bræðraborgarstígs var lokað og þegar Blái turninn á Háaleitisbraut brann til kaldra kola árið 2012. Fyrstu Snælands Video-sjoppunni, sem var opnuð 1985, verður lokað eftir viku eins og greint var frá á mbl.is í vikunni. Þetta er saga margra lítilla sjoppna út um alla borg og allt land. Við erum ekki farin að borða minni syk- ur samkvæmt könnunum, og við borðum ekki sjaldnar skyndibita, heldur erum við komin á dýrari veitingastaði eftir hamborgaranum og bland-í-poka-bari í Hagkaupum. Þetta virðist vera sama þróunin og með matvæli, kjöt og fisk og ýmsa sérvöru. Við kaupum þessar vörur ekki lengur hjá kaup- manninum úti á horni. Það má ekki gleyma upplifuninni af þeirri helgu stund að fara til kaupmannsins – eða út í sjoppu – og hvers konar menningarlegt gildi felst í þeim ferðum. Ég á góðar minningar um nokkrar sjoppur hér í bæ sem eru haldnar á vit forfeðranna. Nokkur vígi innan borgarmarka eru þó ekki enn fallin og landsbyggðin er tiltölulega ósnortin og verður vonandi áfram. Galdurinn á bak við sjoppuna er meðal annars nánd við aðra viðskiptavini sem og starfsfólk. Þar inni deilum við gæðastundum og samskiptin snúast ekki endilega um að horfast í augu meðan við súpum kók og bryðjum kúl- ur. En við vitum hvert af öðru. Við samgleðjumst hvert öðru í hljóði með þessa litlu gleðistund dag- ins. Hér mætti spyrja hvort sömu nánd sé ekki að finna bara á Snaps eða einhverjum veitingastöðum en þá erum við komin að því sem gerir sjoppu að sjoppu – við þurfum ekki að vera rík til að geta notið þarna saman góð- gætis í þögn. Sjoppa spyr hvorki um stétt né stöðu, hvort við eigum 50 krónur fyrir lakkr- ísrúllu eða 400-kall fyrir pylsu. Og að því leytinu eru sjoppur enn betri en veitingastaðir þar sem ekkert kostar fimmtíu krónur. Við getum öll fengið að vera; um- burðarlyndið er endalaust. Þú mátt hanga án þess að kaupa þér rándýran kaffibolla, þarft ekki að fara úr úlpunni, skafa happaþrennur, lesa dagblöð og vera í spilakassa. Enda í raun ferlega ósanngjarnt að líta okkur sem langar að henda í nokkra spilakassa hornauga. Í sjoppunni minni til margra ára er enn sama fólkið og var þar fyrir 34 árum. Svona er þetta víðast hvar. Það þekkir okkur mörg hver með nafni, og hefur jafnvel vit fyrir unglingunum sem ætla að kaupa sér hamborgara í frímínútum. „Mamma þín vill ekki að þú sért að borða svona á skólatíma, Jói minn, hún er búin að segja mér það.“ Það upprunalega er því miður er á undanhaldi. Já, og meðan ég man: Takið þetta líka til ykkar sem skipulögð- uð októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ég hef hlustað á tónlistina ykkar undanfarnar þrjár nætur. Síð- an hvenær má kenna dúndrandi klúbbapartí við huggu- legt þýskt októberfestival? Ruglum ekki meir. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir Pistill Sjoppur vanmetnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Okkur fannst átakanlegt að sjá hve lítið hafði verið gert og upp- byggingin hæg,“ segir Hugrún Geirsdóttir, meistaranemi í um- hverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, en í vor heim- sótti hún borgina Kamaishi á austurströnd Japans sem varð fyrir flóðbylgjunni í mars 2011. Fólki hafi verið að fækka á svæðinu áður en hamfarirnir dundu yfir en fleiri hafi flutt þaðan eftir þær. Þá hafi ekki nægilegt fjármagn verið lagt í uppbyggingu af hálfu stjórnvalda. „Það mátti sjá rústir ennþá og fólk sem hafði verið lofað íbúð- um mun fyrr býr enn í bráðabirgða- húsnæði,“ segir Hugrún um ástandið á þeim svæðum sem hún kynnti sér. Enn merki um hamfarir UPPBYGGINGIN VERIÐ HÆG Hugrún Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.