Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 22
Það þarf ekki að vera flókið að halda kroppnum í góðu formi. Einhvers konar hreyfing á hverjum degi og hollt mataræði ætti ekki að þykja erfið raun. Eins skipta litlu hlutirnir máli og milli mála er gott að fá sér sítrónuvatn. Sítrónan styrkir ónæmiskerfið, losar líkamann við aukaefni, er vatnslos- andi, gott fyrir hálsinn og fleira. Skelltu sítrónu í vatnsbrúsann og taktu með þér út í daginn. Sítrónuvatn gott fyrir kroppinn K ristinn sótti ráðstefnuna ásamt augnlækni og sjón- tækjafræðingi frá Þjón- ustu- og þekking- armiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda og þrem- ur íslenskum sjúklingum með ret- initis pigmentosa (RP) augn- sjúkdóminn sem fóru á vegum Blindrafélagsins. „Þessar sjónhimnuráðstefnur eru einstakar fyrir þær sakir að augn- sjúklingum er boðið upp á al- þjóðlega læknis- og líffræðilega fyrirlestra um augað. Þar að auki býðst öllum heyrnatól til að geta hlustað á fyrirlestrana með túlki. Þarna gefst læknum, vísindamönn- um og augnsjúklingum einstakt tækifæri til að bera saman bækur sínar til að læra hver af öðrum,“ segir Kristinn. Kristinn segir vísindamenn hafa keppst við að uppgötva orsök augnsjúkdóma síðastliðna áratugi með því að leita að stökkbreyt- ingum í genum mannsins. „Í dag er búið að kortleggja og staðsetja um 250 gen á litningum í erfða- mengi mannsins sem valda augn- sjúkdómum. Af þessum 250 genum hefur tekist að finna orsakavald- andi stökkbreytingar í 225 þeirra,“ útskýrir Kristinn og segir stökk- breytingarnar geta verið fjölmarg- ar í hverju geni fyrir sig og í flest- um tilfellum arfgengar og einstakar eftir ættum og uppruna. Mikil framför á seinni árum Mikil þróun hefur átt sér stað í stofnfrumurannsóknum á seinni ár- um en það var árið 2012 sem nób- elsverðlaunanefndin við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi veitti vís- indamönnunum John B. Gurdon við Cambridge-háskóla í Bretlandi og Shinya Yamanka við Kyoto- háskóla í Japan nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvanir á eðli stofn- frumna og hvernig má umbreyta þroskuðum vefjafrumum í marg- hæfar stofnfrumur. „Tvennt ein- kennir stofnfrumur sem aðskilur þær frá öðrum frumum. Það eru eiginleikarnir að geta endurnýjað og sérhæft sig í einhvern hinna 200 vefja sem er að finna í manns- líkamanum. Lengi vel einskorð- uðust stofnfrumurannsóknir við stofnfrumur sem voru einangraðar úr fósturvísum en með nýju að- ferðinni er mögulegt að taka til dæmis húðfrumur úr fullorðnum manni og endurforrita og búa til nýja vefi með ræktun á rann- sóknastofu,“ segir Kristinn sem telur nýju aðferðina því vera lof- andi fyrir þá framtíðarsýn að fólk geti haft aðgang að einskonar varahlutum úr sjálfu sér sem hafa sama erfðaupplag. „Það verður kannski hægt að skipta út frumum, vefjum, eða jafnvel líffærum sem eru að bila. Enn fremur er hægt með erfðatækni að skipta út stökk- breyttum genum fyrir heilbrigð.“ Í júní síðastliðnum tókst vís- indamönnum við Johns Hopkins- háskólann í Bandaríkjunum að búa til í tilraunaglasi úr stofnfrumum sjónhimnufrumulag sem getur numið ljós og segir Kristinn að það hafi komið á óvart að það hafi dug- að að koma sérhæfingunni af stað með ákveðnum genakokteil þar sem frumurnar sæju svo um að byggja upp frumuklasa í þrívídd, svipaðri þeirri sem er að finna í auga. „Hugmyndin er að búa til vefjabút sem samanstendur af tveimur frumugerðum sem er að finna í sjónhimnu augans sem er oftast sködduð eða óvirk í augn- botnum augnsjúklinga. Þessar frumur eru sjónviðtakar og lit- þekjufrumur. Mikil vinna er fram- undan að finna út úr því hvort þessi tilraunavefur geti starfað eðlilega eftir vefjaflutning í auga,“ útskýrir Kristinn sem vonast til að hægt verði að nota tilrauna- glasavefi til að prófa lyf í rann- sóknastofum. „Þannig væri hægt að undirbúa klæðskerasaumaðar og einstaklingsmiðaðar lyfja- meðferðir.“ Er hægt að gefa blindum sjón? Á ráðstefnunni sem Kristinn sótti voru kynntar niðurstöður úr rann- sóknum þar sem þráðlausri tölvu- flögu með fjölda nema sem skynja ljós hafði verið komið fyrir í blindu auga. „Ljóst er að augnbotn sem er taugatengdur við heila getur komið boðum til skila. Því ætti heilinn að geta lært að túlka boðin frá tölvuflögunni sem svart/hvíta mynd í lágri upplausn. Með þessu móti hafa blindir náð að skynja umhverfi sitt gróflega og til dæmis fundið dyr, gangstéttarkanta eða tröppur. Svo er spurning hvort hægt verði í framtíðinni að koma sjónhimnuvef, sem ræktaður er úr stofnfrumum, fyrir í augnbotni sem gæti tengst taugum til heilans,“ segir Kristinn sem gleðst yfir þeim framförum sem átt hafa sér stað í líftækni- og læknisfræði varðandi meðferðarúrræði á sjúkdómum. „Það er þó mikil vinna framundan svo að hugmynd geti orðið að raunhæfum valkosti sem hægt væri að nýta sér til lækninga.“ Getty Images/iStockphoto * Lengi vel einskorð-uðust stofnfrumurann- sóknir við stofnfrumur sem voru einangraðar úr fósturvísum en með nýju aðferðinni er mögulegt að taka til dæmis húð- frumur úr fullorðnum manni og endurforrita og búa til nýja vefi með ræktun á rannsóknar- stofu. KRISTINN PÉTUR MAGNÚSSON, ERFÐAFRÆÐINGUR OG PRÓFESSOR Í LÍFTÆKNI VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI, SÓTTI RÁÐSTEFNU Í PARÍS Í JÚNÍ SÍÐASTLIÐNUM ÞAR SEM FREMSTU AUGNSÉRFRÆÐINGAR HEIMS HÉLDU FYRIRLESTRA UM VÍSINDARANNSÓKNIR OG TILRAUNIR VARÐANDI MEÐ- FERÐIR VIÐ ÓLÆKNANDI AUGNSJÚKDÓMUM SEM Í DAG VALDA BLINDU OG ALVARLEGRI SJÓNSKERÐINGU. Guðný Hrönn gudnyhronn@mbl.is Kristinn Pétur Magnússon Stofnfrumumeðferðir til lækningar á augnsjúkdómum FRAMFARIR Í LÆKNAVÍSINDUM Mikil þróun hefur átt sér stað í stofn- frumurannsóknum á seinni árum. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014 Heilsa og hreyfing Myndin hér að ofan útskýrir hvernig hægt er að búa til iPS fjölhæfar stofnfrumur úr líkams- frumum manns. Með iPS-stofnfrumum er hægt að rækta tauga-, hjarta-, lifrar- eða augnfrumur. Þetta gerir vísindamönnum kleift að rannsaka sjúkdómsferli á nýja vegu og í framtíðinni verður jafnvel hægt að skipta út gömlum frumum fyrir þær nýju. Framþróun til framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.