Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 20
Heilsa og hreyfing *Jafnvel allra smæstu hráefnin geta gert gríðar-lega góða hluti fyrir líkamann. Blómafrjó-korn, eða Bee Pollen, fást í flestum matvöru-búðum og snjallt að strá þeim yfir skyrið, út ájógúrtið, í salatið eða í bústið. Blómafrjókorneru stútfull af amínósýrum, þau eru prótein-rík, innihalda alls kyns vítamín, þar á meðal B- vítamín og fólinsýru, sem er sérstaklega góð fyrir óléttar konur. Blómafrjókorn allra meina bót S eliak eða Celiac disease er meltingar- og þarma- sjúkdómur sem lýsir sér þannig að þegar sjúklingur borðar fæðu sem inniheldur glúten þá ná þarmarnir ekki að draga í sig næringu úr fæðunni. Afleiðingar seliak geta verið skaðlegar og er því mikilvægt að þekkja einkenni sjúk- dómsins. Seliak virðist vera lítið þekktur sjúkdómur á Íslandi. Fimm konur hafa ákveðið að taka málin í sínar hendur og setja á laggirnar Seliak-samtök á Íslandi 13. september nk. í samvinnu við Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Trausta Valdimarsson meltingar- sérfræðing. Formaður samtakanna, Anna Kolbrún Jensen, tók matar- æði fjölskyldunnar í gegn þegar dóttir hennar greindist með seliak þegar hún var yngri. „Við bjuggum úti í Svíþjóð þegar dóttir mín greindist með seliak en þar er sjúkdómurinn vel þekktur. Í Svíþjóð var ekkert mál að tækla sjúkdóminn og gott aðgengi að glú- tenlausum mat víða,“ segir Anna Kolbrún sem hefur gengið með hug- mynd að samtökum fyrir fólk með seliak-sjúkdóm í smátíma. „Þegar við ákváðum að flytja aftur til Ís- lands sagði hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð við mig að þar væri erfitt að vera með barn með seliak á Ís- landi. Það kom mér á óvart, því þetta er Ísland en ekki þróunarríki. Ég bjóst bara við því að sjúkdómur- inn, sem er mjög algengur, væri þekktur hér á landi. Þegar við kom- um heim áttaði ég mig hins vegar á því hvað hjúkrunarfræðingurinn átti við.“ Reykjavíkurborg standi við orð sín Vegna þess hve ókunnugur sjúk- dómurinn er hér á landi hefur Anna Kolbrún þurft að útskýra fyrir starfsfólki leikskóla og grunnskóla hvað seliak er og hvers vegna dóttir hennar má ekki borða glúten og er það gríðarlega mikil vinna. „Þetta hefur verið baráttumál fyrir mig alls staðar þar sem ég kem með dóttur mína. Ég var svo ótrúlega heppin með leikskólann því starfs- fólkið stóð sig svo ótrúlega vel og komst inn í þá rútínu að gefa dóttur minni glútenlaust fæði. Þetta er samt mikil vinna fyrir foreldra barna með seliak-sjúkdóminn, ein- faldlega vegna þess að það vita svo fáir hvað þetta er. Foreldrar þurfa oftast að kynna sjálfir glútenlausar matvörur fyrir starfsfólki leik- og grunnskólanna. En ég hef mjög góða reynslu af því að fólkið í eld- húsinu vilji allt fyrir mann gera. Það getur þó verið erfitt, sér í lagi þegar það eru þrjár manneskjur í eldhúsinu að fæða 500 munna. Morgunblaðið/Árni Sæberg VILJA STUÐLA AÐ FRÆÐSLU OG ALMENNRI ÞEKKINGU Á SJÚKDÓMNUM Afar fáir þekkja sjúkdóminn FIMM KONUR STOFNA FORMLEGA SELIAK-SAMTÖK Á ÍSLANDI 13. SEPTEMBER NK. FYRIR SJÚKLINGA OG AÐSTANDENDUR ÞEIRRA. FORMAÐUR SAMTAK- ANNA, ANNA KOLBRÚN JENSEN, SEGIR TÍMA TIL KOMINN AÐ STOFNA SAMTÖKIN ENDA SELIAK LÍTIÐ ÞEKKT Á ÍSLANDI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Manni finnst það eiga að vera í höndum Reykjavíkurborgar að sjá til þess að aðbúnaður og mannafl í eldhúsum leik- og grunnskóla sé þannig að hægt sé að bjóða upp á sérfæði. Þetta er ekkert grín fyrir starfsfólkið í eldhúsinu,“ segir Anna Kolbrún. „Þarna þarf Reykjavík að standa við sitt og ráða fleira fólk í eldhúsin svo að allir geti fengið sitt sérfæði í skólanum.“ Dóttir hennar er nú nýbyrjuð í grunnskóla og þá hefst fræðsla á vegum Önnu Kol- brúnar á ný. „Ég hugsaði því með mér hvort það væri ekki sniðugt að stofna samtök fyrir fólk í sömu sporum sem hægt væri að leita til, eins og eru til í Svíþjóð og úti um allan heim.“ Munur á seliak og glútenóþoli Samtökin eru fyrir fólk með seliak, glútenóþol, mjólkuróþol og mjólkur- ofnæmi. Með samtökunum vilja stofnendur stuðla að fræðslu og aukinni þekkingu fólks á óþoli og of- næmi sem þessu, vera áberandi og upplýsandi. Anna Kolbrún leggur áherslu á það að seliak og glúten- óþol sé ekki það sama. „Fólk getur verið viðkvæmt fyrir glúteni og þolað það illa. Það fær illt í magann og er ráðlagt að láta það vera. En þegar fólk er með seli- ak þá þýðir það að það megi ekki borða neitt sem er glúten í og ekki komast í snertingu við það. Þetta er þarmasjúkdómur. Til að mynda þarf fólk með seliak-sjúkdóminn að eiga sérbrauðrist fyrir sitt glútenlausa brauð, því það smitast svo auðveld- lega. Dóttir mín þarf að vera með sérsmjör því ekki má nota sama hníf til að smyrja smjörinu á glúten- laust brauð og venjulegt brauð sem inniheldur glúten.“ Félagslega einangrandi Seliak og annað ofnæmi og óþol getur lagst á bæði börn og full- orðna, á hvaða aldursbili sem er. Sjúkdómurinn er viðurkenndur og víða algengur en talið er að 2-6 af hverjum 1.000 íbúum í Evrópu séu með einhvers konar glútenóþol. Seliak og glútenóþol er þó mis- algengt milli landa og getur stafað af vangreiningu. Í Svíþjóð eru 3-4 börn af hverjum 1.000 með glútenó- þol eða seliak. Á Ítalíu eru börn við sex ára aldur send í greiningu og athugað hvort þau séu með glútenó- þol. „Þetta er mjög algengt nema á Íslandi virðist vera. Ég held að þetta sé bara spurning um að ekki sé verið að greina þetta,“ segir Anna Kolbrún. Fólk með seliak og glútenóþol á erfitt með að fara t.d. út að borða því örfáir staðir hafa sérstakan með sem inniheldur ekk- ert glúten. Þetta getur verið mjög félagslega bælandi og það væri í raun óskandi að allir myndu bara taka smá tíma í að fræðast um þetta og taka tillit til þeirra sem þola ekki glúten eða mjólk.“ Frá vinstri: Birna Óskarsdóttir, Ösp Viðarsdóttir, Anna Kolbrún Jensen, Aðalheiður Rán Þrastardóttir og Þórunn Eva Guðbjargar Thapa. Glúten er eggjahvítuefni sem má finna í ýmsum korntegundum, svo sem hveiti, byggi eða rúg- mjöli. Einkenni seliak og glúten- óþols geta verið margvísleg en helstu einkenni eru magaverkir, niðurgangur eða þyngdartap. Anna Kolbrún segir hins vegar viðbrögðin við magaverkjum hér á landi vera alltof væg. „Það er mýta á Íslandi að það sé í lagi að vera illt í maganum og yfirleitt er öllum magaverkjum tekið sem eðlilegum hlut. Viðbrögðin eru yfirleitt þau að þetta lagist, að barn- ið sé bara stressað eða eitthvað kvíðið,“ segir hún. „Það þarf að brjóta þetta norm upp þegar kemur að maga- vandamálum barna og allra ann- arra og athuga málið. Það er ekki flókið að greina þetta. Meltingar- sérfræðingur tekur blóðprufu eða gerir þarmaspeglun og þá eru aðrir sjúkdómar útilokaðir í leið- inni.“ Einstaklingur með seliak- sjúkdóminn getur orðið fyrir miklum næringarskorti, þrátt fyr- ir að borða heilsusamlega fæðu. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður getur hann haft alvarlegar af- leiðingar og einnig leitt til annarra sjúk- dóma. VIÐBRÖGÐIN OFTAST ÞAU SÖMU Ekki í lagi að vera alltaf illt í maganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.