Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við vorum búin að hafa auga-stað á þessu húsnæði lengi,hér voru skrifstofur og viðbrutum niður veggi og breyttum rýminu svo það hentaði fyrir notalegan stað eins og við vild- um hafa hann,“ segja hjónin Magnús Magnússon og Sandra Guðmunds- dóttir en þau opnuðu fyrir rúmu ári lítið og vinalegt kaffihús úti á Granda við Reykjavíkurhöfn sem heitir Cafe Retro. „Við höfðum búið í Noregi í nokkur ár og þegar við komum aftur heim langaði okkur að opna kaffihús. Við vorum orðin ágætlega sjóuð í bransanum því áður en við fórum út höfðum við rekið Kaffibúðina á Laugavegi og síðar í Hamraborg í Kópavogi, sem var bæði veitinga- staður, kaffihús og verslun.“ Hakkabuffið langvinsælast Sandra og Magnús segja frá- bært að vera með kaffihús niðri við bryggju, í nálægð við hafið. „Um- hverfið hér er afar heillandi og vin- sældir þessa svæðis hafa vaxið mjög hratt, hér spretta upp nýir staðir, hönnunarstaðir, veitingahús, mynd- listarstofur, ísbúð og fleira. Að sjálf- sögðu erum við með sjávarfang á matseðlinum, þar sem við erum hér við sjóinn, við bjóðum meðal annars upp á rauðsprettu, rækjubrauð og fiskisúpu, en við viljum hafa matseð- ilinn einfaldan og sem mest heima- gert. Við erum alltaf með súpu í há- deginu en vinsælast af öllu á matseðlinum er hakkabuffið okkar með eggi. Fólk kemur hingað í hóp- um til að gæða sér á því. Kjúklinga- samlokan okkar hefur vakið mikla lukku, ferðamaður sem hingað kom skrifaði á Trip Advisor að það væri best kjúklingasamloka sem hann hefði fengið á ævi sinni. Sjávarrétt- asúpan vekur ævinlega lukku og heimabakaða brauðið sem er borið fram með henni. Ég baka líka allar kökurnar sem við seljum með kaffinu og mamma hefur verið okkur innan- handar að töfra fram ýmislegt góð- gæti í eldhúsinu,“ segir Sandra og bætir við að ferðamenn komi mikið til þeirra, en ekki síður Íslendingar. „Við erum með marga íslenska fasta- gesti og þeir eru á öllum aldri, til dæmis kemur níu manna fjölskylda úr vesturbænum reglulega hingað á Retró kaffi, en ættmóðirin í þeim hópi er komin yfir nírætt. Hundur fjölskyldunnar er alltaf með og hann fær ævinlega sérstaka skál hér úti á palli. Þetta finnst okkur sérlega skemmtilegt og gefandi. Þessi per- sónulega og heimilislega nálgun í smæðinni,“ segir Sandra og bætir við að margir tryggir viðskiptavinir séu í hópi þeirra sem vinna í nágrenninu, til dæmis fólkið í fyrirtækjunum fyrir ofan þau í húsinu. Handsöluð viðskipti Kaffivélin sem þau nota á Retró geymir sögu, hún kemur alla leið frá Mónakó. „Við fengum hana þegar við störtuðum kaffihúsinu á Laugavegi fyrir margt löngu, ég pantaði hana Heimabakað og notalegheit á Retro Nálægðin við hafið er það sem margir sækjast eftir sem setjast niður á kaffihús- inu Retro úti á Granda, það er heillandi að horfa út á hafið og fylgjast með bát- unum og lífinu á höfninni. Þau leggja mikið upp úr að hafa kaffið gott, matinn heimilislegan og þjónustuna persónulega. Meira að segja hundar viðskiptavin- anna fá skál út á pall þegar þeir koma með eigendum sínum. Vertinn Magnús kann því vel að standa innan við borðið og búa til kaffi. Notalegt Viðskiptavinir láta fara vel um sig, þessir sátu við tölvur sínar. Maríuhænur eru óskaplega krútt- legar og þessi náðist á mynd þar sem hún fékk sér göngutúr á laufi ávaxta- trés í Ísrael á dögunum. Litlu dýrin litfögru Maríubjalla fer í göngutúr Ég og líkami minn – erum við vinir? Er sambandið gott eða áttu í bar- áttu við … í stríði við …? Er lík- aminn óvinurinn? Leyfirðu þér framkomu við sjálfa/n þig sem þú myndir seint bjóða elsku barninu þínu, góðum gesti eða besta vin- inum; „Þú þarft ekkert“ „Þú getur ekki hætt ef þú byrjar að borða – Yðar Ömurlegheit!“ „Nú dugir ekk- ert nema hörkuátak“ „Þetta verður í síðasta sinn sem þú færð … „ Ég hata …“. Af hverju komum við ekki svona fram við aðra? Finnst okkur það ósanngjarnt eða ruddalegt? Getur verið að svona aðfarir hreinlega virki ekki? Fer viðkomandi/líkaminn í vörn eða uppgjöf. „Ég treysti þér ekki, þú ferð illa með mig, það er al- veg sama hvað ég geri, þér finnst ekkert nógu gott“? Veltum fyrir okkur merkingu þess að „gefast upp og þá muni ganga betur“. Á það stundum við? Eins og þegar við erum að hamast við að gera e-ð sem er ekki hægt? T.d. að henda steini það hátt upp í loftið að hann komi ekki niður aftur? Sumir henda það hátt að þeir trúa smástund að það virki. En bæði reynslan og Newton kenndu okkur að það gengur ekki upp. Kílóin hratt af og svo … Stundum eins og að fá grjótið í andlitið. Óttinn við skort veldur græðgi, óttinn við græðgina leiðir af sér boð og bönn og áfram- haldandi skortstöðu. Át stjórnast oft af öðrum tilfinn- ingum en vinkonunum Svengd og Seddu – kannski erum við frekar reið, eða leið. Að borða eða borða ekki er e.t.v. vakið af sjónáreitinu „girnilegur matur“, eða hugsunum eins og „bannað – ógeðslega fitandi“ „ég verð að borða minna“. Ætlum við að elska okkur og lík- amann bara þegar hann er orðinn eitthvað; elskum við barnið okkar nokkuð fyrr en það fer að brosa, þegar það hættir að skríða og fer að ganga, þegar það kann að lesa, eða er orðið proffi í einhverju?! Tengsl okkar við tilfinningar, bæði líkama og sálar, eru oft rask- aðar. Við getum verið illa læs, eða næm á þarfir okkar og kenndir, enda oft þrautþjálfuð í að þagga nið- ur í þeim og hundsa. Sjálfsvirðing og sátt eru lykil- atriði. Þegar við friðmælumst við okkur sjálf, lærum að virða tilfinn- ingar og göngum í takt við þarfir okkar og eðli fremur en að þver- skallast við lögmálin, þá eru góðir hlutir að gerast. Það er ánægjulegt að fylgjast með röskun færast nær jafnvæginu og enska „dis“inu víkja sem forskeyti á „order“. Það geta allir náð bata – fyrsta skrefið er oft að leita hjálpar. Það er alltaf til leið út.  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjónusta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Átröskun – er ég minn besti vinur? Hellisbúinn Hér er setið við gnægtaborð móður náttúru. Heilsupistill Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur Öflug jurtablanda IntestCare er bráðsnjöll blanda sem verndar þarmana, örvar meltingakerfið og hjálpar við hreinsun ristilsins. Blandan léttir á ristlinum, getur dregið úr bólgum og komið jafnvægi á meltingarkerfi líkamans. Sléttari magi. Inniheldur Turmeric Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum sem örvar meltinguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.