Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert Áreynsla Björn segir hækkunina á hjartaensímunum eflaust vera góðkynja. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það er mjög mikilvægt að vita þegar fólk kemur inn á bráðavakt og hefur verið í einhverri áreynslu og mælist með hækkuð hjartaensím, að þá er það ekki endilega vísbending um að menn séu að fá hjarta- áfall. Eflaust er um að ræða eðlilegt fyrirbæri,“ segir Björn Magnússon, yfirlæknir sjúkrasviðs á Selfossi, en hann rannsakaði hækkanir á vöðva- og hjartaen- símum við aðstæður á borð við íslensk fjallahlaup í samstarfi við Erlu Björnsdóttur, Önnu Þóru Árna- dóttur og Ragnheiði Þórarinsdóttur. Rannsóknin var kynnt, auk fjölda annarra, á lyflækningaþingi Félags íslenskra lyflækna sem fram fór í Hörpu um helgina. Mikið álag á hjartað „Vöðvaensím og hjartaensím, sem oft eru notuð til viðmiðunar við hjartaáföll, hækka eftir hlaupin hjá þeim sem hlaupa maraþonhlaup. Rannsóknir benda þó til þess að þetta sé ekki hættulegt ástand heldur sé hækkunin tímabundin. Hækkunin á hjarta- ensímunum kemur sennilega til vegna leka, sem verður við áreynslu, úr hjartafrumunum,“ segir hann. Björn ítrekar að hlaup séu ekki hættuleg og að líklegast sé um góðkynja fyrirbæri að ræða. „Það er hinsvegar rétt að víðavangshlaup valda verulegum hækkunum á vöðvaensímum í blóði, sér- staklega fjallahlaup. Hjartaensímin hækka verulega eftir hlaupin miðað við það sem var fyrir hlaup. Það þýðir þó ekki að hlaupararnir séu að fá hjartaáfall, þeir jafna sig mjög fljótt. Þetta gengur yfir á einum eða tveimur sólarhringum. Það sama á við um vöð- vaskemmdirnar, þær ganga yfir á 24 til 48 tímum,“ segir hann. „Ég get ekki fullyrt um að hlaup auki ekki líkur á hjartaáfalli, en ég get hinsvegar fullyrt það að hlaupin auka líkur á menn fái hækkun á hjartaen- símum, sem er oft notað sem vísbending um líkur á hjartaáfalli. Í þessum tilfellum leiðir hækkunin þó alls ekkert endilega til hjartaáfalla. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að þetta er mikið álag á hjartað en þetta er ekki endilega skemmd á hjartavöðva- frumunum eins og verður í hjartaáfalli. Hlauparar jafna sig allra jafna,“ segir Björn að lokum. Hjartaensím hækka hjá hlaupurum  Rannsókn bendir til þess að hækkun á hjartaensímum sé ekki endilega vísbending um yfirvof- andi hjartaáfall  Víðavangshlauparar jafna sig allra jafna á einum til tveimur sólarhringum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . um jólin Kanarí& Tenerife Örfá sæti laus! Sextíu ár verða í desember frá því Akureyrar- flugvöllur var tekinn í notkun og var tímamót- unum fagnað á laugardaginn í Flugsafni Íslands. Tækifærið var notað til að láta flugkappann Arn- grím Jóhannsson afhjúpa málverk af sér og fer það á svokallaðan heiðursmannavegg í safninu. Þar eru fyrir málverk af Agnari Kofoed Hansen, Svanbirni Sigurðssyni og Halldóri Blöndal. Ekki er annað að sjá en Arngrímur sé ánægður með myndina sem Kristinn G. Jóhannsson bróðir hans málaði. Sagði flugkappinn að líklega væri ekki hægt að toppa það að vera settur á safn! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Arngrímur á heiðursmannavegginn Sextíu ára afmæli Akureyrarflugvallar fagnað Erlendur ferða- maður flýtti sér heldur mikið á leið sinni út á Keflavík- urflugvöll í gær. Raunar var hann á 37 km/ klst meiri hraða en leyfilegt er þegar hann var stöðvar á Kringlumýrarbraut. Mældist hann á 117 km/klst þar sem há- markshraði er 80 km/klst. Öku- maðurinn var færður á lög- reglustöð þar sem hann gekk frá sektargreiðslu. Fékk hann svo að halda ferð sinni áfram að því loknu. Á 117 km/klst hraða á Kringlumýrarbraut Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Bandaríska haf- og loftslagsstofn- unin NOAA segir október síðastlið- inn vera þann hlýjasta á landi og sjó frá því að mælingar hófust árið 1880. Meðalhiti síðasta mánaðar var 14,74 gráður sem er 0,74 gráðum yfir með- altalinu á tuttugustu öldinni. „Þó að hlýtt sé á jörðinni í heild sinni þá er það ekki alls staðar því sum svæði eru auðvitað kaldari,“ segir Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur og bendir á að stór svæði Norður-Ameríku, sér í lagi austurhluti álfunnar, eru kaldari en meðaltal síðustu þrjátíu ára. Það sama á einnig við um svæði í Norð- ur-Atlantshafi. „Það er hins vegar hlýrra í stærstum hluta Evrópu, Afríku, Ástralíu, Suður-Ameríku og austur- og suðausturhluta Asíu.“ Verður 2014 eitt það hlýjasta? Daglegar mælingar Veðurstofu Íslands ná aftur til ársins 1949. Spurður hvort árið 2014 geti orðið það hlýjasta hér á landi frá upphafi mælinga kveður Einar já við. „Þetta ár gæti orðið eitt af þeim allra hlýjustu ef desembermánuður verður ekki mjög kaldur,“ segir Ein- ar og bendir á að þótt nóvember- mánuður sé fremur hlýr hafi það ekkert forspárgildi fyrir desember. Október var sá hlýjasti á landi og sjó frá árinu 1880  Árið 2014 gæti orðið eitt það hlýj- asta hér á landi Morgunblaðið/Eggert Vetrarblíða Hjólreiðamenn í höfuðborginni hafa til þessa ekki þurft að glíma við snjó á ferðum sínum. Ekki er útlit fyrir að það breytist á næstunni. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins var kallað út síðdegis í gær eftir að tilkynnt var um eld í skútu við Grandagarð. Töluvert mikill eldur var í skút- unni. Slökkviliðið sendi reykkafara um borð, en vel gekk að ná tökum á eldinum. Skemmdir á skútunni eru taldar vera miklar. Um var ræða tvíbytnu og var slökkviliðið rúma klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Eldurinn olli miklu tjóni í tvíbytnunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.