Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Qupperneq 29
7.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Kínverska fyrirtækið Baidu hefur búið til rafræna matarprjóna sem segja þér hvort maturinn sem þú ert að borða sé hæfur til neyslu. Baidu, sem er þekkt fyrir að reka kínverska leitarvél og ýmsa netþjón- ustu, tengir prjónana við app. Prjónarnir meta matinn og hægt verður að skoða niðurstöðurnar í appinu. Þessi uppfinning kemur í kjölfar ýmissa hneyksla í Kína varðandi matvæli. Komið hefur í ljós að veitingastaðir og fleiri hafa selt eitraðan mat og notast við matarolíu sem er ekki hæf til neyslu heldur aðeins í endur- vinnslu. Baidu frumsýndi í vikunni myndband sem sýnir snjallprjónana í notkun. Þeim er dýft ofan í þrjár mismunandi tegundir af olíu. Skynjararnir á prjónunum mæla hita olíunnar og efni í olíunni og svo blikkar rautt ljós ef olían reynist vera of gömul til neyslu. Lélegt matvælaeftirlit er áhyggjuefni í Kína. Eitt af því sem fólk hefur hvað mestar áhyggjur af er „ruslolían“, matar- olía sem er búin til á ólöglegan hátt. Til dæmis er tekin notuð olía frá veitinga- stöðum og hún seld sem ný vara. Fyrirtækið hefur aðeins búið til nokkur eintök sem stendur. Ekki er búið að til- kynna hvort eða hvenær snjallprjónarnir fara á almennan markað eða hvað þeir myndu kosta. Forstjóri Baidu, Robin Li, kynnti snjallprjóna Baidu á ráðstefnu í Beijing í vikunni. AFP Prjónar sem tengjast appi Jamie Oliver er búinn að senda frá sér nýja bók, sem ber nafnið Com- fort Food. Ennfremur er núna ver- ið að sýna samnefnda matreiðslu- þætti á Channel 4 í Bretlandi. Uppskriftirnar eru alls 100 talsins, allar að réttum sem eiga að hugga og heilla. Tilgangurinn er að ná fram brosi og láta alla fjölskylduna finna til öryggis og ástar. Til dæmis má finna þarna upp- skrift að steikar- og lauksamloku, pavlovu, makkarónum með osti og humri og auðvitað að hinum full- komna borgara að hætti Jamies. Svona lítur kápan út á nýjustu bók kokksins Jamies Olivers. Matur fyrir sál og sinni Michelin-stjörnukokkurinn Alain Ducasse, guðfaðir frönsku matar- gerðarlistarinnar, enduropnar veit- ingastað sinn í Plaza Athenee- hótelinu í París á mánudag með breyttum matseðli. Ducasse tekur önd, kálfakjöt og steik af matseðl- inum, sem byggist nú nærri alfarið á grænmetisréttum. Einhverjir fisk- réttir verða þó enn á boðstólum. „Jörðin okkar hefur ekki enda- lausar auðlindir svo við verðum að fara að neyta á siðrænni og sann- gjarnari hátt,“ sagði hann við AFP. Michelin-kokkurinn Alain Ducasse á lúxusveitingastaðnum í París. AFP Ekkert kjöt hjá Alain Ducasse

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.