Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Side 36
Fyrirtækið Plantronics þekkja líkast til helst tölvulúðar,enda er það helst þekkt fyrir heyrnartól með hljóðnemumtil tölvubrúks, og er brautryðjandi í slíkum apparötum frá því það var stofnað af flugmönnum á sjöunda áratugnum til að framleiða heyrnartól fyrir flugvélar og síðar fyrir geimflaugar. Með tímanum varð fyrirtækið síðan ráðandi í þráðlausum síma- heyrnartólum og þaðan var ekki langt að fara inn í tölvu- leikjaheiminn. Í gegnum tíðina hef ég átt og prófað ýmis Plantronics- heyrnartól og fundist þau alla jafna vera mjög hagnýt og hag- kvæm, en ekki ýkja spennandi. Hljómur í þeim hefur verið prýðilegur, skýr og góður, en oft hefur vantað smá líf í hann, meiri botn í bassann, mýkt í miðjuna eða snerpu í diskantinn. Það kom því skemmtilega á óvart þegar ég prófaði ný heyrnartól frá fyrirtækinu, Backbeat Pro, sem skila einkar skemmtilegum hljóm hvort sem maður er að hlusta á bassadrunur í hiphopi, diskant í svartmálmi eða sæta strengi strengjakvartetts. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá eru heyrnartólin lokuð, þ.e. þau leggjast yfir eyrað og þétt að höfðinu. Kostur við þetta er að maður getur spilað eins hátt og mann lystir án þess að ónáða nærstadda og þeir ónáða mann líka síður, en getur verið ókostur líka, því hljómur í slíkum heyrnartólum verður ekki eins „lifandi“, eðli málsins samkvæmt, því umhverfishljóð eru alla jafna hluti af hljóð- myndin þegar hlustað er á tónlist. Aðalmálið við þessi heyrnartól er þó ekki það að þau séu lokuð og hljómi vel, heldur það að þau eru sérdeilis tæknileg og reyndar ævintýralega tæknileg ef miðað er við verð. Þannig eru þau þráðlaus (Bluetooth v4.0 Class 1) með rafhlöðu sem dugir í sól- arhring og það þó notuð sé innbyggð umhverf- ishávaðavörn. Sú vörn byggist á því að í heyrnartólunum er hljóðnemi sem grein- ir umhverfishljóð og heyrnartólin senda síðan frá sér sam- svarandi hljóð- bylgjur til að „kæfa“ óæskilegar hljóðbylgjur. Alla jafna virkar þetta helst á samfelld um- hverfishljóð, eins og til að mynda hávaða í flug- hreyflum eða vélum bifreiða og því koma slík heyrnartól helst að gangi á ferðalögum. Vörnin virkar mjög vel á þessum Plantronics-heyrnartólum, en það kem- ur nokkuð niður á hljómgæðum þegar kveikt er á kerfinu – hljómur verður allur daufari og styrkur minnkar. Þó að það sé vissulega galli þá varð ég ekki var við það þegar ég notaði heyrnartólin á hávaðasöm- um stöðum – það dró ævintýralega mikið niður í umhverf- ishljóðum og fyrir vikið fannst mér hljómur í tólunum einfald- lega frábær við þau skilyrði. Það má líka geta þess að hægt er að nota heyrnartólin sem eyrnaskjól, því vitanlega er hægt að nota þau til að draga úr umhverfishljóðum án þess að vera með músík í gangi. Það er einkar auðvelt að eiga við heyrnartólin. Ef smellt er hátalaraskálarnar sjálfar getur maður sett músíkina af stað og stoppað hana (vinstri skál) eða tekið símann (hægri skál). Á skálunum utanverðum eru líka hjól sem hægt er að snúa til að hækka og lækka (hægri) eða stökkva á milli laga (vinstri). Það byggist þó á því að maður sé að nota Blueto- oth-tenginguna, því ekki er hægt að stýra tækjum gegnum hátalarasnúrur. Að því sögðu þá er fjarstýring á snúrunni sem fylgir með heyrnartólunum og þar hægt að stoppa og spila, og hún er Apple-vædd, þ.e. tengið á henni nær niður í Apple-tengi. Ef maður er með heyrnartólin á kollinum og að hlusta á músík úr síma láta þau vita ef hringt er í símann; tónlistin lækkar og hljóðmerki gefur símtal til kynna. Með því að smella á hnappinn á hægri skálinni er hægt að svara í sím- ann og þá notar tækið hljóðnema fyrir umhverfishávaða- vörnina til að svar í símann. Virkar fínt og hljómaði bráðvel að sögn þess sem tók þátt í þeirri tilraun. Þetta virkar líka vel ef maður er með tvö tæki tengd og þá kannski að horfa á kvikmynd eða spila leik í spjaldtölvu, en getur svarað í símann án þess að taka heyrnartólin af kollinum. Sami hnappur lækkar tímabundið í tónlistinni ef mann langar að heyra eitthvað frá umhverfinu. Með heyrnartólunum fylgir gerviefnispoki með frönskum rennilás til að geyma þau í, metralöng hátalarasnúra og USB-snúra með micro-tengi til að hlaða þau. Það tekur um þrjá tíma að hlaða þau ef búið er að tæma af þeim alla hleðslu og hver hleðsla dugir í sólarhring ef maður notar umhverfishávaðavörnina og allt að sextíu tímum ef slökkt er á henni. Nú situr enginn, eða næstum enginn, með heyrnartól á kollinum samfleytt í marga klukkutíma, en Backbeat Pro-tólin eru þeirrar náttúru að þau slökkva sjálf- krafa á sér þegar þau eru tekin niður, eða réttara sagt doka við, sem spara náttúrlega rafmagn. Galli við Bluetooth-vædd heyrnartól (og hátalara) hefur iðulega verið að tengingin er ekki traust og drægnin lítil, þ.e., ekki þarf nema nokkur skref þá er sambandið lélegt eða ekkert. Í því ljósi fannst mér drægnin býsna góð á BackBeat Pro því ekki rofnaði samband eða varð lakara þó að ég færi alllangt frá músíkspilaranum og veggir væru á milli. Á vefsetri Plantronics er þess getið að drægnin sé allt að 100 metrum sem ekki verður dregið í efa hér. Þegar kveikt er á heyrnartólunum (og maður er með þau á höfðinu) kemur rödd sem segir til um hleðslu og tengingu („tengt við tæki eitt“ o.s.frv.). Að því er kemur fram á síð- um Plantronics er hægt að fá þau skilaboð á ýmsum tungu- málum, til að mynda dönsku, kóresku, þýsku, ítölsku, rússnesku og mandarín. Það eru líka gaumljós á heyrnartólunum sem sýna hleðsluna þegar kveikt er á þeim. Plantronic BackBeat Pro kostar 49.900 kr. í netverslun Nýherja. HÁTÆKNILEG HEYRNARTÓL HEYRNARTÓL ERU EKKI ALLTAF BARA HEYRNARTÓL, EINS OG SJÁ MÁ OG REYNA Á NÝJUM HEYRNARTÓLUM FRÁ PLANTRONICS, BACKBEAT PRO, SEM ERU SÉRDEILIS TÆKNILEG, EKKI SÍST EF MIÐAÐ ER VIÐ VERÐ. * Þess má svo geta að biðtímiheyrnartólanna er þrjár vikur, en heyrnartólin eru ekki notuð lengi dregur svo úr straumeyðslu að hleðsla ætti að haldast í allt að sex mánuði af sögn framleiðanda. Raf- hlaðan er innbyggð og ekki hægt að skipta um hana sjálfur, en sé ekki að að sé vandamál miðað við auglýsta endingu. * BackBeat Pro heyrnar-tólin eru óneitanlega nokkuð þung, 340 grömm - það kostar sitt að hafa ala þessa tækni tiltæka. Þau fara vel á höfði og ég fann ekki fyrir þyngslunum framan af, en þegar ég var búinn að sitja með þau samfellt í klukku- tíma fann ég óneitanlega fyrir þyngslunum. * Það er sárareinfaltað tengja heyrnartónlist við Android farsíma enda styðja þau NFC tengingar. Það eina sem þurfti var að bera símann upp af NFC-merki á vinstri skálinni og heyrnar- tólin tengdust um leið. Hægt er að tengja tvö tæki við og þannig vera með farsíma og spjaldtölvu tengd samtímis til að mynda og skipta á milli þeirra. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Græjur og tækni CE-vottað sleppur inn í landið Morgunblaðið/Rósa Braga *Tollstjóri sendi frá sér tilkynningu í vikunni til aðbenda á, að gefnu tilefni, að rafmagnstæki sem keypteru erlendis eða pöntuð á netinu þurfa að bera CEmerkingu til að flytja megi þau til landsins sam-kvæmt gildandi tilskipunum á Evrópska efnahags-svæðinu. Lausleg samantekt sýndi að 70-80 send-ingar frá Kína voru stöðvaðar á tveggja mánaða tímabili í sumar vegna þess að CE-merkingar vant- aði. Einkum var um að ræða síma og spjaldtölvur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.