Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 32
VIÐTAL Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég er afskaplega ánægður með þær undirtektir og umsagnir sem við höf- um fengið. En á bak við þetta er auð- vitað mikil vinna,“ segir Vilhjálmur Sigurðarson matreiðslumaður í sam- tali við Morgunblaðið. Hann rekur í félagi við belgíska eiginkonu sína, Joke Michiel, veitingastaðinn Souven- ir í Leper í Belgíu. Staðurinn hefur að undanförnu fengið mikla athygli belg- ískra fjölmiðla og góða aðsókn. Hann fékk á dögunum sína fyrstu opinberu viðurkenningu – Gault Millau – upp- götvun ársins 2014 í flæmska hluta landsins. Það þykir frábær árangur með veitingastað á innan við ári frá opnun. Vilhjálmur er fæddur og upptalinn á Íslandi. Hann er 28 ára gamall. Hann lærði til kokks á Grillinu á Hótel Sögu en langaði að hasla sér völl er- lendis. Hann dreif sig úr landi, fór fyrst til Englands en endaði í Belgíu fyrir næstum fimm árum. Mikil áhersla á grænmeti „Ég vann þar á veitingahúsi sem heitir Hertog Jan þegar belgísk sjón- varpsstöð gerði þátt um staðinn. Joke var framleiðandi myndarinnar, þetta leiddi til kynna sem enduðu með hjónabandi,“ segir Vilhjálmur. „Í vor eignuðumst við svo barn saman og er- um ákaflega hamingjusöm.“ Í samstarfi við Joke fór Vilhjálmur að þreifa fyrir sér um möguleika á að eignast eigin veitingastað. Þau festu kaup á Souvenir í Leper og opnuðu staðinn 1. febrúar á þessu ári. Þar eru sæti fyrir fjörutíu gesti. Leper er mið- svæðis í helsta landbúnaðarhéraði Belgíu. „Matseðillinn hjá okkur er að miklu leyti byggður upp í kringum græn- meti. Ég á mjög gott samstarf við bændurna hér í kring,“ segir Vil- hjálmur. Ef hægt væri að tala um sér- stöðu fælist hún í sýn hans sem út- lendings á möguleika sem hráefnið í nágrenninu skapar. Vilhjálmur kvaðst einnig leggja áherslu á hófsama verð- lagningu. Hjá honum kostar þriggja rétta máltíð innan við 30 evrur. Fimm manns vinna á staðnum auk þeirra hjóna. „Það hefur verið mikið um túrisma hér í Leper að undanförnu vegna 100 árs afmælis heimsstyrjaldarinnar fyrri. Hér var frægt bardagasvæði. En það eru ekki túristarnir sem koma til okkar heldur Belgar sem hafa ánægju af góðum mat og leita uppi góð veitingahús. Það er fólk sem býr hér á svæðinu, svona í 50 til 150 kíló- metra radíus kringum okkur, sem er uppistaðan í okkar gestahópi,“ segir Vilhjámur sem er mjög bjartsýnn á framtíðina í veitingarekstrinum. Þetta byggist á minni sýn  Íslenskur matreiðslumeistari með eigið veitingahús í Leper í Belgíu  Hlaut eftirsótta viðurkenningu eftir aðeins tæplega árs rekstur Ljósmynd/Souvenir Í eldhúsinu Vilhjálmur segir að það sé sýn hans á belgíska hráefnið og möguleika þess sem skapi sérstöðuna. Ljósmynd/Souvenir Saman Vilhjálmur og Joke, kona hans, reka staðinn í sameiningu. Ljósmynd/Heikki Verdurme Gómsætt Stutt er í gott hráefni í réttina sem eru á matseðlinum. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 328. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Líklega eitt stysta viðtal í 101 … 2. Skarst mikið í andliti 3. Brengluð sýn náð athyglinni 4. Í stutt pils og upp með brjóstin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á tónleikum í Háteigskirkju annað kvöld frumflytur Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur nýtt lag sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið fyrir kórinn, Rímnastæl- ingar fyrir kór og þrjú klarinett. Það er byggt á einu af Jónasarlögum hans, Buxur, vesti, brók og skó. Morgunblaðið/Kristinn Hamrahlíðarkórinn frumflytur nýtt lag  Samtímalista- safnið New Mus- eum í New York hélt samsæti í lið- inni viku þar sem tveir ungir mynd- listarmenn voru heiðraðir, þau Ragnar Kjartans- son og Camille Henrot. Í ávarpi sínu vitnaði Ragnar í ljóð eftir bandaríska skáldið Frank O’Hara um sjálfskipaða einsemd listamannsins. Eru sumir gesta sagðir hafa þerrað tár af hvarmi undir lestrinum. Ragnar grætti gesti samtímalistasafnsins  Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg vann á laugardaginn til sinna fjórðu verðlauna, að þessu sinni á l’Alvernativa-hátíðinni í Barcelona. Yrsa átti afmæli á laug- ardaginn og voru verðlaunin því kærkomin afmælisgjöf. Verðlaunin eru veitt fyr- ir bestu kvikmyndina sem er framleidd eða meðframleidd á Spáni. Estudi Playtime í Barcelona er meðfram- leiðandi. Fjórðu verðlaun Salóme í afmælisgjöf Á þriðjudag Sunnan 10-15 m/s og rigning eða slydda, en úrkomu- lítið norðaustanlands. Hiti 0 til 7 stig. Él vestantil um kvöldið. Á miðvikudag Suðlæg átt 8-13 m/s og dálítil él. VEÐUR Miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson og miðjumað- urinn Halldór Orri Björns- son skrifa undir samninga við Íslandsmeistara Stjörn- unnar í vikunni. Halldór Orri snýr aftur heim úr atvinnu- mennsku í Svíþjóð en Brynj- ar Gauti kemur frá ÍBV. Báð- ir segjast þeir afar spenntir fyrir því að ganga til liðs við meistarana sem hafa þar með fengið mikinn liðsstyrk fyrir næsta tímabil. »1 Meistararnir fá mikinn liðsstyrk Barcelona-maðurinn Lionel Messi er orðinn markahæsti leikmaður í sögu spænsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Sevilla um helgina. Cristiano Ronaldo skoraði einnig tvö og er kominn með 20 mörk á met- tíma. »7 Messi og Ronaldo halda áfram að bæta met Framkonur eru enn með fullt hús stiga eftir 10 leiki í Olís-deildinni í handknattleik nú þegar vetrarfrí er tekið við. „Þótt það séu ekki mikl- ar mannabreytingar þá eru hell- ings breytingar hjá okkur,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir sem er hæstánægð með störf þjálfarans Stefáns Arnarsonar síðan hann kom til liðsins í sumar. »2 Tilveran brosir við Framkonum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 8-15 m/s víða rigning eða slydda en skúrir eða él á Suður- og Vesturlandi nálægt hádegi. Léttir til fyrir norðan og austan annað kvöld. Hiti yfirleitt 0 til 8 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.