Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.9. 2014
BÓK VIKUNNAR Hin hrollvekjandi skáldsaga Skipið eftir
Stefán Mána hefur verið endurútgefin í kilju. Örugglega ein af
hans bestu bókum.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Það er ekki ýkja algeng sjón að sjámörg hundruð manns mynda bið-röð fyrir framan bókabúð. Þetta
mátti sjá á dögunum við bókabúð Wat-
erstones á Piccadilly og ljósmyndarar
og kvikmyndatökumenn voru einnig á
svæðinu. Fólkið í biðröðinni var greini-
lega í sérstökum erindagjörðum og dyra-
vörður hafði auga með því að það væri
ekki að smygla sér inn í búðina heldur
biði á sínum stað þar til hann vísaði því
rétta leið, meðan við hin sem ekki áttum
annað erindi en að skoða bækur fengum
að ganga óhindruð inn. Þegar komið var
upp á aðra hæð verslunarinnar mátti sjá
afmarkað svæði þar sem nokkrir tugir
manna höfðu komið sér fyrir og sátu
flestir makindalega á gólfinu. Í ljós kom
að verið var að bíða eftir japanska höfun-
dinum Haruki Murakami sem ætlaði að
árita nýjustu bók sína í versluninni. Þeir
sem þarna voru á annarri hæðinni höfðu
beðið um nóttina
fyrir utan verslun-
ina til að vera
öruggir um að vera
fremstir í röðinni
þegar verslunin
yrði opnuð. Við
opnun var þeim síð-
an hleypt upp á af-
markað svæði á
hæðinni.
Þegar Murakami birtist var klappað
ákaft fyrir honum. Rithöfundurinn var
greinilega snortinn vegna fjöldans sem
beið hans og fögnuðinum sem mætti hon-
um. Það var líka sérstök upplifun að
fylgjast með því fólki sem hafði lagt á sig
að bíða eftir höfundinum sínum. Eftir að
hafa beðið í vel skipulagðri röð, sem
ómögulegt var að svindla sér inn í, og
fengið langþráða áritun hélt það á hinni
árituðu skáldsögu eins og væri hún sér-
stök gersemi og andlitin ljómuðu. Sumir
tóku myndir af sér með bókinni. Úti fyrir
biðu svo hundruð manna eftir því að
dyravörðurinn hleypti þeim inn og að
Murakami. Í versluninni var búið að setja
upp tilkynningu um að búið væri að loka
biðröðinni svo margir hafa eflaust orðið
fyrir vonbrigðum.
Langflestir þeirra sem biðu eftir
Murakami voru á háskólaaldri og eitt-
hvað eldri. Aðdáun þeirra á rithöfund-
inum var augljós. Stundum óttast maður
að nútímamaðurinn sé að gleyma góðum
skáldskap og beri ekki lengur virðingu
fyrir rithöfundum. En á þessum degi í
Waterstones virtust áhyggjur eins og
þessar fjárstæðukenndar og hlægilegar.
Orðanna hljóðan
BEÐIÐ
EFTIR
MURAKAMI
Viðskiptavinur í Waterstones gluggar í
nýjustu skáldsögu Murakamis.
Haruki Murakami
Sænska spennusagan Síðasti hlekkur-inn, sem nú er komin út í íslenskriþýðingu, var seld til 25 landa áður en
hún kom út í Svíþjóð og hjá Warner Broth-
ers er verið að huga að gerð kvikmyndar eft-
ir sögunni. Höfundurinn Fredrik T. Olsson
er vitanlega himinlifandi með velgengni þess-
arar fyrstu skáldsögu sinnar.
„Umboðsmaður minn fór með handritið á
bókasýningu í London og undirtektir voru
stórkostlegar,“ segir Olsson. „Mér finnst ég
vera að upplifa ævintýri.“ Hann segist himin-
lifandi yfir því að til standi að gera stórmynd
eftir bókinni, en sjálfur hefur hann í tuttugu
ár unnið við að skrifað sjónvarpshandrit. Hann
segir að sú reynsla hafi eflaust hjálpað sér við
að skrifa bókina. En af hverju ákvað hann að
skrifa skáldsögu? „Það eru aðallega tvær
ástæður fyrir því,“ segir hann. „Mig hafði allt-
af dreymt um að skrifa bók, er það ekki
draumur flestra? Og svo fékk ég hugmyndina
um forritunarkóða í erfðaefninu. Í byrjun
íhugaði ég að skrifa kvikmyndahandrit um
þetta efni en smám saman áttaði ég mig á því
að enginn sem ég þekkti myndi geta framleitt
kvikmynd eftir handritinu því hún yrði of dýr.
Í þessari bók berst leikurinn mjög víða, at-
burðarásin er hröð og það er mikið um
sprengingar. Í Svíþjóð gæti enginn fjármagnað
slíka mynd. Þannig að ég ákvað að skrifa
skáldsögu og vera fullkomlega frjáls og þurfa
ekki að velta því fyrir mér, eins og gerist í
handritaskrifum, hvort eitthvert atriði myndi
kosta of mikið. Maður þarf ekki að gera fjár-
hagsáætlun þegar maður skrifar bók.“
Ebólu-faraldurinn er mikið í fréttum um
allan heim og ekki er annað hægt en að leiða
hugann að þeirri vá við lestur á Síðasta
hlekknum. Olsson segist alls ekki hafa verið
að hugsa um ebólu-faraldurinn þegar hann
skrifaði skáldsöguna en hann geri sér vissu-
lega grein fyrir því að saga hans leiði hug-
ann að þeim faraldri. „Það er hrollvekjandi
tilviljun að bókin skuli koma út þegar sá far-
aldur er í hámarki,“ segir hann. „Þegar ég
skrifaði bókina vissi ég af ebólunni sem var
þó ekki orðin jafn útbreidd og nú. Það áttu
alls ekki að vera tengsl þarna á milli.“
Það er gaman að lesa Síðasta hlekkinn og
lesandinn fær á tilfinninguna að höfundurinn
hafi haft gaman af að skrifa bókina. Olsson
segir að það sé sannarlega rétt. „Ég var
frjálsari en í handritaskrifunum og gat leyft
mér að koma sjálfum mér á óvart með því að
skrifa um vandamál og flækjur sem ég vissi
ekki hvernig ætti að leysa og reyna þannig á
huga minn.“
Það á eftir að reyna á það hvernig við-
tökur bókin fær víða um heim en í heima-
landinu, Svíþjóð, hafa þær verið mjög góðar.
„Í Svíþjóð hef ég fengið gagnrýni sem fær
mig til að roðna,“ segir Olsson. „Þegar ég
skrifa fyrir sjónvarp koma svo margir að
verkinu að það er auðvelt að fela sig á bak
við þá, en í bókaskrifum er bara ég og svo
lesendur mínir. Fram að þessu hef ég notið
þess að lesa gagnrýni um bókina sem hefur
verið mjög vinsamleg.“
Olsson vinnur nú að annarri skáldsögu
sinni þar sem nokkrar af persónum Síðasta
hlekksins koma við sögu. Sú bók gerist ein-
hverjum árum áður en þeir atburðir sem
fjallað er um í Síðasta hlekknum eiga sér
stað.
GAGNRÝNI Í SVÍÞJÓÐ FÆR HÖFUNDINN TIL AÐ ROÐNA
Ævintýri Olssons
„Fram að þessu hef ég notið þess að lesa gagnrýni um bókina sem hefur verið mjög vinsamleg,“ seg-
ir Olsson sem nú vinnur að annarri skáldsögu sinni sem gerist nokkru áður en Síðasti hlekkurinn.
HÖFUNDUR SÆNSKU SPENNUSÖG-
UNNAR SÍÐASTI HLEKKURINN ER
AÐ LIFA MIKIÐ ÆVINTÝRI, EN SAG-
AN VAR SELD TIL 25 LANDA ÁÐUR
EN HÚN KOM ÚT Í HEIMALANDINU
OG WARNER BROTHERS HEFUR
KEYPT KVIKMYNDARÉTTINN.
Uppáhaldsbækurnar mínar eru Harry Potter og blendingsprinsinn
og Litla skrímslið og stóra skrímslið. Bókin um Litla skrímslið er
skemmtileg. Hún byrjar á: „Ég er svo reiður út í þig“ og endar á: „Ég
elska þig“. Það finnst mér fyndið.
Harry Potter og blendingsprinsinn er uppáhalds
Harry Potter bókin mín af því að það er útskýrt svo
margt sem maður skildi ekki í hinum bókunum. Ég
elska Harry Potter-bækurnar og líka myndirnar. Fyrst
sá ég myndirnar og þegar ég las bækurnar þá sá ég allt
fyrir mér. Harry Potter er uppáhaldspersónan mín í
bókunum og stundum Ron af því að hann er svo mikill
klaufi.
Mér finnst mjög gaman að lesa. Á kvöldin fer ég
annaðhvort strax að sofa eða les. Í Harry Potter-
bókunum er byrjunarkaflinn bara um það þegar Harry Potter er heima
og það er ekkert merkilegt. Þá ætla ég bara að lesa einn kafla enn og
hætta svo en þá er sá kafli alveg svakalega spennandi af því að Harry
Potter er kominn í Hogwart-skólann og þá les ég bara fram á nótt.
Núna er ég að lesa Steinskrípin eftir Gunnar Theodór Eggerts-
son. Hún er skemmtileg af því að sögupersónurnar ganga í kringum
heiminn og berjast við svokölluð skrípi sem voru búin að breyta öllu í
heiminum í stein. Aðalpersónurnar hitta vísindamann sem hjálpar þeim
að frelsa heiminn frá skrípunum.
Mér finnst líka gaman að lesa landabækur og sjá hvernig er í öðrum
löndum. Maður veit svo mikið um eigið land en ekki eins mikið um
önnur lönd. Ísland er uppáhaldslandið mitt en mér finnst Brasilía
skemmtilegt land og þar er allt mjög flott. Svo finnst mér stundum gam-
an að lesa ævintýri eins og til dæmis Stígvélaða köttinn.
Í UPPÁHALDI
STEFÁN BJÖRN STEPHENSEN
9 ÁRA
Stefán Björn hefur gaman af að lesa og ef bókin er skemmtileg les
hann langt fram á kvöld. Harry Potter er í miklu uppáhaldi.
Morgunblaðið/Kristinn
J. K. Rowling