Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Page 23
7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 N afn: Anna Björk Kristjánsdóttir Gælunafn: Ein sem kallar mig Spói, annars ekkert. Íþróttagrein: Fótbolti. Anna Björk Kristjánsdóttir er uppalin í Vesturbænum og spilaði knattspyrnu með KR upp alla yngri flokkana þar til hún fór yfir í Stjörnuna 2009 þar sem hún hefur verið síðan. Hún er Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er nú á öðru ári í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands auk þess að þjálfa stelpur hjá Gróttu og KR. Hversu oft æfir þú á viku? Yfir sumartímann æfi ég 5-6 sinnum í viku og spila einn leik, en á vetrartímanum fer ég á 5 fótboltaæfingar og reyni að lyfta 2-3 yfir vikuna. Hver er lykillinn að góðum árangri? Mæta á allar æfingar og leggja sig 100% fram. Aukaæf- ingar eru alltaf góðar en mikilvægast er að gera æfing- arnar vel. Gæði fram yfir magn. Svo er líka mikilvægt að hugsa vel um sig, mataræði og svefn. Alltaf að hafa trú á því að maður geti gert betur og náð lengra. Hvernig er best að koma sér af stað? Erfiðasti parturinn við að fara að hreyfa sig er að koma sér af stað. Ég mæli með að finna sér æfingafélaga og byrja rólega. Gott er að hafa einhvern sem rekur þig áfram og öfugt. Setja sér raunsæisleg markmið. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Prufa sig áfram og finna hvað hentar þeim. Ekki festast í einhverju einu. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég reyni að taka æfingar sem tengjast ekki fótboltanum beint. Prufa nýja tíma og halda mataræðinu góðu. Ertu almennt meðvituð/ur um mat- aræðið? Verð meir og meir meðvituð með tímanum. Reyni að borða mikið og hollt í kringum æfingar og leiki. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég byrja daginn alltaf á því að fá mér hafragraut, svo borða ég t.d. mikið af kjúklingi, salati, hnetum og boozti. Hvaða óhollusta freistar þín? Domino’s er minn veikleiki. Gæti aldrei tekið það alveg út af mataræðinu mínu. Fæ mér stundum Domino’s eftir leiki. Hafragrautur alla morgna Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Aldrei að byrja of ákaft og ætla sé að taka alla óhollustu út í einu. Taka það í skrefum, þetta er oft spurning um hvað þú venur þig á. Ekkert að því að leyfa sér óhollustu við og við. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hún hefur mjög mikið gildi í mínu lífi. Ég næ að losa vissa spennu við að hreyfa mig, fæ útrás og mér líður illa ef það líður of langur tími milli æfinga. Ég finn fyrir þreytu og leti ef ég fer ekki reglulega á æf- ingar. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Ætla sér að ná of miklum framförum á of stuttum tíma og byrja of geyst. Oft nauðsyn að fá hjálp frá fag- fólki. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Bjarni Páll, bróðir minn, og foreldrar mínir. Morgunblaðið/Ómar Fyrir kyrrsetufólk er nauðsynlegt að gera æfingar til að auka hreyfan- leika liða. Liðir í fingrum mega ekki verða útundan og fyrir þá sem nota lyklaborð grimmt er gott að taka hlé inn á milli til að rétta vel úr fingr- um og kreppa hnefa til skiptis. Gott er að endurtaka 15-20 sinnum. Meiri kraft í að rétta en kreppa* Eina leiðin til að halda heilsunni er að borðaþað sem þér þykir ekki gott, drekka það semþig langar ekki í og gera það sem þú vilt ekki gera. Mark Twain rithöfundur. Hlaup hjálpa til við að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, jafnvel þótt aðeins sé hlaupið í nokkrar mín- útur á dag, samkvæmt niður- stöðum nýlegrar rannsóknar sem birt var í tímaritinu Journal of the American College of Cardiology nýverið. Rannsakendur skoðuðu 55 þúsund einstaklinga á aldrinum 18 til 100 ára og fylgdust með heilsufari þeirra yfir 15 ára tímabil. Skoðað var hversu lengi fólk lifði, hverjar dánarorsakir voru og hvort viðkomandi stundaði hlaup eða ekki. Dánartíðni úr hjartasjúkdóm- um var 45% lægri hjá hópnum sem stundaði einhvers konar hlaup en hjá þeim sem aldrei hlupu. Þá sýndu niðurstöður að hlauparar lifðu að meðaltali þremur árum lengur en þeir sem ekki stunduðu hlaup, jafnvel þótt tekið væri tillit til aldurs, kyns, reykinga, þyngdar og annarra þátta sem gætu haft áhrif. Þannig sýndu niðurstöður að manneskja í ofþyngd sem hljóp reglulega var ólíklegri til að fá hjartasjúkdóm en manneskja í kjör- þyngd sem aldrei reimaði á sig hlaupaskó. Hlaup í nokkrar mínútur á dag við hjartasjúkdómum Hlauparar hafa ástæðu til að gleðjast. Ný rannsókn sýnir að þeir lifa lengur en þeir sem ekki hlaupa og eru í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma. Morgunblaðið/Eggert Grunnur að góðri máltíð www.holta.is HO LTA KJÚKLINGUR 100% kjúklingur Allur Holta kjúklingur er 100% náttúrulegur. Þú getur verið viss um að þegar þú kaupir Holta kjúkling ertu að fá vöru sem nýtur virðingar hjá meistarakokkum, hvar sem þá er að finna. KEMPA VIKUNNAR ANNA BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR KNATTSPYRNUKONA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.