Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.10. 2014 Matur og drykkir NAUTAFILLE: Olía hvítlaukur (eftir smekk, við notum ca 5-6 hvítlauksgeira) pipar Öllu blandað saman og penslað yfir kjötið rétt áður en kjötið fer á grillið. Grillað á hvorri hlið í ca 4 mín, látið standa í nokkrar mín undir álpappír. Skorið í sneiðar og saltað eftir smekk. CHIMICHURRI: ½ bolli rauðvínsedik 1 tsk salt 3-4 hvítlauksgeirar 1 rautt chili ein lúka steinselja ½ laukur ¾ bolli ólífuolía 2 stk oregano svartur pipar eftir smekk. Gott er að láta blandara skera þetta ef hann er til á heimilinu en einnig er hægt að saxa þetta nið- ur sjálfur. Fyrir þá sem eru hrifnir af kóríander þá er mjög gott að bæta honum við. Kartöflur: Litlar kartöflur, hreinsaðar vel og skornar í báta. Olíu, hvítlauk, rósmarín, salt og pipar er blandað yfir þær. Bakað í ofni í ca 45 mín, ofninn stilltur á grill síðustu 5 mín. Meðlæti: Ég notaði veislusalat, en er mjög hrifin af klettasalati með þessu (var ekki til). Vatnsmelóna skorin í litla bita, rauðlaukur skor- inn í þunnar ræmur, hreinn feta- ostur og ristaðir pekanhnetu- kjarnar. H arpa Káradóttir er iðin í eldhúsinu en hún segir áhugann á matargerð hafa komið með aldrinum. „Já, ætli ég flokkist ekki undir það að vera matgæðingur. Ég hef sífellt meiri áhuga á matargerð og öllu sem við kemur því að elda mat og bera hann á borð,“ segir Harpa en hún er sjálfstætt starfandi sminka og á von á sínu fyrsta barni með unnustanum Daníel Ólafssyni. Báðum þykir þeim gaman að elda og eru dugleg að gera það í samein- ingu. „Okkur finnst mjög gaman að skipta með okkur verkum og reyn- um að blanda okkur ekki mikið í það sem hinn aðilinn er að gera,“ segir Harpa brosandi. „Ég sé þó yfirleitt um að leggja á borð og gera fínt og finnst Daníel það oft geta verið fullmikið af því góða, sér- staklega á virkum dögum,“ segir Harpa og hlær. Hún segir það þó skipta máli að hafa huggulegt í kringum sig, sér í lagi þegar halda á matarboð. „Það er svo margt sem gerir matarboð ennþá betra. Fyrst og fremst myndi ég segja að sá sem er að bjóða ætti að vera búinn að skipuleggja sig vel og alls ekki vera í tímaþröng. Stemningin hefur allt að segja þegar kemur að því að bjóða fólki í mat. Það er mikilvægt að hafa huggulegt í kringum mann og leggja fallega á borð, kveikja á kertum og setja á einhverja skemmtilega tónlist. Gott vín með matnum er nokkuð sem minn vinahópur hefur einnig mjög gaman af.“ Lærði af Hrefnu Sætran Harpa var sminka fyrir meistarakokkinn Hrefnu Rósu Sætran í mat- reiðsluþáttum hennar og segist hún hafa lært helling af því. „Ég sá hvað góð vinnubrögð skipta miklu máli og einnig hvað góð eldhúsáhöld geta létt manni lífið. Auðvitað er miklu skemmtilegra að vinna með góða hnífa og réttu græjurnar hverju sinni. Þar lærði ég einnig að ef maður gefur sér tíma, vandar sig við hvern einasta hlut, gengur jafn- óðum frá og þrífur áhöldin á milli verka, þá einhvernveginn virðast hlutirnir ganga betur upp. Ég mæli með því fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldamennsku að læra af foreldrum sínum og fólkinu í kringum sig, vera óhrædd við að prófa sig áfram og gefast ekki upp þó að maður klúðri einhverju. Það er ekki sjálfgefið að hlutirnir heppnist í fyrstu,“ segir Harpa sem segist vera meira fyrir það að elda heldur en að baka. Það geti hins vegar verið því hún hafi ekki æft sig nógu mikið í bakstrinum. „En ég hef mjög gaman af því að skoða myndir af mat og eftirréttum á Pinterest, sérstaklega eftir að ég varð ólétt, þá hefur áhugi minn á því að kunna að baka verulega aukist.“ Flugnasprey í kökuna Samhliða spjalli um bakstur lumar Harpa á skemmtilegri sögu úr eld- húsinu þegar hún var svo elskuleg að baka köku fyrir veika vinkonu sína á yngri árum. „Ég var mjög ung þegar ég bakaði köku fyrir vin- konu mína, Kollu, en hún lá þá veik heima. Ég spreyjaði óvart köku- formið með flugnaspreyi í stað þess að nota kökusprey. Alsæl gekk ég yfir til vinkonu minnar, skælbrosandi og stolt, en kakan vakti ekki mikla lukku,“ segir Harpa og hlær. Morgunblaðið/Ómar FYLGDIST MEÐ VINNUBRÖGÐUM HREFNU SÆTRAN ER HÚN VANN VIÐ ÞÆTTI HENNAR Skipta með sér verkum PARIÐ HARPA KÁRADÓTTIR OG DANÍEL ÓLAFSSON HAFA TAMIÐ SÉR ÞAÐ AÐ ELDA KVÖLDMATINN Í SAMEININGU. GOTT VÍN MEÐ MATNUM, KERTALJÓS, SKEMMTILEG TÓNLIST OG HUGGULEG STEMNING ER NOKKUÐ SEM SKIPTIR MIKLU MÁLI ÞEGAR HALDA Á MATARBOÐ. HARPA ER HINS VEGAR DUGLEG VIÐ AÐ SKAPA EINNIG HUGGULEGA STEMNINGU FYRIR KVÖLDVERÐI VIRKU DAGANA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Harpa og Daníel njóta þess að elda saman og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Morgunblaðið/Ómar Nautafille með chimichurri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.