Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Síða 28
Matur og drykkir Borðaðu ávexti *Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa leitt í ljós að það aðborða ávexti á hverjum degi getur minnkað áhættuna á hjarta-og æðasjúkdómum. Dagleg neysla ávaxta minnkaði líka áhætt-una á ótímabæru andláti um nærri því einn þriðja hjá fólki íáhættuhópi. Alls tóku hálf milljón Kínverja þátt í rannsókninni,sem var stjórnað af vísindamönnum í Oxford-háskóla.18%þátttakenda borðuðu ávexti daglega á meðan 6,3% borðuðu aldrei ávexti. Samanburðurinn leiddi í ljós að ávaxtaneyslan minnkaði líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 25-40%. U no var einn þeirra veitingastaða sem tóku þátt í vel heppnuðum matarmarkaði sem gekk undir nafninu Krás og var haldinn í Fógetagarðinum fimm laugardaga í sumar. Markaðurinn var ein- staklega vel heppnaður og fengu sælkerar mikið fyrir sinn snúð en arancini-bollur frá Uno vöktu mikla lukku á mark- aðinum. Þær bókstaflega runnu út eins og heitar lummur enda eru þessar djúpsteiktu bollur, gerðar úr hrísgrjónum og mozzarella, einstaklega ljúffengar. Það var auðsótt mál að fá uppskriftina að þessu lostæti frá Uno en hjónin Kjartan Ísak Guðmundsson og Erna Ing- ólfsdóttir ásamt Hrefnu systur Ernu hafa rekið þennan veit- ingastað við Ingólfstorg frá því vorið 2012. „Okkur hjónin hafði alltaf dreymt um að eiga veitingastað og drógum Hrefnu með okkur í þetta. Hún er svo lélegur kokkur sjálf að henni fannst þetta tilvalið,“ gantast Erna en maður hennar er kokkur. Matseðillinn hjá Uno er ekki langur og segir Erna að það sé ekki takmarkið að hafa hann eins og símaskrána heldur bjóða upp á „ferskan og góðan mat sem er gerður af alúð“. Uno er ekki hefðbundinn ítalskur veitingastaður og segir Erna nærtækara að kenna staðinn við Miðjarðarhafið frekar en aðeins Ítalíu. „Hér eru engar pítsur og ekkert lasagna. Við viljum brjótast út úr þessu boxi. Aðalmálið er að við viljum vera með ferskan og góðan mat sem er unninn frá grunni.“ Arancini-bollurnar góðu eru ekki á sumarmatseðlinum en verða á nýjum vetrarseðli Uno sem tekur gildi síðar í mán- uðinum. Önnur útgáfa af þeim var á seðlinum síðasta vetur og kallaðist þá „Ljótar bollur“ enda var gráðosturinn Ljótur hluti af innihaldinu. Kláraðist á fjörutíu mínútum Til marks um vinsældirnar þá kláraðist skammturinn sem þau töldu nægan fyrir tvær helgar á fyrstu fjörutíu mín- útunum. „Krás heppnaðist svo vel að ég vona að þetta verði ár- legt,“ segir hún en síðasti markaðurinn var haldinn á Menn- ingarnótt. „Fyrsta laugardaginn var frábært veður og mikið af fólki. Næsta laugardag var grenjandi rigning en það kom samt jafnmikið af fólki og svo fjölgaði bara hinar helgarnar. Það myndaðist líka skemmtileg stemning meðal veitingastaðanna sem tóku þátt í þessu. Maður kynntist þarna nýjum vertum sem maður hafði aldrei talað við fyrr. Það varð svona ná- grannastemning. Dagsdaglega gengur maður ekki inn á næsta stað og heilsar því þar ræður samkeppnin en á markaðnum voru allir vinir og hjálpuðust að, lánuðu pappír í posarúllur og þess háttar. Það var mikil gleði í loftinu,“ segir Erna. Andrúmsloftið við matargerð skiptir máli, segir Erna, sem hefur reynsluna en hún var matráðskona í fimm ár áð- ur en þau keyptu Uno. „Ef maður var eitthvað illa upp- lagður varð maturinn ekki góður,“ segir hún en samkvæmt því eru kokkarnir á Uno alltaf í góðu skapi. Morgunblaðið/Kristinn UNO ER EKKI HEFÐBUNDINN ÍTALSKUR VEITINGASTAÐUR Brjótast út úr boxinu ÍTALSKAR HRÍSGRJÓNABOLLUR FRÁ UNO SLÓGU Í GEGN Á MATARMARKAÐINUM KRÁS SEM HALDINN VAR FIMM LAUGARDAGA Í SUMAR. BOLLURNAR ERU VÆNTANLEGAR Á VETRARSEÐIL STAÐARINS. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Erna segir andrúmsloftið við matargerð skipta máli. Morgunblaðið/Kristinn 1 dl jómfrúarólífuolía 250 g risotto-hrísgrjón 1 lítri kjúklingasoð 1-2 skalottlaukar 100 g rifinn mozzarellaostur 100 g sólþurrkaðir tómatar 1 knippi basillauf (söxuð) salt og pipar heil egg ferskur brauðraspur Hitið olíuna í potti. Steikið laukinn þar til hann fer að gljáa. Bætið grjónunum við og blandið vel saman við laukinn og hrærið í um það bil eina mínútu. Hellið 250 ml af soðinu út í pottinn og hrærið þar til grjónin hafa tek- ið vökvann í sig, endurtakið með því að hella 250 ml í hvert skipti. Grjónin eru tilbúin þeg- ar þau eru farin að mýkjast og búin að drekka í sig vökvann. Bætið að lokum sól- þurrkuðum tómötum, basil og mozzarella- ostinum út í pottinn og blandið vel saman. Setjið grjónin á ofnskúffu og dreifið aðeins úr og kælið. Grjónin eru mótuð í jafnar kúlur. Dýfið kúlunum í eggin og veltið þeim svo upp úr brauðraspi, endurtakið leikinn og dýfið aftur í eggin og svo aftur velt upp úr brauð- raspinum. Kúlurnar eru svo steiktar í djúpsteikingar- olíunni við 180°C þar til þær verða fallega gylltar. Arancini-bollur Bollurnar eru bornar fram með parmesan og sósu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.