Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 ✝ Jóhanna Guð-rún Brynjólfs- dóttir fæddist í Hafnarfirði 30. júlí 1930. Hún lést 14. nóvember 2014, 84 ára að aldri. Foreldrar Jó- hönnu Guðrúnar voru Guðný Ólöf Magnúsdóttir, f. 1908, d. 1990, og Brynjólfur Brynj- ólfsson, f. 1899, d. 1993. Systk- ini Jóhönnu Guðrúnar eru Jón Oddur, f. 1932, Bára, f. 1934, Ásthildur, f. 1935, og Magnús, f. 1939, d. 1976. Jóhanna Guðrún giftist árið 1951 Einari Sigurjónssyni, f. 1930, d. 1996. Foreldrar hans voru Sigurjón Einarsson, f. 1897, d. 1969, og Rannveig Vig- fúsdóttir, f. 1898, d. 1991. Börn Jóhönnu Guðrúnar og Einars eru: 1) Brynja, f. 1952, maki Jón Birgir Þórólfsson, börn þeirra eru a) Einar, f. 1971, kvæntur Eygló Karlsdóttur, f. 1973; börn þeirra Þórey, f. 1992, og Jón Karl, f. 2001, b) Guðný Agla, f. 1974, gift Ásmundi Ívarssyni, f. 1974, börn þeirra Valur Snær, f. 2001, Axel Örn, f. 2002, og Birgir Gauti, f. 2009, c) Jóhann Gunnar, f. 1982, dóttir hans Brynja S., f. 2012. 2) Sigurjón, f. 1968, maki Guðný Birna Ro- senkjær, dætur þeirra eru a) Hanna Lind, f. 1997, og b) Erla Rúrí, f. 2004. Jóhanna Guðrún tók virkan þátt í starfi slysavarnadeildar Hraunprýði í Hafnarfirði og var heiðursfélagi í Slysavarna- félagi Íslands. Útför Jóhönnu Guðrúnar verður gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 24. nóvember 2014 og hefst athöfnin klukkan 13.00. Elsku Hanna, ég horfi til baka á þessi 23 ár sem ég hef verið þess aðnjótandi að vera í þessari litlu samrýndu fjölskyldu þinni, og sé þá hversu vel mér var tekið af ykkur hjónunum og hversu marg- ar góðar minningar ég á um sam- verustundir okkar. Enginn staður held ég að sé okkur kærari en paradísin þín fyrir norðan þar sem við fjöl- skyldan höfum eytt flestum sum- arfríum með þér og ferðast um Norðausturlandið með ykkur hjónunum. Skrítin tilfinning var þó að fara þangað í sumar og eng- in Hanna amma þar þó þú hafir verið með okkur þar í huga því staðurinn er þú. Áramótin skipa stóran sess hjá okkur, þessari sprengjuglöðu fjöl- skyldu. Minnist ég oft áranna sem ég vann hjá þér í flugeldunum, man dugnaðinn og kraftinn sem einkenndi þig í öllu, kjarnakonu á sjötugsaldri sem ég þurfti að hafa mig alla við til að halda í við. Dýrmæt eru okkur harðang- urs- og klaustursængurfötin sem þú saumaðir handa öllum í fjöl- skyldunni og verða þau varðveitt eins og gull um ókomna tíð, eins peysurnar, dúkarnir, ullasokk- arnir, vettlingarnir og skartgrip- irnir sem þú gerðir og við fengum að njóta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Hanna mín, takk fyrir alla gjafmildi þína, vináttu og kærleik sem ég, Einar og börnin fengum að njóta. Þín verður sárt saknað. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar en ég veit að þú ert loksins eftir átján ár búin að sam- einast honum Einari þínum sem var miðdepill lífs þíns. Eygló Karlsdóttir. Elsku amma, í dag þegar við fylgjum þér til grafar er mér efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir all- ar þær stundir sem við höfum átt saman, þakklæti fyrir það nána og kærleiksríka samband sem við áttum og þakklæti fyrir að eiga ömmu sem ávallt studdi mig í einu og öllu sem ég tók mér fyrir hend- ur. Ég er það heppin að hafa alist upp við sérlega kærleiksríka og skemmtilega ömmu og afa, það var ávallt vinsælt að fá að eyða stundum með ykkur, skipti þá ekki máli hvort það væri á Norð- urvanginum, í bústaðnum eða rúsínan í pylsuendanum, fara með ykkur í tjaldvagnaferðalag. Þú varst einstaklega hæfileika- rík í höndunum og varst jafnfær í að prjóna listaflíkur og að sauma, eru ófáar flíkurnar sem ég hef átt í gegnum tíðina sem þú klæð- skerasaumaðir á mig sem og prjónaðir. Mér finnst nú ekki leið- inlegt að þú hafir saumað á mig útskriftarföt fyrir allar mínar út- skriftir. Eftir að afi, þín stoð og stytta, féll svo snögglega frá fyrir átján árum styrktust okkar styrku bönd æ meir. Fyrst eftir fráfall hans dvaldist ég hjá þér í íbúðinni sem þið höfðuð þá svo nýlega fest kaup á. Einnig voru ófáar ferð- irnar norður með þér sem og að heimsækja þig. Einnig fórum við saman í ferðir erlendis. Þegar ég hafði ákveðið að dveljast sumar- langt í Hamborg eyddum við vetrinum á undan að hlakka til sumarsins sem í vændum var, því að sjálfsögðu studdirðu mig og ekki síður varstu strax harð- ákveðin í að heimsækja mig þang- að – enda vorum við sammála um að Hamborg væri ein af okkar uppáhaldsborgum. Þegar ég flutti svo nokkrum árum síðar til Dan- merkur til náms kom aldrei neitt annað til greina en að heimsækja mig líka þangað. Ekki er það eingöngu ég sem er full þakklætis fyrir að hafa átt þig að, strákarnir mínir, sem ég var svo heppin að eignast þegar við Ási kynntumst, eru ásamt föð- ur sínum þakklátir fyrir allar stundirnar með Hönnu ömmu, ömmunni sem þeir voru svo ríkir að eignast í þér. Ávallt frá fyrstu stundu komstu fram við þá eins og önnur ömmubörnin þín. Elsk- uðu þeir ekkert meir en að heim- sækja þig og þá sérstaklega í bú- staðinn. Þegar við Ási eignuðumst svo Birgi Gauta fyrir rúmum fimm árum eignaðist þú aðdáanda til lífstíðar, hefur hon- um orðið tíðrætt um prjónaömmu frá því hann fór að tala og haft óbilandi trú á að þú gætir lagað allt með prjónunum. Elsku amma, um leið og ég kveð þig með þökk í hjarta sefar vissan um ykkar afa saman á ný sorgina, það er ég viss um að þið hafið stigið vangadansinn þegar þínu jarðvistarlífi lauk. Með þökk fyrir allt og allt. Þín Agla. Elsku amma mín. Hver dagur líður hjá eins og áður, hver klukkustund hverfur eins og dögg fyrir sólu og mínútur og sekúndur varla sjást. Við fyrstu sýn virðist allt óbreytt en þegar nánar er athugað verður ekkert eins aftur. Þó að líf mitt haldi áfram verður það aldrei samt, því að ég er búin að missa eina af mikilvægustu manneskj- um í mínu lífi. Elsku amma, ég á erfitt með að sætta mig við það að þú sért farin. Kannski er það eigingirni, en mér finnst erfitt að horfast í augu við að samverustundir okkar verði ekki fleiri, allavega ekki í þessu lífi. Þó reyni ég að sjá þína hlið máls. Ég veit að þú varst orðin mikið veik og kvalin og ég veit að þetta var það sem þú þráðir, að öðlast frið og fá að deyja. En það er bara svo erfitt að sætta sig við orðinn hlut því ég sakna þín. Ég sakna raddarinnar þinnar, hlát- ursins, brossins og sterku faðm- laganna. Handanna sakna ég hvað mest, þessara gömlu og lúnu handa sem voru samt svo traustar og hlýjar. Þó er það ákveðinn huggun að vita af þér í faðmi afa á ný. Ég kýs að hugsa um ykkur tvö, á svölum sumarbústaðarins, að veifa bless alveg eins og í öll þau skipti sem þú vinkaðir til mín þegar ég fór frá bústaðnum. Undanfarna daga hef ég du- stað rykið af gleymdum atburð- um sem þessum og gert þá að mikilvægum minnismiðum, merktum: minningin um þig. Öll þau skipti sem við gáfum fiska- styttunni í eldhúsinu að éta, ára- mót, allar prjónuðu flíkurnar frá þér, gönguferðir í fjörunni, sam- töl. Þetta er einungis lítið brot af þeim minningum sem ég geymi. Það fá engin orð því lýst hvað þú hefur gefið mér margt og kennt. Það voru hrein forréttindi að fá að hafa þig í öll þau 17 ár sem ég hef lifað, elsku amma mín, og fyrir það þakka ég á hverjum degi. Ég hefði gert allt til þess að geta haft þig hjá mér að eilífu. Kannski það hafi tekist því stund- um finnst mér ég finna fyrir nær- veru þinni. Það er góð tilhugsun sem hlýjar mér að innan og því vil ég trúa því að þú og afi vakið yfir mér og leiðið mig í gegnum lífið. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, en þó vil ég líta svo á að það séu ein- ungis jarðnesku leifarnar sem ég kveð í þeirri von að sálin haldi áfram að lifa. Það síðasta sem ég sagði við þig í seinustu heimsókn- inni minni var, við sjáumst, svo hér með kveð ég þig í þeirri trú að þú bíðir eftir mér hinum megin þar sem við munum hittast á ný. Bless, elsku amma mín, við sjáumst. Hanna Lind. Elsku amma. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman, þegar við vorum að spila á kvöldin í sumó og þú kenndir mér alltaf ný spil. Ég man líka öll þau skipti sem þú komst í mat til okkar og við feng- um okkur konfekt og horfðum á Martin lækni. Takk fyrir allt það sem þú hefur prjónað handa mér, peysur, húfur, vettlinga og þá síð- ustu fékk ég daginn áður en þú fórst á spítalann. Og svo auðvitað saltsteininn sem ég get kveikt á til að minnast þín. Mér fannst svo gott að horfa á þig þegar við vor- um að fara heim úr sumó og þú stóðst á pallinum og vinkaðir okk- ur. Mér leið alltaf svo vel að hitta þig. Núna veit ég að þú ert komin upp til Guðs og ert að passa okk- ur. Elsku amma, ég elska þig svo mikið, Erla Rúrí. Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund, þó svo maður hefði vonað að sú stund væri ekki runnin upp. Einar af mínum fyrstu minn- ingum um þig og afa eru öll ferða- lögin með ykkur, þá varst þú allt- af búin að smyrja eitraða blöndu í magann minn sem var fransk- brauð og rúgbrauð með kæfu á milli. Man ég vel hvað það gladdi frænda minn mikið þegar það fór að skila árangri svo stuttu seinna, en þú sagðir alltaf við Sigurjón að þetta væri bara hveralykt en ófá- ar ferðirnar fékk ég að dröslast með ykkur. Ekki þótti mér slæmt þegar ég var að alast upp hvað það var stutt heim til ykkar og alltaf gott að koma þangað. Skemmdi líka ekki fyrir að mér fannst afi lifa algjöru draumalífi, þú sást nánast (alveg) um öll heimilisstörfin, kallaðir á afa þeg- ar matur var tilbúinn og gekkst svo frá á eftir. Svona konu ætlaði ég sko að finna mér en komst svo að því seinna að tíðarandinn var eitthvað að breytast. Við höfum líka eytt nánast öll- um gamlárskvöldum saman öll fjölskyldan, flestum heima hjá þér og afa en þá fengum við oftast rjúpu og gæs og voru þetta ómet- anlegar kvöldstundir sem ég mun muna alla tíð. En upp úr standa stundirnar sem við höfum átt fyrir norðan í sumarbústað ykkar frá því ég var krakki, þótti mér nú ekki leiðin- legt að eyða flestum sumrum þar þegar ég var yngri með þér og afa. Ekki fækkaði ferðalögunum þangað eftir að ég eignaðist fjöl- skyldu, mér, Eygló og börnunum hefur alltaf þótt æðislegt að koma þangað. Eftir að afi dó varst þú ákveðin í að halda áfram að fara norður, ekkert skyldi nú stoppa þig í því, hvorki flughræðslan né annað enda veit ég að þú varst nú aldrei ein þar. Alltaf var jafn gott að koma til þín þangað en eftir að þú fórst að eldast var alltaf erf- iðara að kveðja og skilja þig eina eftir þar. Síðasta sumar var svo- lítið tómlegt þar án þín en það var í fyrsta skipti í mörg ár sem þú komst ekki þangað. Ég veit ég hef alla tíð verið umvafin englum sem að vaka hjá meðan mannshjörtun hrærast þá er huggun þar að fá. Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. (Valgeir Skagfjörð) En nú þegar ég kveð þig, elsku amma mín, með söknuði í hjarta veit ég að þið afi eruð saman á ný. Einar. Elsku amma. Þó svo að heilsan hafi verið slöpp síðustu árin þá á ég sannarlega góðar minningar um ömmu í fullu fjöri. Amma og afi voru mjög dugleg að ferðast og maður fékk að taka þátt í því með þeim. Minnisstætt er þegar ég fór með þeim upp á hálendi í jeppa- bíltúr og við sátum í sandfoki að borða samlokur sem amma hafði smurt, sandfokið kom ekki að sök þar sem ég var á þeim aldri að það þótti ekkert tiltökumál að borða smá sand. Nestið frá ömmu klikk- aði heldur aldrei. Ég eyddi miklum tíma hjá ömmu og afa í norðurbænum sem barn og þrátt fyrir að amma hafi ekki verið unglamb þegar ég kem til sögunnar, þá minnist ég henn- ar samt sem duglegrar og dríf- andi manneskju. Heimili þeirra afa var gott heim að sækja og garðurinn hjá þeim í hrauninu ævintýraland sem náði vissu há- marki á áramótunum. Þá var sprengt upp eins og enginn væri morgundagurinn og áramóta- brenna í göngufæri úr garðinum. Ef garðurinn þeirra var ævin- týraland þá er óhætt að segja að sumarbústaður þeirra hafi verið ævintýraland. Þar fékk maður að veiða, fara á kajak, klifra í trjám, fara í skógarferðir, vaða í ánni og læknum ásamt ótal fleiri skemmtilegum hlutum eins og að spila og bara vera með fjölskyld- unni. Einnig fékk maður að hjálpa til þegar þess þurfti eins og t.d. við að gróðursetja, fella tré, slá grasið o.s.frv. Amma sá svo til þess að enginn yrði svangur. Amma fylgdist alltaf vel með okkur barnabörnunum og var meðvituð um allt sem við vorum að gera enda hafði hún skýra hugsun allt til enda. Líkaminn var þó farinn að gefa eftir, kannski ekkert skrítið þegar fólk er komið yfir áttrætt. Síðustu árin var hún dugleg í handavinnunni og prjón- aði peysur, vettlinga og sokka ásamt því að sauma sængurver og ýmislegt fleira. Meðan hún prjón- aði fylgdist hún vel með sjónvarp- inu og þá sérstaklega dönsku stöðvunum sem voru í miklu uppáhaldi. Þó svo að ég kveðji ömmu með söknuði þá er ég líka þakklátur fyrir það líf sem amma átti og að hún hafði skýra og góða hugsun allt til enda. Ég er stoltur af ömmu og innilega þakklátur fyrir allt sem hún hefur veitt mér og allar þær minningar sem tengjast henni. Þinn Jóhann Gunnar Jónsson. Elsku Hanna, amma okkar, við trúum því varla að það sé komið að kveðjustund og finnst okkur það frekar óraunverulegt að sá tími sé kominn. Ekki eru allir jafn heppnir að þekkja konu eins og þig og hvað þá að eiga ömmu svo kæra. Þær eru ófáar stundirnar sem maður lítur til baka á góðu minningarnar sem maður átti með þér, í bústaðnum á sumrin, fá að kúra uppi í ömmubóli og heyra sögu fyrir svefninn, allt fallega föndrið og prjónið sem þú gafst okkur og litríku flugeldarnir sem við horfðum saman á á gamlárs- kvöldum. Ekki þótti okkur leið- inlegt að koma í heimsókn til ömmu sem tók alltaf svo vel á móti manni með sínum hlýju faðmlögum, þrátt fyrir veikindin sem voru síðasta árið gastu alltaf brosað þínu breiðasta og það mun ávallt lifa í hjörtum okkar systk- inanna. „Nú kveð ég ykkur og æsku mína. Við höfum mætzt í draumum, og þið hafið sungið fyrir mig í einveru minni, og úr löngunum ykkar hef ég reist loftkastala á himnum. En nú hefur svefninn flúið og tekið með sér drauma okkar. Dagur er runninn, og svefnrof okkar hafa breytzt í vöku, og við hljótum að skilja. Í rökkri minninganna munum við mætast á ný, og við munum ræðast við, og þið mun- uð syngja mér efnismeiri söng. Og mætist hendur okkar í nýjum draumi, skulum við reisa annan loftkastala á himnum.“ (Kahlil Gibran). Elsku amma okkar, þín verður sárt saknað en þú gleymist aldrei, minning þín lifir ávallt hjá okkur. Við biðjum að heilsa honum afa. Þórey og Jón Karl. Hún Hanna Einars eins og hún var oftast kölluð í fjölskyldunni til aðgreiningar frá mágkonu sinni, Jóhönnu Andrésdóttur eða Hönnu Bóbós, er fallin frá. Að henni genginni er í raun síðasti einstaklingurinn af tengdafólki og systkinahóp móður minnar, Báru Sigurjónsdóttur, horfinn á vit feðra sinna. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Á kveðjustundum sem þessari koma upp í hugann margar góðar og dýrmætar minningar sem lifa einstaklingana. Þannig er það einnig með Hönnu Einars. Það sem mér er minnisstæðast til að læra af og temja sér er hvernig var að eiga við hana samtal. Það var einhvern veginn umvefjandi. Hún var einungis að tala við þig en ekki aðra. Hlustaði og setti fram skoðanir og ráðleggingar með sérstakri alúð. Það var eins og maður væri í algjöru uppáhaldi og einkasamtali. Þegar hún ræddi við mann var eins og hún væri að tala við þig einan. Annað sem var til fyrirmyndar og eftirbreytni var hjónaband og lífsins samferð Hönnu og Einars frænda míns. Þau voru mjög sam- rýnd í leik og starfi. Upp í hugann koma margar myndir og minning- ar um þau hjón úr samstarfi þeirra fyrir Slysavarnafélag Ís- lands svo og slysavarnadeildina Hraunprýði og Björgunarsveitina Fiskaklett í Hafnarfirði. Flug- eldainnflutningur og sala til fjár- öflunar fyrir slysavarnastarfið í landinu var líf þeirra, leikur og starf. Gaman var að koma á lag- erinn í húsnæði Fiskakletts þegar sendingarnar voru að koma að ut- an. Þá þurfti að taka allt upp, tína saman það sem hver og einn sölu- aðili út um land allt vildi fá til end- ursölu, merkja, pakka o.s.frv. Þá var Hanna í essinu sínu og Einar frændi henni við hlið og reyndar fleiri úr fjölskyldunni. Mínar fyrstu minningar um Hönnu Einars eru frá heimili þeirra hjóna á Holtsgötunni í Hafnarfirði. Þangað kom ég oft með foreldrum mínum og þangað var gaman og gott að koma. Tíkin Rósa var hluti af fjölskyldunni og var náttúrlega mikið aðdráttarafl fyrir mig ungan drenginn. Hanna Einars var í sérstöku uppáhaldi hjá föður mínum fyrir glæsilegt útlit og fegurð. Einn fannst hon- um þó löstur á henni en það var sú staðreynd að Hanna reykti. Faðir minn var mikill andstæðingur reykinga og lá ekki á skoðun sinni. Mér eru minnisstæð skoð- anaskipti þeirra varðandi reyk- ingar. Í dag eru þetta ekkert ann- að en góðar minningar. Öll verðum við jú að hafa einhvern veikleika. Ég votta Brynju, Sigurjóni og fjölskyldum þeirra og ættingjum og vinum mína innilegustu sam- úð. Guð blessi ykkur öll. Megi Hanna Einars eiga góðar stundir um hina óendanlegu framtíð með Einari frænda. Sigurjón Pétursson. Í dag kveðjum við hana Hönnu Brynjólfs, eina af heiðursfélögum okkar í Slysavarnadeildinni Hraunprýði. Hún Hanna hefur einhvern veginn alltaf verið í Hraunprýði, var mjög virk á ár- um áður og alltaf var hún svo hress og kát, já, það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Ef hægt væri að segja að ein- hver hafi gifst inn í Slysavarna- félagið þá var það hún. Þau systk- in, Einar og Hulda Sigurjóns, voru af lífi og sál í Slysó eins og foreldrar þeirra og systkini höfðu verið á undan þeim. Þau voru for- menn tveggja öflugra félaga í Hafnarfirðinum, Hraunprýði og Fiskakletts. Svo þegar Einar heitinn varð forseti Slysavarnafélags Íslands dró hún aðeins úr samverustund- unum með okkur, en fór víða með honum og ég held að allir muni þessa flottu konu sem fylgdi manni sínum í einu og öllu. Þau hjón gáfu okkur félögunum í Hraunprýði og Fiskakletti stór- kostlega gjöf, hátíðarfána SVFÍ, stuttu áður en Einar lést. Hún sat í mörg ár í stjórn Hraunprýði, hún var með húsið og sá um veitingar á fundum ásamt Brynju dóttur sinni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan deildarinnar. Börnin þeirra Einars, dóttirin Brynja, Jómbi eiginmaður hennar og þeirra börn og sonurinn Sigurjón, voru líka á kafi í Slysavarnafélaginu á þeim árum. Einar var flottur for- maður Fiskakletts. Guðný mamma hennar Hönnu var einnig mjög virk í félaginu. Nú er komið að leiðarlokum og við Hraunprýðikonur viljum þakka þér innilega allar góðar stundir, Hanna mín, og við send- um Brynju, Sigurjóni og fjöl- skyldum og einnig systur þinni innilegar samúðarkveðjur. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) F.h. Svdk. Hraunprýði, Kristín G. Gunnbjörnsdóttir (Stína). Jóhanna Guðrún Brynjólfsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku prjónaamma. Ég sakna þín svo mikið eftir að þú fórst upp í geim. Mig langar að koma og fá kex hjá þér. Knúsa bangsann sem þú prjónaðir handa mér þegar ég fer að sofa á kvöldin. Þinn Birgir Gauti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.