Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 19

Morgunblaðið - 15.09.2014, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 fannst þú afburða kurteis, ljúfur og góður. Þú varst mikið með ömmu þinni Ingibjörgu og sast oft í fangi hennar og barst mikla virð- ingu fyrir afa þínum. Þú hafðir mjög gaman af frænda þínum Georgi. Þegar þú varst tveggja til þriggja ára kom Sigmundur frændi þinn í heimsókn og þá sastu oft á bringunni á frænda þínum. Þú varst alltaf mikið með dýr- unum á bænum og varst duglegur að fara í smalamennsku. Þú áttir erfitt með að sjá á eftir lömbunum á haustin. Þegar Geiri og Erling frændi þinn voru á bænum á sumrin pössuðu þeir alltaf að ná í hönd til að leiða mig inn af túninu í heyskapnum. Þú fékkst aðra höndina og svo skiptust þeir á um að halda í hina. Oft þegar margir voru á bæn- um, sem oftast var, svafstu úti í tjaldi og það fannst þér gaman. Það var jafnvel vikum saman yfir sumartímann, fram á unglingsald- ur. Það var mannmargt á heim- ilinu og oft margir gestir, þú varst alltaf kátur og glaður innan um alla og félagi krakkanna. Eftir að þú varðst stærri varstu duglegur að smala fyrir aðra, alltaf tilbúinn að hjálpa við smalamennskuna. Á unglingsárunum varstu duglegur að koma með félaga þína í heim- sókn. Ég er þakklát fyrir allar þær ánægjustundir, það var oft glatt á hjalla. Ég er ævinlega þakklát fyrir barnabörnin, Heiðar, Öldu og Örvar, og hvað ég fékk að hafa þau oft hjá mér. Það var erfitt að þú skyldir flytja í burtu en ég sætti mig vel við brottför þína og þá konu sem þú fannst þér. Ég er þakklát fyrir þær hamingjustund- ir sem ég fékk með ykkur á Seyð- isfirði. Þín mamma, Viktoría K. Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Óskar Karl Elíasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. íu. Þær áttu eftir að verða mjög góðar saman. Segja má að mamma hafi hugsað um hana fyrstu tvö árin en svo tók Vikt- oría við og passaði vel upp á ömmu sína. Ef ömmu var kalt, þá kom litla hlaupandi með teppi; ef ömmu langaði í ís, þá kom hún hlaup- andi með einn handa henni og annan handa sér. Og ef ömmu leið illa, þá var mín komin hlaup- andi til að strjúka henni. Mamma hefur svo sannarlega kennt henni umhyggju, því síð- ustu mánuði eyddum við miklum tíma á spítalanum hjá henni og hennar lýsing á veikindum ömmu sinnar var: „Ömmu líður ekki mikið betur.“ Hún vildi fá hana heim, og við líka, en núna líður mömmu betur og því eigum við að brosa. Lítum á þetta með augum barnanna, okkur á að líða vel. Öllu lokið, mamma. Slokknað ævi þinnar ljós. Hjúfrar sig að barmi þínum hvít og friðsæl rós. Lémagna sú hönd, er þerrði ljúfast vota kinn. – Drjúpi hljótt og rótt mín tár við dánarbeðinn þinn. Blessuð sé hver tíð, er leið á braut í fylgd með þér, vongleðin og ástúð þín, sem vakti yfir mér. – Bið eg þess af hjarta nú á bljúgri kveðjustund, að bænir þínar leiði þig sem barn á guðs þíns fund. (Kristinn Reyr) Móðurástin er að eilífu. Við sjáumst í draumunum mínum, elsku mamma. Sigríður (Sirrý).  Fleiri minningargreinar um Guðbjörgu Ein- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, KNÚTS BJÖRNSSONAR lýtalæknis. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lungnadeildar A6 á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Kristjána Ellertsdóttir, Sólveig Knútsdóttir, Sigurveig Knútsdóttir, Sæmundur Knútsson, Kári Knútsson, Erla Ólafsdóttir, Steinunn Knútsdóttir, Eiríkur Smári Sigurðarson, Björn Knútsson, Sigrún Þorgilsdóttir, Ellert Sigurðsson Þór Snær Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÓLÖF BIRNA KRISTÍNARDÓTTIR frá Bessastöðum, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 8. september, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju í Miðfirði föstudaginn 19. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á sjóð til styrktar fjölskyldu hennar. kt. 040284 3119, banki 0582 15 081678 Kristinn Freyr Þórsson, Kristín Helga Kristinsdóttir, Ólöf Erla Kristinsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA BERGSDÓTTIR, frá Nautabúi, Hjaltadal, Skagafirði, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 13. september. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 22. september kl. 14:00. Bergur H. Aðalsteinsson, Ragnar Björnsson, Árni Björnsson, Ingibjörg Anna Björnsdóttir, Hólmfríður Björnsdóttir tengdabörn og barnabörn. ✝ Sigrún Eyþórs-dóttir fæddist 24. ágúst 1919 á Brunnstíg 10 í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu 6. sept- ember 2014. For- eldrar hennar voru Eyþór Guðjónsson frá Brekku í Fljóts- dal, f. 1886, d. 1959, og Ástríður Sveinína Björnsdóttir frá Björnshúsi í Reykjavík , f. 1891, d. 1969. Árið 1940 giftist Sigrún Ólafi Ólafssyni, f. 23.8. 1916, d. 29.3. 2006, frá Siglufirði. Sigrúnu og Ólafi fæddust átta börn: 1) Ásta Björg, f. 21.1. 1936, maki Karl Jóhann Ormsson, börn þeirra: A) Sigrún, maki Magnús Brynjólfsson, börn þeirra: Karl Jóhann, börn hans: Tómas Björn og Sigrún, Björn Vignir, maki María Kristjánsdóttir og Ásta Björg, maki Grétar Brynjólfsson; B) Eyþór Ólafur, maki Margrét Hanna Árnadóttir, börn þeirra eru: Árni Snær, Ragnar Örn og Kristín Eva; C) Ormur, maki Steinunn S. Ólafardóttir. 2) Ólöf, f. 16.12. 1941, d. 20.12. 1941. 3) Guðrún, f. 21.7. 1944, maki Jón Guðmundsson, börn þeirra: A) Sigrún, maki Einar Jóhannsson, þeirra börn: Ásta Margrét, Jón þeirra börn: A) Ólöf, maki Reynir Þórarinsson, börn þeirra: Dröfn, Guðrún, og Þórarinn; B) Einar. 7) Grímur, f. 16.9. 1952, d. 4.7. 1959. 8) Grímur Eggert, f. 20.6. 1960, maki Þorbjörg Guðlaugsdóttir, börn Gríms: A) Dröfn og B) Rúnar, börn þeirra: C) Katrín, D) Sigrún, E) Þórhildur. Sigrún ólst upp á Laugavegi 46B elst sex systkina. Eftir skyldu- nám fór hún að vinna auk þess að aðstoða móður sína við uppeldi systkinanna. Tólf ára gömul fékk hún vinnu við að baka pönnukök- ur í Sandholtsbakaríi. Þar lærði hún þá list sem var henni töm alla ævi og eru pönnukökur hennar þekktar langt út fyrir fjölskyld- una. Sigrún var einn vetur í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað og hnýtti þar hnúta vinskapar sem entust alla ævina. Sigrún og Ólaf- ur bjuggu fyrst á Laugavegi 46B en fluttu síðar í Lönguhlíð 19. Tíu árum síðar fluttu þau á Rauðalæk 59 og bjó Sigrún þar í 54 ár. Sig- rún var heimavinnandi meðan börnin bjuggu heima en hóf störf sem símavörður á Borgarspít- alanum árið 1973. Þar starfaði hún að sjötugu en tók þá við mötu- neyti á tannlæknastofu Guðrúnar dóttur sinnar og vann þar fram á níræðisaldur. Ólafur lést árið 2006 og bjó Sigrún ein þar til hún fékk inni á Hrafnistu haustið 2013. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. sept- ember 2014, kl. 15. Ingi og Guðrún; B) Solveig Hulda, maki Pétur Snæland, son- ur þeirra Jón Pétur; C) Ástríður, maki Daníel Páll Jón- asson, dóttir Ástríðar er Eyrún Ólöf Ívarsdóttir. 4) Eyþór, f. 29.6. 1946, maki Eyvör Anna Ragnarsdóttir, þeirra börn: A) Sig- ríður Ásta, maki Arnór Björnsson, þeirra börn: Eyþór Björn, Ástþór og Anna Eyvör; B) Ólafur Hrann- ar, maki Kolbrún Hrund Siggeirs- dóttir, dóttir hennar: Sigrún Líf Gunnarsdóttir, börn þeirra: Ey- þór, Anna Kolbrún og Matthilda Ósk; C) Ragnar, maki Anna Björg Þorgrímsdóttir, sonur þeirra er Víkingur Dreki; D) Sigrún, maki Hildur Rut Björnsdóttir, þeirra börn: Björn Óli og Arnór Darri. 5) Ólafur, f. 16.3. 1948, maki Sigrún Halla Guðnadóttir, þeirra börn: A) Þórný Una, börn hennar: Halla Emilía, Rögnvaldur og Eiríkur; B) Ólafur, börn hans: Ólafur Trausti og Anna Katrín. C) Sigrún, maki Árni Þór Jónsson, þeirra börn: Sölvi, Salka og Skírnir; D) Guðni, börn hans: Hákon Elías og Saga Marjanne . 6) Dröfn, f. 28.11. 1949, maki Guðmundur Einarsson, Allt hefur sinn tíma, tími Sig- rúnar Eyþórsdóttur var kominn aðfaranótt 5. september 2014. Þá lést hún á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, örugglega þreytt langra lífdaga. Ég kynntist Sigrúnu vorið 1954 er við fórum að rugla saman reytum, Ásta Björg, elsta dóttir hennar, og ég. Þetta var einn af hamingjudögum æsku- ára minna þó í dag væri þetta kannski kallað að maður væri kannski kominn af léttasta skeiði. Ég er alveg sannfærður um að heimurinn væri annar ef allir hefðu átt eins elskulega tengda- mömmu og ég. Sigrún mín, ég vildi með þessum fátæklegu línum færa þér allra besta þakklæti fyrir okkar samveru, ég var svo lán- samur að kynnast Lólý, þínu uppáhaldi, og vona að ég hafi reynst henni þannig að þú hafir verið ánægð. Þegar ég átti við veikindi að stríða reyndist þú mér mikil hjálparhella, þú baðst með mér öllum stundum, baðst Guð að láta mig komast yfir þennan aga- lega sjúkdóm. Það gerðist og er aðeins hægt að lýsa af þeim sem það reynir. Elsku Sigrún mín, okkar bestu þakkir fyrir alla þína hjálpsemi og alla framkomu í okk- ar garð, það er ekki lítið að vera sögð besta tengdamamma í heimi en þannig reyndist þú mér sann- arlega. Lolla hefur sömu þakkir að færa þér, þótt hún hafi átt við veikindi að stríða síðustu árin. Elsku, hjartans Sigrún mín, nú ertu komin til Ólafar og Gríms litla, sem tekinn var svo snögglega frá okkur og búinn er að bíða svo lengi eftir okkur, svo segja má að það sé huggun harmi gegn. Ég bið Guð almáttugan að vera með og blessa alla eftirlifandi ástvini Sig- rúnar Eyþórsdóttur. Mér finnst heiður að hafa fengið að kynnast slíku fólki. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Karl Jóhann Ormsson. Elskuleg tengdamóðir mín er lögð til hinstu hvíldar á mánudegi. Fyrir mig er það einkar ánægju- legt að kveðja hana á þeim degi vikunnar sem var í mörg ár okkar samverudagur. Ég sótti hana eftir vinnu og við gerðum ýmislegt saman okkur til gleði og stundum jafnvel gagns. Við gerðum úttekt á nýjum kaffihúsum í miðbænum, athuguðum hversu útbreidd Reykjavík er orðin, tékkuðum á tískunni, versluðum svo í matinn og enduðum á kvöldverði heima hjá okkur Eyþóri. Það var svo gaman að vera með henni í mið- bænum þar sem hún var fædd og uppalin og þekkti svo vel sögu ým- issa húsa og manna sem settu svip á bæinn. Tengdamamma var haf- sjór af sögum, ljóðum og vísum sem hún varpaði fram við ólíkleg- ustu tækifæri og var minni hennar afburða gott. Hún var mikill bóka- unnandi og hennar menn voru Halldór Laxness og Matthías Jo- hannessen sem hún hafði sérstakt dálæti á. Rauðó var lengi samkomustað- ur fjölskyldunnar meðan fjöldinn var viðráðanlegur. Við komum gjarnan saman á hádegi á laugar- degi og þá bar Sigrún fram grjóna- graut og lifrarpylsu, en í eftirriétt voru pönnukökur og jólakaka með súkkulaðibitum. Það er svo ein- kennilegt en það var eitthvað alveg sérstaklega gott bragð af öllu því sem hún eldaði og bakaði. Upp- skriftir voru ekki framandi eða furðulegar en hún hafði einstakt bragðskyn og tilfinningu fyrir mat- argerð sem ekki er gott að lýsa. Ég veit að hún verður ekki hrifin af því að verið sé að hrósa pönnukökun- um hennar en ég get bara ekki orða bundist því þær voru einstak- ar, bæði hvað varðaði þykkt og bragð. Hún hafði reyndar unnið í Sandholts-bakaríinu við pönnu- kökubakstur sem ung kona og lærði þar réttu handtökin, en til- finning fyrir bragðinu góða var meðfætt. Hún bakaði þessar unað- spönnukökur og lúxusjólakökuna alveg þar til hún fór á Hrafnistu fyrir um ári síðan og hafa tugir af- komenda notið góðs af. Ég ætla ekki að rekja lífshlaup hennar en við áttum samleið í 49 ár eða síðan ég kynntist Eyþóri syni hennar og þau þakka ég fyrir af al- hug. Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og það má segja um vináttu okkar. Hún var lengi að þróast en dýpkaði og efldist með árunum og ég get stolt sagt að við vorum orðnar góðar vinkonur á síðari árum þótt mjög ólíkar vær- um. Andstæðar skoðanir og við- horf til ýmissa mála gerði sam- ræðurnar skemmtilegar og innihaldsríkar og gaf hvorug eftir, en við enduðum alltaf á góðum nótum og án eftirmála. Ég kveð þig, elsku Sigrún, með þessum ljóðlínum Ingibjargar Sigurðardóttur: Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. Anna Eyvör Ragnarsdóttir (Úgga). Hjartkæra Sigrún mín hefur nú kvatt þennan heim og svipmyndir úr langri ævi okkar saman hrann- ast upp í huga mínum. Ég sá hana fyrst vorið 1962 fyr- ir utan Sjómannaskólann þegar hún var að keyra strákinn sinn í fermingarfræðslu. Ég tók ekkert eftir stráknum hennar þá, það gerðist síðar. Mér varð hins vegar starsýnt á þessa óvenjulega flottu konu sem steig út úr bílnum, hún var svo falleg að hún minnti mig helst á Hollywoodleikkonu og var mjög glæsilega klædd frá toppi til táar. Mig grunaði ekki þá að þessi kona ætti eftir að verða mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Þremur árum síðar kynnti Óli mig fyrir þessari yndislegu konu sem varð ekki aðeins tengdamóðir mín heldur líka góð vinkona og fyrir- mynd í lífinu. Sigrún var trúuð kona og bænir voru hennar aðferð við að tryggja velferð þeirra sem henni var annt um. Hún var óvenjunæm mann- eskja og skynjaði jafnan ósagða hluti. Hún lagði alltaf gott til mála, því var gott að leita til hennar. Hún var hógvær og fáguð fram- koma hennar náði bæði til orðs og æðis. Hún sagði einhvern tímann að betra væri að borða yfir sig en tala yfir sig. Hún var mikill lestrarhestur alla tíð og fagurkeri á bókmennta- sviðinu hvort sem um var að ræða laust mál eða bundið og kunni heilu ljóðabálkana utan að og naut fólkið hennar þess á góðum stund- um. Þar sem bókmenntir voru áhugamál okkar beggja skorti okkur aldrei umræðuefni. Sigrún hafði sérstakt lag á að laða fram það besta í fólki. Hún var rausnarleg á hrós og hvatning- arorð og hefur það sennilega orðið til þess að fólk í þessari fjölskyldu hefur flestallt fetað menntaveginn. Rausnarskapurinn birtist líka í því að hún kom aldrei tómhent þegar hún kom í heimsókn. Oftast með fallegan blómvönd, blómvendirnir hennar eru kapítuli út af fyrir sig, en stundum ylvolga jólaköku eða nýbakaðar pönnukökur. Sigrún átti rætur sínar í Reykjavík og var umhugað að af- komendur hennar vissu um líf for- feðra sinna. Sagði hún oft frá Reykjavík æskuáranna, frænkun- um úr Skerjafirðinum sem gengu á sauðskinnsskónum yfir Gríms- staðaholtið og fóru svo í dönsku skóna í Tjarnargötunni, eða sjó- sóknurum á Seltjarnarnesinu, fólkinu á Brunnstígnum og ná- grenni æskuheimilisins, Lauga- vegi 46B. Hún sagði lifandi og skemmtilega frá og Laugavegur- inn verður í huga mínum aldrei aftur aðeins það sem augað sér. Sigrún var aðeins unglingur þegar ungur, glæsilegur maður fangaði hjarta hennar árið 1934. Hún var enn unglingur þegar fyrsta barn þeirra fæddist. Þau gengu svo saman sinn æviveg og börnin urðu alls átta en sex þeirra lifa. Það væri hægt að skrifa heila bók um líf Sigrúnar og þar væru fegurð og góðvild leiðarstef. Þessir þættir verða góðskáldinu Snorra Hjartarsyni yrkisefni í ljóðinu Ung móðir Í yndisleik vorsins milli blóma og runna situr ung móðir með barnið á hnjám sér andlit hennar sól bros hennar ylhlýir geislar Rafael í allri sinni dýrð Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (Snorri Hjartarson) Guð blessi Sigrúnu Eyþórsdótt- ur. Sigrún Halla. Elsku amma okkar er dáin, 95 ára gömul. Elsku amma sem alltaf var svo hlý og góð. Þó að við unn- um ömmu þess að hafa fengið frið- inn undrum við okkur á hversu stór sorgin og söknuðurinn er. Hún amma var nefnilega sannköll- uð ættmóðir og var alla okkar tíð þungamiðja fjölskyldunnar. Hún hafði alltaf mikinn áhuga og full- komna yfirsýn yfir líf allra í stór- fjölskyldunni – og það er ekkert smáræði með 6 börn, 21 barnabarn og yfir 30 langömmubörn og meira að segja 2 langalangömmubörn. Við systkinin minnumst með gleði helgarheimsóknanna á Rauðalæk- inn til ömmu og afa. Þar var alltaf heitt á könnunni, pönnsur og jóla- kaka á borðum og herskari af leik- félögum. En það allra besta var hversu áhugasöm hún amma var um okkur og hagi okkar og lumaði alltaf á hvetjandi orðum og góðum ráðum. Það er kannski það sem við finnum mest fyrir núna þegar hún er farin – við höfum misst einn af okkar tryggustu stuðningsmönn- um. Börnin okkar eru svo heppin að hafa kynnst langömmu sinni vel og gekk hún hjá þeim undir nafn- inu Sigrún fiskalangamma þar sem þau voru líka svo heppin að eiga aðra Sigrúnu langömmu sem var kisulangamma – og voru þær tvær að auki góðar vinkonur. Nafngiftin kom af risastóra fiskabúrinu á Rauðalæknum sem bæði við og börnin eigum margar spennandi minningar um. Annað sem ein- kenndi hana ömmu var guðstrúin sem var svo sterk og einlæg. Það var alltaf svo notalegt þegar hún lét biðja fyrir okkur þegar eitthvað bjátaði á. Sannfæring hennar og trúin á mátt bænanna var svo sterk að bara það hafði jákvæð áhrif. Það er því við hæfi þegar við kveðjum þig í dag, elsku amma, að við biðj- um fyrir þér. Þórný Una Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigrún Ólafsdóttir og Guðni Ólafsson. Sigrún Eyþórsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Eyþórsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.