Morgunblaðið - 15.09.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.09.2014, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 ✝ Óskar Karl Elí-asson fæddist að Svarthamri í Álfta- firði 30. nóvember 1953. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 8. september 2014. Foreldrar hans voru Viktoría Kristín Guðmundsdóttir og Elías Gunnar Þor- bergsson. Samfeðra systkini Óskars voru Anna María, Helga Hrönn, Gunnar Þröstur og Jón Óttar Elíasarbörn. Óskar eignaðist Heiðar Svan með Hans- ínu Garðarsdóttur 19.11. 1971. Heiðar á tvö börn, Írisi Emmu og Óskar Þór, með konu sinni Önnu Kristínu Davíðsdóttur en núver- andi sambýliskona hans er Sara Reykdal Einarsdóttir. Óskar kvæntist Sigríði Hrönn Elíasdóttur árið 1979. Þau eign- uðust Öldu Björk, f. 17.1. 1979, og Örvar Snæ, f. 25.5. 1981. Þau skildu árið 2006. Alda á son, Eze- kiel Karl Owolabi. Örvar á börnin Breka og Ísold Emmu með eig- inkonu sinni, Ellen Karól- ínudóttur. Óskar kvæntist Önnu Karlsdóttur 1. maí 2014 og á hún börnin Tómas Arnar Emilsson og Elísabetu Söru Emilsdóttur. Tóm- Hann sat einnig í stjórn Spari- sjóðs Vestfirðinga. Óskar stóð að stofnun Ung- mennafélagsins Geisla, var í stjórn og framkvæmdastjóri og tók virkan þátt í því starfi; brids, skák og leiksýningum. Hann fékk heiðursmerki UMFÍ. Brids átti hug hans allan og var hann burðarstólpi í bridsmenn- ingu á Vestfjörðum. Hann vann til fjölda verðlauna og alltaf til í að taka upp spilastokkinn. Heimili hans var gjarnan kallað spilavítið á Fögrubrekku. Óskar sá um félagsheimilið, bíó, tónleika og böll í áraraðir. Hann var mikill dansari og mátti oft sjá hann taka svakalega snún- inga í félagsheimilinu. Þar var hann búinn að dreifa kart- öflumjöli yfir gólfið til ná sem bestri sveiflu. Síðar var skipt yfir í kaffimjöl þar sem dömurnar kvörtuðu yfir því að spariskórnir yrðu hvítir útaf kartöflumjölinu. Óskar hlaut heiðursverðlaunin Stólpi Súðavíkur fyrir framlag sitt til samfélagsins. Honum þótti vænt um sveitunga sína og hafði orð á því að hann hefði aldrei kynnst leiðinlegum Súðvíkingum, bara misskemmtilegum. Hann var fljótur að kynnast fólkinu á Seyðisfirði og undi hag sínum vel þar. Að hans sögn var Seyðisfjörður næstfallegasti fjörðurinn á Íslandi. Útför Óskars fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 15. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. as á dótturina Öldu Björk með eig- inkonu sinni Báru Rós Ingimars- dóttur. Sambýlis- maður Elísabetar Söru er Jón Karls- son. Óskar ólst upp á Svarthamri til 18 ára aldurs, hjá móð- ur sinni og móð- urfjölskyldu. Hann lauk barnaskóla í Súðavík og gagnfræðaskóla í Reykjanesi. Hann starfaði í Frystihúsinu Frosta en gerðist verslunarmaður 1981, tók við rekstri Kaupfélags- ins í Súðavík, síðar Víkurbúðin. Óskar fluttist til Seyðisfjarðar ár- ið 2012 og starfaði þar við versl- unarrekstur þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Óskar sinnti mörgum félags- og sjálf- boðaliðastörfum. Hann var í stjórn Verkalýðs- og sjómanna- félags Álftfirðinga og hafði mikla réttlætiskennd varðandi réttindi verkafólks. Hann sat í sveit- arstjórn, gegndi ýmsum trún- aðarstörfum, sat í kjörstjórn og var formaður Bygginganefndar. Hann var stjórnarformaður Sparisjóðs Súðavíkur og var um tíma stærsti einstaki hluthafinn. Ekki allir fá að upplifa ævin- týri. Skemmtilegt og tilviljunum háð svo að eitthvað æðra hlýtur að hafa haft gaman af að rita þá sögu okkar. Staður og stund þegar varnirn- ar brustu, við grenjuðum af hlátri yfir sama hlutnum. Þá vissi ég að eitthvað alveg sérstakt leyndist á bak við þessa ljúfu brynju. Á augnabliki varstu búinn að keyra landið á enda, kynna mann fyrir mömmu, börnum, barna- börnum, nágrönnunum, frænkun- um og frændunum og samstarfs- fólkinu, manni var stillt upp í búðinni. Varð einhver útundan? Svo sagðirðu þegar við vorum komin á hinn enda landsins, að þú hefði verið kynntur fyrir öllu mínu fyrrverandi liði en hefðir ekki fengið að hitta börnin mín fyrr en miklu seinna. Ef ég á einhver orð til að lýsa þér, ástin mín, þá er það „hrekkj- óttur húmoristi“. Ef auður í lífinu væri mældur í manngæsku og góðvild værir þú ríkasti maður heims. Þú varst algjör snillingur í að veiða fólk í gildrur. Eyddir tíma í að finna veiku punktana og þótt- ist svo vera algjörlega á öndverð- um meiði, en þegar þú varst búinn að ná fólki upp, þá ískraði í þér, þú hlóst svo mikið. Ég viðurkenni bara að þú hafir náð mér þannig einu sinni, og það var mjög snemma í sambandinu okkar. Konur dáðust að hversu auð- sveipur þú varst. Ég sagði þeim að það ætti sér eðlilegar skýringar, þú værir nú í þriðja hjónabandinu! Fljótlega fór að gera vart við sig smávegis krankleiki og þér fannst ég dugleg að koma þér til hinna ýmsu lækna til athugunar. Einn daginn hringdirðu í mig í vinnuna og sagðist hafa séð auglýsingu um að kvensjúkdómalæknir væri væntanlegur á svæðið og spurðir hvort ég vildi ekki panta tíma hjá honum, það væri eini læknirinn sem ég ætti eftir að senda þig til. Ógleymanlegt er kvöldið í kirkju Heilags Stefáns í Búdapest þegar ég dró þig á tónleika sem áttu að vera stórskemmtilegir. Því miður voru tónleikarnir drepleið- inlegir, söngvarann sagðirðu þá hafa náð í úti í næsta kirkjugarði, en þú hristist reglulega af hlátri út af gamla manninum sem hafði ruðst í sæti við hliðina og lagði af honum þessa þvílíku geymslulykt. Ef við áttum að læra eitthvað á þessum stutta tíma sem við feng- um saman, elskan mín, þá er það það að tíminn er afstæður. Við töl- uðum oft um það að tíminn liði hratt en eftir að við kynntumst hafi hann farið á ofurhraða. Ég fullyrði að reynsla okkar á þessum 2 árum og 5 mánuðum jafnist á við 25 ára samband svo mikið hefur gerst, til að dýpka okkur og skiln- inginn á lífinu og tilverunni. Við vorum auðvitað fullorðin þegar við kynntumst og reynsl- unni ríkari, en nú skiljum við hvað átt er við með skilyrðislausri ást. Hver dagur með þér var yndisleg skemmtun og það sem við höfum hlegið! Ekki það að við höfum allt- af verið sammála, enda ekki hægt þegar vestfirsk þrjóska mætir þeirri færeysku. Þó líkaminn sé farinn þá veit ég þú ert nærri og verður aldrei hjarta mínu fjarri. Fyrir mömmu þína, þessa elsku, mun ég gera mitt besta. Svo mætirðu mér, ástin mín, með glettnina í augum og stóra faðm- inn þinn þegar minn tími kemur. Anna Karlsdóttir. Elsku pabbi minn „það er víst bara svona“, biðin á enda og tími kominn til að kveðja, bara alltof fljótt. Ekki hægt að semja við kóng eða prest um að fá bara að- eins meiri tíma með þér, maður verður víst að tileinka sér það síð- asta sem þú kenndir mér, æðru- leysi og sátt. Pabbi minn var alltaf til staðar, hann hafði svo stóra og góða nær- veru og þess vegna er svo óraun- verulegt að ímynda sér lífið án þess að hann sé hluti af því. Það var ekkert sem pabbi var ekki tilbúinn að styðja mann í eða hjálpa manni við. Ég man bara eftir pabba þar sem hann var allt í öllu, smurði nestið fyrir okkur í skólann, eldaði á kvöldin, þess ut- an var hægt að finna hann í búð- inni þar sem maður fékk snúð og kókómjólk. Hann dröslaði okkur með í fótbolta eða brennó, stund- um var hann að með bíósýningar og við fengum að koma með og fylgjast með þar sem hann þræddi og keyrði áfram bíóvélina. Pabba fannst mikilvægt að maður tæki þátt og væri virkur í litla sam- félaginu í Súðavík. Fyrir honum voru allir jafn mikilvægir og það eina sem skipti máli var að gera sitt besta og vera með. Hann pabbi var nefnilega allt í senn sveitamaður, gallharður kommún- isti og ungmennafélagsmaður, hann skildi illa hvernig væri hægt að réttlæta ójöfnuð og að það væri ekki öllum jafn augljóst að ham- ingjan yrði einungis fengin með því að við deildum á réttlátan hátt verðmætum heimsins. Ófáar rök- ræðurnar ólst maður upp við, maður lærði að fljótt að rökræða, koma inn föstum skotum, sjá húm- orinn í sem flestu og tala kjarn- yrta vestfirsku. Pabbi lagði mikið upp úr því að rækta vináttuna, helst við sem flesta. Hann hafði mikið gaman af afagullunum sín- um og var alltaf boðinn og búinn til að passa, kíkja í sund eða annað skemmtilegt. Sonur minn varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dveljast hjá honum í Súðavík um tíma og átti ómetanlegan tíma með afa sínum. Pabbi var meinstríðinn og var ekkert fyrir það að taka lífið of al- varlega, og þó að hann kynni að meta allt það besta í fari sam- ferðafólks þá fannst honum skemmtilegast ef fólk féll fyrir stríðninni eða gekk í gildru og hann náði því alveg á háa c-ið, þá gat hann hlegið eins og vitleysing- ur. Hann pabbi minn átti allt gott skilið, þess vegna fann hann Önnu sína og ástina og átti mjög góð tvö ár. Pabbi, Súðvíkingurinn gall- harði, lét ástina ráða og flutti til Seyðisfjarðar. Í gegnum tengslin við fólkið í kringum hana Önnu, naut pabbi þeirrar gæfu að stækka enn við fjársjóðinn sinn með yndislegu og heilu samferða- fólki, vinum og öðlingum sem telj- ast til okkar fjölskyldu í dag. Af pabba mínum lærði ég það sem skiptir mestu, að standa fast á mínu og fylgja draumum mínum eftir, sýna heiðarleika og sann- girni, meta mikilvægi hugsjóna og síðast en ekki síst að bera kennsl á allt það góða og besta sem felst í kærleikanum, hlátrinum og lífs- gleðinni. Við sonur minn kveðjum ást- kæran afa og pabba með hjartað fullt af þakklæti, hugann fullan af góðum minningum og í farteskinu kærleikann sem hann gaf okkur alla tíð. Alda Björk Óskarsdóttir og Ezekiel Karl Owolabi. Elsku Óskar minn. Með þér var lífið svo ljúft og hreint og ljómi yfir hverjum degi. Í sál þinni gátum við sigur greint, sonurinn elskulegi. Þú varst okkur bæði ljóst og leynt ljósberi á alla vegi. (Guðrún Jóhannsdóttir) Minningarnar streyma fram um ljóshærðan hnokka og yndis- legan dreng. Þú varst alltaf hrekkjóttur en ósköp viðráðanleg- ur og hvers manns hugljúfi. Öllum Óskar Karl Elíasson ✝ Guðbjörg Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 31. mars 1950. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. sept- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Einarsdóttir, hús- móðir og sauma- kona, og Einar Ágústsson stór- kaupmaður en hann rak heild- verslunina Einar Ágústsson og co. Systkini Guðbjargar voru María Ágústa, Einar Sverrir og Ágúst. Ágúst lifir systkini sín. Eftirlifandi eiginmaður Guð- bjargar er Valdimar Guðjón Valdimarsson heildsali, f. 12. ágúst 1944. Þau gengu í heilagt hjónaband 12. ágúst 1972. Börn þeirra eru 1) Sigríður (Sirrý), f. 23. febrúar 1975, dóttir hennar er Viktoría Ósk. 2) Hrönn, f. 4. nóvember 1976, gift Marty Gilli- am. Börn þeirra eru Brendan Leifur, Patrekur Daníel og Adam James. 3) Eva Rós, f. 28. ágúst 1981. 4) Gréta María, f. 13. október 1985. 5) Valdimar Einar, f. 8. nóvember 1986, sambýlis- maður hans er Kjetil Dybing. Að loknu hefðbundnu grunn- skólanámi fór Guðbjörg í Versl- unarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf. Á ung- lingsárum vann hún hjá Jes Zim- sen en að loknu námi hóf hún störf hjá Hagtryggingu. Guðbjörg starfaði einnig í fyr- irtæki föður síns um tíma. Þegar börnunum fjölgaði hætti hún að starfa úti og fór að huga að fjöl- skyldulífinu. Gerðist hún dagmóð- ir haustið 1993 með mikinn fjölda af yndislegum börnum sem voru henni mjög kær. Árið 1998 stofn- uðu þau hjónin fyrirtækið Val-Ás ehf. Þar vann hún við bókhald meðfram barnapössuninni. Það var svo árið 2003 sem hún hætti sem dagmóðir og fór í fullt starf hjá Val-Ás og vann þar þar til veikindin ágerðust. Útför Guðbjargar verður gerð frá Vídalínskirkju í dag, 15. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma og frábær vin- kona er farin alltof fljótt og verð- ur mikið saknað. Minningarnar eru svo margar og góðar yfir árin að það er erfitt að velja nokkrar. Laugardagskvöldin með fjöl- skyldunni að horfa á Agatha Christie eða einhverja spennu- mynd og pabbapopp í potti. Spila- kvöldin voru mörg frá unga aldri og alveg fram á fullorðinsárin. Mamma var alltaf svo indæl við allar vinkonur mínar og hafði svo gaman af að hlæja með okkur. Henni fannst svo gaman að grín- ast og þótti afar gaman að láta okkur börnin roðna og þá sér- staklega fyrir framan aðra. Ég mun sakna mikið símtal- anna okkar yfir kaffibolla að tala um allt og ekkert. Mamma var sko ein uppskriftabók svo það var mikið talað saman á milli Íslands og Bandaríkjanna fyrir öll afmæli hjá barnabörnunum hennar og veislur sem við hjónin héldum. Aldrei mun ég gleyma Black Friday-verslunarferðinni okkar með Evu Rós fyrir tæpum tveim- ur árum. Kvöldið byrjaði um sjö- leytið á því að beltisdýr hljóp undir bílinn okkar og við öskr- uðum, grétum og hlógum alla leiðina í Wal-Mart. Mamma vildi sko ekki hætta að versla þessa nótt og spurði alltaf hvaða búð er næst? 11 tímum seinna lá við að við þyrftum að gefa henni svefn- töflu til að koma henni í rúmið … Það hefur ekki verið auðvelt að búa erlendis frá fjölskyldunni, sérstaklega síðustu 12 árin þegar börnin byrjuðu að koma. Gleymi aldrei þegar ég bjó í Washington DC og fékk hríðir tveimur vikum fyrir tímann. Ég lá ein heima með tæplega 11 mánaða barn og talaði bara við mömmu rólega í símann, hún hjálpaði mér að plana hvað ég átti að gera, pakka í tösku, hringja í manninn minn, fá pöss- un og allt það. Mamma var svo róleg við mig í símann en var búin að panta sér flug áður en ég komst upp á spít- alann um kvöldið og var mætt til að hjálpa þegar við komum af spítalanum. Mörg voru börnin yfir árin sem kölluðu hana mömmu enda var hún það í augum okkar allra. Barnabörnin hennar sakna henn- ar mikið og eiga erfitt með að skilja af hverju amma er farin svona ung og muna þau eftir henni hlæjandi, brosandi og kátri fyrir svo stuttu … Mamma var bara svo góðhjört- uð og yndisleg að það er erfitt að sleppa en ég veit að henni líður betur núna. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku mamma mín. Ég elska þig. Þín Hrönn. Hún ástkæra móðir mín sem hefur farið frá okkur alltof snemma var einstök, fögur og hlý, sem fyllti mig af kærleika og ást. Mamma mín var þekkt fyrir skemmtilegan húmor og það var alltaf stutt í yndislega hláturinn sem ég gerði í að fá út úr henni. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára þá áttum við góðar stundir saman við að horfa á „Keeping up Appear- ances“ og hlæja okkur máttlaus. Ég mun ávallt muna hversu góð tilfinningin var sem streymdi í gegnum mig við að heyra hennar einlæga hlátur. Ég hef lært svo mikið af góðvild og gestrisni mömmu og ekki síður pabba og get ég sagt að það hafi leitt til þeirra velgengni sem ég hef hlotið á mínum starfsferli og hvernig persóna ég er í dag. Ég mun ávallt sakna hennar hlýja faðmlags og þriggja kossa á munninn sem ég gat ekki farið að sofa án fram yfir unglingsár. Það fyrsta sem mamma sagði við mig þegar ég tjáði henni að ég væri samkynhneigður var að „Núna hef ég bara fleiri ástæður til að faðma þig“ og tók hún þétt- ingsfast utan um mig. Þessum stuðningsorðum og þeirri tilfinn- ingu sem með þeim fylgdu mun ég aldrei gleyma. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér næstu árin án hennar en hún mun ætíð verða mér við hlið í minn- ingum mínum. Ég mun elska þig að eilífu, mamma mín. Þinn ávallt mömmustrákur, Valdimar Einar. Elsku mamma mín, ég hef kvið- ið þessari stundu í mjög langan tíma. Hef aldrei viljað hugsa mér að þurfa að vera á þessari jörðu án þín. Þú varst miklu meira en bara mamma mín, þú varst besta vin- kona mín. Þú varst fyrsta manneskjan sem ég vildi fá álit hjá og í raun sú eina. Það skipti ekki máli hvað það var þú varst alltaf fremst í huga mínum. Vinkonur mínar voru oft hissa á því hvað ég sagði þér frá öllu sem gekk á í mínu lífi. Það sem gerir þennan tíma sérstaklega erfiðan er að þú ert sú eina sem ég talaði við þegar mér leið illa og núna þegar mér líður eins og heimurinn hafi snú- ist gegn mér hef ég ekki tækifæri til þess að tala við þig. Heyra þig segja að allt muni verða í lagi. Ég mun samt alltaf hafa þessar yndislegu minningar um þig til þess að koma mér í gegnum dagana. Allar stundirnar sem við hlógum saman að vitleys- unni í okkur, það var svo auðvelt að fá þig til þess að brosa. Þú kenndir mér að taka sjálfa mig ekki of alvarlega og njóta þess að vera hress og hlæja að sjálfri mér með vinum mínum. Ég hef alltaf dáðst að því hversu góð manneskja þú varst, þolinmóð, barngóð og skemmti- leg. Það þótti svo mörgum vænt um þig, allt frá fólki sem þekkti þig í stuttan tíma og yfir í þau sem voru þér næst. Ef ég næ að verða brot af þeirri yndislegu manneskju sem þú varst þá verð ég sátt. Ég elska þig meira en allt og sakna þín enn meira, Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Þín dóttir, Gréta María. Mín elskulega mamma er látin. Eins mikið og ég mun sakna hennar, þá veit ég að hún er á miklu betri stað. Ég var búin að syrgja hana í langan tíma, en núna get ég andað á ný. Hún leyfði mér að gráta með sér og fyrir það er ég svo þakklát, ég þarf ekki að gráta meir. Ég sagði henni allt sem ég vildi segja, allt sem ég hefði ætlað að skrifa í minningargrein, þarf ekki að segja það allt hér. „Ég samhryggist þér móður- missinn,“ var sagt við mig á dög- unum, en ég vil ekki líta á það þannig. Ég átti móður í næstum 40 ár, hún elskaði mig, hún kenndi mér, hún ól mig upp, hún gerði allt sem móðir á að gera. Hún skilaði því móðurhlutverk- inu sínu og fær toppeinkunn fyrir það. En ömmumissirinn er mikill, dóttir mín og börn systur minnar, þau áttu alltof stuttan tíma með henni. Og að ógleymdum ófædd- um börnum systkina minna sem munu ekki njóta þess að eiga Guggu ömmu. Mamma var viðstödd þegar dóttir mín fæddist fyrir næstum fjórum árum. Það var auðveld ákvörðun þar sem hún hafði átt fimm börn. En enginn átti von á því sem gerðist. Hún fór út fyrir á meðan ég var undirbúin fyrir mænudeyfingu, en þegar hún kom til baka, var herbergið fullt af hjúkrunarfólki og lækni. Mér er svo minnisstætt að þegar verið var að ýta mér út úr herberginu til að fara á skurð- stofuna, þá stóð mamma við hurðina með tár í augum og hræðslusvip. Ég man ekki mikið, en mér tókst að rétta fram hönd til hennar og segja henni að allt yrði í lagi. Þetta var líklegast í eina skipt- ið sem ég sá hræðslu í hennar augum, en sú hræðsla var óþörf þar sem ekki löngu seinna hélt hún á dóttur minni og passaði hana fyrstu tímana í ævi Viktor- Guðbjörg Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.