Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 34
H vað er það sem þú fellur yfirleitt fyrir? Ég get ekki sagt að ég falli fyrir einhverjum sérstökum fötum. Falleg efni og snið fanga augað mitt. Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum? Mér finnst „den lille sorte“ aldrei klikka. Eru einhver algeng mistök sem fólk gerir þegar kemur að klæðaburði? Mér finnst ekki hægt að tala um mistök í klæðaburði, smekkur manna er jafn misjafn og fólkið er margt. Það sem mér finnst ljótt finnst öðrum flott og öfugt. Það er einmitt verst þegar fólk er of hrætt við að gera mistök, ætli það sé ekki bara algengustu mistökin. Fólk má ekki vera hrætt við að hugsa út fyrir kassann og taka áhættu á því að klæðast einhverju sem heillar ekki alla. Það er svo hundleiðinlegt. Hvað dreymir þig um að eignast? Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör, ég á allt. En líklega einhverja flotta yfirhöfn sem ég var að taka upp í Nost- algíu, t.d. geggjaðan gervipels sem virkar við allt. Hver er dýrasta flíkin í fataskápnum þínum? Það sem mér hefur verið gefið af ást og kærleik er það dýrmætasta sem ég á í mínum fataskáp. Silf- urgrár minkapels sem ég erfði frá ömmu minni, Ingu t.d. Hvað vantar í fataskápinn þinn um þessar mundir? Skó og nóg af þeim. Ég á yfirleitt bara eitt par sem ég nota þá við öll tækifæri, sem sagt dag- lega þangað til ekkert er eftir af þeim. Hver er best klædda kona í heimi að þínu mati? Sú kona sem klæðir sig nákvæmlega eins og hún vill og rokkar það. Það skiptir ekki svo miklu máli í hverju þú ert. Mun mikilvægara er að bera fötin vel og lifa þig inn í stílinn þinn. Þetta snýst allt um sannfæringu. En ef ég ætti að nefna eina sem er klassískur töffari þá er það hún Karen O. Í hvað myndir þú aldrei fara? Ég myndi aldrei fara í diskó- buxurnar sem voru svo vinsælar fyrir stuttu, spandexgallann. Ég heillast sjaldnast af einhverju sem margir klæðast á sama tíma. Þá verður það svo ópersónulegt. Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Mögu- lega einhverjir árekstrar en engin slys. Eða það finnst mér ekki. Og ef einhverjum þætti það þá myndi ég bara klæðast því aftur og afsanna það. Hvað finnst þér mest heillandi í hausttískunni? Ég heillast einmitt alltaf mun meira af haust- og vetrartísk- unni og get ekki beðið eftir að klæðast kósí, þykkum peysum yfir fallegar silkiskyrtur, ullar- kápum og núna í haust ætla ég að rokka tweed ofan á tweed. Inga væri til í að eiga einn gervipels fyrir haustið. MINKAPELS FRÁ ÖMMU AFAR KÆR Inga Harðardóttir, versl- unarstjóri Nostalgíu, er óhrædd við að klæðast því sem henni finnst flott enda er hún ávallt smart til fara. Morgunblaðið/Þórður Hugsar út fyrir kassann INGA HARÐARDÓTTIR ER VERSLUNARSTJÓRI Í NOSTALGÍU Á LAUGAVEGI. HÚN VEKUR ATHYGLI FYRIR EINSTAKLEGA FLOTTAN OG PERSÓNULEGAN STÍL ENDA FYLGIR HÚN ALFARIÐ EIGIN SANNFÆRINGU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Tweed munstrið verður í fata- skápnum hjá Ingu í haust. Ingu þykir Karen O., sem er söngkona rokksveitarinnar Yeah Yeah Yeahs, vera með flottan stíl. Það er mikilvægt að eiga fallegan svartan kjól fyrir öll tilefni. Tíska Ostwald Helgason á tískuviku New York AFP *Einn stærsti tískuviðburður í heimi hófst í vikunni, Merce-des Benz Fashion Week í New York. Margir flottir hönn-uðir hafa nú þegar sýnt haustlínu sína en um helgina komafram nöfn á borð við Diane Von Fursternberg, Derek Lam,Thakoon, Victoria Beckham, DKNY og hálfíslenska tísku-merkið Ostwald Helgason. Ostwald Helgason saman-stendur af hönnunartvíeykinu Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Saman hafa þau náð gríðarlega langt á sínu sviði og gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.