Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Page 41
5.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn www.gilbert.is ÚRAFRAMLEIÐANDI Í HEIMI SENNILEGA MINNSTI V ið Kolbrún Bergþórsdóttir, samstarfskona mín, elsk- um leikarann George Clooney ákaflega heitt og þess vegna brugðum við á það ráð að halda íslenska veislu í tilefni af brúðkaupi hans og Amal Ala- muddin en eins og fram hefur komið í fréttum gifti parið sig um síðustu helgi í Feneyjum. Aðal- fréttin í þessu er náttúrlega sú að Clooney var búinn að gefa það út að hann ætlaði aldrei að kvænast eftir að hafa prófað það eitt sinn í upphafi ferils síns. Þetta hefur gert það að verkum að hann hefur verið í stöðugri eftirspurn – ekki framboði. Til þess að geta slegið upp veisl- unni þurfti undirrituð að fjárfesta í sérstökum „brúðartertuformum“ og auðvitað er ekki hægt að baka brúðartertu nema það sé huggu- legt par á toppnum. Á algerlega síðasta snúningi labbaði ég eins og óð kona inn í Smáralind og fjár- festi í brúðartertuformum og brúðarpari. Afgreiðslukonan var svo sérstaklega almennileg þegar ég var að velja brúðarparið og kökuformin að ég þorði ekki öðru en að segja henni að þetta væri sko ekki fyrir mína veislu … Það að eiga sín eigin brúð- artertuform og brúðarpar setur mann alveg á sérstakan stað í líf- inu og getur svo sannarlega fram- kallað ýmisleg ævintýri. Kolbrún stakk reyndar upp á því að brúð- arparið yrði geymt vel og vand- lega þangað til Prinsinn Harry myndi gifta sig. Ég benti henni á að það yrði líklega búið að moka yfir okkur báðar áður en sú stund rynni upp. Svona villikettir eins og Harry láta nú ekki binda sig niður svo auðveldlega … Í gegnum tíðina hef ég bakað allskonar tertur og haft gaman af og eftir að hafa bakað þetta þriggja hæða flykki veit ég að það tekur sirka átta tíma að klambra því saman – hræra í og baka. Ég meina, ef næsta brúðkaup ber brátt að er ágætt að vera með tímarammann á hreinu því miðað við viðtökurnar gæti nýr frami verið í uppsiglingu … Þegar ég var búin að baka brúð- artertuna lenti ég í smá vandræð- um. Það er nefnilega ekkert grín Undirrituð og Kolbrún Bergþórsdóttir með brúðartertuna. Hinn gullni þríhyrningur Amal Alamuddin og Georg Clooney glæsileg á forsíðu Hello. að koma þriggja hæða tertu úr miðbænum upp í Hádegismóa. Ég brá því á það ráð að hafa botnana þrjá aðskilda á leiðinni upp eftir og keyrði löturhægt upp Ártúns- brekkuna. Á leiðinni upp í Móa kom ég við á uppáhaldskaffihúsinu mínu og hitti þar tvo afar skemmtilega menn, annar er verð- launaleikstjóri og hinn athafna- maður. Þegar ég fór að segja þeim frá brúðartertunni sagði verð- launaleikstjórinn: „Karlmenn eru svolítið eins og þríhyrningur og þú getur aldrei fengið öll þrjú hornin til að vera í sinki. Karlmann hafa yfirleitt tvo eiginleika af þremur. Í grunninn er þeir myndarlegir, gáf- aðir og traustir. Ef þeir eru mynd- arlegir og gáfaðir þá eru þeir aldr- ei traustir og ef þeir eru gáfaðir og traustir þá eru þeir aldrei mynd- arlegir. Ef þeir eru myndarlegir og traustir þá getur þú gleymt því að þeir séu gáfaðir.“ Ég verð að játa það að þetta var töluvert áfall. Alla mína tíð hef ég nefnilega haldið að karlmenn væru þríhyrningar og það væri eðlilegt ef þeir tikkuðu í öll horn þríhyrningsins. Við Kolbrún Berg- þórsdóttir erum sammála um að Clooney sé hinn fullkomni gullni þríhyrningur, gáfaður, myndar- legur og traustur. Traustið komi alltaf af sjálfu sér ef menn eru kvæntir réttu konunum. Svo er ágætt að hafa það bak við eyrað, ef þú telur þig hafa hnotið um hinn gullna þríhyrning, að það sem maður veit ekki af truflar mann ekki …

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.