Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.10.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna AFP *Októberfest er orðin fastur liður í íslenskridrykkju- og veislumenningu og er það vel.Ekki er bjórinn samt ódýr á Íslandi, né heldurallra þjóða dýrastur. Samkvæmt vefsíðunniPintprice.com er glasið ódýrast í Tadsjikistan,Bútan og Búrúndí, kostar undir 72 kr. Dýr-astur er bjórinn á Grænlandi, í Noregi, Ísrael og Katar, að jafnaði seldur fyrir meira en 1.150 kr. í löndunum fjórum. Hvar er bjórinn ódýrastur? Lífið er leikur einn fyrir Ólaf Þór Jóelsson en hann hefur í tólf ár stýrt tölvu- leikjaþættinum Gametíví. Á döfinni er Fifa 15 leikjamót sem haldið verður á Glaum- bar 6. október á vegum FM 957 og Senu. Hvað eruð þið mörg á heimilinu? Við erum 4-5 í heimili, en talan lækkar og hækkar eftir því hvort 13 ára guttinn minn er á staðnum, en hann er alltaf reglulega hjá okkur. Einnig hanga inni tveir kettir. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Mjólk og brauð toppa líklega þennan lista, en það er alltaf einhver öryggistilfinning sem fylgir því að eiga smánammi og hafra- mjöl í hafragrautinn. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Alltof mikið eða í kringum 30-40 þús- und og ekki er ég að strá gullflögum yfir matinn. Hvar kaupirðu helst inn? Ég skipti innkaupunum bróðurlega á milli Bónuss, Nettó og Krónunnar, fer eftir stað og stund. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Ég er einfaldlega alltof latur við það og kæmist örugglega ekki á pall á Ólymp- íuleikum „sparara“. Hér þarf ég að gera miklu betur. Hvað vantar helst á heimilið? Þar sem ég er staddur í miðju líkamlegu átaki myndi ég vilja vaða í einn grjótharðan „blender“ sem getur mulið allt. Blender- inn sem ég er með núna á meira að segja í erfiðleikum með að glíma við banana. Eyðir þú í sparnað? Ég tek alltaf reglulega upphæð á mánuði og set í sparnað, svo er ég líka með sér- eignasparnað, þannig að ég stend ágætlega að vígi þar. Skothelt sparnaðarráð? Gera matseðil og versla á mánudögum fyrir alla vikuna. Geggjað ráð skilst mér og ég vona að ég nái einhverntíma tökum á því. ÓLAFUR ÞÓR JÓELSSON Stráir ekki gullflögum yfir matinn Ólafur segir því fylgja öryggistilfinning að eiga smávegis nammi. Aurapúkinn er á þeirri skoðun að alltaf eigi að vera til á heimilinu eitt- hvert gott og seðjandi snarl til að grípa í. Eitthvað sem er tilbúið til átu, eða því sem næst, ekki of óhollt né of hollt, og ekki of dýrt. Í tilviki Aurapúkans er túnfisksalat þessi undirstaða, þetta slökkvitæki og skyndihjálparbox ísskápsins, tilbúið fyrir neyðartilvik og aldrei hægt að borða of mikið af. Tekur enga stund að útbúa ef til eru nokkrar túnfiskdósir, mæjónes, egg og laukur. Málið er nefnilega að án túnfisk- salatsins verður yfirleitt eitthvað annað, óhollara og dýrara, fyrir val- inu þegar ísskápurinn er tómlegur og garnirnar gaula. Púkanum hættir þá til að kaupa sér dýran skyndibita eða gúffa í sig einhverju kolvetnaríku með afleitt næringargildi. Í besta falli að Púkinn fer svangur að kaupa í matinn, en eins og lesendur vita eru matarinnkaup á tóman maga ekki það sniðugasta fyrir pyngjuna né heldur fyrir mittismálið. púkinn Aura- Fyrsta hjálp við hungur- verkjum Á undanförnum árum hafa komið fram á sjónarsviðið vefsíður sem bjóða neytendum nýjan valkost í gistingu þegar ferðast er. Vefir á borð við Airbnb leyfa almenningi að leigja ferðalöngum auka herbergi á heimilinu, heilu íbúðirnar og jafnvel heilu húsin og hallirnar. Fyrir eigandann þýðir þetta ágætis auka- tekjur og fyrir ferðalanginn er þessi tegund gistingar iðulega ódýrari en að dvelja á hót- eli. Margir eru líka á því að það geri ferðina ánægjulegri að búa inni á heimamanni sem getur veitt selskap og ábendingar um hvað er best að skoða. Úttekt á vegum rannsóknarfyrirtækisins Pricenomics leiðir hins vegar í ljós að það er ekki alltaf ódýrara að velja gistingu í gegn- um Airbnb og munurinn á verði hótels og heimagistingar getur verið mismikill eftir borgum. Framboð og eftirspurn Rannsóknin einblíndi á bandarískar borgir og reiknaði út að að jafnaði kostar heil íbúð á Airbnb 21,2% minna en hótelherbergi. Að leigja stakt herbergi í heimahúsi kostaði að jafnaði 49,5% minna en hótelherbergi. Rétt er að taka fram að erfitt er að bera saman mismunandi hótel í mismunandi gæða- flokkum og íbúðir og herbergi af mismunandi toga. Í íbúð hefur fólk aðgang að þægindum á borð við eldhús og þvottavél en á hóteli er aftur á móti iðulega hægt að finna líkams- rækt, njóta herbergisþjónustu og ýmissa ann- arra þæginda sem hótelið kann að bjóða. Leigð herbergi bjóða líka upp á mismikið næði, og ef gesturinn þarf t.d. að deila bað- herbergi með öðrum heimilismeðlimum væri nær að bera verð saman við farfuglaheimili. Eins verður að muna að hótel eru oft stað- sett nær ferðamannastöðum á meðan heima- hús eru eðli málsins samkvæmt oftar í íbúða- hverfum. Hótelin ráða í Las Vegas Þá breytist myndin þegar ferðast er til smærri borga, þar sem framboðið á heima- gistingu er minna. Þar minnkar verðbilið á milli Airbnb og hótela og í sumum tilvikum verður heimagistingin töluvert dýrari. Þannig má reikna með að ódýrara sé að gista á hóteli í glysborginni Las Vegas. Þar kostar dæmigerð hótelnótt 94 dali en Airbnb íbúð 135 dali. Eru hótelin einnig ódýrari kostur í Houston, að jafnaði á 87 dali fyrir nóttina á meðan Airbnb-gisting kostar að meðaltali 100 dali. Í borginni Tucson í Ari- zona er meira að segja ekki mikill munur á hótelgistingu og að leigja stakt herbergi gegnum Airbnb, 69 dalir á móti 60 dölum. Er rétt að bæta við að gagnrýnendur hafa bent á þann veikleika í rannsókninni að Pricenomis miðaði við listaverð hótelanna, þ.e. það verð sem boðið er þegar herbergið er pantað beint í gegnum hótelið. Er mjög oft hægt að finna sömu herbergi í boði á af- sláttarkjörum á bókunarsíðum á borð við Travelocity og Hotels.com. Er því góð regla áður en ferðast er að gera vandaðan samanburð á milli valkosta og ganga ekki að því sem vísu að annaðhvort hótelin eða heimagistingin séu ódýrari. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Ekki alltaf sparað með Airbnb HEIMAGISTING ER AÐ JAFNAÐI ÓDÝRARI EN HÓTELGISTING EN Í SUMUM BANDARÍSKUM BORGUM MÁ REIKNA MEÐ AÐ HAGKVÆMARA SÉ AÐ GISTA Á HÓTELI EN LEIGJA ÍBÚÐ. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Waldorf Astoria hótelið í New York. Það er ekki svo auðvelt að bera saman verð á hótelum annars vegar og heimagistingu hins vegar, enda íburðurinn og þjónustan ekki alltaf sú sama. Ljósmynd / Wikipedia - Hennem08 (CC)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.