Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 26

Morgunblaðið - 15.09.2014, Side 26
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Gísli Örn Garðarsson hefur í nógu að snúast því verkefnin á þessu ári og þeim næstu eru fjölmörg. Hin róm- aða sýning Vesturports, Hamskiptin, þar sem hann leikur Gregor Samsa fer aftur á svið í Þjóðleikhúsinu í þessari viku. Sýningin hefur á und- anförnum árum farið sigurför um heiminn. Eftir sýningar í Þjóðleik- húsinu nú tekur við sýningartímabil í BAM leikhúsinu í New York. „Hamskiptin eru tragíkómískt verk og það er mjög gefandi að leika í sýningu þar sem salurinn skiptist á að gráta úr hlátri og gráta í alvöru. Það er magnað afrek hjá rithöfundi að snerta slíkar taugar og maður þreytist seint á því að leika í svo vel skrifuðu verki, fyrir utan hvað tón- listin hjá Nick Cave og Warren Ellis í verkinu er stór þáttur af ánægjunni,“ segir Gísli Örn. Nú hefurðu leikið í verkinu víða um heim, taka áhorfendur því á mis- munandi hátt eftir löndum eða eru viðtökur alls staðar eins? „Ein ástæða þess að Hamskiptin eru klassíkt verk er að kjarni sög- unnar talar mjög svipað til allra áhorfenda. Sagan segir frá fjölskyldu þar sem sonurinn er orðinn að ein- hvers konar skordýri. Fjölskyldan á því leyndarmál sem enginn má frétta af. Þetta skilja allir áhorfendur því í flestum ef ekki öllum fjölskyldum eru leyndarmál. En verkið fjallar líka um samfélagslegan strúktúr og þá er mismunandi hvernig áhorfendur upplifa verkið. Þegar verkið var sýnt í Hong Kong og Kína, þar sem þykir mikilvægt að elsti sonurinn fram- fleyti fjölskyldunni, þá skipti miklu máli fyrir upplifun áhorfenda að þessi sonur skyldi ekki lengur vera starfhæfur. Við sýndum á Írlandi í vikunni sem efnahagshrunið varð þar og þá var mynd úr sýningunni af Gregor Samsa á forsíðu Irish Times og í leiðaranum var sýningin sett í samhengi við stöðu fólks á Írlandi þá stundina. Þegar við sýndum á Eng- landi var mikið verið að fjalla um hernaðarafskipti Breta í Írak og þau tengd sýningunni. Sýningin hefur auk þess gengið fyrir fullu húsi í München í þrjú ár með þýskum leik- urum og þar eru skírskotanir til nas- ismans fyrirferðarmiklar. Og svo er það líka listilegt hvernig Kafka flétt- ar stöðugum húmor og kunnuglegum kringumstæðum inn í framvinduna. Og svo er hún bara 80 mínútur og án hlés, svo þetta er eins og að hlaupa maraþon á mettíma.“ Ertu mikill Kafka-maður? „Hamskiptin voru skyldulesning í menntaskóla. Ég er af vídeókynslóð- inni og reyndi að horfa á kvikmyndir sem voru gerðar eftir bókum sem voru á leslista til að auðvelda mér að komast í gegnum munnlegu prófin. Kafka var ekki til á vídeói þannig að ég neyddist til að lesa bókina og hún sat ótrúlega í mér. Líðan manns sem líður eins og skordýri heima hjá sér er dálítið eins og að vera unglingur.“ Í verkinu hangir Gísli Örn á hvolfi í 70 mínútur sem getur ekki annað en tekið á. „Það er fáránlega erfitt, þó að ég segi sjálfur frá. Fyrir hverja sýn- ingu hugsa ég: Ég get þetta ekki og þegar ég vakna daginn eftir er eins og ég hafi orðið fyrir lest,“ segir hann. „Þetta eru mikil átök og það líkamlega erfiðasta sem ég hef gert í leikhúsi. Þetta jarðtengir persónuna samt á skringilegan hátt, töfrandi nánast. Þótt ég sé með fæturna upp í loft en ekki á gólfinu, þá verður hið andlega ferðalag samofið því lík- amlega. Það er þekkt í leiklistinni að vissar líkamsæfingar séu gjarnan notaðar til að framkalla mismunandi tilfinningar. Þessi leið sem við förum í Hamskiptunum hentar því vel.“ Fyrir allar stelpur Fyrr á þessu ári var Gísli Örn val- inn besti leikstjórinn á Elliot Norton- verðlaunahátíðinni í Boston fyrir leikstjórn sína á The Heart of Robin Hood auk þess sem Börkur Jónsson vann fyrir bestu leikmynd og Björn Helgason fyrir bestu lýsingu, en verkið hefur verið sýnt í Bretlandi, Bandaríkjunum og Noregi og fengið frábæra dóma. „David Farr sem vann að Hamskiptunum með okkur í Vesturporti hringdi í mig og sagðist vera með hugmynd að leikriti um Hróa hött og spurði hvort ég vildi leikstýra sýningunni hjá Royal Shakespeare Company. Ég sagði nei takk vegna þess að allar Hróa út- gáfur sem ég hef séð hafa verið svo leiðinlegar, þar er ekkert sem kemur manni á óvart. Hrói stelur frá þeim ríku og gefur þeim fátæku, verður ástfanginn af Marion og sigrar í bar- áttunni við fógetann. Mér fannst heimurinn ekki þurfa á nýju Hróa hattar leikriti að halda. Hann bað mig samt um að lesa handritið og þarna reyndist vera á ferð allt annar Hrói en sá sem við þekkjum. Þessi Hrói er skíthæll sem rænir frá þeim ríku en gefur ekki hinum fátæku. Marion upplifir sig sem fangi í eigin kastala þar sem hún þolir ekki við, því hún er náttúrubarn. En það á að punta hana og gifta hana prinsi sem hún vill ekki eiga. Hún er sjálfstæð og hugsandi stúlka sem flýr frá kast- alanum og ætlar að ganga til liðs við glæpamanninn Hróa en hann vill ekki konu í sitt lið. Hún bregður á það ráð að dulbúa sig sem strák og kemst þannig inn í gengið. Í þessu leikriti, sem er kven- hetjusaga, má greina sterk áhrif frá Sem yður þóknast eftir Shakespeare. Nú á ég sjö ára dóttur og þegar ég las handritið hugsði ég: Þetta langar mig til að gera. Fyrir allar stelpur. Ég fór til Stratford ásamt Berki Jónssyni, Birni Helgasyni, Selmu Björnsdóttur, Högna Egilssyni og Ólafi Darra og verkið var frumsýnt hjá Royal Shakespeare Company í Stratford um jólin 2011. Amerískir framleiðendur tóku það síðan upp og eftir langa samningalotu var það sýnt í Boston með bandarískum leikurum og nú er ég á leið með það til Noregs, Svíþjóðar, Kanada og New York og það verður frumsýnt á Broadway í mars. Selma Björnsdóttir vann með mér í þessu og nú skiptum við með okkur verkum. Ég sé um Ameríku á meðan hún sér um Skandinavíu.“ Gefandi en krefjandi samastarf Gísli Örn starfar nú nær alfarið er- lendis. „Áður en ég fór til Boston sagði ég við Nínu að kannski ættum við að flytja til Ameríku, þar væri svo mikið um að vera, en eftir að hafa unnið þar hefur sá áhugi farið minnk- andi. Það er oft talað um að Íslend- ingar vinni mjög mikið, sem þeir gera. Allt of mikið jafnvel. En vinnu- harkan í Ameríku er yfirgengileg, þar er æft frá tíu á morgnana til átta á kvöldin sex daga vikunnar. Fólk sem lifir og hrærist í slíkum heimi hefur ekki pláss fyrir neitt annað. Þetta á ekki vel við mig því ég hef gaman af að vera með marga bolta á lofti í einu. Auk þess eru sýningar í Ameríku einkafjármagnaðar og sá sem hefur sett peninga í verkefnið vill hafa skoðanir á hlutunum og eiga þátt í að taka ákvarðanir og þá reynir oft á. Maður er jú frekur andskoti Verkefni um allan heim  Gísli Örn Garðarsson leikur í Ham- skiptunum í Þjóðleikhúsinu og er á leið á Broadway með leikrit um Hróa hött Leikari og leikstjóri „Leikarastarfið hefur að stórum hluta vikið fyrir leikstjórastarfinu, sérstaklega í leikhúsinu, en mér finnst gott og hollt að fá stundum að vera leikari og fylgja sýn annars leikstjóra og þeim línum sem hann leggur fyrir mann,“ segir Gísli Örn Garðarsson. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2014 Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Er ekki kominn tími til að yfirfara bílinn fyrir veturinn?564 5520 bilajoa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.