Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014
M
ikilvægum fundi Atlantshafs-
bandalagsins er lokið í
Wales. Af þessum fundi má
draga margar ályktanir. Hin
fyrsta er sú að ljóst sé orðið,
að það var rétt ákvörðun
halda formlegu varnarsamstarfi Nato áfram eftir að
hinn formlegi andstæðingur þess, Varsjárbandalagið,
hafði gufað upp og Varsjá sjálf hafði orðið ein af
höfuðborgum Nato-landa.
Forsagan
Síðasti aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og
síðasti forseti þeirra, Mikhail Gorbaschev, hafði ekki
mörg spil á hendinni í síðustu samningalotu við Nato/
Bandaríkin undir forystu George Bush eldra. En
Bush taldi þó bæði rétt og skynsamlegt að nýta sér
ekki veika stöðu andstæðingsins út í ystu æsar. Ver-
salasamningarnir og fleiri dæmi veraldarsögunnar
hræddu. En einnig var talið að væri of hart gengið
fram kynni Gorbaschev að missa vald á stöðunni og
harðlínumenn ná yfirhöndinni eystra. Í þessari stöðu
var því lofað, að herlið Nato yrði ekki staðsett var-
anlega í þeim nýfrjálsu ríkjum sem næst eru landa-
mærum Rússlands, svo sem í Eystrasaltslöndunum.
Sumir halda því fram að Pútín hafi með framgöngu
sinni að undanförnu sjálfur kippt fótunum undan
þessu loforði ríkja Nato. Raunar gerðust í framhald-
inu atburðir í hinu fallandi risaveldi sem George H.W.
Bush eða aðrir vestrænir leiðtogar höfðu lítil áhrif á.
Klíka gamalla fyrirmenna í efstu röð í Kreml gerði
hallarbyltingu, setti forseta sinn í stofufangelsi og
skriðdrekar klíkunnar brunuðu inn í hjarta höfuð-
borgarinnar Moskvu. En gagnbyltingarómyndin
lognaðist út af og voru ástæður þess margar. Hún var
illa undirbúin og fumkennd. Byltingarforingjarnir
voru flestir vaklandi og hræddir drykkjuboltar.
Sovétríkin voru gjaldþrota. En úrslitum réði, að nýja
Rússland hafði óvænt eignast hugrakkan og litríkan
forystumann, sem gjörbreytti stöðunni með fram-
göngu sinni. Það var Boris Yeltsín. Hann var sjálfur
ekki laus við að eiga vingott við vodkaflöskuna, en
aðrir eiginleikar hans voru þó mikilvægari á þessari
ögurstundu Rússlands og alþjóðastjórnmála.
Heimsveldi gufar upp
En hin gagnslausa gagnbylting gerði út af við Gorba-
schev, þótt Yeltsín léti leysa hann úr stofufangelsinu.
Þessi síðasti arftaki þeirra Stalíns og Leníns hafði
verið auðmýktur með þeim hætti að hann átti sér ekki
viðreisnar von. Frelsi hans og staða var upp á náð
Borisar Yeltsín komin.
Á fundi Kommúnistaflokksins, sem sýndur var í
beinni útsendingu, rann þessi veruleiki upp fyrir Sov-
étleiðtoganum og öllum heiminum á sama andartaki.
Yeltsín lagði þar niður Kommúnistaflokkinn og Sovét-
ríkin með einu pennastriki. Þetta var dramatískt
augnablik. Atburður sem enginn þúsunda virtra
sovétfræðinga við enn virtari háskólastofnanir hafði
séð fyrir. Enda hefði hver og einn þeirra verið talinn
galinn hefði hann þóst sjá þetta fyrir og sagt frá því.
Framhaldið er þekkt. Heiminum kom á óvart, hve
sovéska kerfið hafði leikið illa þetta víðfeðmasta ríki
veraldar sem hlaðið er náttúrulegum gæðum. Vest-
Friður hefur verið
tryggður um vora
(næstu) daga
eða því sem næst
* Fyrir aldarfjórðungi var ekkitekið að horfa til Kína í þessusamhengi. Stóra ófriðarhættan hafði
verið bundin við Sovétríkin í Kalda
stríðinu og eftir fall þess þótti mörg-
um víst að friðarskeið í heimi væri
framundan, í það minnsta „um vora
daga“, eins og það hét úr munni
Neville Chamberlains forðum.
Reykjavíkurbréf 05.09.14